Morgunblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978 15 Erlend fréttaskýring Varnarmálaráðherra Egyptalands Mohammed Abdel El-Gamassy sést hér á miðri mynd jútskýra áætlanir um brottflutning ísraela frá Sinai. Meö honum á myndinni er Mohamed Sharawi trúmálaráðherra til vinstri og Eissa Shahin aðstoðarutanríkísráðherra. Mörg Ijón eru ennþá í veginum Samkomulag ísraelsmanna og Egypta í Camp David markar upphaf þróunar í friöarátt en þaö sýnir að mörg vandamál ,eru enn óleyst og þau hefur ekki tekizt aö leysa á undan- förnum þrjátíu árum. Sam- komulagið sýnir aö samnings- aðilar hafa neyðzt til aö slá á frest endanlegum ákvöröun- um í þeirri von aö sá tími friðsamlegra samningaumleit- ana sem nú fer í hönd megi vísa veginn til heildarlausnar. Alvarlegustu vandamálin sem viö er aö glíma eru vestur- bakki Jórdanárinnar og Gaza-svæöið. Mikiö er komiö undir því hvort Jórdaníumenn veröi fáanlegir til aö taka þátt í viöræöunum því aö gert er ráö fyrir því aö þeir taki þátt í gæzlustörfum á herteknum svæöum og fái aö lokum takmörkuö yfirráö yfir þeim. Hussein konungur hefur enn ekki fallizt á aö taka þátt í viðræöunum þótt bandarískir embættismenn búist viö aö hann geri þaö. Þátttaka Palestínumanna er ennþá erfiðari viöureignar. Frelsissamtök Palestínu (PLO) hafa fordæmt samkomulagið sem skuldbindur ísraelsmenn ekki til aö flytja allt herliö sitt burtu frá herteknum svæöum, jafnvel ekki aö loknu fyrirhug- uöu fimm ára aölögunartíma- bili. Sýnt er aö OLO muni berjast meö öllum ráöum gegn friöarumleitununum og flestar ríkisstjórnir í Araba- heiminum viöurkenna samtök- in sem eina hinn sanna fulltrúa Palestínumanna. Bandarískir embættismenn segja um samkomulagið að íbúarnir á vesturbakkanum eöa Gaza-svæöinu muni taka Að fundinum í Camp David loknum þátt í stjórnmálaþróuninni, þar á meöal félagar PLO. En flestir félagar PLO búa utan þessara' tveggja umdeildu svæöa, margir þeirra í flóttamanna- búöum og bækistöðvum skæruliöa í Líbanon. Sam- kvæmt samkomulaginu veröur aö fá samþykki ísraelsmanna viö hvers konar ráöstöfunum sem veröa ráögeröar um búsetu Araba á vesturbakkan- um og í Gaza þannig aö ólíklegt er að félagar PLO fái aö snúa aftur, jafnvel þótt þeir vilji taka þátt í þróuninni. ísraelsmenn geta ekki gleymt því aö þaö er markmiö PLO aö leggja niður ríki Gyöinga. I samkomulaginu í Camþ David er heldur ekki minnzt á þaö hvaö verða á um þau hundruö þúsunda Palestínumanna sem búa í flóttamannabúðum og á byggöir ísraelsmanna á her- teknum svæöum. Þegar samningaviöræðurnar hefjast fá samningamennirnír fimm ár til þess að kljást viö þau fjölmörgu vandamál sem enn eru óleyst. Hér er meöal annars um aö ræöa endanleg landamæri ísraels og hvort ísraelsmenn fái aö hafa áfram herlið á vesturbakkanum og Gaza-svæöinu. Bandarískir embættismenn líta svo á aö ísraelsmenn hafi samþykkt aö taka þátt í þróun sem leiði til algers brottflutnings. En Begin forsætisráöherra sagöi á mánudagskvöld aö ísraels- menn hefðu ekki skuldbundið sig til aö flytja á brott allt herliö sitt, jafnvel ekki aö liönu fimm ára tímabilinu. Á fundinum í Camp David miöaöi ekkert áfram í hinni tilfinningaþrungnu deilu um Jerúsalem, hina heilögu borg Gyöinga, Araba og kristinna manna. Carter forseti ákvaö aö lokum aö taka viö bréfum frá Sadat og Begin þar sem þeir endurtaka afstööu sína í meginatriöum. Auöveldara reyndist aö ná samkomulagi um gerö friðar- samnings Egypta og ísraels- manna og um aö ísraelsmenn skili Egyptum Sinai. Hins vegar hefur enn ekki náöst samkomulag um byggöir ísra- elsmanna á Sinai. Sadat vill fá ísraelsmenn til aö flytja þær burtu. Atkvæöagreiösla sem fram fer í ísraelska þinginu, Knesset, um samkomulagiö veröur fyrsta hindrunin í þeirri friðarþróun sem hafin er. Alltaf hækkar tala látinna Teheran. 19. sept. Reuter. BJÖRGUNARMENN sem leita að slösuðum og látn- um í rústum bæjarins Tab- as hafa fundið enn fleiri lík og nálgast tala dáinna um sautján þúsund manns. í dag fórst Hercules-björg- unarvél með níu manns um borð er hún var að koma inn til lendingar á Teheran flugvelli að sækja vistir og hjúkrunargögn. Fjórir menn um borð komust lífs af. I fréttum frá Iran segir að enda þótt ekki sé ljóst hversu margir hafi látizt og kannski komi öll kurl aldrei til grafar sé af öllu sýnt að þetta séu mestu mannskaðar í jarðskjálftum í íran fyrr og síðar. Fram til þessa höfðu flestir látizt 1968 eða 13 þúsund er skjálftar urðu í KhorassanhéraðiU Ólýsanlegar hörmungar eru hjá þeim sem eftir lifa í Tabas og næstu bæjum og þorpum. Björgun- arsveitir eiga ekki sjö dagana sæla heldur og verða menn að hafa grímur fyrir vitum sér svo sterk og megn er rötnunar- og óþrifalyktin á slysstöðum. Unnið er baki brotnu enda hætt við að farsóttir brjótist út á hverri stundu. Iranskeisari hefur fyrirskipað húsnæðismálaráðherra sínum að hefja þegar undirbúning að því að endurskipuleggja Tabas. Arafat hót- ar öllu illu YASSER Arafat leiðtogi Palest- ínuskæruliða forda'mdi í dag samkomulag ísraelsmanna og Egypta á Camp David fundunum og hótaði hann að láta til skarar skríða gegn hagsmunum líanda- ríkjanna í Miðausturlöndum. Arafat hét því einnig að halda áfram skæruhernaði gegn Israel. Arafat sagði að samkomulagið í Camp David væri óþverri og af því lyktaði af launráðum. Hann sagði ennfremur að Carter forseti skyldi ,.fá borgað" fyrir frum- kvæði sitt í málinu. „Carter verður svarað með tveimur högg- um fyrir hvert það högg sem hann greiðir okkur." Ennfremur skýrði hið hálf opinbera blað í Kairó, Al-Ahram, frá því í dag að ísraelsmenn og Egyptar hæfu innan skamms viðræður í þeim tilgangi að ljúka drögum að friðarsáttmálanum eins og um var talað. Blaðið sagði að viðræður allra aðila um vestur- bakka Jórdan og Gaza hæfust um svipað leyti, eða eftir um tvær til þrjár vikur. Fálldin missir fyigi TIIORBJÖRN Fálldin, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, og Miðflokk- ur hans eru enn á undanhaldi að því er segir í skoðanakönnun SIFO-stofnunarinnar sænsku. Nú er ár þangað til kosningar eiga að fara fram í Svíþjóð og niðurstöður benda til, að Fálldin hafi tapað fjórðungi þess fylgis, sem flokkurinn fékk við kosning- arnar 1976. Fylgi jafnaðarmannaflokksins yrði í kosningum nú um 48,5 prósent ög er það svipað og í síðustu skoðanakönnun. Jafnaðar- mannaflokkurinn myndi sem sé fá ótvíræðan þingmeirihluta. Mið- flokkurinn fengi 17,5 prósent og er það einu prósenti minna en í skoðanakönnun í júní. Þjóðar- flokkurinn fengi 10,5 prósent og hefur einnig misst fylgi síðan í júní, en þriðji stjórnarflokkurinn, Hófsami flokkurinn, sem áður var Hægri flokkurinn, hefur bætt ögn við sig og hefur samkvæmt þessu 16,5 prósent. Ef kosningar færu fram nú og niðurstöður reyndust réttar myndu kommúnistar ná 4 prósentum og fá því fulltrúa kjörinn. Al-Ahram segir að Sadat hafi ákveðið að ganga ekki frá' sam- komulagi í Camp David um Jerúsalem og sjálfsákvörðunarrétt Palestínumanna vegna fjarveru Palestínumanna frá fundunum í Camp David. Það varð að sam- komulagi að Palestínumenn skyldu taka þátt í viðræðunum um þessi atriði og segir Al-Ahram að það sé í fyrsta sinn í sögunni sem Israelar viðurkenni rétt Palestínu- manna. Þetta hefur ekki verið staðfest. Rússi við SÞ fær hæli í USA Sameinuðu þjóðunum 19. sept. — AP. Reuter. SOVÉZKUR starfsmaður sendi- nefndar sinnar hjá SÞ hefur fengið umbeðiö hæli í Bandaríkj- unum að því er talsmaður fyrir bandarísku sendinefndinni skýrði frá í dag. Maðurinn heitir Imans Lesinskis. Hann er tæplega fimmtugur að aldri og hefur unnið við þýðingar og túlkunarstörf. Eiturský grand- aði þremur Gonúa. 19. septomber. AP ÞRÍR menn létu lífið eftir að eiturský myndaðist vegna mannlegra mistaka í sútunar- verksmiðju í Genúa í morgun. Að minnsta kosti 40 manns voru fluttir í sjúkrahús til rannsóknar eftir slysið og óttast er um líðan fjögurra þeirra. Skýið dreifðist yfir borgina og greip mikill ótti um sig meðal borgarbúa. Eiturskýið myndaðist þegar vörubílstjóri sturtaði 25 tonn- um af krómsúlfati í þró sem í var natríumvetnissúlfíð, en við það fóru efnahvörf af stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.