Morgunblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978 Þrenna Leiknis FélaKakeppni Leiknis og FH í frjálsum íþróttum 11 ára og ynsri fór fram á Fellavelli Breiöholts dagana 9. og 10. september. Ilelstu úrslit urðu þessi. 100 m hlaup telpnai Rut Ólafs- dóttir FH 13,7 sek., Inga B. Ulfarsdóttir, Leikni 14,2 sek. 100 m hlaup piltai Jóhann M. Jóhannsson, Leikni 12,3 sek., Guðmundur Karlsson, FH 12,8 sek. Kringlukast telpnai Kristrún Gunnarsdóttir, Leikni 22,65 m, Inga B. Úlfarsdóttir, Leikni 18,03 m. Kúluvarp piltai Guðmundur Karlsson, FH 16,33 m, Jóhann M. Jóhannsson, Leikni ll,62m. 400 m hlaup telpnat Rut Ólafs- dóttir, FH 66 sek., Anna Birgis- dóttir, Leikni 66,5 sek. 400 m hlaup piltai Jóhann M. Jóhannsson, Leikni 62 sek., Hafliði Maggason, Leikni 66,4 sek. Hástökk telpnai Inga B. Úlfars- dóttir, Leikni 1,45 m, Brynja Harðardóttir, Leikni 1,45 m. Spjótkast telpnai Sóley Einars- dóttir, FH 22,21 m, Rut Oiafsdótt- ir, FH 21,90 m. 1500 m hlaup piltai Viggó Þórisson, FH 5:36,1 m, Kristinn Sæmundsson, Leikni 5:45,8 m. 1500 m hlaup telpnai Þórdís Geirsdóttir, FH 6:12,0 m, Kristín Leikfsdóttir, Leikni 6:27,6 m. Langstökk piltai Jóhann M. Jóhannsson, Leikni 5,21 m, Guð- mundur Kárason, FH 5,13 m. 100 m grind telpnai Inga B. Úlfarsdóttir, Leikni 19,4 sek., Unnur Guðjónsdóttir, Leikni 20,7 sek. 100 m grind piltai Hafliði Maggason, Leikni 17,4 sek., Guð- mundur Karlsson, FH 17,5 sek. Kúluvarp telpnai Kristrún Gunnarsdóttir, Leikni 8,47 m, Rut Ólafsdóttir, FH 8,31 m. Kringlukast piltai Arnar Mar- teinsson, Leikni 38,08 m, Guð- mundur Karlsson, FH 37,92 m. 200 m hlaup telpnai Rut Ólafs- dóttir, FH 29,1 sek., Inga B. Úlfarsdóttir, Leikni 30,6 sek. 200 m hlaup piltai Jóhann M. Jóhannsson, Leikni 26,1 sek., Guðmundur Karlsson, FH 26,9 sek. Langstökk telpnai Inga B. Úlfarsdóttir, Leikni 4,51 m, Krist- rún Gunnarsdóttir, Leikni 4,39 m. Hástökk piltai Hafliði Magga- son, Leikni 1,65 m, Guðmundur Karlsson, FH 1,50 m, Þórðiír Þórðarson, Leikni 1,50 m — Islandsmet stráka. 800 m hlaup telpnai Þórdís Geirsdóttir, FH 2:52,0 mín., Anna Birgisdóttir, Leikni 2:54,8 mín. 800 m hlaup piltai Albert Ismland, Leikni 2:35,6 mín., Höskuldur Ragnarsson, FH 2:36,6 mín. 4x100 m boðhlaup telpnai Sveit Leiknis 57,6 sek. Spjótkast piltai Guðmundur Karlsson, FH, 50,55 m. 4x100 m boðhlaup piltai Sveit FH 54,1 sek. Stigahæstu einstaklingar keppninnar voru Inga B. Úlfars- dóttir í telpnaflokki með 22 stig og Guðmundur Karlsson FH, með 27 stig. Telpnabikarinn hlaut Leiknir, með 65 stig, FH hlaut 50 stig. Gefendur eru Bergþór Jónsson og Ragnar Magnússon. Piltabikarinn hlaut Leiknir, einnig fyrir 60 stig gegn 56 stigum FH. Að lokum gaf Morgunblaðið bikar fyrir heildar- stigafjölda og þann bikar hlaut Leiknir einnig með 125 stig, gegn 106 stigum FH. Breytingar hjá Skotum SKOZKA landsliðið, sem leikur gegn Austurríki í Evrópukeppni landsliða í dag, verður mikið breytt frá því í Argentínu í sumar, en Skotar riðu ekki feitum hesti frá þeirri keppni, sem kunnugt er. Bruce Rioch er rétt nýbúinn að ná sér eftir botnlangaskurð og verður ekki með, Kenny Burns og John Robertson frá Nottingham Forest hafa verið settir til hliðar, auk Öerek Johnstone frá Rangers. Það er ógetið þeirra Willie Johnstone, Lou Macari og Don Masson sem dæmdir voru í ævilangt bann með skozka lands- liðinu, Johnstone fyrir lyfjatöku og hinir tveir fyrir óviðurkvæmi- legan munnsöfnuð og gagnrýni á þjálfarann Ally McCleod. Annars er hópurinn skipaður eftirtöldum leikmönnumi Souness og Dalglish (Liverpool), Buchan, McQueen og Jordan (Man. Utd), Aitken (Celtic), Donachie og Hartford (Man. City), Fitzpatrick (St. Mirren), Forsyth (Rangers), Gemmeí (Nottingham Forest), Miller og Kennedy (Aberdeen), Rough (Partick), Stewart (Middlesbr.), Waliacc (Coventry), Graham (Leeds) og Gray (A. Villa). Flug og gisting Ein heild á lækkudu verði. Vði 'íða um land eru vel búin hótel. Þú getur farið í helgarferð með flugfélaginu í hópi, með fjölskyldunni, eða bara þið tvö. Hringdu og spurðu um verð á helgarferð INNANLANDSFLUG Líkaði illa að hætta dómgæslunni • Er dómarar í knattspyrnu ná vissum aldri, 47 ára, verða þeir að gera svo vel að hætta allri dómgæzlu sökum elli, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Og einnig þrátt fyrir að þeir séu kannski bestu dómar arnir sem völ er á, svona er þetta. Frans nokkur Derks, dóm- ari í Hollandi fékk slíka tilkynningu og Iikaði honum að vonum illa. Hann ákvað að vera róttækur og er hann dæmdi siðasta leik sinn, mikil- vægan toppbaráttu leik í 2. deildinni þar f landi, blés kappinn í flautuna og gckk af leikvelli 5 mínútum áður en venjulegur leiktími var liðinn. Annað liðið hafði þá 3—0 forystu og gengu þeir sigur- reifir af leikvelli, búnir að tryggja sig í fyrstu deild. En er leikmennirnir voru komnir í bað, kom tilkynningin um það að leikurinn væri ekii búinn og öllum var smalað aftur út á völl og línuvörður varð að ljúka leiknum, sem endaði 3—1. Derks hefur áður komist í kast við knattspyrnuyfirvöld í Hollandi t.d. í fyrra, er hann dæmdi leik með hljóðnema falinn f vasanum en það var verið að taka upp sjónvarps- þátt. Enginn vissi neitt og hvert einast orð var tekið upp. Var Derks lítt vinsæll á mörgum heimilum eftir það og Knattspyrnusambandið vftti hann. Öerks reyndi einu sinni að gefa út dægurlagaplötu, þar sem hann og hollenzka fótboltastjarnarn Wim Van Hanegem sungu saman nokk- ur lög. Það voru einkum vinir og vandamenn sem plötuna keyptu og fæstir munu hafa spilað hana oftar en einu sinni. Inflúensan bjargaði Iffi hans • Hugo Arieta heitir dómari nokkur í Equador og hann varð yfir sig glaður, þegar honum var úthlutaður mikil- vægur leikur i fyrstu deildinni þar í landi, sem hann taldi mikla viðurkenningu við sig. En til þess að komast á leikvöllinn, varð Arieta að taka flugvél. Þremur dögum fyrir leikinn fékk karlinn slæma inflúensu og varð að boða forföll. Og flugvélin fórst með manni og mús. Kanínan fékk rauða spjaldið • Hýenur hlaupa inn á knatt- spyrnuvelli í Kenýa og trufla leiki, hundar leika sama leik- inn á Akureyri og það nýjasta frá Skotlandi er það, að stöðva varð leik um tfma meðan kanfnuhnoðri geystist um allan vöil. Ekki var hægt að hefja leikinn á ný fyrr en að dómarinn hafði sýnt nagdýr- inu rauða spjaldið, og áhrof- endur og leikmenn hættu að hlæja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.