Morgunblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978 23 + Elskulegur sonur minn barnabarn okkar og systursonur, JÓHANN lézt aö morgni 19. sept. á Barnaspítala Hringsins Ellen Emilsdóttir, Emil Guómundsson, Jóna Vestmann, Margrét Vala og Emil. Faöir okkar, tengdafaöir og afi BJÖRN KNÚTSSON, löggiltur endurskoóandi, Hagamel 33 andaóist föstudaginn 15. september. Karl Omar Björnsson, Victor Knútur Björnsson, Kristín H. Kristínsdóttir og sonarsynir. t Konan mín og móðir okkar MARÍA ÞÓRÐARDÓTTIR, Fálkagötu 34, Reykjavík lést aö Elliheimilinu Grund mánudaginn 18. september. Sigurður Eyjólfsson og börn. + Móöir okkar og fósturmóðir GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR, Stóra-Kálfalœk veröur jarðsett aö Ökrum, laugardaginn 23. september kl. 2. Arnbjörg Sigurðardóttir, Jóhann Sigurösson, Helga Guömundsdóttir. + MóÖir okkar ÞÓRA JÓHANNESDÓTTIR fré Giljum Hélsasveit sem lést 12 þ.m. verður jarösungin frá Stóra-Ás kirkju lar.gardaginn 23. þ.m. kl. 14.00 Systkinin. + ALBERT SIGTRYGGSSON, Teigagerði 15, veröur jarðsunginn frá Bústaöarkirkju fimmtudaginn 21. september kl. 1.30 Elín Indrióadóttir, Anna Albertsdóttir, Sigtryggur Albertsson. + Fyrir hönd mína og annarra aöstandenda, þakka ég innilega auösýnda samúö eiginmanns míns, fööur og afa okkar, GUÐLAUGAR ANDRÉSDÓTTUR, fré Ánastööum. Guös blessun fylgi ykkur ölluml Þórarinn Sigurösson, Þorsteinsgötu 9, Borgarnesi. + Hjartanlegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu við andlát og útför, ÓLAFS F. ÓLAFSSONAR, Eíríksgötu 2. Valgeróur Marteinsdóttir og börn hins létna. + Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu GUÐBJARGAR GUÐMUNDSQÓTTUR, fré Litlu Grund til heimilis Álftavatní, Staöarsveit. Gísii Pélsson, Arndfs Sveinsdóttir, Ingólfur Pélsson, Hólmfríöur Finnsdóttir, Anna Pélsdóttir, Aðalsteinn Aöalsteinsson, Halldór Pélsson, Svenna Sigurgeirsdóttir, Jón Pélsson, Ingíbjörg Sveinsdóttir, og barnabörn. Bára Anna Sigtryggs dóttir — Minning Þann 25. ágúst s.l. andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri Bára Anna Sigtryggsdóttir 67 ára að aldri. Allir eiga eitt sinn að deyja, en þó fer svo þegar ættingjar og vinir hverfa héðan, að okkur setur hljóð við. Bára var af mörgum góðkunn, og munu margir kveðja hana með söknuði, ekki einungis nákomnir ættingjar, heldur einnig vinir, sem hún átti marga, og er ég, sem þessar línur rita, ein í þeirra hópi. Bára giftist ung Jóhanni Einars- syni, og áttu þau saman fjögur börn, Huldu sem er þeirra elst, og bar gæfu til að stunda móður sína í veikindum hennar, og létta henni byrðina á margan hátt, eins og henni var mögulegt, búsett hér á Akureyri, Steinunni búsetta á ísafirði, Einar að búsetjast á Akureyrí og Sigtrygg Inga búsett- an í Reykjavík. Þau Bára og Jóhann bjuggu í Hrísey, en haustið 1956 missti hún mann sinn snögglega er hann var að bjarga bátsínum í ofsaveðri, bá var yngsta barn þeirra aðeins átta ár, og eitt heima hjá henni. Þetta varð henni þungt á'fall, en Bára bar þó aldrei harm sinn utan á sér eða talaði um sjálfa sig. En eitt sinn er hún var gestkom- andi á heimili mínu, rakti hún þennan atburð allan fyrir mér. Ég var fyrst undrandi og vildi stöðva hana í því að rifja upp þessar sáru minningar, en þá bað hún mig um að lofa sér að tala um þetta. Fann ég þá hvernig hún hafði innibyrgt þefta stóra sár og fékk einhvern létti af því að segja mér frá þessu eins og það gekk til. Tveimur árum eftir fráfall manns síns, fluttist Bára til Akureyrar og bjó þar síðán, fyrst með sonum sínum, síðan ein eftir að þeir giftust. Fyrir rúmu ári fór Bára að kenna þess sjúkdóms, sem leiddi hana til dauða. Sjúkdómsstríð sitt bar hún með slíkri stillingu og hugprýði, að fá dæmi eru slík. Vakti það hjá mér bæði undrun og aðdáun, hvernig hún tók þeim hlutum. Hún vissi að hverju stefndi, en á það minntist hún aldrei við þá sem heimsóttu hana, en lét sér annt um líðan annarra og talaði um viöburði daglegs lífs í kringum sig. Þannig var Bára, og allir sem henni kynntust munu hafa borið til hennar hlýhug. Hún var glaðlynd og góðlynd og átti sérstæðan persónuleika. Ætíð vildi hún hlúa að, þar sem hún áleit einhvers virði í fari annarra. Við kveðjum hana öll með söknuði, ástvinir, ættingjar og vinir, og þökkum guði minninguna um hana, sem aldrei mun gleymast. ísól Karlsdóttir. Tilkynna skal heilbrigðis- nefnd verði meindýra vart Ileilbrigðiseftirlit ríkisins hefur að gefnu tilefni sent frá sér frétt þar sem minnt er á að verði vart meindýra. þ.e. rottna. músa, veggjalúsa. kakkalakka og ann- arra meindýra í húsum og á lóðum skuli tafarlaust tilkynna það heilbrigðisnefnd og gera ráðstafanir til útrýmingar dýrun- um í samræmi við fyrirmæli nefndarinnar. Skv. upplýsingum frá heil- brigðiseftirlitinu er hér um að ræða ábendingu sem kom fram nú nýverið á námskeiði er haldið var í eyðingu meindýra, en þar kom m.a. fram að- vekja þyrfti meiri athygli á þessum málum. í frétt- inni frá Heilbrigðiseftirlitinu er einnig bent á að framfylgja beri ákvæðum eftirtalinna laga: 1. Samkv. 2. gr. laga um eyð- ingu á rottum nr. 27/1945 skal eyðing á rottum fara fram tvisvar á ári, haust og vor í öllum sveitarfélögum landsins, þar sem þeirra verður vart. 2. Samkv. 5. gr. laga um hunda- hald og varnir gegn sullaveiki. nr. 7/1953 og 5. gr. reglugerðar nr. 201/1957, skulu allir þeir sem eiga hunda, eldri en misseris gamla eða hafa þá undir höndum, láta hreinsa þá af bandormum einu sinni á ári að liðinni aðalsláturtíð í október eða nóvembermánuði. Eru hlutaðeigandi hvattir til að fara að ofangreindum reglum og heilbrigðisnefndir minntar á að fylgjast með að þeim sé framfylgt. Frá Ileilbrigðiseftirliti ríkisins. Innbrot á Blönduósi: Stálu hljómplötum fyrir 500 til 600 þús. kr. og skotum úr Kaupfélaginu UM HELGINA var brotist inn í verslunarhúsnæði Kaupfélags Húnvetninga á Blönduósi og stolið þaðan meðal annars að því að talið er um 200 hljómplötum eða fyrir nær 500 til 600 þúsund t Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug viö fráfall og jaröarför eiginmanns míns, fööur okkar, sonar og bróöur EGGERTS SIGURLÁSSONAR, bólstrara, Svanhvít Kjartansdóttir, Sigrún Eggertsdóttir, Hildur Eggertsdóttir, Hjalti Eggertsson, Sigurlás Þorleitsson, Þuriður Sigurðardóttir, og systkini. krónur og einhverju af skot- um, s.s. riffilskotum og haglabyssuskotum. Er talið að innbrotið hafi verið fram- ið aðfararnótt laugardagsins og var farið inn um glugga á bakhlið verslunarhússins og var rúða þar í brotin. Ekki hafði í gærkvöldi tekizt að upplýsa þetta innbrot en tveir rannsóknarlögreglu- menn frá Rannsóknarlög- reglu ríkisins unnu í gær að rannsókn málsins ásamt lög- reglumönnum á Blönduósi. Leiðrétting t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu vegna andláts og jaröarfarar móöur okkar VALGEROAR BJÖRNSDÓTTUR, Austurbrún 6. Börn hinnar létnu. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall og jaröarför eiginmanns míns, fööur og afa, okkar, KJARTANS JÓNSSONAR, vélsmiðs. Faxastíg 8, Vestmannaeyjum. Ragnhildur Jónsdóttir, Svanhvit Kjartansdóttir, Sigrún Eggertsdóttir, Hildur Eggertsdóttir, Hjalti Eggertsson, í VIÐTALI við Hilmar Bjarna- son, sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag, eru nokkrar villur, sem ber að leiðrétta. I viðtalinu segir, að þáttaskil hafi orðið í samgöngu- málum Eskfirðinga, er Fagra- dalsbraut var lögð 1862. Þar átti að standa ártalið 1909. Hins vegar átti ártalið 1862 við það atriði í viðtalinu, er rætt var um verzlun Carls Daníels Tuliníus, en það var þetta ár sem hann hóf verzlunarrekstur, en verzlun hans var í húsinu Gömlu-Búð. Þá segir jafnframt, að um síðustu áramót hafi verið búið að leggja 64 milljónir í viðhald hússins. Þar átti að standa 6,4 milljónir króna. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu mishermi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.