Morgunblaðið - 20.09.1978, Side 13

Morgunblaðið - 20.09.1978, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978 Rætt við Freyju Eiríks- dóttur, starfs- mann í frystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa „Já, í nærri áratug hef ég hlakkað til þess, að við fengjum slíka aðstöðu hér. A næstu vikum fáum við góðar fatageymslur og sturtuböð. — En það verður stór munur frá því sem nú er, að geta komið hingað á vinnustað og farið héðan í eigin ígangsklæðum. Það er ekki laust við að maður gangi með veggjum á leið frá vinnu í óhreinum og blautum vinnufatn- aði. Það er nú reyndar nokkuð breytt, en hér áður fyrr gat það gerst að fólk tæki fyrir nefið t.d. í strætisvögnum þegar fiskvinnslu- fólk kom inn. Ég er afskapleg ánægð með lífið þessa dagana, því aðbúnaður fólksins tekur með þessu stökk- breytingu. Það má segja að þetta séu algjör tímamót.“ Nú eruð þið konurnar og hús- mæðurnar mjög fjölmennar við þessi störf. Hafið þið t.d. gert kröfu til aðstöðu eins og barna- heimilis? „Um það hefur oft verið rætt og ég tel það nauðsynlegt og ég tel jafnframt að það komi slík aðstaða í framtíðinni. Aðaluppistaðan við vinnsluna eru húsmæðurnar.“ Heldurðu að konurnar við fisk- vinnu myndu fyrr sækja um starf á öðru sviði, t.d. um afgreiðslu í verzlun, en að sækja um vinnu í frystihúsi? „Ef til vill. En hér t.d. geta þær hagað sínum vinnutíma eftir þörfum oft á tíðum — og leggi þær mikið á sig í eftirvinnu og helgarvinnu þá eru peningarnir fljótfengnir. Nei, við höfum ekkert sérstakt félag með okkur hér, en allflestar erum við í Einingu. Það er, allar nema þær sem vinna hér aðeins skamman tíma. Jú, í félaginu erum við jafngild- ar öðrum félagsmönnum, við erum það fjölmennur hópur. En það skortir mjög á það að konurnar notfæri sér þá aðstöðu sína að vera miklu fleiri en karlarnir. Þær eru ekki framtakssamar, — en tímaskortur og lítil þjálfun í að vinna að félagsstörfum hefur staðið þeim fyrir þrifum. Kannski má líka segja að framtaksleysi kvenna almennt í félagsstarfsemi sé afleiðing gamallar hefðar. Karlmennirnir vilja sitja einir að skilningstrénu. En það er konum sjálfum að kenna að við njótum ekki fulls jafnréttis á við karl- menn að mörgu leyti. Aðrar ástæður? Ja, okkar til- finningalíf er annað, heldurðu það ekki? Konur hafa t.d. skipað sér ærlegan sess í afsk.iptum að ýmsum mannúðarmálum — þar eru tilfinningar ekki sízt stór þáttur. Jú, sjálf hef ég skipt mér nokkuð af félagsmálum og þótt það skemmtilegt og við það kynnst mörgu góðu fólki. Það gefur manni mikinn auð að kynnast fólki sem á sér og berst fyrir ákveðnum hugsjónum.“ Betra að greiða ílækjuna en að höggva á hnútinn Þú ert trúnaðarmaður starfs- fólksins við frystihúsið — hvað er fólgið í því starfi? Hafa alvarleg vandamál risið? „Það er fólgið í því að gæta þess að ekki sé gengið á félagslegan og borgaralegan rétt starfsfólksins, og að samningar við stéttarfélagið séu haldnir í hvívetna. Já, kvartanir eru bornar fram og þá verður einnig að hafa auga með því t.d. að útreikningar á bónus séu réttir, sem er einatt okkar höfuðverkur hér eins og eflaust annars staðar. En vandræðaárekstrar hafa engir orðið, þar sem tekið hefur verið á málunum af skilningi. Það er betra að greiða flækjuna heldur en að höggva á hnútinn ef eitthvað er. Góður skilningur er fyrir hendi af hálfu framkvæmdastjóranna tveggja og annarra. Hvað ég geri í frítímum? Ég eyði allt of miklum tíma í að lesa bækur, sem getur komið niður á öðru. Ég hef hvað mesta ánægju af bókalestri og svo af því að sækja leikhússýningar. Fyrst þú spyrð þá vildi ég, að ég hefði svo miklu fyrr uppgötvað að það er eitthvað til sem heitir félagsmál og ef ég væri núna ung mundi ég ekki sízt leggja jafnrétt- isbaráttunni lið.“ Við Freyja ræddum margt fleira saman þarna á bekknum, en ekki vildi hún að ég hefði það allt eftir henni á prenti. En lokin verða þó að fylgja með. „Samfélag okkar hérna," sagði hún „er þverskurðarmynd af þjóðfélaginu í öllum sínum fjöl- breytileika. — Hver dagur hefur mér alltaf þótt of stuttur og alltaf hefur mér þótt erfitt að skilja það fólk, sem telur sig eiga í vandræð- um með að drepa tímann, eins og sagt er. Þann dag sem ég hlakka ekki til morgundagsins, veit ég að ég get rétt eins lagst fyrir og kvatt þennan heim, eins og að halda líflaus áfram að draga andann." í lokin vildi hún leggja fyrir mig spurningu til mótvægis við allar mínar spurningar, sem hún hafði svarað. Spurningin var sú hvort ég teldi ekki lífið vera gjöf, sem maður ætti að njóta, fremur en refsing sem maður verður að þola. Kannski langar mig til að svara henni: „Þeir byggja lönd sem lifa.“ ÁJR Aí hverju er enginn karlmaður í röðinni? Luxemborg er friösæll töfrandi' feröamanna- staöur, mótaöur af frönskum og þýskum menningaráhrifum — þar sameinast franska glaölyndið og þýska nákvæmnin. Þar sem landið er lítiö, er stutt aö skjótast til ýmissa stórborga í nágrannalöndunum. Þannig er 25 mínútna akstur til borgarinnar Trier í Þýskalandi og klukkustundar akstur til Koblenz, sem stendur þar sem frægustu fljóta- héruö Evrópu sameinast, á mótum Mosel og Rínar. Luxemborg — einn fjölmargra staða í áætlunarflugi okkar. ^GF£LAC LOFJimm ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.