Morgunblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978 7 r Þjóöviljinn og spurning dagsins í leiðara Tímans í gær er fjallað um „fordæmi norsku ríkisstjórnarinn- ar“ í efnahagsaðgerðum. Þar segir orörétt: „Ekki er víst að menn hérlendis geri sér al- mennt grein fyrir pví, hversu harkalegar og víö- tækar aðgerðir norsku ríkisstjórnarinnar eru. Allir kjarasamningar eru numdir úr gildi, allar umsamdar hækkanir launa aö engu gerðar allt næsta ár, samningalot- unni á næsta ári aflýst og almenn verðstöðvun fyrirskipuð á sama tíma- bili. Með pessum hætti hyggst norska ríkis- stjórnin geta mætt minnkandi Þjóöartekjum og versnandi stöðu Þjóöarbúsins án Þess að allt um koll keyri í óða- verðbólgu, stéttaátökum og gengishruni." Siðar í leiðaranum seg- ir: „Fordæmi norsku ríkisstjórnarinnar ... ætti aö vera ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar og reynd- ar öllum landsmönnum enn ein hvatning til Þess að taka Þessi mál til nýrrar athugunar og aö- gerða.“ Þessi orð eru úr forystugrein málgagns forsærisráðherra. Þau hljóta Því, með hliösjón af atburöum síðustu mánuða á Þjóömálasviði hérlendis, að setja fram krefjandi spurningu til AlÞýöubandalagsins, Þjóðviljans og hinna nýju ráðherra úr Þessum her- búðum, hvort Þessi stefnumarkandi skrif túlki næstu viðbrögð hinnar nýju vinstri stjórn- ar? Hinn almenni borgari á heimtingu á Því að fá vitneskju um, hvort hér er um stjórnarboðskap að ræða — eða hvort hér sé enn eitt dæmið um gagnstæö sjónarmið stjórnarflokkanna. Áróöur í nafni vísinda Hannes H. Gissurarson ritar nýlega blaðagrein um nýútkomna bók, „Samfélagsfræði“, eftir kennara í félagsvíinda- deild Háskóla íslands, Gísla Pálsson. Bókin er gefin út af Máli og menn- ingu, sem Hannes segir rekið af Alpýöubanda- lagsmönnum, og bókinni er ætlað að vera kennslu- bók í framhaldsskólum — og er á „námsskrá í sumum Þeirra". „Þessi bók er svo hlutdræg frá fræðilegu stjónarmiði og höfundur hennar svo hlutdrægur, að hún er ónothæf til kennslu í Hannes H. Gissurarson framhaldsskólum,“ segir Hannes. „Hún er enn ein heimildin um áróður rót- tæklinga í skólum lands- ins,“ bætir hann við. Hannes segír svo um Þessa bók: „Kenning Gísla í bókinni er einföld: Allt böl mannkynsins er hinu vestræna hagkerfi, markaðskerfinu, aö kenna. Það er Því að kenna, aö menn eru „tossar í skóla“, brjóta lög og skilja viö maka sína.“ Höfundur bókarinnar leiðir fram kommúnistann Brynjólf Bjarnason til vitnis um gerð Þjóðfélagsins, Þar sem „fátæktinni er haldið viö og örbirgðín ræktuð“. Hann spyr, hvort gagn- rýni af Þessu tagi sé réttmæt. Og um svör vísar hann síðan til tveggja tiltekinna blaða- greina, sem Hannes telur „árásargreinar á Morgun- blaðið". í önnur skrif vísar bókarhöfundur ekki um sannleiksleit í Þessu efni. Skítkast í garð Morgunblaðsins virðist einu tiltæku „heimildirn- — ------------------i ar“ í „kennslubókinni“ varðandi framsetta spurningu höfundarl Árásir á sam- tíma stjórn- málamenn Hannes Gissurarson bendir á tvö dæmi úr „fræðibók" Gísla um árásir á borgarfulltrúa og ráöherra Sjálfstæöis- flokks. Þar er vitnað til tiltekinna umræðna í borgarstjórn Reykjavíkur og oröa og afstöðu, er Albert Guðmundsson, borgarfulltrúi, tók í mál- inu. Hann er að vísu ekki nefndur á nafn en Það fer ekki fram hjá neinum, hvert skeyti „kennslu- bókarhöfundarins" er beint. Hitt dæmið er um svokallaða „svarta skýrslu“ fiskifræðinga og aö „mat fiskifræðinga hafi beðíð lægra hlut fyrir mati stjórnmálamanna sem fóru meö völdin“, en Matthías Bjarnason var Þá sjávarútvegsráðherra. Hins vegar Þegir höfund- ur yfir Því að niðurstöður „svörtu skýrslunnar" vóru í öllum meiginatriö- um fram settar af Þess- um sömu fiskifræðingum og kunnar stjórnarherr- um Þegar í sjávarútvegs- ráðherratíð Lúðvíks Jósepssonar 1971—‘74, og „hvers vegna tók hann ekki fremur ágreining samflokksmanns síns, Lúðvíks Jósepssonar, viö hagfræðinga um vaxta- stefnu í verðbólgu?“ spyr Hannes. Ástæða er til að vekja athygli á Þessari grein Hannesar H. Gissurarsonar (Mbl. 16/9. sl.) og öðrum greinum hans í sama greinaflokki („Háskóli Íslands: Rann- sóknarstofnun eða rót- tæklingahreiður?"). BANS Kenndir veröa: Barnadansar Táningadansar Samkvæmis- dansar Djassdans stepp Tjútt, rock og gömlu dansarnir. Verið ávallt velkomin Innrítun hafin Innritunarsímar 84750 kl. 10—12 og 13—19 53158 kl. 14—18 66469 kl. 14—18 Kennslu- staðir: Reykjavík Breiöholt II Kópavogur Hafnarfjöróur Mosfellssveit Verið ávaltt velkomin DANSKENNARASAMBAND ISLANDS Spóna- plötur af ýmsum gerðumog þykktum Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 Innilega þakka ég börnum mínum, tengdabörn- um, barnabörnum og öllum öörum vinum mínum, sem glöddu mig á 75 ára afmælinu 3. sept. meö heimsóknum, heillaskeytum, símtölum, blómum og mörgum góöum gjöfum og geröu mér daginn ógleymanlegan. Arthur Aanes ______________________Efstasundi 12, R. Stjórnunarfélag íslands Á. Erbókhaldiðí lagi? Stjórnunarfélagiö gengst fyrir námskeiöi í bókfærslu I dagana 2., 3., 4. og 5. október n.k. Námskeiöiö stendur yfir kl. 13.00—19.00 alla dagana eöa samtals í 22 klst. Fjallað verður um sjóðbókar- færslur, dagbókarfærslur, færsl- ur í viðskiptamannabækur og víxlabækur. Þá verður sýnt uppgjör fyrirtækja. Námskeiðið er sniðið fyrir stjórnendur smá- fyrirtækja en er jafnframt kjörið fyrir maka þeirra sem stunda smárekstur. Leiðbeinandi verður Kristján Aðalsteinsson, viöskiptafræðing- ur. Þátttökugjald er kr. 35.000.- en kr. 28.000 - fyrir félagsmenn SFÍ. Þátttaka tilkynnist í síma 82930. ÞAÐ GERIR ÞÚ EF ÞÚ REYKIR. í TÓBAKSREYK ERU FJÖLMÖRG ÚRGANGS- OG EITUREFNI, SEM SETJAST í LUNGUN OG VALDA HEILSUTJÓNI. SAMSTARFSNEFND UM REYKINGAVARNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.