Morgunblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978 Spennan eykst dag frá degi Að undanfiirnu hcfur spenn- an í einvígi þeirra Karpovs on Korchnois aukist til muna. Bilið er nú aðeins tveir vinn- ingar í stað þrigKja áður og ef da’ma má af síðustu skákum virðist sem gæfudísirnar hafi nú loksins gerst áskorandanum hliðhollar cftir að hafa snúið hakinu við honum leniri. I*á hafa margir gert því skóna að Karpov sé orðinn þreyttur og að hann sé þess ekki lengur umkominn að standa í svo harðri keppni. Ilann hcfur að undanförnu fengið mjög hag- stæðar stöður, en ávallt mistek- ist að breyta stöðuyfirburðun- um yfir í hreinan vinning. Svo var einnig f 24. skákinni sem tefld var í gær. Karpov tefldi byrjunina rólega en örugglega og hafði í miðtaflinu óumdeil- anlega betri stöðu vegna staks peðs svarts á miðborðinu. Ekki bætti úr skák fyrir áskorand- ann að hann hafði aðeins stundarfjórðung til þess að ljúka við níu síðustu leikina. Engu að síður tókst honum að þvinga fram mikil uppskipti og er skákin fór í bið hafði hann örlitla stöðuyfirburði, þrátt fyrir að ólíklegt verði að teljast að honum takist að nýta sér þá til vinnings. Þessi 24. skák táknar nokkur þáttaskil í einvíginu. Nú geta keppendur aftur byrjað að taka sér frí, en í hverjum 24 skáka hluta einvígisins hefur hvor um sig rétt á að fresta þremur skák- um. 24. skákini Hvítti Anatoly Karpov Svarti Viktor Korchnoi Spænski leikurinn 1. e4 e5 (Þetta er í sjötta skiptið sem Korchnoi svarar 1. e4 með e5. Af þessum skákum hefur hann tapað tveimur og gert þrjú jafntefli). 2. Rf3 Rc6 Bb5 a6 4. Rf6 5.0-0 Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. c3 Be7. (Aður í einvíginu hefur Korchnoi jafnan leikið hér 9. ... Bc5. í fjórtándu skákinni fékk hann hins vegar slæma stöðu eftir byrjunina er hann beitti þeim leik, þannig að nú velur hann hefðbundnari leiðir.) 10. Bc2 Rc5 11. h3 (Með þessum rólega feik kemur Karpov skákinni út af troðnum slóðum. Hugmyndin er augljós- lega að hindra svartan í að leika Bg4 og ná þannig betri tökum á d4 reitnum). 0-0 12. Hel I)d7 13. Rd4 Rxd4. (Svartur gat auðvitað ekki leyft 14. Rxe6 T.d. 13 ... Had8 14. Rxe6 fxe6? 15. Dh5 g6 16. Bxg6 hxg6 17. Dxg6+ Kh8 18. Dh6+ Kg8 19. He3). 14. cxd4 Rb7 15. Rd2 c5 (Gallinn við þennan nærtæka leik er að peðið á d5 verður stakt. Svartur verður hins vegar að ná mótspili á miðborðinu svo að hvítum takist ekki að hefja sókn á kóngsvæng. Leikurinn kostaði Korchnoi þó 25 mínútur á klukkunni). 16. dxc5 Rxc5 17. Rf3 Bf5!? Skák Margeir Pétursson skrifar um 24.ein- vígisskákina (Virkir varnarleikir á borð við þennan hafa ávallt verið ein- kennandi fyrir Korchnoi. Heimsmeistarinn féll þó auðvit- að ekki í gildruna 18. Bxf5 Dxf5 19. Dxd5 Hfd8 20. Dc6 og nú getur svartur t.d. þvingað fram jafntefli með 20. . . . Hdc8 21. Dd5 Hd8). 18. Be3 Hac8 19. Hacl Bxc2 20. Hxc2 Re6 21. Hd2. (Aætlun Karpovs er mjög mark- viss. Hann hyggst tvöfalda hróka sína á d-línunni og sækja þannig að staka peðinu). Hfd8 22. Db3 Hc4 23. Ildl Db7 24. a3 g6 25. Da2. (Karpov hefur nú náð „óskaliðs- skipan" sinni, en svartur hefur töluvert mótspil á drottningar- væng, sem fer langt með að jafna veikleikann á d5 upp). a5 26. b3 IIc3 27. a4 bxa4 28. bxa4 Hc4!0 (Hér gat svartur jafnað taflið strax með 28. . . . Ha3 29. Dc2 Hc8 30. Dbl og eftir drottninga- kaup falla peðin á d5 og a4 og- svartur losnar þannig við hættulegasta veikleika sinn). 29. Hd3 Kg7 30. Dd2. (Að sjálfsögðu bíður hvítur ekki eftir leiknum Db7—c6, en þving- ar sjálfur fram einfölduti stöð- unnar). Hxa4 31. Bh6+Kg8 32. Hxd5 Hxd5 33. Dxd5 Dxd5 34. Hxd5 Bf8. (Svartur losar sig við biskupana. Ef hvítum gæfist tími til þess að leika 35. Hb5 og 36. Rg5! væri voðinn vís vegna þess hve hvíti biskupinn þrengir mikið að svörtu kóngsstöðunni). 35. Bxf8 Kxf8 36. g3 Ke7 37. Hb5 Rc7 38. Hc5 Rc6 39. Hb5 Rd8. (Hér hefði Korchnoi getað þrá- leikið með 39. . . . Rc7, en hann teflir til vinnings!) 40. Kg2 h6 41. Rd2 Hal. í þessari stöðu lék Karpov biðleik. Svartur hefur örlitlu betri möguleika vegna frípeðs- ins, en menn hvíts eru vel staðsettir og það ætti að duga honum til jafnteflis. Ef hins vegar uppskipti verða á hrókum aukast vinningslíkur svarts mjög. Harrg Golombek skrifar fgrir Morgunblaöiö Sviptingar á báða bóga SKÁKIN í dag var um margt eftirtektarverð. Ilvorugur kcppenda virtist vilja sætta sig við jafntefli snemma í skákinni og báðir þreifuðu nokkuð fyrir sér um sóknarfæri, þar sem nokkrar sviptingar urðu án þess þó að þeim tækist að skapa sér umtalsverð færi. Sjötta sinni í einvíginu hófst taflið með spánska leiknum, þar sem Korchnoi beitti uppáhaldsvörn sinni. Megin einkenni þess afbrigðis er einangrað peð hjá svörtum, en hann hefur á móti nokkra möguleika á frjálsu spili. Karpov tefldi byrjunina og fyrri hluta miðtaflsins á hefðbundinn hátt, en breytti út af í 11. leik. Hann lék þá h3, sem í fljótu bragði virtist vera endurbót og sóknarleikur í senn. Korchnoi fékk verri stöðu upp úr miðtaflinu og evddi miklum tíma í að jafna stöðuna og þcgar hann hafði leikið 30 leiki átti hann aðeins eftir 10 minútur á 12 leiki, og margir héldu að enn myndi harðna á dalnum hjá Korchnoi í síðustu leikjunum. Svo varð þó ekki, þar sem Karpov lék ómarkvisst og glutraði vænlegri stöðu niður. Og þegar skákin fór í bið virtist Korchnoi eiga góða jafnteflismöguleika, þótt Karpov stæði óneitanlega betur að vígi. 75 ára í dag: Sigurpáll Steinþórsson í dag er Sigurpáll Steinþórsson, einn af hinum öldnu kempum sjómannastéttarinnar, 75 ára. Sigurpáll Steinþórsson fæddist á þessum Drottins degi árið 1903 að Þverá í Ólafsfirði, sonur hjónanna Steinþórs Þorsteinsson- ar og Kristjönu Jónsdóttur. Þegar Sigurpáll var á fjórða ári fluttust foreldrar hans að Vík í Héðins- firði. Ekki var jörðin stór sem þau hjónin fluttust á, fóðraði aðeins eina kú, og varð því faðirinn að leita fanga á sjónum til að afla heimilinu þess sem á vantaði. Hann reri til fiskar á fjórrónum árabát á vorin og sumrin frá Héðinsfirði. Sigurpáll var ekki gamall þegar hann fór að sýna áhuga á sjónum. Hann var þá iðulega niðri í fjöru þegar faðir hans og aðrir voru að leggja á sjóinn. Þegar hann var 7 ára gamall leyfði faðir hans honum að beita 60 króka lóðarspotta og leggja hann framan við fjöruna undan íbúðarhúsinu í Vík. Síðan var hinn ungi sveinn látinn draga línuna og þar dró hann sinn fyrsta fisk úr sjó, sem reyndist vera væn lúða. En það varð að hugsa um fleira á heimilinu en að sækja sjó. Strax og Sigurpáll hafði aldutr til var hann látinn gefa fénu þegar það var í húsum. I heimahúsum kenndi faðirinn Sigurpáli og systkinum hans fjórum skrift, reikning og lestur. Síðar var Sigurpáli komið til náms í Ólafsfirði hjá þeim heiðurshjón- um Randver Jónssyni og Margréti Árnadóttur. Kom það sér þá vel fyrir Sigurpál að koma vel mennt- ur í höncjunum að heiman, því að uppihaldið greiddi hann með vinnu, sem var í því fólgin að beita eitt bjóð og stokka upp þrjú í hverjum róðri. Árið 1919 ræður Sigurpáll sig á „Garðar", 6 tonna bát með 6 hesta Danvél. Formaður var Guðmundur Guðmundsson, þá 19 ára gamáll. Kaupið yfir vertíðina, sem voru 3 mánuðir, var 400 kr. og frítt fæði. Árið eftir ræður Sigurpáll sig á hákarlaskipið „Kristjönu" frá Siglufirði. Skipstjóri var Björn Sigurðsson frá Vatnsenda í Héð- insfirði, frændi Sigurpáls. Sigur- páll, sem þá var 17 ára, var ráðinn fullgildur háseti, og sýnir það að hann hefur þá þegar getið sér gott orð sem góður sjómaður, því að það var ekki heiglum hent að gerast hásetar á hákarlaskipi á svo ungum aldri. Að vísu vill Sigurpáll halda því fram, að hann hafi orðið fullgildur háseti aðeins fyrir frændsemina. En ég tel mig þekkja sjómanninn Sigurpál það vel, að hraustleiki hans og góð sjómennska hafi ráðið þar mestu. Hákarlaveiðin hófst seint í mars, og var aðalveiðisvæðið út af Horni. Veiðinni var hætt 12 vikur af sumri og tók þá heyskapurinn við. Aflinn eftir vertíðina varð 450 tunnur lifrar og fékk Sigurpáll 960 kr. í sinn hlut, sem þótti gott- Sigurpáll er á „Kristjönu" til ársins 1925, og stunduðu þeir, auk hákarlaveiðinnar, reknetaveiðár, línuveiðar og handfæraveiðar. Árið 1925 flyst faðir Sigurpáls aftur til Ólafsfjarðar og kemur Sigurpáli í trésmíðanám hjá Þorsteini Esper, sem þá var annar tveggja lærðra smiða á Ólafsfirði, hinn var Jón Þórður, afi Jóns Þórðarsonar uppfinningamanns á Reykjalundi. Sigurpáll var 2 ár í trésmíðanáminu. Hann vann við ýmis verkefni á þessum árum, þar á meðal að smíða 2 prédikunar- stóla með meistara sínum og Sigurði bróður hans. Fór annar stóllinn í Ólafsfjarðarkirkju, en hinn að Stóra-Árskógi á Árskógs- strönd. Að loknu smíðanámi liggur leið Sigurpáls á sjóinn aftur. Árið 1931 gerist hann formaður á 10 tonna bát sem „Egill“ hét og var með hann á síldveiðum o.fl. í 2 ár. A ýmsum öðrum bátum er Sigurpáll til ársins 1941, en þá gerist hann útgerðarmaður. Hann festir kaup, ásamt Jóni Björnssyni, á vélbátn- um „Gulltoppi" ST-25, sem var 48 tonn. Þennan bát þekkja flestir eldri íslendingar, því að hann hét áður „Ingimundur gamli“ og var lengi notaður sem varðbátur til gæzlu íslenzku landhelginnar. Ekki stóð útgerðin lengi, því að íslenzk útgerð var fallvaltari þá en nú. En áfram hélt Sigurpáll á sjónum. Síðasti fiskibáturinn sem hann var á, var „Stígandi" frá Ólafsfirði og var það árið 1959. Þá vendir Sigurpáll sínu kvæði í kross og gerist háseti á varðskipinu Albert og er þar í 2 ár. Þá axlar Sigurpáll sjóferðapokann sinn og snýr sér að búskap. Hann sest að á jörð sinni Bústöðum í Lýtings- staðahreppi, Skagafirði. Við bú- skapinn, á jörð sinni dvelst hann í 7 ár, en dustar þá rykið af sjóferðapokanum og heldur á sjóinn á ný. Hann ræður sig aftur til Landhelgisgæzlunnar og gerist háseti fyrst á v/s Óðni en síðan v/s Þór þar sem hann er til sjötugs, eftir tæplega hálfrar aldar veru á sjónum. Þegar í land var komið hóf Sigurpáll störf hjá flugdeild Landhelgisgæzlunnar þar sem hann starfar enn, jafn ern og frískur, eins og hann var þegar ég kynntist honum fyrst fyrir 20 árum. Eins og sjá má á þessari stuttu afmælisgrein minni, um hina öldnu kempu, Sigurpál Steinþórs- son, þá hefur hann lagt drjúga hönd á plóginn íslandi til fram- fara. Og einnig má sjá að í brjósti Sigurpáls slær hjarta bóndans og sjómannsins. Af kynnum mínum af Sigurpáli er ég öruggur á því að hann hefur verið hraustmenni á sínum yngri árum, eins og hann er raunar enn, ef miðað er við aldurinn, sem hann ber sérstaklega vel. Sigurpáll er ættfróður maður og hefur gaman af að ræða þau málefni, auk þess er fróðlegt að hlusta á hann lýsa störfum og staðháttum til lands og sjávar, áður en allsherjar vélvæð- ingin gekk í garð. Ég minnist alltaf þeirrar ára sem Sigurpáll var um borð í þeim varðskipum sem ég var yfirmaður á, því að þar hafði ég traustan og góðan dreng. Eins og ég hef áður um getið, er fróðlegt að hlusta á Sigurpál segja frá, en hann getur líka fléttað sögur sínar, á sinn hægláta hátt, með góðlátlegri kímni. Ég minnist alltaf hvað við hlógum mikið að sögunni, sem hann sagði okkur af kaupstðarstelpunni sem var í sveit og svo vel siðuð að hún taldi það ganga klámi næst að nefna hrút á nafn, og því sagði hún alltaf, þegar hún var tilneydd til að nefna hrútinn á nafn: —„Hann er kominn í túnið óþokkinn, sem stekkur upp á ærnar." Um leið og ég sendi Sigurpáli Steinþórssyni, vini mínum, sem nú er staddur í sveitasælunni á æskuslóðum sínum, innilegar hamingjuóskir með daginn frá okkur starfsfélögum hans hjá Landhelgisgæzlunni, óska ég hon- um allrar blessunar og bið honum langra lífdaga. Helgi Ilallvarðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.