Morgunblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978
M0 Rö-J h/ -
KAtfinö ! 5
30$
Þetta er skelfilegt. — Mér sem
svo oft hættir til að ganga í
svefni!
Ertu búinn að vera hérna lengi?
Eins og við mátti húast. Made
in Hong Kong.
fjV* ri fl í ; ^ * fi .
Gestir frá
ödrum hnetti?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Spilið i dag getur ekki talist
merkilegt. Jafnvel eitt af þeim,
sem allir vinna. En þegar frægur
maður stýrði úrspilinu þótti það
aðdáunarvert.
Austur gaf, allir utan hættu.
Norður
S. Á632
H. K972
T. 85
L. 864
Vestur
S. 95
H. 5
T. G10932
L. K10973 Suður
Austur
S. KG84
H. 84
T. ÁD764
L. DG
S. D107
H. ÁDG1063
T. K
L. Á52
Margfaldur heimsmeistari, ítal-
inn Belladonna, var í suður og varð
sagnhafi í fjórum hjörtum eftir að
austur hafði opnað á einum tígli,
suður doblað og vestur hækkað í
þrjá tígla.
Ut kom tígulgosi, sem austur tók
með ás og hann fékk að eiga næsta
slag á laufdrottningu. Belladonna
sá auðvitað, að vörnin mátti aðeins
fá einn slag á lauf og tók því næsta
lauf með ás, síðan tvisvar tromp
og spilaði lágum spaða frá borð-
inu. Austur lét lágt og eftir nokkra
umhugsun lét Belladonna tíuna.
Þá var spilið unnið. Hann gat
spilað aftur að spaðadrottning-
unni og síðan látið lauf af
hendinni í spaðaásinn.
Meðhöndlun spaðalitarins þótti
glæsileg og var getið sérstaklega í
bridge-dálkum heimsblaðanna. En
í rauninni var hún stórhættuleg.
Eftir sögnum að dæma var mjög
sennilegt, að tígulliturinn skiptist
5—5 á höndum austurs og vesturs.
Austur hafði sýnt tvö hjörtu,
mátti aðeins eiga tvö lauf því
annars var spilið dauðadæmt og
þannig upplagt, að hann átti fjóra
spaða. Vestur, samkvæmt þessu,
var upplýstur með laufkónginn og
austur gat því ekki átt opnun
nema hann ætti spaðakónginn. Ef
marka má þessar röksemdir var of
hættulegt að láta spaðatíuna
þegar spaðanum var spilað í fyrsta
sinn. Betra var að taka spaðana
tvo af hendi vesturs með drottn-
ingu og ás og spila síðan laufi.
Vestur fengi þann slag en yrði
síðan að gefa tíunda slaginn þegar
hann spilaði næst út í tvöfalda
eyðu.
•ll/,
7769
i..>,„,„„„1,,,,.....
■i I,
........... ............
>' h. ,11,
,ll(, •>'"
COSPER
„Enn hefur komist á kreik saga
um vatnaskrímsli (sjá Morgunbl.
26. ágúst 1978). Að þessu sinni á
slíkt furðudýr að hafa sést í
Seljordvatninu á Þelamörk í
Noregi. Og þetta virðist ekki vera
einstæð sýn heldur hefur dýrið
sést hvað eftir annað.
Vísindamenn hafa farið á stað-
inn til að rannsaka raunveruleika
þessara sagna. Og þeir hafa haft
með sér þann bezta tækjabúnað
sem völ er á til slíkra rannsókna.
Telja þeir sig svo vel í stakk búna,
að þeir ættu að hafa komist að
öruggri niðurstöðu innan fárra
mánaða.
Samkvæmt lýsingum sjónar-
votta er vatnaormur þessi um
15—20 m langur með stór-
hreistraðan búk og höfuð sem
minnir á elgshöfuð.
Við og við berast óvæntar
fregnir af furðudýrum, og vísinda-
menn hafa lagt sig fram um að
rannsaka þessi fyrirbæri með
nýjustu tækni, því þeir hafa álitið,
að hér sé um enn óþekktar
dýrategundir að ræða. En þeir
hafa ekki haft erindi sem erfiði.
Dýrin hafa lítt eða ekki gert vart
við sig í námunda vísindamann-
anna eða tækja þeirra. Þau eru því
enn sem fyrr furðudýr, sem ekki
hefur tekist að henda reiður á. Þau
sjást stundum óvænt en í næstu
andrá eru þau horfin með öllu.
Slíkt kemur og fram í fregninni
um þetta norska furðudýr. Þar
segir m.a.: „Við athuganir í júní sl.
kom fram á línuriti mælingatækja
„eitthvað“ sem nálgaðist rann-
sóknarbátinn, síðan stanzaði það
og hvarf svo skyndilega."
Undarlegt, er að dýr þessi
hverfa stundum skyndilega. Slíkt
á sér ekki stað um venjuleg
„jarðnesk” dýr. Þetta er eitt af því
sem menn hafa enn ekki áttað sig
á, hvorki vísindamenn né aðrir.
Einhverra orsaka verður að leita
annarra en þeirra sem þekktar eru
og viðurkenndar. Hvert gæti verið
eðli þessara merkilegu dýra, sem
enn hefur ekki tekist að handsama
eða gera rannsóknir á? Og þó eru
menn vissir um tilvist þeirra.
Það skyldi þó ekki vera, að
furðudýr þessi, eins og það sem nú
er reynt að finna og rannsaka í
Seljordvatninu, séu með nokkrum
hætti annars eðlis en önnur
jarðnesk dýr? Tilheyra þau í
ráuninni dýraríki jarðar okkar?
Eða verður að leita annarra
skýringa, og þá hverra?
Hygg ég að skýringar dr. Helga
Pjeturss um eðli lífs og lífsam-
banda verði hér drýgstar til
skilningsauka:
Á óteljandi hnöttum alheimsins
þróast lífið fram. Lífgeislan stafar
frá öllu sem lifir og bylgjast fram
um geimdjúpin frá einum hnetti
til annars. Fjarlægðir eru lífgeisl-
aninni engin hindrun. Það er eitt
eðli lífgeislunar, að svipur eða
líkamningur þeirrar lífveru, sem
Hvað verður um mig og börnin, ef þú ferð í burtu?
Kirsuber í nóvember
Framhaldssaga eftir Mariu Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði
70
og gekk á eftir henni inn á
skrifstofuna.
— Ég ætla ckki að tala við
hann, heldur langar mig að
skrafa við þig.
— Nú, sagði hún án sýni-
legrar hrifningar. — Er þér
sama þútt ég fari úr sloppnum?
Ég var í þann veginn að fara.
Hún fór úr sloppnum og í
gulan dragtarjakkann og
rcnndi greiðu gegnum hrafn-
svart, slétt hárið.
— Og um hvað? sagði hún
svo og settist við skrifborðið.
— Um Matta Sandor. í
fyrsta skipti sem við töluðum
saman sagðir þú að hann hefði
verið dapur og niðurdreginn
siðustu dagana sem hann lifði.
— Já, sagði hún.
— Hvað meinarðu með „síð-
ustu dagana“? Fimm daga?
Fjóra eða tvo?
Hann sá á svip hennar að
þessar spurningar höfðu komið
henni á óvart.
— Tja, sagði hún óákveðin.
— Síðustu vikuna eða svo.
Eftir nokkra þögn lciðrétti
hún sig og sagðii
— En langmest bar á því á
sunnudaginn og
mánudaginn... það er að segja
daginn sem hann dó. Við
vorum... í Bergmannskaffi-
stofunni þann eftirmiðdag.
— Minntist hann ekkert á
hvers vegna hann væri svona
niðurdreginn?
— Ifann SAGÐI alltaf svo
lítið... En það sem ég man bezt
er að hann sagði aldrei neitt
sem var yfirdrifið eða falskt
eða hvunndagslegt. Þá kaus
hann heldur að þegja. Honum
var um megn að segja ósatt,
held ég.
— Gat verið að honum hafi
sinnast við einhvern?
— Ég veit það ekki. — Ég
held öllu heldur að Matti hafi
aldrei verið dús við sjálfan sig.
— Nefndi hann að hann hefði
séð hvað Zacharias Ivarsen
hafði verið með mikið af
seðlum í veskinu sínu?
— Nei, það held ég ekki. En
það vissu allir um það. Skiptir
það máli?
— Sólarhring eftir að gamli
maðurinn dó, sagði Christer —
voru seðlarnir horfnir og eng-
inn hefur nokkurn timann
vitað hvað af þeim varð.
Manstu hvort hann fór í öku-
ferð á mótorhjólinu sínu þenn-
an sunnudag?
— Ja... það getur vel verið.
En...
— Hann var í raun og veru
bláfátækur. Ekki satt. Það var
með herkjum að hann gæti
látið eftir sér að kaupa kirsu-
ber hjá Lisu Billkvist. Og svo
varð hann allt í einu stórtækur
f meira lagi og sagðist ætla að
kaupa fjörutíu mola. Varðst þú
ekki undrandi? Veltirðu ekki
fyrir þér hvort hann hefði
unnið happdrætti?
— Fjörutíu mola! Hún brosti
við tilhugsunina. — Ég spurði
hvort hann væri að halda upp á
eitthvað sérstakt og hann
neitaði því. Ilvort hann þyrfti
huggunar við af einhverri
ástæðu. Nei, um það var ekki að
ræða.
— Þú hcfur bersýnilega ekki
spurt hvaðan honum hafi kom-
ið peningarnir?
— Auðvitað gerði ég það
ekki, sagði hún hvasst. —
MATTI hafði að minnsta kosti
ekki stolið þeim. Hvorki á
Móbökkum né annars staðar.
Ef þú ert að gefa slíkt í skyn
hefurðu gersamlega glatað
dómgreind þinni.
Daniel Severin leit eins og
ósjálfrátt í kringum sig í
herberginu áður en hann bjóst
til að fara upp. Alls staðar var
snyrtilegt og þrifalegt, öll
hættuleg efni höfðu verið lokuð
inni og ísskápurinn var lokað-
ur. Jú. víst var Judith hið
mesta gersemi, elskuleg við
sjúklingana og hlífði sér hvergi
og var til í að vinna ýmis verk