Morgunblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978 ? 0 2|a herbergja íbúö T i sölu er skemmtileg 2ja herbergja íbúö á 7. hæð í sambýlishúsi við Þverbrekku í Kópavogi. Góðar ií nréttingar. Lagt fyrir þvottavél á baði. Frábært útsýni. Hentar fámennri fjölskyldu. Verð 9,7 milljónir. Útb. 7,5 millj. Árni Stefánsson, hrl. Suðurgögu 4. Sími: 14314. 4ra herb. v/Háaleitisbraut Höfum í einkasölu 4ra herb. jaröhæö um 110 ferm meö sér hita og inngangi. Vandaöar harðviöarinnréttingar, teppalagt. Verö 13.5—14 m. Útb. 9.5 millj. Samningar og fasteignir Austurstræti 10A, 5. hæð. Sími 24850 — 21970. Heimasími: 38157 Fossvogur Sala eða skipti Hefi í einkasölu endaraöhús við Brúnaland í Fossvogi ásamt bílskúr. Húsið er 2 hæðir samtals rúmlega 220 ferm. Á neðri hæðinni eru: 4 svefnherbergi, stórt bað, þvottahús, geymsla, skáli o.fl. Á efri hæöinni eru: stofur, húsbóndaherbergi, skáli, eldhús, ytri forstofa o.fl. Vandaðar suöur svalir. Gott útsýni. Teikningar til sýnis á skrifstofunni. Laust strax. Verð um 36 milljónir. Til greina kemur að taka eina eða tvær 2ja—4ra herbergja íbúöir upp í kaupin auk peningagreiöslu. Árni Stefánsson, hrl. Suðurgötu 4. Sími 14314. MAKASKIPTI 4ra herb. ca. 120 fm íbúö á neöri hæö (jaröhæö) í tvíbýlishúsi viö Borgarholtsbraut. Fæst í skiptum fyrir 3ja herb. íbúö í blokk, æskilega í lyftuhúsi. MAKASKIPTI 6 herb. glæsileg íbúö á 3. hæö (efstu) í blokk í noröurbæ Hafnarfj. Fæst í skiptum fyrir raöhús eöa lítiö einbýlishús í Hafnarfiröi eöa Garðabæ. Ragnar Tómasson. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 (Silli& Valdi) simi 26600 Skrifstofuhúsnæði til sölu er 150 ferm. húsnæöi á 3. hæð og 110 ferm. á 4. hæð í góöu steinhúsi við Hverfisgötu. Hentar fyrir skrifstofur, læknastofur, léttan iðnað og fl. Nánari uppl. á skrifstofunni. Furugrund Úrvals góö 2ja herb. íbúö (kjallari). Útb. 6.5—7 millj. Garöabær Einbýlishús um 120 ferm. ásamt bílskúr. Útb. 16—17 millj. Seljendur Óskum eftir öllum stærðum og geröum fasteigna á söluskrá. Haraldur Magnússon viöskiptafræöingur. Siguröur Bonediktsson, sölumaöur. Kvöldsími 42618. Sviðsmynd úr Sonur skóarans os dóttir bakarans. Samviska í spiladós hjóðleikhúsiði SONUR SKÓARANS OG DÓTTIR BAKARANS eða SÖNGIJRINN FRÁ MY LAI eftir Jiikul Jakobsson. Lýsinjí. Kristinn Daníelsson. Leikmyndi Majjnús Tómasson. Leikstjórii IleÍKÍ Skúlason. Með syni skóarans og dóttur bakarans færist Jökull Jakobs- son meira í fang en áður í leikritagerð sinni. Umgjörðin er að vísu lítið þorp, en það rúmar allan heiminn. Upphaflega hét leikritið Söngurinn frá My Lai, en nú er það nafn aðeins undirtitill líklega af þeim sökum að Sonur skóarans og dóttir bakarans er fremur við hæfi þorra leikhúsgesta. Margir muna þorpið My Lai í fréttum frá Víetnamstríðinu. Um morðæði bandarískra hermanna þar hafa verið samd- ar margar bækur. My Uái hefur líkt og spænska þorpið Guernica orðið eins konar tákn villi- mennsku styrjalda. I leikriti sínu lætur Jökull Jakobsson stúlku sem lifað hefur af blóð- baðið i My Lai koma í íslenskt þorp í f.vigd tveggja framandi manna. Þeir hyggja á hefndir, en svo einkennilega vill til að íslenskur skósmiðssonur, Jói, hefur verið einn af hinum skotglöðu hermönnum í Víet- nam. Koma stúlkunnar í þorpið verður um sama leyti og Jói snýr heim ásamt 'húsbónda sínum, Kap, sem er maður auðugur, sennilega kapítalism- inn sjálfur holdi klæddur. í leikritinu á sér stað uppgjör milli Jóa og Kap, enda skó- smiðssonurinn orðinn taóisti sem vill taka upp iðju föður síns. Samviskan nagar hann, ekki síst eftir að honum verður ljóst hver stúlkan ókunna er. Kap hefur aftur á móti gerst bjargvættur þorpsbúa sem lifað hafa við kröpp kjör eftir að verksmiðja þorpsins var stöðvuð. Kap kem- ur henni í gang aftur og hefur framleiðslu á vítamíni sem er þeirrar náttúru að eyða súrefni í andrúmsloftinu. Oddvitinn sem er sósíalisti og demókrat að eigin sögn leggur mest upp úr því að þorpsbúar fái eitthvað að gera, það eru smámunir í hans augum hvort framleiðsla verk- smiðjunnar er vítamín eða eitur. Gróðinn skiptir öllu máli. Tákn leiksins geta menn dundað við að ráða, en niðurstaðan hlýtur að verða sú að verkið sé bitur heimsádeila. Sonur skóarans og dóttir bakarans er með raunsæilegu yfirbragði. En í verkinu eru margir fletir, sumir ríkjandi, aðrir leyna á sér. Mjög einkenn- andi er að mínu viti ljóðræna verksins. Hún birtist með sér- stökum hætti í stúlkunni Fleur, hvernig hún skyndilega sprettur upp úr jörðinni og hefur farið fjöll án þess að gera sér grein fyrir hver hún er eða hvert hún er að fara. í verkinu er líka mikið um endurtekningar, sí- leikin stef eins og lagið af spiladósinni góðu frá My Lai, en einnig venjulegt tal fólksins, í þorpinu samanber samræður þeirra Albjarts og Matthildar. Þessar endurtekningar hafa sína töfra, en reyna líka stund- um á þolrif áhorfandans; of mikið má af öllu gera. En að breyta gangi leiksins vegna þessara einkenna hans held ég að orðið hefði leikstjóra ofraun. Án Jökuls Jakobssonar er það eiginlega óhugsandi. Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Aödáendum Jökuls þarf ekki að segja að húmorinn, gaman- semi skáldsins, er eitt af því sem gerir verk hans eftirminnileg. í Syni skóarans og dóttur bakar- ans er víða glitrandi húmor, tilsvör sem hitta í mark. Eink- um er það hið kostulega par Albjartur og Matthildur sem kátínu vekja. Hann er mennta- maðurinn í þorpinu, skopleg fígúra sem allir gera gys að. Sennilega á hann að vera tákn þess hve lærðir menn og heim- spekingar mega sín lítils í mannlegu samfélagi, einkum hinu smáa. En þrátt fyrir margt spaugilegt í fari þorpsbúa er Ijóst að Sonur skóarans og dóttir bakarans er alvörugefið verk, höfundur þess vill segja voveifleg tíðindi og hafa áhrif á fólk, vekja það til umhugsunar eins og Ibsen gamli og aðrir kumpánar umræðuleikhússins. Eins og svo margoft hefur verið bent á tóku leikrit Jökuls Jakobssonar sífelidum breyting- um meðan á æfingum þeirra stóð. Jökull fylgdist sjálfur með æfingum og var af þeirri gerð leikritahöfunda sem vinnur mikið í leikhúsinu sjálfu, lætur andrúmsloft þe§s móta sig. Að þessu sinni naut hans ekki við nema á fyrstu æfingum. Sonur skóarans og dóttir bakarans er ekki nógu hnitmiðað verk. Það er höfuðgallinn. I því eru of margir dauðir punktar sem veikja heildarmyndina. Engu að síður ber það kunnáttu höfund- ar síns vitni og er vísbending um að Jökull var að reyna nýjar leiðir sem eflaust hefðu getað dugað honum til stórra sigra ef ekki hefði verið tekið í taumana. En lífsverk Jökuls Jakobssonar er þrátt fyrir ýmsa agnúa merkilegt og á eftir að verða metið að verðleikum. Arnar Jónsson lék Jóa og skilaði því hlutverki býsna vel, en á köflum var hann of hástemmdur og sönglandi í framsögn spillti að venju góðum leik. Kristín Bjarnadóttir, Dísa bakaradóttir og lyfsalafrú, lék af öryggi. Hún er ný á íslensku leiksviði, hefur starfað í^Dan- morku og tók að sér hlutverk Dísu samkvæmt ósk höfundar. Kristbjörg Kjeld þótti mér atkvæðamikil í hlutverki Fíu hótelstýru. Albjartur og Matthildur eru leikin af Rúrik Haraldssyni og Þóru Friðriksdóttur. Þau léku bæði frábærlega, en guldu þess að frá hendi höfundar er of miklu hlaöið á þau; það sem í fyrstu er fyndið hættir fljótt að vera annað en sniðugt. Morgun- atriðið á hótelinu er með því besta í verkinu, harmkímin mynd af tveim umkomuleysingj- um í fjandsamlegum heimi. Nýliðarnir Edda Björgvins- dóttir (Fleur) og Emil Gunnar Guðmundsson (Oli) túlkuðu ein- læglega sín hlutverk. Edda var í nokkrum vanda með hið við- kvæma hlutverk stúlkunnar, en henni tókst að túlka hana á sannfærandi hátt og án þeirrar tilfinningasemi sem hlutverkið býður upp á. Af minnisstæðum hlutverkum öðrum má nefna Róbert Arn- finnsson í gervi oddvitans, Erling Gíslason sem lék Kap og Bríeti Héðinsdóttur, Bryndísi Pétursdóttur, Flosa Olafsson og Valdemar Helgason í hlutverk- um þorpsbúa. Leikmynd Magnúsar Tómas- sonar leiddi hugann að íslensku þorpi á Ströndum eða í Flatey eða því plássi sem umfram allt er hvarvetna að finna í heimin- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.