Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978 3 Viðskiptaráðherra sakar verzlunar- stéttina um bófahasar og áróðursstríð FULLTRÚAR Verzlunarráðs Ís- lands, Félags ísl. stórkaupmanna og Sambands ísl. samvinnu- félaga, sem pátt tóku í sjónvarps- pætti í fyrrakvöld um verðlags- mál, deildu harðlega á bá gagna- og heimildaleynd, sem peir sögðu hvíla yfir könnun verðlagsstjóra á innflutningsverði neyzluvara hingað til lands. Þeir vísuðu á bug peirri niðurstööu, að innkaups- verð innfluttra vara væri hér 21% til 27% óhagstæðara en á öðrum Noröurlöndum, sem og peim túlkunum á pessum niðurstöðum, er birzt hefðu í tilteknum blöðum. Kröfðust peir pess að verðlags- stjóri legði spilin á borðiö, p.e. gögn könnunarinnar, svo hægt væri að fara ofan í saumana á fullyrðingum hans og leiöa hiö sanna í Ijós. Jafnframt lögðu peir fram verðsamanburð, sem fól í sér aðra og hagstæöari mynd fyrir íslenzka innflutningsverzlun. Verðlagsstjóri kvað niðurstöður sínar byggjast á samnorrænni könnun og væri hann bundinn trúnaði um gögn hennar. Niður- stöður sýndu „meinsemd" sem eyða Þyrfti. Fulltrúi SÍS taldi 40.000 sam- vinnumenn eiga heimtingu á pví, að gögn pessarar könnunar yrðu lögð á borð almennings. Hann sagðist hafa traustar heimildir fyrir pví, að pessi könnun gengi á svig við staðreyndir innkaupa SÍS, sem væri lang stærsti innflytjandi landsins, og félli innflutningur sambandsmanna að mestu utan könnunarrammans. Verðlagsstjóri sagði hins vegar að forystumenn SÍS mættu huga að „arfakló" í eigin garði. Fulltrúi Verzlunarráðs las upp bréf frá Svípjóð og Noregi, sem hann taldi sýna, að parlendir aðilar könnuðust ekki við pær niðurstöður, er verðlagsstjóri hefði kunngjört. Hann sagði að í núverandi verðlagskerfi væri lítiö svigrúm til verðkönnunar og væri Þaö pví lítt hvetjandi til hagstæð- ari innkaupa. Opinber sköttun segði og mjög til sín í vöruverði hérlendis. Hann spurði m.a. hvort verðlagsstjóri pekkti nokkurt land, par sem lífskjör væru betri eða verölag hagstæðara en hér og verðlagsákvæði væru ekki jafn- framt frjálsari. Fulltrúi FÍS brá upp verösaman- burði hér og á Noröurlöndum, sem sýndi aðrar og hagstæðari niöurstöður fyrir íslenzka inn- flutningsverzlun en niðurstöður verðlagsstjóra. FÍS hefði boðiö verðlagsyfirvöldum samvinnu um raunhæfa verðkönnun og síðan látið framkvæma hana, er svör drógust á langinn. Niðurstööur verðlagsstjóra væru naumast marktækar meðan gögn könnun- ar væru falin fyrir hlutaöeigend- um og almenningi. Hann kvað og hægt að færa verulega niður vöruverð með breyttri tollaf- greiöslu stjórnvaida. Svavar Gestsson, viöskiptaráð- herra, sagði m.a. að fulltrúar verzlunarinnar pyrftu að láta af „bófahasar og áróðursstríði" og koma til móts við verðlagsyfirvöld um lækningu á auösærri „mein- semd“. Hann boðaði frekari verö- könnun stjórnvalda, sem m.a. myndi ná til verðs í viöskiptalönd- um okkar, sem og athugun á skilum umboöslauna og fleiri páttum milliríkjaverzlunar. Stjórnandi viðræðupáttarins var Guöjón Einarsson. Þátttak- endur: Svavar Gestsson, ráð- herra, Georg Ólafsson, verðlags- stjóri, Þorvaröur Elíasson (Verzlunarráð), Einar Birnir (FÍS) og Kjartan P. Kjartansson (SÍS). Hafnarfjörður; Breyting- ar gerðar á gang- brautinni yfir Strandgötu UMFERÐARNEFND Hafnarfjarðar hélt fund í gærmorgun, þar sem tekin voru fyrir öryggismál gangandi vegfarenda í Hafnarfirði og sérstaklega fjallað um slysastaðinn á Strandgötu. Að sögn Kristófers Magnússon- ar, formanns umferðarnefndar- innar varð niðurstaða fundarins sú, að bæjarverkfræðingi var falið að gera tillögur um breytingar á gangbrautinni yfir Strandgötu í þá átt að auka þar öryggi gangandi fólks. Er hugmyndin sú að koma upp handriðum við götuna, merkja gangbrautina mjög rækilega og koma fyrir sérstökum eyjum til þess að þrengja svo akbrautina að einungis ein bifreið geti ekið framhjá gangbrautinni í einu í hvora átt. Venjulega eru fundir haldnir í umferðarnefnd á mánaðarfresti en vegna þessa alvarlega máls verður næsti fundur nefndarinnar strax í næstu viku. Lýst eftir vitn- um ad árekstri SUNNUDAGINN 17. september s.l. klukkan um 12.10 varð árekstur á Breiðholtsbraut, skammt austan við gatnamót Norðurfells. Þar var Lada-fólksbifreið sem var á leið austur, ekið aftan á Vauxh- all-fólksbifreið. Leigubifreið, ryð- rauð af amerískri gerð, var ekið vestur Breiðholtsbraut um sama leyti og er vitað, að bifreiðarstjór- inn var sjónarvottur að þessu óhappi. Þá var einnig vörubifreið á austurleið. Eru ökumenn þessara tveggja bifreiða beðnir að gefa sig fram við rannsóknardeild lög- reglunnar í Reykjavík, þar sem talið er að þeir geti veitt mikilvæg- ar upplýsingar í málinu. Með „almennum sérfargjöldum" getur afsláttur af fargjaidi þínu orðið 40%, og enn hærri sért þú á aldrinum 12 - 22ja ára - og ekki nóg með það, nú bjóðum við enn betur. Nú færð þú fjölskylduafslátt til viöbótar „Almenn sérfargjöld" okkar eru 8-21 dags fargjöld sem gilda allt árið til nær 60 staða í Evróþu. Láttu starfsfólk okkar á söluskrifstofunum, umboðsmenn okkar, eða starfsfólk ferðaskrif stofanna finna hagkvæmasta fargjaldið fyrir þig og þína. flucfélac LOFTLEIDIR ÍSLANDS Þessi nýi fjölskylduafsláttur gildir til allra Norðurlandanna, Bretlands og Luxemborgar. Fyrst er reiknað út „almennt sérfargjald" fynr hvern einstakan í fjölskyldunni - þá kemur fjölskylduafslátturinn til sögunnar á þann hátt að einn i fjölskyldunni borgar fullt „aimennt sérfargjald" en allir hinir aðeins hálft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.