Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978 5 Þ j óðleikhúskórinn syngur á Suðurlandi ÞJÓÐLEIKHÚSKÓRINN er ný- kominn heim úr vel heppnaðri söngför til Færeyja, þar sem hann hélt þrenna tónleika. Kórinn hefur nú ákveðið að syngja um helgina fyrir íbúa á Suðurlandi og mun halda tónleika á Hvolsvelli kl. 16 á nokkur íslensk lög eftir Þórarin Guðmundsson, Sigfús Einarsson, Emil Thoroddsen, Inga T. Lárus- son og Jón Laxdal. Stjórnandi kórsins er Ragnar Björnsson en undirleikari á tónleikunum verður Agnes Löwe. sunnudaginn og kl. 21 um kvöldið í Aratungu. Söngskráin er sú sama og í Færeyjarferðinni en þar eru atriði úr ýmsum þekktustu og vinsæl- ustu söngleikjum, óperum og óperettum, sem kórinn hefur sungið í Þjóðleikhúsinu. Má t.d. nefna Ævintýri Hoffmanns, Leð- urblökuna, Oklahoma! Þryms- kviðu, Sígaunabaróninn, My Fair Lady, Fást, Rigoletto og Carmen. Einsöngvarar með kórnum eru Guðmundur Jónsson og Ingveldur Hjaltested auk nokkurra kórfé- laga. Einnig eru á efnisskránni Sigurlaug Rósinkranz syngur á Sauðárkróki SIGURLAUG Rósinkranz sópran- söngkona er stödd hér á landi í stuttri heimsókn. Ilún hefir nú fasta húsetu í Stokkhólmi og er þar starfandi söngkona. Fimmtudaginn 28. september efnir hún ásamt Páli Kr. Pálssyni organleikara til tónleika í Sauðár- krókskirkju. Frú Sigurlaug syngur lög eftir Árna Thorsteinsson, Pál Isólfsson, Sigvalda Kaldalóns og Sigurð Þórðarson, ennfremur aríur eftir Handel, Mozart og Mendelssohn. Auk þess leikur Páll orgelverk eftir Reger. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Hafnarfjörður: Vitni vantar að ákeyrslu FÖSTUDAGINN 22. september s.l. var ekið á bifreiðina R-57G73. sem er Audí 1000 LS. árgerð 1972. þar sem bifreiðin stóð á bílasta'ði við Flensborgarskólann í Ilafnarfirði. Bifreiðin er gul með svartan vinyltopp. Gerðist þetta á tímabilinu 13—15. I>eir. sem veitt geta upplýsingar um þessa ákeyrslu eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregluna í Ifafnar- íirði. Mokkafatnaður fyrir dömur og herra 1 f ★ Allar stærðir ★ Margir litir og gerðir ★ Kynnið ykkur hagstæðu verðin simi: 27211 Austurstræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.