Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978 19 AUit.VsiNGASIMlNN KR: 22410 JHergimblabitt Starfshópur ” athugi stöðu fiskvinnslu- fyrirtækja Sjávarútvegsráðuneytiö hefur kvatt saman starfshóp til þess að gera athugun á stöðu fiskvinnslu- fyrirtækja, sem búa við svæðis- bundin vandamál og gera tillögur um úrlausn þeirra. I starfshópnum eru Gamalíel Sveinsson, viðskipta- fræðingur frá Þjóðhagsstofnun, en hann er jafnframt formaður hóps- ins, Helgi Ólafsson, framkvæmda- stjóri og Karl Bjarnason, tækni- legur ráðgjafi frá Framkvæmda- stofnun ríkisins, segir í fréttatil- kynningu frá sjávarútvegsráðu- neytinu. Við framangreinda at- hugun starfshópsins skal haft samráð við heimamenn svo og hagsmunaaðila og lánastofnanir sjávarútvegsins. Starfshópurinn skal skila tillög- um um fjárhagslega, tæknilega og stjórnunarlega endurskipulagn- ingu fyrirtækja í 'sjávarútvegi á hverju svæði. Við athugunina og áætlunargerð skal sérstaklega stefnt að því, að tryggja atvinnu- öryggi, samræmi í uppbyggingu veiða og vinnslu og aukna hag- kvæmni og bætta nýtingu í vinnsl- unni. Á fundinum kom fram, að ekki mun óalgengt að mánaðarleiga fyrir tveggja til þriggja herbergja íbúðir sé milli 50 og 60 þúsund krónur á mánuði, og algengt er að greitt sé fyrir eitt ár fyrirfram. Dæmi munu vera um að tveggja herbergja íbúðir séu leigðar á 75 þúsund krónur á mánuði eða jafnvel enn meira. Að mati leigjendasamtakanna á Bræla á loðnu- miðunum BRÆIjA hefur verið á loðnumið- unum undan Norðurlandi undan- farna þrjá sólarhringa og engin veiði, að sögn Andrésar Finnboga- sonar hjá Loðnunefnd. Bátarnir dólá úti á miðunum og bíða eftir því að veður batni. annar frá land- og húseigendum. Hafa Leigjendasamtökin þegar skipað Ragnar Aðalsteinsson, hrl. í nefndina, og væntanlega verður Sigurður E. Guðmundsson for- maður. Mun aetlunin vera sú, að nefndin skili drögum að lagafrum- varpi hið fyrsta, jafnvel svo fljótt að leggja megi það fram á Alþingi fyrir þingslit í vor. Þá kynnti stjórn Leigjendasam- takanna einnig nýtt form húsa- leigusamnings, sem að þeirra sögn tryggir jafnt réttindi og skyldur leigusala sem leigutaka. Vap við gerð samningsins haft í huga opinbert form slíkra samninga í Noregi, en Ragnar Aðalsteinsson var samtökunum til ráðuneytis við gerð hans. Það form húsaleigu- samnings sem Húseigendafélag Reykjavíkur hefur boðið upp á er ónothæft, að sögn Leigjendasam- takanna, þar sem þar er aðeins gætt hagsmuna leigusala. Um 150 manns eru nú í Leigj- endasamtökunum, aðallega lág- launafólk, að sögn formanns þeirra, Jóns frá Pálmholti. Sam- tökin hafa nú tekið á leigu húsnæði að Bókhlöðustíg 7 í Reykjavík, þar sem starfsemi þeirra mun hafa aðsetur framveg- is. Nr. 61 en ekki 59 MYNDIN af skúrbyggingunni, sem birtist á baksíðu Morgunblaðsins í gær var ekki á lóð hússins nr. 59 við Laugaveg, heldur á lóð nr. 61, að baki húsa Aiþýðubrauðgerðar- innar sem var. Þetta leiðréttist hér með. Stjórn Leigjendasamtakanna: Allt að 75 þús. kr. mánaðarleiga fyrir tveggja herbergja íbúðir „Þær leigumiðlanir sem starfa hér í Reykjavík skaða tvímæla- laust hag lcigjenda, þar sem þær eiga þátt í að spcnna upp húsaleiguna," sagði Jón Ásgeir Sigurðsson, einn stjórnarmanna í Leigjendasamtökunum á fundi með blaðamönnum í gær. Á fundinum var starfsemi samtak- anna kynnt, skýrt frá nýju eyðublaði fyrir gerð húsaleigu- samninga. skýrt frá nefnd scm fclagsmálaráðherra hyggst skipa til að semja lagafrumvarp um húsalcigu, auk þess sem stjúrn samtakanna svaraði fyrirspurn- samkeppni leigumiðlananna stór- an þátt í síhækkandi húsaleigu, þar sem þær verði að sjá húseig- endum fyrir leigjendum sem geta greitt hæstu leigu, ef þær eiga á annað borð að fá nokkrar íbúðir á skrá. Leigjendur greiða allan kostnað við rekstur þessara leigu- miðlana. Á blaðamannafundinum skýrði formaður Leigjendasamtakanna, Jón frá Pálmholti, frá því, að félagsmálaráðherra hefði ákveðið að skipa nefnd til að gera frum- varp til laga um húsaleigu. Eiga þrír aðilar að sitja í nefndinni, formaður frá hinu opinbera, og svo einn frá samtökum leigjenda og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.