Morgunblaðið - 29.09.1978, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.09.1978, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1978 r Stundakennarar við HI: Vikuverkfall í nóvember STUNDAKENNARAR við Há- skóla íslands hafa ákveðið að fara í einnar viku vcrkfall í byrjun nóvember til að fylgja eftir kröfum sínum í launadeilu. sem þeir eiga nú í við íjármála- ráðuneytið. Björn Teitsson. einn stundakennara við Háskólann. sagði í samtali við Morgunbiaðið í gær. að þessi ákvörðun um boðun verkfalls stæði nema eitt- hvað yrði komið til móts við kröfur þeirra fyrir þann tíma. sem verkfallið væri áætlað en daBsetninjí þess hefði ekki verið ákveðin að öðru leyti en það yrði fyrst í nóvember. Björn sagði að stundakennarar við Háskólann teldu launakjör sín til muna lakari en fastra kennara ok þar væri á óeðlilegur munur. Benti Björn á að stundakennarar kenndu meira en helming allrar kennslu við Háskóla Islands en fyrir það fengju stundakennarar 6 skip með 1650 lestir LÍTIL loðnuveiöi hefur verið síðustu daga, en þó tilkynntu sex skip um afla í gær samtals 1650 lestir. Aflann fengu flest skipin undan Scoresbys- undi í fyrrakvöld, en í gærmorgun gerði brælu á miðunum. Þá fékk Jón Finnsson GK loðnu um 120 mílur norður af Horni, en þar hefur ekki fengist loðna í langan tíma. Mörg loðnuskipanna eru nú komin á þau mið, en þar var komin bræla í gær. Skipin sem tilkynntu um afla í gær eru þessi: Jón Finnsson GK 310 lestir, Helga 2, RE 280, Albert GK 400, Keflvíkingur KE 360, Gígja RE 360 og Bergur 2. VE 50 lestir. að þeirra eigin mati meir en helmingi lægra kaup en fastir kennarar, sem kenndu jafn mikið. „Við teljum þetta óréttlátt en hins vegar er okkur ljóst hvernig þetta er reiknað. Að hluta byggist þetta á rannsóknarþætti fastra kennara en það er þó ekki öll skýringin. Við fengum þau svör hjá samninganefndarmönnum rík- isins á síðasta samningafundi í fjármálaráðuneytinu að tilboð þeirra þá væri lokatilboð, þannig að við erum ekki allt of bjartsýnir eins og stendur," sagði Björn. 17340 tunnur af síld komnar á land á Höfn Höfn, 28. september. SÍLDARAFLINN, sem borist hefur á land á þessari vertíð hér á Ilöfn. er nú orðinn 17310 tunnur og þar af var aflinn í gær 1200 tunnur. Fram að þessu hafa bátarnir aðallega fengið síldina úti af Stokksnesi en í fyrrinótt var aðalveiðin við Hrollaugseyjar og virðist síldin vera að ganga vestur með landinu. Síldin, sem veiðst hefur síðustu daga, er feitari og átumeiri en sú, sem veiðst hefur fram að þessu. Aflahæstu bátarnir sem landað hafa á Höfn eru nú Bára með 1232 tunnur, Æskan með 1986 tunnur, Þórir með 1018 tunnur, Hvanne-y með 951 tunnu, Freyr með 891 tunnu, Steinunn með 867 tunnur og Skógey með 824 tunnur. Allir eru þessir bátar frá Höfn. — Elías. Ragnar H. Ragnar skólastjóri Tónlistarskóla fsafjarðar og hciðursborgari ísaf jarðar varð áttræður í gær og er þessi mynd tekin í afmælishófinu, en á henni eru talið frá vinstrii Ragnar H. Ragnar, Anna Áslaug, dóttir hans, þá Sigríður Jónsdóttir kona Ragnars, síðan tvö börn hans, Sigriður og Hjálmar Helgi og loks Jónas Tómasson tengdasonur Ragnars. Ljósm. Árni. Samband ísl. bankamanna um vísitölunefndina: Ríkisstjórnin úti- lokar bankamenn BANKASTARFSMENN eru mjög óánægðir með að þeir skuli hafa verið sniðgengnir þegar vísitölunefndin var skipuð af ríkisstjórninni. Hefur stjórn Sambands íslenskra bankamanna sent ríkisstjórninni bréf, þar sem því er harðlega mótmælt að í nefndinni eigi sæti fulltrúar allra heildarsamtaka launþega í landinu nema Sambands íslenskra bankamanna. Segir stjórnin að fámennari samtök en samtök bankamanna eigi þar hins vegar sæti. samkomulagi um nýtt vísitölu- kerfi sem gildi fyrir alla laun- þega í landinu, þar á meðal bankamenn. Samtök banka- manna séu hins vegar útilokuð frá því að hafa áhrif á gang mála og niðurstöðu nefndarinnar. Stjórn Sambands banka- manna segir þá ákvörðun að útiloka ein heildarsamtök frá því að eiga fulltrúa í nefndinni óskiljanlega. Ekki verði annað séð, en nefndinni sé ætlað það hlutverk að freista þess að ná Bæjarstjórn Garðabæjar hafnar breikkun Hafnarfjarðarvegarins B/EJARSTJÓRN Garðabæjar hefur samþykkt aö hafna þeirri skipulagstillögu að breikka Hafnarfjarðarveginn á milli Arnarneslækjar og Engidals og var sú ályktun samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar fyrr í þessum mánuði. Er í ályktuninni bcnt á, að skipulagstillögur þær, sem hér um ræðir, hafi verið bæjarbúum til sýnis og hafi komið fram tvær athugasemdir. Önnur undirrituð af 1057 íbúum þar sem breikkun Hafnarfjarðarvegarins er mótmælt og hin frá 2 íbúum um fleiri atriði. í ályktun sinni hvetur bæjarstjórnin vegagerðina til að auka öryggi gangandi og akandi vegfarenda um þann hluta Ilafnarfjarðarvegarins, sem liggur um bæinn. Einnig samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar að óska eftir því að skipulagsstjóri efndl til fundar með fuUtrúum Vegagerðarinnar og fulltrúum bæjarstjórna Garðabæjar og Hafnarfjarðar en í kvöld verður sameiginlegur fundur bæjarfulltrúa í Garðabæ og Hafnarfirði um málið, en gert er ráð fyrir að sameiginlegur fundur bæjarstjórnanna, skipulagsstjóra og Vegagerðarinnar verði síðar. Garðar Sigurgeirsson, bæjarstjóri í Garðabæ, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að bæjarstjórn Garðabæjar vildi með þessum við- ræðum við Hafnarfjarðarbæ og aðra aðila leita eftir samstöðu um þjóð- vegagerð á þeim svæðum sem snerti þessi tvö bæjarfélög öðrum fremur. Um það hvaða leið yrði valin til lausnar þessum vanda sagði Garðar, að á þessu stigi væri ekki hægt að fullyrða neitt um það en af hálfu Garðbæinga væri spurningin hvort næsta vegaframkvæmd á þessum slóðum yrði lagning Reykjanes- brautar frá Kaplakrika og fyrir ofan Garðabæ yfir að Breiðholtshverfi eða Sjávarbrautar vestan Hafnar- fjarðar. í ályktun bæjarstjórnar Garða- bæjar er þeim tilmælum beint til Vegagerðarinnar að gerðar verði þegar í stað sérstakar ráðstafanir vegna gangandi vegfarenda, annars 99 Stóðum ekki í vegi fyrir einu né neinu — segir Karl Steinar Guðnason 99 „MÉR ER ekki kunnugt um annað en fulltrúar Bandalags starfs- manna rfkis og bæja hafi fallist á þessar ráðstafanir í viðræðum við þá stjórnmálaflokka. sem mynda ríkisstjórnina,“ sagði Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verka- mannasambands íslands og alþing- ismaður er hann var spurður álits á þeim ummælum Kristjáns Thorla- ciusar, formanns BSRB, að forusta Verkamannasambandsins og hópur stjórnmálamanna vilji ekki að kjarasamningarnir taki gildi nema gagnvart hluta launafólks. Karl Steinar sagðist verða sam- mála Kristjáni um að launasamtökin þyrftu að móta heildarstefnu í launamálunum og einnig að allt krukk í samningana í þá veru að skekkja þá og skæla ætti ekki að viðgangast. „Við hjá Verkamanna- sambandinu stóðum ekki í vegi fyrir einu né neinu í þessu efni en lögðum á það áherslu að þegar þrehgdi að í þjóðarbúinu ætti hlutur hinna lægst launuðu að vera í fyrirrúmi," sagði Karl Steinar. vegar við fyrirhugaðan Arnarnesveg og hins vegar öðru hvorum megin Arnarneslækjar og fyrri samþykkt bæjarstjórnarinnar um legu vegar- ins milli Kópavogs og Arnarneslækj- ar er staðfest. Þá segir um Hafnar- fjarðarveginn: „Slysatíðni á veginum er slík, að aðgerðir til úrbóta þola enga bið. Átt er við uppsetningu umferðarljósa við Vífilsstaðaveg og Lyngás, afmörkun vegarins á milli Vífilsstaðavegar og Hraunholtslækjar og lokun inn- og útaksturs á veginn á þessum kafla, og ráðstafanir vegna gangandi vegfarenda. Væntir bæjarstjórnin þess, að fullt samráð verði haft við hana um útfærslu þessara aðgerða." Bæjarstjórnin mun að því er segir í ályktuninni leita stuðnings ríkiá- valdsins (framlags úr 25% þéttbýlis- ‘ vegasjóði) til þess að ljúka Bæjar- braut frá Vífilsstaðavegi að fyrir- huguðum Arnarnesvegi. Jafnframt mun hún mælast til þess að vega- gerðin leggi þann stutta kafla Arnarnesvegar, sem verður á milli Hafnarfjarðarvegar og Bæjarbraut- ar. Tilkoma þessarar vegatengingar mun létta talsvert umferð af mótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðar- vegar og greiða fyrir umferð um þau gatnamót. Tekið er fram, að lega Árnarnesvegar sé þegar samþykkt sem skipulag og enginn ágreiningur sé um legu Bæjarbrautar. Krefst stjórn SÍB þess að fá fulltrúa í nefndina, þrátt fyrir að viðskiptaráðherra hafi lýst því yfir hinn 22. þessa mánaðar, að skipan nefndarinnar verði ekki breytt. „Verði ekki fallist á þessa sjálfsögðu kröfu stjórnar Sam- bands íslenskra bankamanna verður að líta á vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í þessu máli sem lítilsvirðingu við stéttar- samtök bankamanna," segir í yfirlýsingu stjórnar SÍB. Jafn- framt lýsir stjórn SIB yfir því, að verði ekki breyting á afstöðu ríkisstjórnarinnar geti það leitt til þess að endurskoðuð verði afstaða samtakanna til þátttöku í öðrum nefndum um kjaramál, sem ríkisstjórnin hefur boðið bankamönnum þátttöku í. Aukaþing SUS um helgina AUKAÞING Sambands ungra sjálfstæðismanna verður haldið nú um helgina að Valhöll, Þingvöllum og hefsí kl. 10i00 f.h. á laugardag. Ráðgert er að því ljúki um kvöldmatarleytið á sunnudag. Eitt hundrað og fimmtíu fulltrúar, víðsvegar að af landinu, hafa nú þegar boðað komu sína á þingið og er því búizt við fjölmenni. Aðal umræðuefni þingsins verða: Kjör- dæmamálið, Verðbólgan, Starf Sambands ungra sjálfstæðismanna og Starf og skipulag Sjálfstæðis- flokksins í stjórnarandstöðu. Undir- búningsnefndir hafa starfað að þessum málaflokkum og skilað áliti. Þingfulltrúum skal bent á, að notfæra sér ferð frá Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 09:00 f.h. á laugardag. Félag ísl. fiskmjölsframleiðenda: Rætt verði við Norð- menn um verndun ís- lenzka loðnustofnsins AÐALFUNDUR Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda, sem hald- inn var sl. mánudag, samþykkti ályktun þar sem látnar eru í Ijós miklar áhyggjur af ofveiði á fslenska loðnustofninum vegna veiði Norðmanna við Jan Mayen nú í sumar og segir í ályktuninni að hér sé um að ræða 150.000 tonn, sem séu fyrir utan heildar- veiðikvótann, sem Norðmenn höfðu sett sér að veiða á seinni hluta ársins. Benda fiskimjölsframleiðendur á að nú hafi komið í ljós að loðna merkt her við land hafi komið úr þessum afla, þar sem merki hafi fundist í verksmiðju í Noregi. Megi því telja öruggt, að loðnan sem veidd hefur verið við Jan Mayen sé af íslenskum stofni. Þá segir í ályktuninni: „Vegna þessa skorum við á stjórnvöld að taka upp viðræður við Norðmenn um sam- eiginlegar aðgerðir til verndunar íslenska loðnustofninum, þar sem hann er veiddur af báðum þjóðum eins og veiðarnar við Jan Mayen sýna glögglega."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.