Morgunblaðið - 30.09.1978, Síða 2

Morgunblaðið - 30.09.1978, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978 Of lág daggjöld undirrót erfiðleikanna segja forráðamenn spítalans LANDAKOTSSPÍTALI á við töluverða fjárhagsörðugleika að etja um þessar mundir, og að sögn Loga Guðbrandssonar, framkvæmdastjóra spítalans, er ástæðurnar fyrir þessum erfiðleikum að rekja til vanefna ríkisins á loforðum sem gefin voru á sínum tíma. Felst þetta í því að daggjöldum sjúkrahúsa er haldið langt fyrir neðan það sem þyrfti að vera og sagði Logi að engin úrlausn hefði fengizt þrátt fyrir að forsvarsmenn Landakotsspítala hefðu ítrekað tekið upp málið bæði við fyrrverandi heilbrigðisráð- herra og núverandi, svo og fjármálaráðherra fráfarandi ríkisstjórnar. Nunnurnar á Landakoti ráku sem kunnugt er Landakotsspítala lengst af, en fyrir fáeinum misserum varð sú breyting á, að ríkið keypti eignirnar sem þarna voru og jafnframt var sett á laggirnar sjálfseignarstofnun, sem afhentar voru þessar eignir og fyrirtæki. Landakotsspítali hefur síðan verið rekinn sem einkafyrirtæki og nánast sem leígjandj þeirra eigna, sem þarna er um að ræða, þótt engin eiginleg leiga sé greidd fyrir þau. í samningi milli ríkisins og spítalans er einnig kveðið á um að ríkið skuli sjá spítaianum fyrir rekstarfjármagni en það hefur brugðist að sögn Loga Guðbrandssonar. Rekstur spítalans byggist því einvörðungu á daggjöldunum en þar sem þau hrökkva hvergi fyrir útgjöldum hafa skuldir hrannast upp. Logi Guðbrandsson sagði, að fyrstu sex mánuði ársins hefði hallinn á rekstri spítalans verið um 150 milljónir króna, en rekstrarleg staða spítalans hefði síðan ekki breytzt, hvorki til hins betra né verra. Spítalinn hefði að vísu fengið nokkra fjárhæð til eigin nota, þ.e. fyrirframgreiðslu á daggjöldum, sem yrði búið að greiða upp um næstu mánaða- mót. Nú væri svo komið að byrjað væri að loka símum hjá spítalan- um og tilkynning hefði borizt um það frá rafmagnsveitunni að spítalinn væri kominn á lokunar- lista hjá henni. ogi tók fram, að af hálfu forsvarsmanna Landakotsspítala Að sögn fróðra manna á fundinum er girðingunni mjög illa við haldið og á köflum sé hún frekar hugsuð girðing en raunveruleg. Tvær tillögur komu fram á fundin- um og voru þær samþykktar sam- hljóða. Þær fara hér á eftir: „Almennur fundur bænda og fjár- gigenda úr Reykhóla-, Geirdals- og Hólmavíkurhreppi, haldinn að Bjarkarlundi 28. september 1978, beinir þeirri eindregnu áskorun til Skákhátíð í Munaðarnesi NOKKURS konar skákhátíð er fyrirhuguð í Munaðarnesi dagana 6.-8. október n.k. Þangað munu koma 14—16 skáksveitir og tefla 3 umferðir í deildakeppninni í skák. Þarna verða samankomnir á annan hundrað skákmenn og verða þarna allir beztu skákmenn landsins. Skáksamband íslands gengst fyrir skákhátíðinni. Loðnuveiði að glæðast Siglufirði, 29. sept. GOTT veður er komið á loðnumiðun- um djúpt útaf Horni eftir frátafir í tæpa viku vegna brælu. Ég heyri í talstöðinni að karlarnir tala um að þeir hafi ekki fyrr í sumar orðið varir við jafn mikla loðnu. Búist er við mikilli veiði í nótt. Bátarnir hafa verið að kasta og fengið þetta 2—300 tonn í kasti. Oskar Magnússon er búinn að fylla sig og sömuleiðis Fífill og Skarðsvík og Eldborg var komin með 400 tonn og var að kasta aftur. Kyndill kemur til Siglufjarðar í kvöld með olíu fyrir SR en olíuskort- ur var hjá verksmiðjunni. - m.j. nú væri ekki litið svo á að rekstur fyrirtækisins hefði versnað við þá breytingu sem áður er getið, því að hlutfallslega væru útgjöld spítalans í samanburði við hlið- stæðar stofnanir ríkis og borgar áþekk því sem áður var, en rekstur Landakotsspítala hefði jafnan verið nokkru ódýrari en þessara stofnana. Krefjast lögbanns á sauðfjárslátrun Mióhúsum. 29. september. FIMMTUDAGINN 28. september komu fjáreigendur úr Reykhóla-, Geiradals- og Hólmavíkurhreppi saman til fjölmenns fundar að Hótel Bjarkarlundi. Aðalmál fundarins var ákvörðun sauðfjárveikivarna um að slátra öllu fé er farið hafði yfir varnargirðingu þá, sem liggur úr Þorskafirði í Steingrímsf jörð. Samkvæmt upplýsingum, sem komu fram á fundinum, var réttað f Staðarrétt en hún er í Hróbergshreppi í Standasýslu mánudaginn 18. september og komu þá um 80 kindur, sem eftir úrskurði Sauðfjárveikivarna átti að slátra á Ilólmavfk án þess að láta eigendur neitt um það vita. Þegar féð hafði verið í réttinni f þrjá daga var þvf loks slátrað á Hólmavík og höfðu þá horfið úr hópnum einar 15 kindur. Þess má geta að féð hafði aðgang að vatni í sveltinu. landbúnaðarráðherra að hann stöðvi nú þegar slátrun sauðfjár, sem farið hefur yfir svokallaða varnarlínu, er liggur úr Steingrímsfirði í Þorska- fjörð og heimili fjáreigendum að flytja það fé heim, sem fyrir kann að koma í þeim leitum, sem nú eru eftir.“ Hin tillagan hljóðar svo: „Fundurinn ákveður að krefja lögbanns á slátrun á hverri þeirri kind, sem farið hefur yfir svokallaða varnarlínu, sem liggur úr Steingríms- firði í Þorskafjörð, það sem eftir er hausts." Fimm menn voru tilnefndir til þess að fylgja þessu máli eftir. — Sveinn. Salaá slátri hafin SALA á slátri er nú hafin og mun það vera á boðstólum hjá nær öllum sláturleyfishöfum úti um land en í Reykjavík eru það Sláturfélag Suðurlands og Afurðasala Sfe, sem annast söluna. Eftir þeim upplýsing- um, sem blaðið fékk í gær, hefur slátursala fram að þessu verið heldur dræm en undan- farin ár hefur hún yfirleitt glæðst upp úr mánaðamótum september — október. Verð á heilslátri með sviðn- um haus og 1 kílói af mör er nú í smásölu 1227. Hjá Afurðasölu SÍS eru seld 5 fryst slátur í kassa á kr. 7.650. Sláturfélag Suðurlands selur ófryst slátur í afgreiðslu sinni á Skúlagötu og Sparimarkaðnum við Háaleitis- braut, en þar er blóðið selt fryst. Verðið <hjá SS er 1340 krónur hvert slátur. Vömb er hreinsuð og haus sagaður. Afurðasala SÍS hefur gefið út bækling um sláturgerð og er hægt að fá hann ókeypis. I frétt frá Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins segir að kaup á slátri séu trúlega bestu matar- kaupin á íslandi nú. Fáninn var dreginn í hálfa stöng við Landakotsspítalann í gær. Páfinn var látinn. Ljósm. Mbl. Ól.K.M. Þorvarður Elíasson: Þar var annar sterk- ari vilji á bak við MORGUNBLAÐIÐ spurði Þorvarð Elíasson framkvæmda- stjóra Verzlunarráðs íslands, hvort ráðið væri á einhvern hátt með frekari kannanir í gangi á verðlagi hérlendis. Þorvarður kvað mál þessi öll í athugun. Þorvarður kvaðst vilja taka fram í tilefni af því, að frétta- maður sjónvarps hafi á dögunum, er sjónvarpsþátturinn var sýndur, viðhaft þau orð, að hann hafi falsað niðurstöður verðlagsstjóra. Það kvaðst Þorvarður aldrei hafa sagt og þegar hann hafi í Morgun- blaðinu sagt, að verðlagsstjóri hafi búið tillögurnar til, þá hafi hann einfaldlega átt við, að hann hafi fengið þær reiknaðar út fyrir sig, en ekki fengið þær sem niðurstöðu af norrænu könnuninni. Þorvarður kvaðst aldrei hafa dregið heiðarleika verðlagsstjóra i efa, né einlægan ásetning hans að vinna vel í starfi sínu. „Ég vil jafnframt taka fram,“ sagði Þorvarður, „að þótt ég hafi sagt oftar en einu sinni, að ég teldi embætti verðlagsstjóra ekki með þeim hætti að það hafi verið landi og þjóð til mikils gagns, þá get ég jafnframt látið það koma fram, að ef einhver embættismaður á eftir að hafa þau áhrif eða fá því framgengt að embætti verðlags- stjóra leiði gott af sér og verði sem því ber, þá treysti ég Georg Ólafssyni betur til þess en nokkr- um öðrum, sem nú starfar í verðlagseftirlitinu. Veit ég raunar að hann hefur margt viljað gera þar betur en hann hefur fengið. Ég álít að þau miklu mistök, sem átt hafa sér stað með birtingu þessara talna og fleira, sem fylgt hafi á eftir, hafi átt sér stað gegn vilja verðlagsstjóra. Þar hafi annar sterkari vilji verið á bak við.“ í gærkvöldi voru sýndar í Neskirkju samkomur, sem bandaríski predikarinn Billy Graham heldur um þessar mundir í Stokkhólmi. Eru samkomurnar sýndar á myndsegulbandi og þýddar jafnharðan. Þessar sýningar munu standa yfir á kvöldin fram til þriðjudags. í gærkvöldi voru 5—600 manns í Neskirkju og hlýddu á bandaríska predikarann og var þá þessi mynd tekin. — Ljósm.i Kristján. Samkomu- lag við sjúkraliða SAMKOMULAG hefur tekizt milli fjármálaráðuneytisins og samn- inganefndir sjúkraliða á rikisspit- ölunum en eins og kunnugt er var ágreiningur milli aðilanna um útfærslu á úrskurði kjaranefndar. Þorsteinn Geirsson, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, tjáði Mbl. í gaer að samninganefnd sjúkraliða hefði lagt fram tillögú til lausnar á málinu. Ráðuneytið kom með gagntillögu og var hún sam- þykkt á fundi sjúkraliðanna. Er samkomulagið í því fólgið að sjúkra- liðum er skipt í 2 hópa eftir því hvort þeir vinna á almennum deildum eða sérdeildum. Geta sjúkraliðar unnið sig upp milli launaflokka eftir ákveðnum reglum, en sjúkraliðar eru í launaflokkum 6—8 samkvæmt taxta BSRB. LandakotsspítaJi 1 fjárhagskröggum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.