Morgunblaðið - 30.09.1978, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978
11
Eflum
öryggi
æskunnar
vera. Viö ökum á ógnar hraða
bæinn á enda eftir dauðum hlut á
„gamla" verðinu. Við gefum okkur
varla tíma til að athuga hvort
akbrautin sé auð, eða akstursskil-
yrði séu góð.
Mörg okkar opna ekki augun
fyrr en umferðarslysin höggva í
raðir eigin fjölskyldu.
Allar bifreiðar eru nú búnar
bílbeltum og geta því bifreiða-
stjórar og farþegar, sem þau nota,
tryggt nokkuð eigið öryggi. En
hvað með gangandi vegfarendur?
Hvernig tryggjum við best öryggi
þeirra? Hve öruggt er barnið mitt
á leið úr og í skóla? Öryggi þess er
að miklu leyti í höndum bifreiða-
stjórans.
Foreldrar og Umferðaskólinn
kenna börnum umferðarreglurnar
strax um 3ja ára aldurinn, og er
þar litlu við að baeta. En hvað með
bifreiðastjórana? Geta þeir ekki
bætt sig? Þeir vita mæta vel að
barnið gleymir sér gjarnan í leik,
og er full ástæða að hafa gát,
þegar barn leikur sér nálægt
umferðargötu.
J.C. félagar um allt land eru nú
að hefja fyrstu herferð sína á
þessu starfsári, undir kjörorðinu
„EFLUM ÖRYGGI
ÆSKUNNAR". Þetta kjörorð var
valið, sem landsverkefni á Lands-
þingi Junior Chamber Island, sem
haldið var í Hveragerði í maí s.l,
Heimsverkefni Junior Chamber
hrevfingarinnar er „TÆKIFÆRI
FYRIR BÖRN“. Það kjörorð er í
samræmi við „ÁR BARNSINS"
hjá Sameinuðu þjóðunum.
En hvað er Junior Chamber, eða
J.C. eins og það er oftast nefnt?
J.C. er alþjóðlegur félagsskapur
ungs fólks á aldrinum 18—40 ára,
án tillits til stjórnmálaskoðana,
trúarbragða, litarháttar eða kyn-
ferðis.
Tilgangur félagsins er að auka
félagslegan þroska einstaklings-
ins.
J.C. hreyfingin var stofnuð 1915
í St. Louis, Missouri/USA. Fyrsta
J.C. félagið á íslandi var stofnað 5.
sept. 1960. Landssamtökin voru
stofnuð 1967. Nú eru alls starfandi
24 félög víða um land, og eru yfir
900 félagar í hreyfingunni á
Islandi.
J.C. starfi má skipta í þrennt.
Vettvang einstaklingsins: Þar
veitist tækifæri til aukins þroska
og kunnáttu með þátttöku í
námskeiðum og fundum, svo og
starfi í nefndum og stjórn.
Vettvang félagsins: Félagið er
eflt með margþættri uppb.vggingu,
svo sem skipulegri stjórnun, fjölg-
un og fréttamiðlun.
Vettvang byggðalagsins: Félagið
starfar að ýmsum framfaramálum
síns byggðarlags með hagnýtum
verkefnum og kynningu þjóðþrifa-
mála.
Eins og áður sagði tileinkar
alþjóðahreyfingin æskunni næstu
tvö árin. Landssamtökin hafa
skipt kjörorðinu „EFLUM
ÖRYGGI ÆSKUNNAR" í þrjá
megin flokka, þ.e. „Barnið og
umferðin", „Barnið og hætturnar
heima fyrir“ og „Barnið og um-
hverfið". Síðan má hvert J.C. félag
á landinu velja sér eitthvert
verkefni.sem getur fallið undir
ofangreinda þætti.
J.C. VÍK, Reykjavík valdi að
vinna að þættinum „Barnið og
umferðin". Það byggðarlagsverk-
efni hefur verið nefnt „Á EFTIR
BOLTA KEMUR BARN". Þetta
slagorð er letrað á límmiða, sem
ætlað er að líma á afturrúður
bifreiða. J.C. félög um allt land
ætla að aðstoða J.C. VÍK við
dreifingu á þessum límmiðum.
Þessi límmiði „Á EFTIR BOLTA
KEMUR BARN“, getur minnt
okkur á að taka tillit til barna í
umferðinni. Hann getur minnt
okkur á að vera ávallt vakandi þar
sem börn eru að leik eða starfi
nálægt umferðagötu. Hann minnir
okkur á að viðbrögð barna eru
óútreiknanleg.
Það er eindregin ósk okkar í J.C.
VÍK, að sem flestir taki við
límmiðanum „Á EFTIR BOLTA
KEMUR BARN“, aki með hann á
bílrúðunni og minni með því
sjálfan sig og aðra á herferðina,
sem nú fer í hönd til EFLINGAR
ÖRYGGIS ÆSKUNNAR.
Sjúkrahúsdvöl barna er ill
nauðsyn og barninu oft ofraun
andlega. Ef þessi herferð J.C.
félaga gæti forðað einu barni frá
slíkri dvöl, er tilganginum náð.
Tökum höndum saman „EFLUM
ÖRYGGI ÆSKUNNAR".
Þórhildur Gunnarsdóttir.
forseti J.C. VÍKUR. Reykjavík.
starfsárið 1978—1979.
'A EFTIR B0LTA
KENUR BARN
• • •
JUNIOR CHAMBER
EFLUM ÖRYGGI ÆSKUNNAR
No. 46, Þök frá Varna, eftir A.A. Popov.
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
Allt er hnitmiðað við myndgerð
fígúrutíva, en sára lítil pólitík í
hlutunum, ef mér hefur ekki skjátl-
ast. En hinan pólitíski áróður í
myndlist Sovétmanna hefur okkur
löngum þótt hér á vesturlöndum
bæði leiðigjarn og hlægilegur, að ég
ekki nefni þjóðarrembing þann, sem
svo einkennt hefur list þessara
þjóða. Hér eru hlutirnir á allt öðru
sviði, jafnvel mætti halda, að þeir
þarna fyrir austan væru að nálgast
skoðun Frakka, er þeir halda fram
„láot pour l’art“. Eitt sinn þótti það
jaðra við morð að hafa slíkar
skoðanir í ríki Stalins sáluga. Við
skulum ekki tala meira um það, en
vona, að það sé algerlega liðin tíð og
komi ekki aftur. Samt er ég nú ekki
viss um, að listamenn séu eins
frjálsir í sælunni og látið er vera.
Ég verð að játa, að þessi sýning,
sem nú er á Kjarvalsstöðum, kom
mér í gott skap. Ég nefni sem dæmi
um ágæta myndlist no. 15, 17, 41, 42
og 46. Allt eru þetta ágæt verk og
upptalning annarra listmuna sem ég
er mjög hrifinn af, yrði of löng runa í
þessum fáu línum. Það verður ekki
annað sagt en að þessi þáttur
Sovéskra daga MIR, standi fyrir
sínu, og að mínum dómi var fengur í
þessum verkum.
Þrátt fyrir það hól, sem ég hef
borið á þessa sýningu hér að framan,
má ekki skilja orð mín þannig, að um
stórbrotna myndlist sé hér að ræða.
Það vantar mikið á, að svo sé, en það
er nokkur afturbati í hlutunum að
þessu sinni, og því má vel hæla þeim,
er að þessari sýningu standa, fyrir
að sýna okkur einu sinni annað en
traktora, leiðtoga og vegsamaðan
verkalýð. Þetta var eitt sinn kallað
SÓSÍ AL-REALISMI og fór ekki vel í
okkur hér í spillingunni á Vestur-
löndum. Ef til vill fylgir það
stórveldi og heimsgræðgi að slaka til
á listasviðinu? Spyr sá, er ekki veit.
Eða er spillingin úr vestrinu að
stinga niður rótum í því víðáttu-
mikla Sovétveldi?
Valtýr Pétursson.
□ Kalmar innréttingar bjóda eitt fjölbreyttasta úrval staölaöra
innréttinga í eldhús, böö og herbergi, sem völ er á.
□ Fjölbreytt úrval huröa í alls 12 veröflokkum auöveldar bér valið.
□ Nýja bókin okkar er 132 litprentaöar síöur, fullar af nýjungum frá
Kalmar. Fáiö senda bók.
□ Viö maslum, skipuleggjum og teiknum, allt yöur aö kostnaöarlausu.
□ Okkar pjónusta er yöar hagur.
VALIÐ ER AUÐVELT —VERIÐ VELKOMIN
OPIÐ í DAG LAUGARDAG FRÁ KL. 10—16
Kalmar-innréttingar hf.
■SKEIFUNNI8 REYKJAVIK SIMI82645-*