Morgunblaðið - 30.09.1978, Síða 13

Morgunblaðið - 30.09.1978, Síða 13
MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978 13 Ásprestakall 15 ára Þann 22. september árið 1963 var Ásprestakall í Reykjavíkur- prófastsdæmi sett á stofn, og er nú orðið 15 ára. Á morgun, sunnudaginn 1. októ- ber, verður minnst safnaðarstarfs- ins á þessum árum við guðsþjón- ustu kl. 2 síðd. að Norðurbrún 1. Að lokinni guðsþjónustu verður borið fram veizlukaffi, sem selt verður til ágóða fyrir kirkjubygg- inguna. Safnaðarfélag Áspresta- kalls mun annast veitingarnar, karlar og konur, og þarf enginn að kvíða því að hann verði fyrir vonbrigðum. Settur verður fundur í safnaðar- félaginu og mun borgarstjórinn í Reykjavík, Egill Skúli Ingibergs- son, flytja ávarp í tilefni þessara tmamóta. Þá mun kirkjukór Ás- prestakalls syngja undir stjórn organistans, Kristjáns Sigtryggs- sonar, með einsöng Hönnu Bjarna- dóttur. Ennfremur mun safnaðar- fulltrúinn, Þórður Kristjánsson, greina frá því, sem á döfinni er hjá Fjáröflunarnefnd safnaðarins til styrktar kirkjubyggingunni. Nú er mikill og almennur áhugi innan safnaðarins um kirkjusmíð- ina, enda senn lokið stóráfanga með því, sem unnið hefur verið í sumar og allt fram til þessa, með því að sjálft krikjuhúsið er nú nær að fullu risið. Það er og sérstaklega ánægju- legt hve margir, yngri og eldri, fylgjast af miklum ahuga með því, sem verið er að vinna að kirkjunni á hverjum tíma og hve mikið er spurt um framvinduna. Hvenær verður kirkjan tekin í notkun? Hvenær verður hún vígð? Þannig er spurt. En því er erfitt að svara nema á einn veg. „Það er undir söfnuðinum kom- ið, — hverjum einasta einum í söfnuðinum, — hvað hann eða hún treystir sér til að leggja af mörkum." Þeir, sem hvorki eiga né ráða yfir fjármunum, geta gefið kirkj- unni af góðvild sinni og hlýhug, því að það er ómetanlegur bakhjal fyrir lyftistöngina. Aðrir geta gefið af fátækt sinni eða auðfæum eftir atvikum. En aðal atriðið er það, að allir leggi hönd að verki á einhvern veg. Spyrjið ekki um gildi kirkjunnar í þjóðfélaginu, þann ótvíræða ávinning, sem starf hennar er og verið hefur um ár og aldir. Hver hugsandi maður gerir sér fyllilega grein fyrir því. Miskunnar- og líknarstörf eru stórlega þakkar- verð hvar sem unnin eru og hvenær sem er. En því má enginn gleyma, að í kirkjunni bærist hjarta hins lifandi Krists og þaðan renna uppsprettur hins lifandi vatns, sem vökvar og frjóvgar, gefur lífið og vöxtinn, — sem er manndómur hins frjálsa og trúa þegns, er virðir, skapara sinn, lifir og starfar í samfélagi við guðdóm- inn sjálfum sér og samfélagi sínu til blessunar. Hittumst heil á morgun að Norðurbrún eitt. „Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir, verið styrkir. Allt hjá yður sé í kærleika gjört." Grímur Grímsson. Ný plata með Dúmbó og Steina KOMIN er út ný hljómplata frá hljómsveitinni Dúmbó og Steina, en þetta er önnur breiðskífa þeirra. Alls hafa þeir leikið inn á fjórar plötur. í fréttatilkynningu, sem Morgunblað- inu barst vegna útkomu plötunnar frá Steinari h.f., segir að tónlist Dúmbó og Steina sé létt og líflegt popp af beztu gerð. Á plötunni eru 12 lög og er helmingur þeirra af erlendum toga, en hinn helmingurinn íslenzk lög úr ýmsum áttum, gamlir slagarar og ný og fersk stuðlög. Hljómsveitin er nú um þessar mundir á ferð um landið og leikur fyrir dansi. Um helgina verður hljómsveitin með skemmtun í Borgarnesbíói. Helgina 13. og 14. október verða þeir í Stapa, fyrra kvöldið, og að Borg í Grímsnesi hið Plötuumslagið um Dömufrí. síðara. Þá mun í ráði að hljómsveitin leiki víðar, en hún mun aðeins starfa til loka októbermánaðar. Platan, sem komin er út með hljómsveitinni, heitir „Dömufrí". Stórkostlegt Sterio útvarp- og segulbandstæki í algerum sérflokki Plötur sr Kassettur Heyrnartæki Töskur undir Cassettur Kaaio ARMULA 38 (Selmúla megin) 105 REYKJAVIK - SIMAR: 31133 - 83177 - POSTHÓLF 1366 ALLT TIL HLJÓMFLUTNINGS FYRIR: HEIMILIÐ ★ BÍLINN ★ DISKÓTEK Reykjavík Brautarholti 4 laugardaginn 30. september og sunnudaginn 1. okt. kl. 1 — 7 báöa dagana. Drafnarfell 4 laugardaginn 30. september og sunnudaginn 1. okt. kl. 1—7 báöa dagana. Félagsheimili Fylkis þriöjudaginn 3. okt. kl. 4—7. Kópavogur Hamraborg 1 mánudaginn 2. okt. kl. 4—7. Seltjarnarnes Félagsheimilið mánudaginn 2. okt. kl. 4—7. Keflavík Tjarnarlundi mánudaginn 2. okt. kl. 4—7. Selfoss Tryggvaskála þriöjudaginn 3. okt. kl. 4—7. Akranes Röst þriöjudaginn 3. okt. kl. 3—7. NJARÐVÍK, GRINDAVÍK OG MOSFELLSSVEIT verða látin vita. HAFNARFJÖRÐUR afhending skírteina hefur fariö fram. Þeim, sem vantar tíma, hafa samband viö skólann. ú

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.