Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978 \ 5
Daníel Þórhallsson;
Dýrðlegir dagar
á Hornafirði
DAGARNIR 16. og 17. septem-
ber 1978 verða öllum viðstödd-
um ógleymanlegir. Þá vorum við
systkinin öll, ættingjar og
venslafólk, ásamt mörgum vin-
um fjölskyldunnar samankomin
á Höfn. Tilgangurinn var, að
það átti að afhjúpa minnisvarða
foreldra okkar, Ingibjargar
Friðgeirsdóttur og Þórhalls
Daníelssonar, á Höfn í Horna-
firði. Eftirfarandi frásögn tel ég
rétt að skrá vegna hinnar
frábæru móttöku, sem við urð-
um öll aðnjótandi og vegna
veðurblíðunnar.
Forráðamenn Hafnarhrepps
höfðu boðið mörgu fólki að vera
viðstatt þessa virðulegu athöfn
þann 17. sept. en fyrirhugað var
að hafa ættarmót þann 16. eða
daginn áður.
Þann dag fyrir hádegi, hóf
flugvél frá Flugleiðum sig á loft
frá Reykjavíkurflugvelli og
stefndi til Hornafjarðar. Eftir
klukkutíma flug settist hún á
rennislétta flugbraut í Árnanes-
landi. Sólin skein á fjörðinn og
fjallatindana. Þeir farþegar,
sem stigu út úr vélinni, voru
veizlugestir, sem ætluðu að vera
viðstaddir afhjúpunina. Lang-
ferðabílar fluttu fólkið að Hótel
Höfn, þar sem áformað var að
gista. Þegar aliur farangur
hafði verið affermdur þar, var
mönnum boðið upp á útsýnis-
ferð, undir leiðsögn Þorgeirs
Kristjánssonar. Ekið var um
sveitina fögru, Nesin, og skoðað-
ir voru allir helztu staðir sem
fróðlegt var að sjá. Að lokinni
ökuferðinni var aftur stað-
næmst við hið fallega og vist-
lega hótel „Hótel Höfn“. Nú
urðu miklir fagnaðarfundir.
Margir ættingjar sáust þarna í
fyrsta sinni. Um kvöldið mættu
allir prúðbúnir til veglegrar
matarveizlu í matsal hótelsins.
Veitendur þessa samkvæmis
voru Olöf Sverrisdóttir og þau
hjónin Ása Þóra Núpan og
Þorgeir Kristjánsson. Ólöf er
ekkja Þórhalls Dan Kristjáns-
sonar, hótelstjóra, sem var
dóttursonur foreldra okkar,
hann lézt í blóma lífsins og var
öllum harmdauði. Ása Þóra er
kjördóttir Þórarins Núpan, sem
var einn af frumþyggjum
Hafnarþorps og Þorgeir er
bróðir Þórhalls Dan og hefir
byggt fjölda mörg hús á Höfn,
þar á meðal Hótel Höfn. Þessum
góðu gestgjöfum var þakkað
fyrir hönd veizlugesta af
Guðmundi Jóhannssyni, söng-
stjóra á Akureyri, sem giftur er
systur bræðranna, sem að ofan
greinir, hún heitir nafni ömmu
sinnar, Ingibjörg Kristjánsdótt-
ir.
Næsti dagur, þ. 17. sept. rann
upp bjartur og fagur. Hinn
nafntogaði fjallahringur var
aftur baðaður sólskini. Veður
guðirnir voru okkur hliðhollir.
Um morguninn kl. sex, steig ég
út úr rúmi mínu og gekk út að
glugganum. Þá tautaði ég fyrir
Þórhallur Daníelsson, kaup;
maður og útgerðarmaður á
Höfn í Hornafirði. og kona
hans. Ingibjörg Friðgeirsdótt-
ir. Myndin er Ifklega frá árinu
1908.
munni mér: „Ja, hvílík dýrðar-
sýn“. Ég hélt áfram að tauta:
„Blessuð sértu sveitin mín“.
Svo sneri ég mér við og sá son
minn Þórhall sofa værum
blundi. Mér datt í hug hvort
hann væri að dreyma alnafna
sinn, sem þessi dagur hafði
verið helgaður.
Klukkan tvö hófst guðsþjón-
usta í Hafnarkirkju. Sóknar-
presturinn, Gylfi Jónsson
predikaði. Kirkjukór söng undir
stjórn orgelleikara kirkjunnar,
Guðlaugar Hestnes. Við þessa
kirkjuathöfn söng Anna, systir
min, stólvers. Að messu lokinni
gengu kirkjugestir að minnis-
varðanum. Þar fór fram afhjúp-
un. Athöfnin byrjaði með því að
Lúðrasveit Hafnar lék nokkur
ættjarðarlög. Því næst tók til
máls oddviti Hafnarhrepps,
Óskar Helgason. Hann hélt
fagra ræðu um foreldra okkar,
um komu þeirra til Hafnar og
brautryðjendastarf þeirra.
Einnig minntist hann okkar
systkinanna. Að ræðu hans
lokinni lögðu tvö barnabarna-
börn foreldra okkar fagra blóm-
vendi að fótstalli minnisvarð-
ans. Það var Guðrún Erna
Þórhallsdóttir og Þórhallur
Þorgeirsson. Oddvitinn bað síð-
an Önnu systur mína að afjúpa
minnisvarðann. Hún bar því
næst fram þakkarorð fyrir hönd
fjölskyldunnar og minntist
myndhöggvaranna, Ríkarðs
Jónssonar og Sigrúnar
Guðmundsdóttur, sem gerðu
brjóstlíkönin og Þorgeirs
Kristjánssonar, sem sá um
byggingu fótstallsins og um-
hverfi hans.
Að athöfninni lokinni bauð
hreppsnefnd Hafnarhrepps öll-
um viðstöddum til kaffidrykkju
að Hótel Höfn. Óskar Helgason,
oddviti, stjórnaði hófinu. Þar
voru ræður haldnar og lesin upp
símskeyti, sem borist höfðu.
Fyrstur tók til máls hinn
mikli orðsnillingur Steinþór
Þórðarson, bóndi á Hala í
Suðursveit. Hélt hann merka
ræðu um foreldra okkar.
Steinþór hefir unnið sér það til
frægðar að tala á segulband í
útvarpið heila bók, blaðalaust,
án þess að reka í vörðurnar. Af
því afreki dáðist öll þjóðin. Ég
vil þekka Steinþóri þau fallegu
orð, sem hann sagði í garð
foreldra okkar.
Næsti ræðumaður var forn-
vinur fjölskyldunnar, Gísli
Kristjánsson, fyrrum útgerðar-
maður og skipstjóri frá Norð-
firði, sem nú er 85 ára gamall.
Hann rakti merka sögu frá því
langa tímabili er hann stundaði
útgerð og skipstjórn á litlu
vélbátunum frá Höfn í Horna-
firði.
í marga áratugi sýndi Gísli
Kristjánsson ásamt nokkrum
öðrum sjómönnum frá Aust-
fjörðum mikinn dugnað og
áræði við þessa áhættusömu
sjósókn. Við systkinin þökkum
honum innilega fyrir tryggð og
vináttu við okkur og foreldra
okkar.
Síðast flutti gamall heimilis-
vinur fjölskyldunnar, Gunnar
Snjólfsson, fyrrverandi hrepp-
stjóri Hafnarhrepps, ræðu.
Hann rakti starfsferil sinn við
verzlun föður míns og lýsti
heimilislífi og húsakynnum í
Garði, en þar bjó fjölskyldan frá
árinu 1920. Hann gat foreldra
okkar með vinsemd og þakklæti.
Þessum góðvini þökkum við öll
systkinin fyrir frábæra tryggð
og vináttu í marga áratugi og
árnum við honum og fjölskyldu
hans, ásamt öllum þeim ræðu-
mönnum, sem töluðu við þetta
tækifæri, blessunar og heilla um
ókomin ár.
- Að lokum sleit Óskar Helga-
son, oddviti, samkomunni í
nafni hreppsnefndar Hafnar-
hrepps og þakkaði öllum við-
stöddum fyrir góða samveru-
stund.
Þeir veizlugestir, sem komu
til Hornafjarðar til þess að vera
við afhjúpun minnisvarðans,
róma mjög alla þjónustu á Hótel
Höfn“, því er þeim Árna
Stefánssyni, hótelstjóra, og
konu hans, Svövu Sverrisdóttur,
fluttar alúðarþakkir fyrir hið
mikla starf, sem fylgdi þessari
móttöku.
Undanfarinn tíma hefi ég ekki
gengið heill til skógar. Ég er því
forsjóninni þakklátur fyrir að
ég gat tekið þátt í þessum
ógleymanlega mannfagnaði og
hafa séð Hornafjörð í sínum
fegursta skrúða.
Að endingu biðjum við Guð að
blessa minningu foreldra okkar
og Hornfirðingum öllum send-
um við hinar beztu árnaðarósk-
ir.
Reykjavík, 29. september
1978.
Daníel Þórhallsson.
berklavamadagurinn, sunnudag toktóber
Merkja- og blaðasala til ágóða fyrir starf sem styður sjúka til sjálfs-
bjargar, starfsemina að Reykjalundi og Múlalundi.
Sölubörn óskast kl. 10 árdegis, sunnudag. Góö sölulaun. Foreldrar -
hvetjið börnin til að leggja góðu málefni lið.
Merkin eru númeruð og gilda sem happdrættismiði.
Vinningur er litsjónvarpstæki.
Merkin kosta 200 kr. og blaðið Reykjalundur 300 kr.
Afgreiðslustaðir í Reykjavík og nágrenni:
S.Í.B.S., Suðurgötu 10, s. 22150
Mýrarhúsaskóli, Seltjarnarnesi
Melaskóli
Grettisgata 26, sími 13665
Hlíðaskóli
Hrísateigur 43, sími 32777
Austurbrún 25, sími 32570
Gnoðarvogur 78, sími 32015
Sólheimar 32, sími 34620
Álftamýrarskóli
Hvassaleitisskóli
Breiðagerðisskóli
Langagerði 94, sími 32568
Skriðustekkur 11, sími 74384
Árbæjarskóli
Fellaskóli
Kópavogur:
Langabrekka 10, sími 41034
Hrauntunga 11, sími 40958
Vallargerði 29, sími 41095
Garðabær:
Flataskóli
Hafnarfjörður:
Lækjarkinn 14
Reykjavíkurvegur 34
Þúfubarð 11
/