Morgunblaðið - 30.09.1978, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978
Verkfræði- og yaunvísindadeild HÍ:
11 erindi um
umhverfismál
í VERKFRÆÐI- og raunvísindadeild Háskóla Islands verða á
næstu vikum flutt 11 erindi um umhverfismál og verður fyrsti
fyrirlesturinn 2. október en þann fyrirlestur flytur Hjörleifur
Guttormsson. líffræðingur og iðnaðarráðherra, og nefnir það
Maður og umhverfi. Til þessara erinda er stofnað fyrir
nemendur í verkfræði, eðlisfræði og efnafræði en aðgangur er
öllum frjáls. eins þeim sem ekki eru nemendur í Háskólanum.
Er gert ráð fyrir nokkrum umræðum á eftir hverju erindi.
Umsjón með þessum erindaflutningi hefur Einar B. Pálsson,
prófessor.
Erindin verða flutt á mánudög-
um kl. 17.15 í stofu 158 í húsi
Verkfræði- og raunvísindadeildar,
Hjarðarhaga 6. Þau eru ráðgerð
svo sem hér segir:
2. október:
Hjörleifur Guttormsson, líffræð-
ingur, iðnaðarráðherra: Maður og
umhverfi.
9. október:
Unnsteinn Stefánsson, prófessor í
haffræði: Sjórinn sem umhverfi.
16. október:
Arnar Ingólfsson, prófessor i
vistfræði: Ymis undirstöðuatriði í
vistfræði.
23. október:
Ingvi Þorsteinsson MS,
Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins: Gróður, gróðureyðing, rán-
yrkja.
30. október:
Þorleifur Einarsson, prófessor i
jarðfræði: Jarðrask við mann-
virkjagerð.
6. nóvember:
Arnþór Garðarsson, prófessor í
líffræði: Rannsóknir á röskun
lífríkis.
13. nóvember:
Jakob Björnsson, verkfræðingur,
orkumálastjóri: Orkumál og um-
hverfi.
20. nóvember:
Jakob Jakobsson, fiskifræðingur,
Hafrannsóknastofnun: Mat á auð-
lindum sjávar.
27. nóvember:
Árni Reynisson, framkvæmda-
stjóri Náttúruverndarráðs: Skipu-
lag náttúruverndarmála.
4. desember:
Vilhjálmur Lúðvíksson, efnaverk-
fræðingur: Verkfræðilegar
áætlanir og valkostir.
ll.'desember:
Einar B. Pálsson, prófessor á
byggírigarverkfræði. Matsatriði og
sjónarmið.
Frægt Valsastríð á vegum
Germaníu í Nýja bíói í dag
RENATE Miiller. Willy Fritsch.
Paul Hörbiger og Teo Lingen eru
meðal nafnkunnra leikara þeirr-
ar tíðar í myndinni „Walzer-
krieg" frá árinu 1933. sem sýnd
verður á vegum félagsins
..Germaníu" í Nýja Bíó laugar-
daginn 30. sept. kl. 2 e.h. Þetta er
ein þeirra kátu valsamynd. sem
sýndar voru hér í Reykjavík á
sínum tíma við geysimikla
aðsókn.
Myndin gerist í Vínarborg og
London og segir frá „valsastríði"
milli tónskáldanna frægu, Strauss
og Lanners. Germania byrjar
hauststarfsemi sína með þessari
mynd, en næsta mynd verður
óperan „Wozzek“, sem sýnd verður
í Nýja Bíói laugardaginn 14. okt.,
einnig kl. 2. e.h. Aðgangur að
sýningum Germaníu er ókeypis og
öllum heimill.
Starfsmenn kvikmyndadeildar sjónvarpsins ásamt nokkrum kvik-
myndatökumönnum af landsbyggðinni eru hér að fræðast af
starfsmanni Kodak-fyrirtækisins sem hélt stutt námskeið fyrir
sjónvarpið um kvikmyndun á þessa filmutegund. Sagði Þórarinn
Guðnason hjá útvarpinu að hér hefði verið um stutt námskeið að ræða
en í næsta mánuði væri von á manni frá danska sjónvarpinu til að
kenna enn frekar töku litkvikmynda. Þá væri ráðgert þriðja
námskeiðið síðar þar sem fara ætti í lita- og ljósfræði.
r
Utvegsmenn
kaupajörð
LANDSAMBAND íslenzkra
útvegsmanna heíur íest kaup
á jörðinni Skjaldartröð á
Snæfellsnesi og er jörðin
fyrirhuguð sem sumarbú-
staðasvæði fyrir útvegsmenn.
Islenzkir útvegsmenn hafa
aldrei átt aðgang að orlofs-
heimilum og að sögn Ágústs
Einarssonar fulltrúa hjá L.I.Ú.
verður jörðin einnig til afnota
fyrir starfsfólk L.Í.Ú.
Á milli 300 og 400 útvegs-
menn eru nú aðilar að L.I.Ú.,
en á aðalfundi sambandsins í
nóvember verður nánar ákveð-
ið hvernig skipulagi á jörðinni
verður háttað.
Ungtemplarar með skemmtan-
ir fyrir unglingana í Reykjavík
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning frá
ungtemplarafélaginu Hrönn um
aðstöðu unglinga á höfuðborgar-
svæðinu til skemmtanahalds.
í framhaldi af þeirri umræðu
sem verið hefur um málefni
unglinga í Reykjavík og nágrenni
að undanförnu langar okkur til að
benda á eftirfarandi: Þráfaldlega
hefur verið á það minnst í slíkri
umræðu að ekkert væri um
skemmtanir fyrir unglinga í
Reykjavík um helgar.
I raun er það ekki alveg rétt sem
almennt hefur verið haldið fram
að ekki væri um neinar slikar
skemmtanir að ræða, því um
rúmlega tveggja mánaða skeið
hafa verið vikulega diskótek-
skemmtanir í Reykjavik fyrir
unglinga 16 ára og eldri. I fyrstu
stóð Diskótekið Dísa að þessum
skemmtunum vikulega á laugar-
dögum í Kaffiteríunni Glæsibæ.
Núna 'stendur ungtemplarafélagið
Hrönn að slíkum skemmtunum
vikulega með aðstoð Diskóteksins
Dísu. Skemmtanir þessar eru á
laugardagskvöldum kl. 9—1 í
Templarahöllinni við Eiríksgötu.
Af fyrstu undirtektum má sjá að
skemmtanir þessar mælast vel
fyrir, og þegar hafa nokkur
hundruð unglinga komið og
skemmt sér þar við bestu aðstæð-
ur. Sér Diskótekið Dísa um að
velja og kynna vinsælustu popp-
lögin ásamt því að stýra marglit-
um ljósum í takt við tónana.
Markmið með þessum diskótek-
kvöldum er að koma till móts við
unglinga og skemmtanaþarfir
þeirra þannig að „planið^ marg-
umrædda þurfi ekki að vera eina
athvarf þeirra á helgarkvöldum.
Þess má geta, að Templarahöllin,
Leikarinn Östen Engström og
pianóleikarinn Guillermo Michel
flytja dagskrá með ljóðum og
sem IOGT lánar undir starfsemi
þessa, tekur milli 200 og 300
manns. I ráði er að kanna
möguleika á því að hafa einnig á
boðstólum skemmtanir fyrir ungl-
inga 13—15 ára á sama stað. Það
má því ljóst vera, að ekki er um
algjört aðstöðuleysi unglinga í
Reykjavík að ræða um helgar, en
aðstandendur þessara skemmtana
gera sér ljóst að einn 200—300
manna staður dugar skammt og
væri því æskilegt að sambærilegri
aðstöðu yrði komið upp víðar í
borginni, þar sem unglingar geta
skemmt sér á heilbrigðan hátt.
UTF Hrönn.
söngvum. „Medborgare i
Finland". í Norræna húsinu
þriðjudagskvöld 3. október.
„Fólkið í Finnlandi”:
Dagskrá með söngvum og
ljóðum í Norræna húsinu
Athugasemd frá Fram-
kvæmdasjóði Islands...
Sunnudaginn 25. september
s.l. birtist á öftustu síðu
Morgunblaðsins grein með fyr-
irsögn, er hljóðaði svo: „Óhag-
kvæm milliliðaverzlun rýrir
erlent lánsfjármagn". Greinin,
sem byggð er á Fréttabréfi
sambands fiskvinnslustöðva,
fjallar síðan um erlent lánsfé og
er reynt að sýna fram á hversu
dýrt það fé verði í meðförum hjá
Framkvæmdasjóði og Fisk-
veiðasjóði þar til það komi í
hendur hins endanlega lántaka,
sem í þessu tilviki eru fiskverk-
endur.
Að því búnu er sett fram
talnadæmi, sem ætlað er að
sýna þennan mismun, og er
niðurlag þess máls þannig:
„Mismunur miðað við þessar
forsendur er 1.514 krónur eða
19% af upphaflegu lánsfjár-
magni“. Næsta erfitt er að
komast til botns í niðurstöðum
nefndrar greinar og lesandinn
er litlu nær að lestri loknum,
nema ef vera skyldi, að í huga
hans festust þessi 19% sem
einhvers konar óþarfur milli-
liðakostnaður fjármagnsins.
Þessi 19% munu þann veg
fundin, að samanlagður vaxta-
kostnaður og lántökukostnaður
að viðbættri ágizkaðri hækkun
vegna breytinga gengis erlends
gjaldeyris og byggingarvísitölu
ákveðins láns í erlendri mynt,
yfir þriggja ára tímabil er
reiknaður út, annars vegar
miðað við tiltekin lánskjör
erlendis og hins vegar endanleg
lánskjör er fiskverkandinn sæt-
ir hjá Fiskveiðasjóði. Saman-
lagður mismunur þessara
lánskjara í þrjú ár er síðan
settur í hlutfall við upprunaleg-
an höfuðstól og fæst þá útkom-
an 19%, sem er algjörlega út í
hött. I þessum útreikningi eru
lánskjör Fiskveiðasjóðs rangt
tilfærð sem forsenda þessa
dæmis. Lán þess sjóðs til
vinnslustöðva eru 66% vísitölu-
tryggð og 34% gengistryggð en
ekki öfugt. Framangreint dæmi
reiknað út með þessari leiðrétt-
ingu sýnir 3.67% en ekki 19% og
munar þar æði miklu eins og
liggur í augum uppi.
Þótt dæmið væri rétt reiknað,
segir það jafnan lítið, því að
forsendur þess eru ekki fyrir
hendi. Eins og greint var frá eru
vextir og verðhækkanir þriggja
ára settar í hlutfall við upp-
runalegan höfuðstól. Með sama
hætti hefði mátt taka 4 ár eða
10 ár og allt þar á millí og þar
fyrir ofan og útkoman orðið
þessi eða hin án þýðingar, vegna
þess að raunverulegar forsendur
skortir.
Eins og að framan greinir eru
34% af lánum Fiskveiðasjóðs til
vinnslustöðva gengistryggð en
66% verðtryggð. Þess mun
fremur gæta, að vinnslustöðv-
arnar kysu að fá mriira fé
gengistryggt og minna verð-
tryggt en ekki öfugt, sem ekki
bendir til að kjör erlendra
fjárins teljist þeim óhagstæð.
Framkvæmdasjóður Islands
og áður Framkvæmdabankinn
hafa nú starfað um 25 ára skeið.
Bankinn hafði yfir að ráða
miklu eigin fé i upphafi starfs
síns miðað við aðstæður þess
tíma, sem marka má af því, að
það nam yfir 40% af saman-
lögðu innlánsfé bankanna á
þessum tíma. Á þessu tímabili
hefir eigið fé sjóðsins rýrnað um
meir en helming miðað við verð
erlends gjaldeyris þrátt fyrir
vaxtatekjur þessa tímabils.
Þetta þýðir að sjálfsögðu að
lánskjör sjóðsins í gegnum árin
hafa verið alltof væg miðað við
verðhækkanir og geysimiklir
fjármunir hafa því færzt endan-
lega úr höndum sjóðsins til
lántakenda. Sama máli gegnir
um flesta aðra fjárfestingar-
lánasjóði, en þeir hafa á hinn
bóginn fengið mikið fé í fram-
lögum úr ríkissjóði til að halda í
horfinu að nokkru leyti.
Framkvæmdasjóður hefir á
undanförnum árum tekið um
1% vaxtamun af erlendu fé. Á
hinn bóginn hefir enginn vaxta-
munur verið tekinn af fé, sem
sjóðurinh hefir fengið ’ að láni
hjá innlendum bönkum. Vaxta-
munur Framkvæmdasjóðs af
aðfengnu fé er því innan við 1% .
Þar við bætist, að fé sjóðsins
hefir lengstum verið lánað án
verðtryggingar og vextir þess
þvi verið stórum neikvæðir eins
og að líkum lætur.
Lán Framkvæmdasjóðs til
fjárfestingarlánasjóða hafa
jafnan verið af þrem rótum
runnin þ.e. innlent fé án verð-
tryggingar, innlent fé verð-
tryggt og erlent fé, og hefir hver
sjóður jafnan fengið nokkurn
hluta fjárins að láni úr hverjum
þessara lánaflokka. Með því að
erlent fé til þarfa fjárfestingar-
lánasjóða hefir jafnan verið
tekið í all stórum lánum á
vegum ríkissjóðs eða Fram-
kvæmdasjóðs hafa fengizt hag-
stæðari lánskjör en vera myndi
ef um smærri lántökur væri að
ræða. í lok nefndrar blaðagrein-
ar, er loks aðfinnaeftirfarandi
málsgrein: „Það er því spurning,
hvort ekki ætti að leyfa fisk-
verkendum að taka erlent fé að
láni beint, þ.e. eingöngu með
aðstoð síns viðskiptabanka".
Ekki liggur ljóst fyrir hvers
vegna fiskverkendur ættu að
hafa beinan aðgang að erlendu
fjármagni til framkvæmda um-
fram aðra atvinnustarfsemi í
landinu, og naumast getur
hverjum og einum leyfzt að afla
sér erlends fjár að vild þótt gert
sé með tilstyrk banka.
Fjármögnun atvinnustarf-
seminnar í landinu hlýtur öðru
fremur að byggjast á traustum
fjármálastofnunum í landinu og
ekki hvað síst fjárfestingarlána-
sjóðum þegar um ræðir fjár-
magn til langs tíma.
Að ganga fram hjá þeim er
hiklaust að ganga aftur á bak til
þess tíma er skipulag innlends
fjármagnsmarkaðar var mjög
ófullkoiriið og vanmegnugt og
framfarir að sama skapi hægar.
Dagskrá þessi var sett saman í
Wasa-leikhúsinu í Finnlandi í
fyrra sem liður í hátíðarhöldum í
tilefni 60 ára sjálfstæðis finnsku
þjóðarinnar. Kristin Olsoni leik-
hússtjóri stjórnaði dagskránni.
Fyrir valinu urðu sænsk/ finnsk
ljóð og söngvar eftir 19 höfunda,
m.a. Elmer Diktonius, Solveig von
Schoultz, Lars Huldén, Bengt
Ahlfors, Tove Jansson, og tón-
skáldin Ernú Tauro og Kaj
Chydenius.
Dagskrá þessi fékk mjög góða
dóma og viðtöku í Finnlandi, þótt
hún bæði hugvitsamlega sett
saman, og leikarinn Östen Eng-
ström þótti túlka ljóðin á litríkan
og þróttmikinn hátt.
Áðgangur er ókeypis, og öllum
heimil meðan húsrúm leyfir.
Leikarinn Östen Engström og
píanóieikarinn Guillermo Michel.