Morgunblaðið - 30.09.1978, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978
27
Bláklukkur V
(Campanula)
Tvíærar
klukkur
SUMARKLUKKA (C.
medium) verður að telj-
ast í hópi þeirra stóru
glæsilegu. Hún sést þó
ekki oft og er þar sömu
sögu að segja og um
ýmsar aðrar tvíærar
plöntutegundir að þær
vilja verða útundan og
gleymast þó fallegar
séu. Þær þarf að ala upp
af fræi sumarið áður en
þær blómstra.
Sumarklukka verður
50—80 sm á hæð með
langa klasa af allstórum
klukkum allt að 5 sm
löngum. Þær eru víðast-
ar um miðjuna en mun
mjórri við krónuflipana.
Svo er til afbrigðileg
klukka, „calycanthema"
eða bolli og undirskál,
með aukakrónu undir
þeirri venjulegu. Hún er
nærri flöt og óreglulega
sepótt.
Litir blómanna eru
óvenjulega fjölbreyttir,
eiginlega af gáleysi að
fræi hennar var sáð í
Lystigarði Akureyrar
vorið 1974 þar sem ég
hélt að svona ómerki-
legt illgresi gæti ekki
orðið neinum til ánægju
og auk þess bara tvíær.
En þegar hún byrjaði að
blómstra sumarið eftir
kom annað hljóð í
strokkinn. Hún varð svo
blómsæl og skrautleg að
fólk þyrptist að henni
fullt aðdáunar. Hún er
40—50 sm á hæð með
greinótta klasa af mjög
fallega rauðfjólubláum
i k
JGtf *
■*. 0»
im m
Sumarklukka
ium (tvíær.)
C. med-
Campanula Wilsonii
(fjölær).
hvítur, bleikur og fjólu-
blár.
Sumarklukkan
blómstrar allan seinni
hluta sumars og þarf þá
að tína af henni visin
blóm svo hún haldist
jafnfelleg.
ENGJAKLUKKA (C.
patula) er nefnd í Flóru
Islands sem sjaldgæfur
slæðingur í Eyjafirði.
Hún gæti hafa borist
með grasfræi þar sem
hún er algengt illgresi á
Norðúrlöndum. Það var
stjörnulaga blómum.
Hún blómstrar afar
lengi og þroskar fræ.
Svo virðist sem best sé
að taka smáplönturnar
og geyma þær í reit til
þess að fá gróskumiklar
plöntur næsta ár.
GULLKLUKKA (C.
hyrsoides) er eina gula
klukkan • sem til er, og
nefnd hér mest til gam
ans af því að hún er svo
sérstæð. Hún vex í
Alpafjöllunum. Blómin
eru ljósgul í þéttum
skúf 20—30 sm á hæð
Þetta er skemmtileg
tegund fyrir safnara en
ekki líkleg til að verða
vinsæl hjá alruenningi.
Og lýkur hér með
bláklukku-spjalli.
H.S.
Lýst eftir
vitnum
að slysum
Slysarannsóknadeild lögregl-
unnar í Reykjavík hefur beðið
Mbl. að lýsa eftir vitnum að
tveimur slysum. þar sem ekið var
á gangandi vegfarendur.
í fyrra tilvikinu varð fullorðin
kona fyrir bifreið á Skúlagötu, rétt
austan Rauðarárstígs. Gerðist
þetta 22. júní s.l. rétt fyrir klukkan
8 um morguninn. Gulri Fiatbifreið
var ekið af Rauðarárstíg og til
hægri austur Skúlagötu í þann
mund seYn konan var að ganga
áleiðis norður Skúlagötuna. Konan
varð fyrir bifreiðinni og féll í
götuna. T\'eir karlmenn í blárri
bifreið komu til konunnar og
kváðust hafa séð atburðinn og náð
niður númeri bílsins. Konunni
láðist að taka niður nöfn mann-
anna. Þarf lögreglan nauðsynlega
að ná af þeim tali.
í hinu tilvikinu varð lítil stúlka,
5 ára gömul, fyrir bifreið á
Lönguhlíð á móts við Háteigsveg.
Gerðist þetta fimmtudaginn 21.
september s.l. klukkan 12.02 á
þann veg að stúlkan gekk vestur
yfir gatnamótin norðanmegin.
Bifreið kom til suðurs á vinstri
akrein og stöðvaði hún fyrir
barninu. Barnið hélt áfram og
varð fyrir bifreið, sem kom
meðfram hinni bifreiðinni hægra
megin. Vill lögreglan ná tali af
bílstjóranum á fyrrnefndu bifreið-
inni, en talið var að það hafi verið
bifreið af Austin eða Morris-mini
með þriggja stafa Y-númeri.
AUGLVSENGASÍMINN ER:
22480 kjSJ
2H«r0unbItibib
Tæki sem gerir drykkjumönn-
um ókleift að sctja bifreið sína
í gang ef áfengismagn í blóði
er yfir leyfilegum mörkum bls.
27
Gerir
drykkju-
mönnum
ókleift að
setja bifreið
í gang
HANNAÐ hefur verið í Vest-
ur-Þýzkalandi tæki. sem gerir
mönnum er neytt hafa áfengis.
ókleift að gangsetja bifreiðar.
Tækið er og áreiðanlegra og
miklu fullkomnara en blöðrur.
sem lögreglumenn hafa notað
við öndunarmælingar á öku-
mönnum.
Tækið. sem heitir Alcotron.
er tengt við rafkerfi bifreiðar-
innar. í tækinu er rafeinda-
stýrður vínandagreinir. sem
mælir magn vínanda í blóði
þegar ökumaðurinn blæs í
tækið. Sýni vínandagreinirinn
að vínandamagn í blóði við-
komandi ökumanns sé yfir
leyfilegum mörkum. lokast
rafkerfi bifreiðarinnar ekki og
ókleift reynist að setja bifreið-
ina í gang.
Næmni tækisins er slik að
nóg er að tala við enda þess.
Ökumenn geta því ekki blekkt
tækið með sérkennilegum
blæstri. Telja framleiðendur
tækisins að koma megi alveg í
veg fyrir akstur ölvaðra
manna með því að leiða notkun
þess í bifreiðum í lög.
Styrkiöog fegrid líkamann
Ný fjögurra vikna námskeiö hefjast 3. okt.
Herraleikfimi í hádeginu þriöjudaga og fimmtudaga. *W \
Frúarleikfimi ásamt yogaæfingum þriöjudaga og fimmtudaga kl.
20:30.
Hjónatímar þriöjudaga og fimmtudaga kl. 21:30.
Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13—22 í síma 83295.
Sturtur — Ijós — gufuböö — kaffi — nudd.
Júdódeild Armanns
Ármúla 32.
yiémcml
Sjáið leirkerasmiöinn renna potta
og skálar á skífu hjá BLÓMAVALI í Sigtúni
milli kl. 14 -18 í dag og á morgun sunnudag.
Studiokeramikiö
okkar er
handrennt. . .
U7ITCv_
HÖFOABAKKA 9
SÍMI 85411.