Morgunblaðið - 30.09.1978, Page 29

Morgunblaðið - 30.09.1978, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER' 1978 29 Umsjón: Tryggvi Gunnarsson og Anders Hansen. Aukaþing S.U.S. um helgina: Mjög mikil þátttaka víðs vegar að af landinu Rætt við Stefán Stefánsson, framkvæmdastjóra S.U.S. AUKAÞING Sambands ungra sjálfstæðismanna verður sett í dag í Hótel Valhöll á Þingvöllum. Mun þingið starfa í dag og á morgun, og verða þingslit væntanlega síðdegis á morg- un, sunnudag. „Nú þegar hafa um 90 manns boðað þátttöku sína,“ sagði Stefán H. Stefánsson, framkvæmdastjóri S.U.S., er Umhorfssíðan ræddi við hann í gær. „Þingfulltrúar eru alls staðar að af landinu, og miðað við þann áhuga sem við höfum orðið varir við gerum við ráð fyrir að alls muni sækja þingið um 150 manns, en þingfulltrúar eru nú sem óðast að láta skrá sig,“ sagði Stefán ennfremur. Sagði Stefán að gistirými væri fyrir um 120 manns í Valhöll á Þingvöllum, og þar sem vitað væri að margir hygðust fara á milli á einka- bílum og gista heima að- fararnótt sunnudagsins yrðu ekki vandkvæði á að finna gistirými fyrir þingfulltrúa þó þátttaka væri svo mikil sem raun bæri vitni. „Þinggjald verður 1500 krónur á hvern þingfulltrúa," sagði Stefán, „og svo kostar 14.900 krónur að gista í hótelinu og snæða allar þær máltíðir sem boðið er upp á meðan þingið stendur. Þing- fulltrúar ráða því hins vegar alveg sjálfir hve mikið af þessum „pakka“ þeir kaupa, engum ber skylda til að kaupa gistingu eða máltíðir þó hann komi á þingið." Þá sagði Stefán að fólki utan næsta nágrennis við Þingvelli yrði séð fyrir bíl- ferð til og frá þingstað. Mun hópferðabifreið fara frá Sjálfstæðishúsinu Valhöll við Háaleitisbraut í Reykja- vík klukkan 9 í dag, og til baka að þingi loknu á morg- un. Varðandi aðstöðuna í Hótel Valhöll sagði Stefán að hún væri mjög góð fyrir þing eða ráðstefnu af þessu tagi. Þar væru sex til átta smærri salir og fundarherbergi fyrir nefndarstörf og starfshópa, og svo væri stór fundarsalur fyrir aðalstörf þingsins. Stjórn S.U.S. mun svo verða með fjögurra manna starfslið auk framkvæmda- stjórans á Þingvöllum, til að auðvelda þingstörfin og ann- ast ýmsa vinnu á meðan þingið starfar. Auk hinna eiginlegu þing- starfa verður svo sameigin- legt borðhald á laugardags- kvöld þar sem Ellert B. Schram, alþm. mun flytja ræðu, og að því loknu gengst stjórn S.U.S. fyrir kvöldvöku í Hótel Valhöll. Þinginu lýkur svo sem fyrr segir á sunnudag með því að formað- ur Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson, flytur ávarp. Að lokum sagði Stefán, að stjórn S.U.S. væri mjög ánægð með þá miklu þátt- töku sem virtist ætla að verða á þinginu, hún sýndi að ungt sjálfstæðisfólk ætlaði sér að ganga fram og hefja Sjálfstæðisflokkinn til vegs og virðingar á ný, þrátt fyrir áföll þau sem hann hefur orðið fyrir síðustu mánuði. Enda væri full þörf á því að efla Sjálfstæðisflokkinn, nú þegar hann væri einn í stjórnarandstöðu, á móti vinstri stjórn sem þegar hefur komið meiru illu til leiðar en góðu, þrátt fyrir skamma setu á valdastólum. Að lokum má svo geta þess, að stjórn S.U.S. er þegar komin austur á Þing- völl, og var haldinn stjórnar- fundur í Hótel Valhöll í gærkvöldi. Formaður og varaformaður SUS verði kosnir sameiginlega Leiðréttingar á kjördæmaskipan og kosningareglum þola ekki bið „VIÐ LÍTUM fyrst og fremst á niðurstöður nefndarinnar sem umræðupunkta, varpað fram til að koma af stað umhugsun og uraræðum um starf SUS almennt en ekki sem endanlega fastmót- aða ályktun, enda er þetta aukaþing en samkvæmt lögum SUS verða aðeins gerðar laga- breytingar á reglulegum þingum sambandsins," sagði Fríða Proppé en hún hefur verið formaður nefndar, sem undirbúið hefur álit um endúrskoðun skipulags og starfshátta SUS fyrir þingið nú. í umræðupunktunum eru skipulag og starfshættir SUS teknir til meðferðar á breiðum grundvelli og bendir nefndin á ýmis atriði, sem betur mættu fara, og eins það sem vel hefur verið gert. Helstu atriði, sem fjallað er um í niðurstöðunum, eru hugmyndir um breytingar á kosningum til stjórnar SUS svo sem um fjölda stjórnarmanna og sett er fram tillaga um að frambjóðandi til formannsem- bættisins velji sér mann til framboðs í varaformannsem- bættið og þeir verði kosnir sameiginlega á þingi SUS. Fjallað er um kjördæmasam- tökin, hvort þau eigi rétt á sér, starfsemi aðildarfélaganna og einnig félagsmannanna og er þar sérstaklega bent á, hvort ekki sé Tillögur um breytta skipan á forystumynztri flokksins „í ÞVÍ nefndaráliti, sem við leggjum fyrir þingið, er fjallað vítt og breitt um starfsemi og skipulag Sjálfstæðisflokksins og ýmsar tillögur um breytingar þar á. Við setjum þessar tillögur fram sem umræðugrundvöll og vonum að þingfulltrúar skiptist opinskátt á skoðunum um þessi mál og á þinginu verði tekin afstaða til þeirra hugmynda, sem fram koma í nefndarálitinu," sagði Inga Jóna Þórðardóttir, sem var formaður nefndar er undirbjó álitsgerð um starfsemi og skipulag Sjálfstæðisflokksins fyrir þingið. í nefndarálitinu er fjallað um stefnu Sjálfstæðisflokksins, mót- un hennar og framkvæmd, út- breiðslumál og lagt til að komið verði á fót sérstakri nefnd til að sjá um þennan málaflokk innan flokksins. Þá er lagt til að sú breyting verði gerð á forystu- mynztri flokksins að tekin verði upp svokölluð þrískipting þ.e.a.s. formaður og varaformaður flokksins, formaður og varafor- maður þingflokksins, formaður og varaformaður miðstjórnar flokksins eða alls sex persónur. Lagt er til að framkvæmdastjóri þingflokks verði ekki jafnframt þingmaður flokksins. Fjallað er um starfsemi sérsambanda flokksins, lagt er til að sett verði ákvæði um prófkjör í skipulags- reglur flokksins og teknir verði upp nýir starfshættir á skrif- stofu flokksins með því að koma upp deildaskiptingu, sem annars vegar verði í formi Rekstrar- og skipulagsdeildar og hins vegar Fræðslu- og útbreiðsludeildar. „Þetta nefndarálit er eins og ég sagði hér fyrr umræðugrund- völlur, sem hefur inni að halda ákveðnar tillögur, sem ættu að verða grundvöllur skoðanaskipta um skipulag og starfsemi Sjálf- stæðisflokksins á þinginu og að með þessu megi móta í tillögur þær umræður, sem orðið hafa á síðustu mánuðum um þessi mál meöal sjálfstæðismanna,“ sagði Inga Jóna. tímabært að endurskoða aldurs- mörkin innan SUS, sem í dag eru 16 til 35 ára. „Það er staðreýnd að með hverju árinu sem líður stækkar hópur áhugasamra unglinga, sem æskja inngöngu í flokkinn og um leið. breikkar aldursbilið milli þeirra elstu og yngstu," sagði Fríða og gat þess að í álitinu væri einnig fjallað um stefnumótun SUS, útgáfu- mál, erlend samskipti, áhuga fólks á flokksstarfinu og viðhorf eldri sjálfstæðismanna til þeirra sem yngri eru. „Ég tel að í umræðum um starfsemi SUS megi ekki um of einblína á skipulag „yfirbygging- arinnar", því mikilvægast er að minnstu einingarnar í flokks- starfinu séu virkar og ég þar við aðildarfélögin og hvern einstak- an félagsmann. Flokksstarfið má ekki byggjast einhliða á miðstýr- ingu heldur verður frumkvæðið einnig aö koma frá hinum almenna félagsmanni og aðildar- félögunum," sagði Fríða. „VIO teljum að kosningarétt- urinn sé mannréttindi og því sé það grundvallaratriði að þessi réttur sé jafn öllum lands- mönnum til -handa. í ályktun- ardrögum okkar leggjum við á það áherslu að með öllu sé óviðunandi að löggjafarvaldið leiði það enn hjá sér að taka til meðferðar breytingar á kjör- dæmaskipan og kosningaregl- um til Alþingis. Við bendum á að núverandi kosningafyrir- komulag bjóði upp á mjög takmarkaða valkosti fyrir kjós- endur og einnig verði þegar að leiðrétta það misvægi, sem nú er í atkvæðisrétti landsmanna, eftir því hvar á iandinu þeir eru búsettir. Hér er um að ræða mál, sem ekki þolir bið og við leggjum á það áherslu að þingmenn Sjálfstæðisflokksins taki forustu í þessu máli,“ sagði Tryggvi Gunnarsson, aem verið hefur formaður undirbúnings- nefndar um kjördæmamál fyrir þingið. Tryggvi benti á að þing SUS síðustu ár hefðu nær öll fjallað um þetta mál og legði nefndin til að þingið nú ítrekaði þá afstöðu fyrri þinga að valfrelsi kjósenda yrði aukið með því að taka upp persónukjör en um- fram allt þyrfti að jafna konsingarétt landsmanna, þannig að einn kjósandi hefði ekki margfaldan kosningarétt á við annan, eins og nú er. „Við höfum valið þann kost- inn að gera ekki i einstökum atriðum grein fyrir tillögum okkar um breytingar á fyrir- komulagi kosninga og kjör- dæmaskipunar til Alþingis heldur vísa til fyrri samþykkta þar um, og við viljum leggja á það áherslu að Sjálfstæðis- flokkurinn taki forustu um mótun stefnu í þessum málum og leggi tillögur þar um fram á Alþingi," sagði Tryggvi. „í ÞESSUM drögum okkar að áliti um verðbólguna og meðfylgjandi greinargerð eru engin ný sannindi, því verðbólgan er gamall þáttur í okkar þjóðlífi en það sem þarf hins vegar að gera er að viðurkenna þær aðgerðir, sem nauðsynlegar eru til að ráðast gegn henni og hætta að vefja um sig blekkingar- vef eins og nú er ríkjandi jafnt í umræðum sem að- gerðum manna í þessum málum," sagði Kjartan Jóns- son, sem verið hefur for-- maður nefndar, sem undir- búið hefur ályktun þingsins um verðbóiguna. Kjartan sagði að nefndin legði í drögum sínum áherzlu á að taka þyrfti upp sam- ræmda efnahagsstefnu til að ná hraða verðbólgunnar niður á það stig, sem þekkist í helstu viðskiptalöndum okkar. Slíkt væri nauðsyn- legt ef tryggja ætti sam- keppnisaðstöðu íslenskra vara bæði heima fyrir og erlendis en það væri grund- vallaratriði, ef tryggja ætti atvinnuöryggi. Auk þessa er í dj-ögum að ályktuninni lögð á Verða að viðurkenna takmarkað svigrúm til aukinnar neyzlu og fjárfestingar það áherzla að aðilar vinnu- markaðarins verði að viður- kenna það takmarkaöa svig- rúm sem er til aukinnar neyzlu og fjárfestinga, lögð er áherzla á endurskoðun vísitölukerfisins, verðgildi sparifjár haldist nægilega hátt tií að örva frjálsa sparifjármyndun; stuðlað verði að aukinni samkeppni og þar með lægra vöruverði, ríkisbúskapurinn og hin opinbera forsjá minnki en kjörorð ályktunardraganna er frelsi í stað forsjár — niður með verðbólguna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.