Morgunblaðið - 30.09.1978, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978
31
Halldóra Björnsdótt-
— Minningarorð
émáv&itin
ir
í dag fer fram frá Ólafsfjarðar-
kirkju útför frú Halldóru Björns-
dóttur, en hún andaðist að
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri 22. september s.l.
Halldóra var fædd í Ólafsfirði
18. nóvember 1917, dóttir hjón-
anna Þorbjargar Björnsdóttur og
Björns Sigurðssonar í Miðhúsum.
Þar ólst Halldóra upp og átti
sitt heimili þar til hún giftist
eftirlifandi manni sínum Halldóri
Bjarnasyni frá Siglufirði.
Þau áttu sitt heimili í Ólafsfirði.
Halldóra og Halldór eignuðust 3
börn, Björn sem kvæntur er
Kristínu Trampe frá Akureyri,
Guðmundu Ólöfu sem er gift Jóni
Jóhannssyni frá Ólafsfirði og
Þorbjörgu sem er gift Önundi
Haraldssyni frá Grindavík.
Barnabörnin eru orðin 7.
Allt frá barnæsku var Dóra
föðursystir mín og fjölskylda
hennar stór þáttur í lífi mínu. Það
var stutt á milli heimila okkar og
mikill samgangur. Ég minnist þess
hve oft var glatt á hjalla í
Miðhúsum hjá afa og ömmu þegar
allar fjölskyldurnar voru saman
komnar þar. Dóra átti við heilsu-
leysi að stríða mestan hluta
ævinnar en hún var kjarkmikil og
dugleg og létta lundin hennar
hjálpaði henni án efa mikið. En
þrátt fyrir fötlun og oft mikil
veikindi tel ég þó Dóru hafa verið
lánsmanneskju. Hún átti góðan
eiginmann sem allt vildi fyrir
Noregur:
„Benny” á bak
við lás og slá
Osló 28. september.
Frá Jan Erik Laure,
fréttaritara Mbl.
SÁ MAÐUR, sem mest hefur
verið um rætt í Noregi að
undanförnu, Jan Petter „Benny“
Askevold, var fluttur leynilega til
Noregs á miðvikudag. Hann var í
fylgd svissnesku lögreglunnar
sem handtók Benny á hóteli í
Sviss 13. september.
Þann 13. marz sl. rændi Benny
139 bankahólf í banka í Osló og
stakk af til útlanda með ránsfeng
sinn sem talinn var vera milljónir
króna. Benny var úrskurðaður í
varðhald í dag og var honum gefið
að sök að hafa rænt 1,3 milljónum
norskra króna, eða um 78 milljón-
um íslenzkra króna. Lögreglan
telur líklegt að upphæðin eigi eftir
að hækka.
Benny-málið hefur nú fengið á
sig nýja mynd. Á mánudaginn
knúði 24 ára brasilísk stúlka,
Maria Fernandes, dyra hjá
foreldrum Bennys og var henni
tekið með opnum örmum. Hún
sagðist vera ástmey Bennys og þar
sem þau ættu von á barni hefðu
þau í hyggju að ganga í hjónaband.
Benny hitti Mariu í Rio De Janeiro
en þar hefur hann að mestu haldið
til frá því hann rændi bankahólfin.
hana gera og börnin hennar og
tengdabörnin reyndust henni allt-
af eins og best verður á kostið. Það
var gott að njóta gestrisni Dóru og
Dóra, þar sameinaðist hlýja og
gott viðmót þeirra og notalegt
ándrúmsloft fallegs heimilis.
Dóra var myndarhúsmóðir og
vel að sér til allra verka, hvort sem
það voru húsmóðurstörfin, saumar
eða hannyrðir. Hún var ákaflega
barngóð, þess nutu börnin mín í
ríkum mæli þegar við vorum í
heimsókn fyrir norðan.
Á kveðjustund er alltaf margs
að minnast og margt að þakka.
Mér er efst í huga innilegt
þakklæti til frænku minnar fyrir
allt það góða sem hún gerði mér og
minu fólki. Ég er þakklát fyrir
litlu stundina sem við systurnar og
dóttir mín áttum með Dóru á
sjúkrahúsinu fyrir mánuði síðan,
þeirrar stundar mun ég alltaf
minnast.
Við hjónin og börnin okkar
vottum Dóra, börnunum, tengda-
börnum, barnabörnum og systkin-
um Dóru okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Halldóru
Björnsdóttur.
Kristín B. Sigurbjörnsdóttir.
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
vn;LVSi\(t \.
símiw r.K:
22480
Gjafavörur i urvali
Lancome snyrtivörur, barnavörur í úrvali.
Opiö til kl. 10 í kvöld.
Álftamýri 1, sími 81251.
Kvenstúdentafélag íslands
og félag íslenskra háskólakvenna
heldur aöalfund laugardaginn 7. október 1978 í átthagasal Hótel
Sögu og hefst fundurinn kl. 12.30 með hádegisveröi.
Fundarefni: Aöalfundarstörf, stjórnar- og nefndarkosningar. Önnur
mál. Stjórnin.
Hveragerói
JÁ, AUÐVITAÐ ER ÞETTA
VAÐ annað
Geimsteinn
leikur i kvöld
beint frá U.S.A.
Rúnar Hrólfur
Sætaferðir frá Torgi
og B.S.Í.
Munið nafnskírteinin.
Festi Grindavík.
Stórhlutavelta
Stórhlutavelta veröur haldin í lönaöarmannahúsinu viö Hallveigarstíg í dag og
á morgun klukkan 2—5. Meöal vinninga eru sólarlandaferö, ferö eftir eigin
vali meö Flugleiöum auk fjölda annarra góöra vinninga svo sem páskaegg,
fatnaöur, sælgæti, bækur og margt fleira. Engin núll.
Hkd. Víkings.