Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 40
An.LYSIMiASIMINN ER: 22480 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978 Útvegsmenn og sió- menn vilja 11—16% hækkun fiskverðsins Sjávarútvegsráðherra ræðir um 7-8% ENN mun vera langt í land meö að almennt fiskverð verði ákveðið, en nýtt fiskverð á að taka gildi frá og með 1. október. Morgunblaðið hefur fregnað að sjómenn og útvegsmenn hafi farið fram á 11 — 16% meðal- talshækkun á fiskverði, en kaup- endur hafa hins vegar sagt að miðað við núverandi rekstrarskil- yrði vinnslunnar sé enginn grund- völlur fyrir fiskverðshækkun. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, mun Kjartan Jóhannsson sjávárútvegs- ráðherra hafa rætt um 7—8% hækkun fiskverðs sem mögulegan kost. Mun ráðherrann hafa boðað þá Óskar Vigfússon; formann Sjó- mannasambands Islands, og Ingólf S. Ingólfsson, forseta Farmanna- og fiskimannasambands íslands, á sinn fund og óskaó eftir meðbyr, en þeir Óskar og Ingólfur munu hafa staðið fastir á sínu, og sagt að sjómenn þurfi 13% fiskverðshækkun til að halda í við aðrar stéttir. Þá munu Slæmt ástand í gær: 26 árekstrar REYKVÍKINGAR voru ekki til fyrirmyndar í umferðinni í gær. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar urðu 24 árékstrar frá miðnætti í fyrrinótt til klukkan 23 í gærkvöldi en sem betur fer urðu engin slys á mönnum. Að sögn lögreglunnar var geysimikil umferð í Reykjavík í gær enda fjölgaði árekstrum um 10 frá deginum áður, úr 14 í 24. í Hafnarfirði urðu árekstrarnir tveir í gær, einum fleiri en deginum á undan en Kópavogsbúar fá sérstakt hrós fyrir frammistöðuna í gær, þar varð enginn árekstur á móti fjórum daginn áður. Það er huggun harmi gegn að í þessum 26 árekstrum á höfuðborgarsvæðinu í gær skuli ekkert slys hafa orðið. En menn geta ímyndað sér þá fjármuni, sem fuku út í veður og vind hjá mörgum borgar- anum í gær því að milli 50 og 60 bílar hafa skemmst meira og minna um. í þessum árekstr- Vegfarendum hefur tekizt að halda slysunum í lágmarki undanfarna daga. Nú er tak- markið að draga einnig úr árekstrunum og þar með slysahættunni. útvegsmenn einnig vera harðir á því að almenn fiskverðshækkun verði ekki undir þessu marki, þar sem kostnaðarliðir flotans hafi hækkað gífurlega að undanförnu. Ekki er vitað rpeð vissu um afstöðu annarra ráðherra en sjávar- útvegsráðherra til fiskverðshækkun- ar, en heyrst hefur að Alþýðubanda- lagsmenn vilji ekki meiri en 6% fiskverðshækkun og Framsóknar- menn jafnvel enn minni hækkun. Síðasti fundur í yfirnefnd Verð- lagsráðs sjávarútvegsins um fisk- verðið var í fyrradag, en sá fundur var stuttur. Ekki er gert ráð fyrir öðrum fundi fyrr en eftir helgi og almennt munu menn ekki eiga von á að fiskverðsákvörðunin komi fyrr en um 10. október. Reknetabátar á leið inn til Hornaf jarðar. Ljósm.i Snorri Snorrason. Sfldveiðin orðin um 20 þús. tunnur SÍLDVEIÐI hjá reknetabátum var sáratreg í gær, og var sama hvort bátar létu reka við Hrollaugseyjar eða í Lónsbugt. í fyrradag var veiðin hins vegar mun betri og fengust þá upp í 200 tunnur á bát. Heildarsíldveiðin, það sem af er þessu hausti mun nú vera orðin um 20 þúsund tunnur, sem er mun minna en á sama tíma í fyrra. Langmestum hluta síldarinnar hefur verið landað á Höfn í Hornafirði eða á milli 17 og 18 þúsund tunnum. „Tel ósennilegt að EFTA og EBE beiti okkur þvingunum” segir Haukur Björnsson framkvæmdastjóri Ný fíkniefnamál: menn í gæzlu- varðhald í gærkvöldi ÞRÍR ungir menn, um og yfir tvítugt voru í gærkvöldi úrskurðað- ir í gæzluvarðhald vegna rannsókn- ar fíkniefnamála. Tvi-ir mannanna voru úrskurðað- ir í <JIt að 30 daga gæzluvarðhald en einn í allt að 15 daga gæzluvarð- hald. Daginn áður hafði maður á svipuðum aldri verið úrskurðaður í ailt að 20 daga gæzluvarðhald. Fíkniefnadeild lögreglunnar ann- ast rannsóknina. Guðmundur Gígja lögreglufulltrúi sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi að rannsóknin væri á byrjunarstigi og því væri ekkert hægt að segja um umfang þessara fíkniefnamála. „ÞAÐ AÐ EBE og Efta muni beita okkur þvingunum ef tolialækkun- um verður frestað hér á fslandi er staðhæfing, sem engin staðfesting hefur fengist á,“ sagði Haukur Björnsson framkvæmdastjóri Félags íslenzkra iðnrekenda í samtali við Morgunblaðið í gær. „Eg tel sjálfur afar ósennilegt," sagði Haukur, „að þessi bandalög muni beita okkur þvingunum t.d. í því formi að Efnahagsbandalagið grípi til bókunar sex og setji þar með tolla á innflutning íslenzkra sjáfar- afurða ef fulltrúar íslenzkra stjórn- valda leggja málið hreint fyrir og skýri bandalögunum frá þeim ástæð- um, sem liggja að baki frestun tollalækkunarinnar. Það liggur í hlutarins eðli að bandalögin muni mótmæla frestun tollalækkunarinn- ar en eins og ég sagði áður tel ég líkurnar á því að þau beiti okkur þvingunaraðgerðum hverfandi ef við skýrum mál okkar rækilega. Hins vegar höfum við tekið fram, að ef við verðum beittir þvingunaraðgerðum verði að meta það þegar þar að kemur hvorir hagsmunirnir vegi meira. Við höfum aldrei haldið því fram að þetta ætti að gera hvað svo sem gerðist. Ég vil svo ítreka það, að hér innanlands virðast menn ganga út frá því sem gefnu að EBE muni beita þvingunaraðgerðum í því formi að hækka tolla á sjávarafurðum héðan án þess að á það hafi reynt.“ „Við höfum margsinnis lagt fram ósk við stjórnvöld að tollalækkunum í samningum við Fríverzlunarbanda- lagið og Efnahagsbandalagið verði frestað," sagði Haukur, aðspurður um óskir iðnrekenda í þessu máli. „Við höfum jafnframt óskað eftir því að sá tími sem þannig ynnist yrði notaður til þess að koma á marg- háttuðum umbótum í iðnrekstri hér á landi þannig að við nýtum þar svipaðra kjara og keppinautar okkar erlendis." Eeilbrigðisráðherra bannar i eykingar í leigubifreiðum < BRIGÐIS- og tryggingaráðherra hefur frá og með morgundeginum. 1. október bannað reykingar í it "hifreiðum í leiguakstri. Bann þetta cr sett, að því er segir í fréttatilkynningu frá heilbrigðis- og t ggingamálaráðuneytinu, samkvæmt beiðni og að höfðu samráði við Bandalag íslenzkra bifreiðastjóra. Bannið e ; með skírskotun tii laga frá því á síðasta ári um ráðstafanir til að draga úr töbaksreykingum. í 7. gr. laganna segir að brot gegn þeim varði allt að 5000 þúsund króna sekt, nema þyngri refsing liggi við að öðrum lögum. I lógunum segir að heimilt sé að banna reykingar í bifreiðum sem reknar séu með sérleyfum og er því með þessu bætt við ákveðnu skilyrði fyrir því að menn fái leyfi til reksturs og aksturs leigubifreiða. Guðmundur Valdimarsson, varafor- maður Frama og stjórnarmaður í Bandalagi íslenzkra bifreiðastjóra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að stjórn Bandalagsins hefði farið fram á þetta við ráðuneytið. Forsaga málsins væri sú að á árinu 1976 hafi á fundi í Bifreiðastjóra- félaginu Frama verið samþykkt tillaga, þar sem þess var farið á leit, við stjórnina að hún beitti sér fyrir því að banninu yrði komið á. Engin mótatkvæði voru við tillögunnií Síðan var á landsþingi Sambands íslenzkra bifreiðastjóra síðar á árinu 1976 samþykkt að banna reykingar í bílunum og hefur síðan verið uppi merki um bannið í fjölmörgum bílum. Þó var hverjum heimilt að ákveða umgengni í sínu ökutæki. Guðmundur kvað málið erfitt að því leyti að sumir bílstjórar reyktu sjálfir. Hann kvað bílstjóra ekki mega láta standa sig að slíku og ef þeir t.d. á nóttunni eftir bið eftir akstri hefðu verið að reykja, yrðu þeir að lofta vel út úr bílnum áður en viðskiptavinurinn kæmi inn í bílinn. Ökukennar- inn próflaus NÝLEGA uppgötvaðist að einn kunnasti ökukennari llafnfirðinga hafði kennt á bíl í 18 ár án þess að hafa til þess tilskilin réttindi og það sem meira er, maðurinn hefur ekki haft gilt ökuskírteini síðan 1971 eða í 7 ár. Allan þennan tíma hefur maðurinn útskrifað nemendur án þess að nokkur athugasemd væri gerð í Bifreiðaeftirliti ríkisins. Ekki er vitað um nákvæman fjölda nemendanna en þeir skipta væntanlega hundruðum. því að síðustu fjögur árin hefur hann útskrifað milli 60 og 70 nemendur. Það var glöggur lögreglumaður hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins sem uppgötvaði þetta í sumar, þegar umræddur maður kom þangað í yfirheyrslu. Þar sem um var að ræða umferðarlagabrot, var rannsókn málsins haldið áfram í Hafnarfirði. „ökukennar- inn“ mun hafa fengið réttindi til ökukennslu fyrir 25—30 árum. Ný reglugerð var sett um ökukennslu árið 1960 og var þá starfandi ökukennurum boðið að fá löggild- ingu en um það hirti þessi maður ekki af einhverjum ástæðum. Hélt hann áfram ökukennslu þrátt fyrir það. Árið 1970 rann ökuskír- teini mannsins út og hirti hann þá heldur ekki um að endurnýja það. S.l. vor uppgötvaðist að maðurinn hafði ekki bílpróf og gekk hann þá undir ökupróf og stóðst það. Ástæðan fyrir því að engin athugasemd var gerð hjá Bifreiða- eftirlitinu var sú, að maðurinn var talinn svo þekktur ökukennari að ekki væri ástæða til þess að krefja hann skiiríkja. Hann mun hafa útskrifað flesta nemendur sína í Hafnarfirði. Nú hefur Bifreiða- eftirlitið sett ákveðnar reglur um það að ökukennarar sýni lög- gildingarskírteini í hvert sinn sém þeir koma með nemendur í öku- próf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.