Morgunblaðið - 12.10.1978, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978
11
Rafaol Friihbcck dc Burjfos er stjórnandi fyrstu áskriftartónleika
Sinfóníuhljómsvcitarinnar í kvöld sem cru Beethoven tónleikar, en hér
eru hann og Sigurður Björnsson að rifja upp gömul kynni er þeir voru
báðir við nám í Miinchen.
spjallamannsins í Mattheusar-
passíunni, tenórhlutverkið í
níundu sinfóníu Beethovens og í
Sköpuninni eftir Haydn þegar
Rafael Fruhbeck var að hefja
sinn feril á Spáni. En að
náminu loknu í Miinchen hlaut
hann svonefnd Strauss verðlaun
og sagði hann að þau hefðu
verið sér mikils virði. Hann var
því næst spurður hvar hann
hefði einkum starfað að hljóm-
sveitarstjórn:
— í heimalandi mínu hefi ég
m.a. stjórnað sinfóníuhljóm-
sveitinni í Bilbao svo og fleiri,
en svo hefi ég verið við í
Kanada, Montreal, í mörgum
borgum Bandaríkjanna, t.d.
New York, Washington, Fíla-
delfíu og Cleveland, stjórnað
sinfóníuhljómsveitum á Ítalíu,
Frakklandi og Englandi, bæði
Fílharmoníunni í London og
Konunglegu sinfóníunni. Þá
hefi ég verið í Japan nú á
síðustu árum.
Svo sem sjá má af þessari
lauslegu upptalningu er hljóm-
sveitarstjórinn mikið á ferða-
lögum og var hann spurður
hvort honum líkaði það vel.
Hann svaraði því til að hann
ætti ekki um neitt að velja,
honum yrði að líka vel að
ferðast, þótt það væri í sjálfu
sér ekki alltaf gaman. Héðan
fer hann til Madrid, síðan til
Berlínar og stjórnar Fíl-
harmoníuhljómsveit Berlinar,
þá verður hann í Belgíu og síðan
til London þaðan sem hann
leggur upp í ferð til Japans með
Fílharmoníuhljómsveit Lund-
úna og verður hún þar með 10
tónleika. Hann sagði að næsta
ár væri þegar orðið fullskipað
hjá sér, en ekki væri endanlega
ákveðið um árið 1980, en í
stórum dráttum þó.
Rafael Fruhbeck de Burgos
hefur æft hljómsveitina síðan
Stephen Bishop-Kovacevich leik-
ur einleik í fimmta píanókonscrt
Beethovens.
hann kom um helgina og var
hann spurður hvernig honum
litist hún:
— Við höfum nú ekki æft
mikið enn þ.e. á mánudags- og
þriðjudagsmorgnum, en æfing-
ar hafa gengið vel, hljómsveitin
hefur unnið mikið og við von-
umst til aö tónleikarnir annað
kvöld verði góðir. Beethov-
en-sinfónían er erfið, en ég hefi
ekki undan neinu að kvarta og
tel hljómsveitina góða.
Stephen Bishop-Kovacevich
hefur áður leikið undir stjórn
Rafael Fruhbeck de Burgos,
bæði þennan sama píanókonsert
og í Israel fyrir tveimur árum
og að upptökum þar sem leikinn
var 4. píanókonsert Beethovens.
Rafael PYuhbeck minntist á
upptökur og var hann spurður
hvort hann hefði gert mikið af
því að stjórna hljómsveitum við
plötuupptökur:
— Já, ég hef gert nokkuð
mikið af því og held að plöturn-
ar séu orðnar kringum 100, en
ég hefi unnið með hinum ýmsu
hljómsveitum. En þótt upptök-
urnar séu orðnar þetta margar
þá eru tónleikarnir saint sem
áður í miklum meirihluta.
Að lokum sagði Rafael Frúh-
beck de Burgos að hann reyndi
að hafa á efnisskrá bæði tónlist
gömlu meistaranna og nútíma-
verk, en sagði þó að menn vildu
frekar hlusta á verk hinna eldri
þótt áhugi fyrir nútímatónlist
væri sívaxandi.
AÐALFUNDUR ÝRAR, fjöi-
skyldufélags Landhelgisgæzlu-
manna, var haldinn 10. október.
Fráfarandi formaður Elín
Skeggjadóttir flutti skýrslu
stjórnar. Þess má geta, að á
starfsárinu gaf Ýr fjárupphæð í
Orlofsheimilasjóð Landhelgis-
gæzlumanna, en sl. sumar var
lokið uppsetningu og búnaði
nokkurra orlofshúsa gæzlunnar í
Gufudal í Barðastrandarsýslu og
voru þau tekin í notkun um mitt
sumar. Fjárupphæðin var að
mestu það sem inn kom með
útgáfu Landhelgisplattans í
fyrra. Úr stjórn Ýrar gengu auk
formanns þrjar stjórnarkonur og
gaf enginn þeirra kost á sér til
endurkjörs. Brynja Baldursdóttir
var kosin formaður og aðrir í
stjórn Gyða Vigfúsdóttir, Jenný
Einarsdóttir, Jóna M. Guðmunds-
dóttir, Baldur Halldórsson, Guð-
rún Ágústsdóttir og Guðrún
Pálsdóttir.
ÉG ÞRÁI ÁST ÞÍNA er 10.
bókin, sem Hörpuútgáfan sendir
frá sér eftir BODIL FORSBERG,
einn vinsælasta ástarsagn'ahöfund
á Norðurlöndum. Bækur Bodil
Forsberg eru spennandi og við-
burðaríkar.
ÞAÐ ERT ÞÚ SEM ÉG ELSKA
er þriðja bókin í flokknum Rauðu
ástarsögurnar. Höfundurinn er
ERLING POULSEN, sém íslenzkir
lesendur þekkja, því að vinsælustu
framhaldssögurnar í dönsku blöð-
unum eru einmitt eftir hann.
„Morgunn”,
sumarheft-
ið 1978
Sumarhefti „Morguns", tímarits
Sálarrannsóknafélags íslands, er
komið út fyrir nokkru.
Meðal efnis í heftinu er ljóð eftir
ritstjórann Ævar R. Kvaran,
Aidahvörf, ritgerð eftir Martinus,
Skýrsla um raunvísindalegt sam-
band við fra.mliðna menn sem nú
þegar er fyrir hendi, eftir Arnald
Árnason í Stykkishólmi, og Yfir-
skilvitleg reynsla, eftir dr. Gunn-
laug Þórðarson. Þá er ritstjórnar-
rabb og raddir lesenda þar sem
þeir segja m.a. frá reynslu sinni.
r/i
Tækiö er meira
en bara ferðatæki
Auk margra auka-
hluta hefur það sér-
stakt mikrofónkerfi
sem gerir þér kleift
að syngja með þinni
uppáhaldshljómsveit
eða söngvara
ða að búa til þinn
iginn skemmtiþátt
ar sem þú ert sjálf-
r kynnirinn.
7x2 Automatic Level Con-
trol sér um að upptaka
sé jöfn.
pr—m Sjálfvirkur stoppari
slekkur á tækinu þegar
LED
bandið er búið.
Gefurtil kynna í upp-
töku þegarskipta þarf
um rafhlöður.
Auk fjölda annarra
atriða sem skipta
máli
Verö aöeins kr
69.500.
Sendum gegn póstkröfu.
Allar geröir SHARP ferðatækja nú fáanlegar.
u
GF-17D4H/E
er tæki sem
vert er að skoða
og hlusta á
Ferðaútvarps-
og kassettutæ kið
er sannkallað ferðastudíó