Morgunblaðið - 12.10.1978, Side 19

Morgunblaðið - 12.10.1978, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978 19 James Earl Ray í hjónaband á morgun A I \ f > I , James Earl Ray. Petros, Tennessee, 11. okt. AP. A MORGUN. löstudají. verða Kefin saman í hjónahand James Earl Ray sem hefur hlotið dóm lyrir morðið á blökkumannaleið- toganum Martin Luther King og Anna Sandhu. sem er 32 ára gamall starísmaður við sjón- varpsstöð. Víffsluna framkvæmir prestur sem sajiður er hafa verið náinn samstarfsmaður Martin Luthers King. Athöfnin verður í Kestaherbergi fangelsisins sem Ray situr í. Ekki verður nema fimm gestum leyft að vera við athöfnina og hvorki blaðamenn né ljósmyndar- ar fá að koma þar nærri. James Earl Ray játaði á sínum tíma morðið á Martin Luther King en dró síðan játninguna til baka. Þau hjónaleysin kynntust þegar Ray var fyrir dómi vegna stroks úr fangelsinu á sl. ári. Ray hefur aldrei verið kvæntur áður en unnustan er fráskilin. Kólera í Bandaríkjunum Washington, 11. okt. AP. Reuter. KÓLERU hefur orðið vart í Lousiana-fylki í Bandarikjunum og hafa 11 manns þar í fylkinu tckið sóttina undanfarnar scx vikur. Þctta cr í fyrsta sinn í fiO ár. scm þcssa banvama sjúkdóms verður vart þar í landi. La'knar og vísindamcnn rannsaka nú mcð hvcrjum hætti sjúkdómurinn hcfur komið upp. cn talið cr að þcir scm sýkzt hafa cigi það samciginlcgt að hafa ncytt soðins skclfisks. • Gæzluliði myrti 2 félaga sína Vínarborg, 11. okt. Reuter. AUSTURRISKUR hermaöur í friðar- gæzluliöi Sameinuðu þjóðanna í Golanhæðum skaut til bana tvo aðra gæzluliða og særði þann þriðja sl. nótt, að því er talsmaður varnar- málaráðuneytis Austurríkis sagði í dag. Þar sagði, að tilræðismaðurinn hefði síðan reynt að fremja sjálfs- morð og lægi þungt haldinn á sjúkrahúsi í Haifa. Um ástæðuna fyrir þessum voða- verkum er ekki vitað. Hengingar í Bretlandi? Brighton, 11. október. Reuter. RADDIR komu fram um það á ársþingi brczka íhaldsflokksins. scm nú cr haldið í Brighton. að taka bæri á ný upp hcngingar til að rcfsa fyrir alvarlcga glæpi. Ilcngingar voru bannaðar í Bretlandi árið 19fi5. Það var 62 ára gömul amma. scm tók þctta mál til umra'ðu á fundi á þinginu í dag og hlaut mál hcnnar mjög góðar viðtökur. Lagði kona þcssi cinnig til að mönnum yrði framvegis rcfsað fyrir ýmis brot mcð því að sctja þá í gapastokk á nlmannafaTÍ og kvað rcfsingu af því tagi mun áhrifarfkari cn það scm nú tíðkaðist. Margarct Thatchcr lciðtogi flokksins. scm cr fvlgjandi því að hryðjuvcrkamcnn vcrði hcngdir fyrir glæpi sína. hcfur hcitið því að nái flokkur hcnnar völdum vcrði þcssi mál tckin til umra ðu í brczka þinginu. Sovézkir and- ófsmenn fái friðarverðlaun Washington, 11. okt. AP. MEIRIHLUTI þingmanna í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings samþykkti í dag ályktun þar sem mælt er með því að Friðarverðlaun Nóbels í ár verði veitt fangelsuðum sovézkum andófs- mönnum og öðrum þeim sem vinna í þágu friðar í Sovétríkjunum og bent er á, að af þeim 59 manns, sem hafa starfað opinberlega í andófshópum í Sovétríkjunum eftir Helsinkiráð- stefnuna á sínum tíma, hafi nú 21 verið hnepptur í fangelsi. Nýr leiðtogi í Panama Panamaborg, 11. okt. Reuter. AP. KOSINN vcrður nýr þjóðarlciðtogi í Panama í dag og cr cinn maður í kjiiri. Aristidcs Royo. 38 ára gamall fyrrum mcnntamálaráðhcrra. Frá- farandi lciðtogi landsins. Omar Torrijos hcrshiifðingi. hcfur til- kynnt að hann hyggist draga sig í hlc. cn nú cru liðin 10 ár frá því að hann stcypti af stóli lýðræðislcga kjiirnum forscta landsins. Arnulfo Arias. Búizt cr við að Royo vcrði cinnig kjiirinn forscti landsins og að störf forscta vcrði samcinuð starfi stjórnarlciðtogans. Talið cr að Torrijos vcrði áfram mjiig áhrifamikill um málcfni Panama. þótt hann dragi sig nú formlcga í hlc. Þetta gerðist 1976 — Hua Kuo-feng forsætis- ráðherra skipaður formaður kínverska kommúnistaflokks- ins. 1969 — Þremur skotið með Soyuzi VII til stefnumóts við tvo í Soyuzi VI. 1964 — Herinn tekur völdin í Suður-Víetnam eftir byltingu gegn Khanh hershöfðingja. 1962 — Indverska hernum skipað að hrekja Kínverja frá landamærasvæðum. 1960 — Krúsjeff ber í borðið með skónum á Allsherjarþing- inu. 1955 — Brezki froskmaðurinn Crabbe sjóliðsforingi hverfur í Portsmouth þar sem rússnesk herskip eru í heimsókn. 1942 — Bandaríkjamenn sigra Sithole og Smith á fundi með Cyrus Vance í húsakynnum bandaríska utanríkisr áðuney tisins. (AP-símamy nd) Greenpeacemenn athafnasamir: Seladráp ekki byrjað vegna aðgerða þeirra Kirkwall. Orkneyjum. 11. okt.JReuter. TALSMENN Greenpeacesamtak- anna sem reyna að koma í veg fyrir seladráp á smáeyju norðan Orkneyja svo sem frá hefur verið sagt sögðu státnir frá því í dag að þeir hefðu með aðgerðum sínum komið í veg fyrir meiriháttar slátrun í dag og hefði þeim tekizt að hindra að veiðimennirnir sem ráðnir voru frá Noregi ga'tu athafnað sig. Sögðu þeir að enn hefði ekki tekizt að hefja veiðina og væri það fyrir aðgerðir þeirra. Farkostur Greenpeace-samtak- anna, Rainbow Warrior, hefur verið í námunda við skip veiði- mannanna, Kvitingen, síðan hið síðarnefnda kom til Orkneyja fyrir tveimur dögum. Tveir litlir bátar voru settir út frá Kvitingen og var þeim haldið áleiðis til strandar en selavinir segja að þein hafi heppnast að stöðva för þeirra og hafi ekki verið vafi á að þessi hópur hafi átt að byrja drápið enda hafi þeir haft allan búnað tól og tæki til þess í bátum sínurn. Er þeir sáu til Greenpeace-manna hörfuðu þeir um borð aftur. Aðrar heimildir hafa ekki staðfest þetta en vitað er að minnstu munaði að árekstur milli skipanna yrði í morgun í svartaþoku á þessum slóðurn. Vitað er að brezka stjórn- in er áfjáð í að ekki komi til átaka Járnbrautarslys Ðombay 11. okt. Reuter. NÍU MANNS létust og uin fimm- tíu slösuðust- þögar farþegalest og ílutningalest skullu saman um 320 km suður af Bombay. Flestir þeirra sem létust voru í fremsta vagni farþegalestarinnar. milli selvina og veiðimannanna og hafa Norðmennirnir fengið fyrir- rnæli um að reyna í lengstu lög að halda frið og láta ekki í odda skerast. Þá lýstu fulltrúar Efnahags- bandalagsins því yfir í dag að af bandalagsins hálfu væri ekkert unnt að gera til að stöðva sela- drápið, því að veiðimennirnir væru í þjónustu brezku stjórnarinnar. Finn Olav Gundelach, fulltrúi EBE í fiskveiðimálum hét því þó í gær að reynt yrði að kanna hvað hæft væri i því að selastofninn á þessum slóðum æti allan þann fisk sem Bretar halda fram og hafa sem eina meginskýringuna á seladrápinu nú. Evrópuþingið óskaði síðan formlega eftir vís- indalegri skýrslu Breta er lægi til grundvallar seldrápsleyfinu. Fangelsislæknir myrtur í Napolí Japani 5 orrustunni um Esperance-höfða á Guadalcanal. 1934 — Pétur II konungur í Júgóslavíu eftir morðiö.. á Alexander konungi. 1914 — Þjóðverjar taka Ghent og Lille. 1822 — Brazilía fær sjálfstæði frá Portúgölum. 4492 — Kófumbus finnur Ameríku. Afmæli dagsins. Játvarður VI, konungur Englands (1537-1553) - Ramsey MacDonald brezkur forsætis- ráðherra (1865 — 1937) — Vaughan Williams, brezkt tón- skáld (1872-1958). Innient. Kötlugos hefst 1918 — Vopnadómur 1581 — F. Hannes Stephensen 1799 — D. Dr. Jón Finsen 1885 — Konungur velur fulltrúa íslands á stjórnlaga- þingi 1848 — Landsyfirréttur dæmir Fensmark bæjarfógeta á ísafirði í átta mánaða betrunar- húsvinnu 1885 — „Herópið“ hefur göngu sína 1895 — F. Guðmundur Björnsson 1864 — Dr. Páll ísólfsson 1893 - Sverrir Júlíusson 1912. Orð dagsins. Guð verji mig gegn vinum mínum — ég get varið mig gegn óvinum mínum — Voltaire, franskur heimspeking- ur (1694-1778). RómaborK 11. okt. Reuter. AP. ÍTALSKUR læknir, AKredo Paolella. starfsmaður við fangclsi í Napólí. sem talið hefur verið eitt hið öruggasta í iillu landinu. var í morgun skotinn til bana. Til- ræðismaðurinn komst undan á hifhjóli og hafði ekki náðst þegar síðast fréttist. Paolella, sem var fimmtugur að aldri, var drepinn er hann vár að fara frá heimili sínu áleiðis til Napólíháskóla hvar hann var einnig prófessor. Þetta morð kemur í kjölfar annars hryðju- verks sem framið var á Ítalíu í gær er félagar úr Rauðu herdeildinni myrtu þekktan dómara í Róma- borg er hann var aö ganga inn á heimili sitt í miðborg Rómar í gær. Morðingjarnir höfðtr-á braut með sér skjalatösku dómarans, en samkvæmt upplýsingum lögreglu voru í henni ýmis leyniskjöl. Ónefndur aðili greindi lögreglu frá því tveimur klukkustundum síðar að þarna hefðu verið að verki félagar í Rauðu herdeildinni. Óttast er að Rauða herdeildin muni leggja ofurkapp á að láta að sér kveða á næstunni til að reyna að sanna að hið svokallaða stríð hennar gegn ítalska ríkinu sé í fullum gangi þrátt fyrir ýms atvik Hua Kuo-Feng til Bretlands London, 11. október. Reuter. FORMANNI kínverska kommúnista- flokksins, Hua Kuo-Feng, hefur verið boðið að koma í opinbera heimsókn til'Bretlands á næsta ári. Callaghan forsætisráðherra Breta kom boðinu á framfæri í dag við Huang Hua utanríkisráðherra, sem nú er í heimsókn í London. Hua hefur þegið boðið og mun væntan- lega einnig koma við í Frakklandi og V-Þýzkalandi í ferð sinni. Þetta verður í fyrsta sinn, sem leiðtogi Kína kemur í heimsókn til Vest- ur-Evrópu og talið er að heimsóknin verði liður í baráttu Kínverja gegn sovéskum áhrifum. sem hafa verið samtökunúm í óhag upp á síðkastið og einnig hversu margir félagar hafa verið hand- teknir, sem taldir hafa verið framámenn í samtökunum, m.a. ýmsir sem viðriðnir eru mannrán- ið og morðið á Aldo Moro. Veður víða um heim Akureyri 10 léttskýjað Amsterdam 20 sól Apena 24 skýjaó Berlín 20 bjart Brttssel 20 sól Kairó 34 bjart Chicago 18 skýjað Frankfurt 22 sól Genf 18 poka Helsinki 7 skýjaö Jerúsalem 30 bjart Jóhannes.b. 26 sól Lissabon 21 rigning London 20 sól Kaupmannah. 16 sól Los Angeles 30 bjart Madrid 27 skýjaö Míamí 27 bjart Majorka 25 léttskýjaó Moskva T! bjart New York 21 skýjað Ósló 11 skýjaó París 23 bjart Reykjavík 7 skýjaó Rómaborg 20 bjart San Fransisco 32 rigning Stokkhólmur 12 t ‘í n Sydney 21 bjart Teheran 25 sól Tel Aviv 27 bjart Tókíó 23 skýjað Vancouver 15 skýjaö Vfn 21 bjart

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.