Morgunblaðið - 12.10.1978, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978
Formið er lagt
upp í hendur
aðUdarfélaga ASÍ
TALSMENN ýmissa verkalýðs-
íélaica hafa haft á orðj að á
hréfi /Mþýðusamhands íslands
til allra aðildarfélasa veKna
heiðni um afturkiillun samn-
inxsuppsajínar Væri form sem
hæri vott mikillar miðstýrinK-
ar þar sem nánast er ætlast til
að aðildarféliij'in fylli út hréf
samkvæmt heiðni ASÍ. Eins oj?
fram hefur komið í fréttum
hafa m.a. talsmenn sjómanna
sajít að þeir séu eindrexið
mótfallnir því að afturkalla
uppsijjfn samninjía. Ilér fer á
eftir sýnishorn af umræddu
hréfi ASI sem sent var til allra
aðildarfélasa hinn 22. sept. s.i.
Til allra aðildarfílaga
Alþýftusajnbands ins
Reykjavík, 22. sept
. 1978
. .. sBe6u aftildarfélög Alþýöusambands
1 februarmanufti sl. sög vegna Xagasetningar
lalands upp kaupgjaldsliö« k:ia™s Nu hafa þassi l»g sem og
um skeröingu ka“p®ÍaldSaaiIsl veri6 numin ír gilöi-
bráftabirgöalög fra • t vi6 a6iidarfál»g Alþýöu-
sambandsins^II^þau^afturkalli uppsögnina. formiö fgrir bes.u
£*ti veriö á eftirfarandi ha" '; _taldlnn.....„78, sampykkir
Félagsfundur x..........
eftirfarandi: ákvæöi þau i lögum fra
par sem numin h.f.* umsamin laun félagsmanna
! því í februar og max 197 ’ 1977, en lagaakvæöi
vorra, samkv. kiar.sanming1 »ags. ^ samningsuppsagnar peirrar.
; pessi voru af hálfu felagsxns ^ samþykkir fundurinn
Ler sampykkt var a '^**®*™ * samningsupps»gn.
Lö afturkalla nu aöur gremo
Meö félagskveöju,
F.h. Alþýöusambands
Snorri Jónsson
Islands
Verður Flókalundi
borgið með nýju láni?
VERIÐ er að kanna ýmsa mögu-
leika á að bjarga gisti- og áningar-
staðnum Flókalundi á Barða-
strönd undan hamrinum. Að sögn
Vikars Davíðssonar, eins af for-
svarsmönnum Gcsts hf., sem stofn-
að var um rekstur Flókalundar,
hafa þó engar cndanlegar ákvarð-
anir verið tcknar í þessum efnum.
Að því er Vikar Davíðsson sagði
var það Barðstrendingafélagið í
Reykjavík sem upphaflega réðst í að
reisa Flókalund, en þaö hafði
nokkrum árum áður reist Bjarkar-
lund. Þegar fram í sótti þótti hins
vegar ekki fært að félagið stæði eitt
í þessum miklu framkvæmdum og
var þá stofnað hlutafélagið Gestur
með þátttöku sýslunnar og sveitar-
félaga á Vestfjörðum, þó aðallega á
Barðaströnd, svo og samgönguráðu-
neytisins, en Barðstrendingafélagið
Jafntefli án
frekara tafls
iiauuio. 11. okt.
Frá llarrv (iolomhek. fróttaritara Mbl.
ÞEGAR 30. skákin í heims-
meistaraeinvíginu fór í bið í
gærkvöldi benti allt til þess að
hún myndi enda með jafntefli,
enda þótt staða Korchnois væri
ögn lakari en heimsmeistarans.
Sérfræðingar heimsmeistarans
sem könnuðu skákina um nó'tt-
ina hafa væntanlega komizt að
þeirri niðurstöðu að Karpov
hefði ekki vinningsmöguleika
og aðstoðarmaður Karpovs
hringdi því til aðstoðarmanna
Korchnois til að bjóða jafntefli
f.vrir hönd Karpovs. Tók um
það bil hálfa klukkustund að
hafa upp á Korchnoi og féllst
hann á jafntefli. Þá var klukk-
an ltJ að staðartíma.
Flestum ber saman um að
jafntefli hafi verið mjög sann-
gjörn úrslit í þessari skák.
Næsta skák verður tefld á
morgun, fimmtudag, og hefur
Korchnoi þá hvítt.
er eftir sem áður stærsti hluthaf-
inn. Nokkrir einstaklingar eiga
einnig lítinn hlut í félaginu.
Vikar sagði, að meðal Barð-
strendinga og reyndar Vestfirðinga
væri mikill áhugi á að reyna að
halda í Flókalund, því að flestir
væru sammála um að það væri
héraðsbrestur ef staðurinn lognað-
ist út af, en fjárhagserfiðleikar
hans stafa af láni sem á sínum tíma
var tekið hjá ferðamálasjóði og var
í senn gengis- og verðtryggt.
Upphafleg lánsfjárhæð var um 9
milljónir króna en þessi fjárhæð er
nú orðin um 70 milljónir króna og
hefur reynzt félaginu ofviða að
standa undir þessari skuldabyrði.
Eftir því sem Mbl. fregnaði í gær
munu vangaveltur uppi meðal
forráðamanna ferðamála að Gesti
hf. verði gefinn kostur á að taka
nýtt lán til að greiða upp eldra
lánið, þar sem skilmálum lána
ferðamálasjóðs hefur nýlega verið
breytt á þá lund að einungis
helmingur lánsfjárhæðarinnar er
gengis- og verðtryggður, líkt og nú
gerist almennt hjá fjárfestingasjóð-
um.
Ljósm. Mbl. RAX.
Örlygur Hálfdánarson (t.h.) og Ib Wessman með nýju matreiðslubæk-
urnar. Fyrir framan þá er einn pottréttur úr bókinni um
pottrétti.
Örn og Örlygur hf.:
Fjórar bækur
um matreiðslu
Aðalfundur samtaka sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu
UM ÞESSAR mundir eru' að koma út hjá bókaútgáfunni Órn og
Örlygur fjórar matreiðslubækur sem Ib Wessman matreiðslumaður
hefur snarað yfir á fslenzku úr dönsku. Bækur þessar eru fyrstu heftin
í flokki 16—20 bóka sem koma út á næstu árum. Flokkurinn heitir
Litlu matreiðslubækurnar.
Örlygur Hálfdánarson forstjóri bókaútgáfunnar sagði á fundi með
fréttamönnum í gær að hugmyndin að baki útgáfunni væri að geía
húsmæðrum og matreiðslufólki kost á mörgum kverum um hin ýmsu
svið matreiðslunnar. „Þetta verða lítil og handhæg kver sem fólk
getur auðveldlega flett upp í og jafnvel tekið með sér þegar keypt er í
matinn,“ sagði Orlygur.
„SAMTÖK sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu" voru stoínuð í
apríl 1976. Tilgangur samtak-
anna er að beita sér fyrir
samstarfi og þróun byggðar á
höfuðborgarsvæðinu og vinna að
öðrum samciginlegum hagsmun-
um sveitarfélaganna.
Aðalfundur 1978 var haldinn í
Félagsheimili Seltjarnarness laug-
ardaginn 7. okt. sl., var þar m.a.
kjörin stjórn fyrir næsta ár.
Stjórnina skipa:
Aðalmenni
Garðar Sigurgeirsson bæjai-stj.,
Garðabæ; Adda Bára Sigfúsdóttir
borgarftr., Reykjavík; Markús Örn
Antonsson borgarftr., Reykjavík;
Jóhann H. Jónsson bæjarftr.,
Kópavogi; Stefán Jónsson bæjar-
ftr., Hafnarfirði; Hörður Zophan-
íasson bæjarftr., Hafnarfirði;
Richard Björgvinsson bæjarftr.,
Kópavogi; Bergþóra Einarsdóttir,
oddviti, Kjalarnesi; Jón Guð-
mundsson oddviti, Mosfellssveit.
Varamenni
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstj.,
Seltjarnarnesi; Hilmar Ingólfsson
bæjarftr., Garðabæ; Birgir ísl.
Gunnarsson borgarftr., Reykjavík;
Guðmundur Einarsson bæjarftr.,
Seltjarnarnesi; Einar Ólafsson
oddviti, Bessastaðahreppi; Sjöfn
Sigurbjörnsdóttir borgarftr.,
Re.vkjavík; Jón Ólafsson
hreppsn.m., Kjalarnesi; Snorri S.
Konráðsson bæjarftr., Kópavogi;
Andrea Þórðardóttir bæjarftr.,
Hafnarfirði.
Fundurinn var mjög fjölsóttur
og var mikill áhugi hjá fundar-
mönnujn að koma sem fyrst á
samstarfi um sameiginlega skipu-
lagsskrifstofu fyrir höfuðborgar-
svæðið.
Mikið var rætt um verkefni
væntanlegrar skipulagsskrifstofu
og voru fundarmenn á einu máli
um, að þau yrðu mörg.
Ástæða er til að vekja athygli á
að skipulagsvinna sjálfra sveitar-
félaganna verður með sama hætti
og fyrr og engin völd eru frá þeim
færð, heldur verður hér um að
ræöa samræmingaraðila sem
koma á í veg fyrir árekstra og
óhöpp á skipulagssvæðinu.
Töluverð pólitísk undiralda var
á fundinum, en ekki til neinna
vandræða.
Nýkjörin stjórn heldur sinn
f.vrsta fund 17. þ.m. og mun þar
skipta með sér verkum.
Bækurnar fjórar sem koma út
að þessu sinni eru um pottrétti,
ábætisrétti, kartöflurétti og loks
um útigrill og glóðarsteikur.
Höfundur bókanna er kunn mat-
reiðslukona, Lotte Haveman, og
sagði Ib Wessman, sem þýddi
bækurnar og hafði samráð við
höfund um uppsetninguna, að
Haveman hefði sannprófað alla
réttina sem væru í bókunum.
Innan á bókarkápum eru ýmsar
leiðbeiningar fyrir notendur, svo
sem um vog og mál, ofnhita,
merkjaskýringar svo og ýmsar
aðrar leiðbeiningar sem varða
matargerð. Þá eru við hvern rétt
merkjaskýringar sem greina á um
heildar matreiðslutíma réttanna,
suðu- og steikingartíma, hámarks-
fjölda skammta, frystingartíma og
hvort frysta megi réttina, auk þess
sem ýmsar ábendingar eru gefnar.
Ib Wessman sagði að hægt væri að
fá í íslenzkum búðum allt það
hráefni sem getið væri í bókunum,
svo sem krydd.
Bæði Ib Wessman og Örlygur
Hálfdánarson sögðu að umfang
bókanna gerði þær þægilegar í
notkun og hentugar við matargerð.
Hverjum rétti eru gerð skil á einni
opnu. Eru leiðbeiningar á annarri
síðunni og litmynd af viðkomandi
rétti fyllir hina síðu opnunnar.