Morgunblaðið - 12.10.1978, Side 26

Morgunblaðið - 12.10.1978, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978 ÞESSIR krakkar á myndinni, sem heitai Aðalsteinn R. Friðþjófsson, Elín G. Friðþjófsdóttir, Einar SÍKurjónsson, Kolbeinn Sigurjónsson og Hilmar K. Friðþjófsson, efndu til hlutaveltu í Mosfellssveit til ágóða fyrir Reykjalund. Söfnuðu þau 10.400 krónum. Á myndina vantar þau Ilrefnu Þorsteinsdóttur o« Guðmund Hreinsson, sem einnig stóðu fyrir þessari hlutaveltu. ÞESSAR telpur efndu fyrir nokkru til hlutaveltu að Vesturbergi 26, til ágóða fyrir Styrktarfél. Hringsspítalans. Söfnuðu þær 8.200 krónum. Telpurnar heitai Unnur Guðmundsdóttir. Anna Björg Guðmundsdóttir og Þóra Sif Sigurðardóttir. Á myndina vantar þá fjórðu úr félagsskapnum, Sigrúnu Hrafnsdóttur. Efnt var fyrir nokkru til hlutaveltu að Selvogsgrunni 33 til ágóða fyrir Barnadeild Landakotsspítalans, og stóðu þessir krakkar fyrir henni. Þau heita Ása Magnea Ólafsdóttir, Rósa Margeirsdóttir, Ágústa Ólafsdóttir, Anna Katrín Ólafsdóttir, Sigrún Másdóttir og Skorri Andrew Aikman. — Krakkarnir söfnuðu rúmlega 6.300 krónum. FYIÍIR nokkru efndu þessar telpur til hlutaveltu f Fellahelli f Breiðholti, til ágóða fyrir Styrktarfél. vangefinna. Söfnuðu þær rúmlega 29.100 krónum til félagsins. Telpurnar heitai Inga Friða Einarsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Margrét Valgeirsdóttir og Elsa Kristín Elísdóttir. Þeim árstíma, er landsmenn leggjast í ferðalög, er að ljúka. Þessar gárur verða því að flokkast undir nokkurs konar eftirmæli, sakir rangs timaskyns höfundar. Ferðamannastraumur á hálendi og í óbyggðir fer með sumri hverju vaxandi og mæðir með vaxandi þunga á öllu því, sem við þarf. Að auki hefur orðið breyting á ferðafólkinu sjálfu, þó útlending- um sé sleppt. Nú fer um landið í stórum stíl fólk, sem ekki þekkir eða hefur tilfinningu fyrir þeim ferðamáta, sem hér er á hafður. Þá er víst ekki um annað að ræða en freista þess að breyta* ferða- manninum eða landinu — ef ekki á illa að fara fyrir báðum. Manninum er víst ekki eiginlegt að gefa eftir það, sem hann vill fá, og því er það eðlilega landið, vegirnir og næturstaðirnir, sem hljóta undan að láta, nema hægt verði að innleiða það sem á erlendu máli heitir „behaviour engineering" og mun vera nokkurs konar tamning í þá veru að sæta nauðsynlegum leikreglum. Leik- reglum, sem miða að því að koma í veg fyrir að maður fari sjálfum sér að voða eða skemmi fyrir öðrum, nú og í framtíðinni. Hér eru því tíndar fram nokkr- ar hugleiðingar eftir ferðir um hálendið á liðnu sumri. I kynnis- ferð með Náttúruverndarráði og Ferðafélagsfólki síðla sumars á tvo af ásetnustu ferðamannastöð- um landsins, í Landmannalaugar og Þórsmörk, urðu víða á leið okkar ljót ör og opin sár á landi og gróðri, verksummerki farartækja. Til dæmis skera í augun í fjallshlíð einni við Dómadal hjól- för, sem rista upp bratta brekku. Þar hafa hetjur þeyst upp á keis einn í fjallinu fyrir 15—20 árum, að því er kunnugir segja, í stað þess að skilja reiðskjótann eftir og skokka upp brekkuna. Hjólförin eru enn með öllu ógróin. í Eldgjá fór einn ferðafélaganna að líta eftir verksummerkjum eftir tvö jeppa, sem hann hafði séð aka af stað af sandinum og upp á gróinn bakka, er hann var þar síðast, svo farþegar þyrftu ekki að halda á kaffibrúsum sínum þennan spöl. Jú, mikið rétt, afleiðingarnar blöstu við — för í gróðurinn, sem aðrir bílar höfðu elt og dýpkað, og vatn rann nú eftir þeim í vatns- veðrinu og skolaði burtu gróður- . moldinni. Ég býst varla við að þetta fólk hafi gert sér grein fyrir þeim skemmdum, sem það var að vinna á viðkvæmu landi. En ein ferð slíkra óvita getur orðið býsna dýrkeypt. Þeir sem um landið aka, eru sjálfsagt misjafnrar náttúru, eins og fólk almennt. Sumir böðlast áfram gegnum lífið eða ana áfram án fyrirhyggju. Aðrir ganga jafn- an um með tillitssemi og hæ- versku. Svona einfalt er þetta þó ekki. Svo ör hefur breytingin orðið hér á .landi á öræfaferðum, að varla er von að dugnaðarforkarnir fylgi með. Varla er nema áratugur eða tveir síðan útsjónarsamir dugnaðarforkar einir dugðu til að komast leiðar sinnar um hálendið og leiða aðra um það. Þeir voru hetjur dagsins, sem brutust á ófullkomnum farartækjum yfir tæp vöð á ánum og torfærur af ýmsu tagi og fundu færar leiðir. Og það var þeim að þakka að „ailir komust klakklausir í Mývatns- sveit“, eins og segir í vísunni. Þá var það dugnaðurinn og harkan ein sem dugði. Síðan hafa — fyrir harðfylgi þessa fólks og tækniþróun — færar slóðir verið ruddar, lagðar brýr yfir erfiðar ár og umferð aukist gífurlega. Þörfin fyrir að ryðjast á farartækjum yfir hvað sem fyrir verður, er því horfin eða að hverfa, enda fylgir nú jafnan eftir ELÍNU PÁLMADÓTTUR mannfjöldi í sporin. Flestir vanir ferðamenn hafa áttað sig á þessu og aka ekki út af slóðum eða eftir grónu landi nema í neyðartilfell- um. Þeir hafa tilfinningu fyrir landinu. Aðrir halda áfram að böðlast. Að sjálfsögðu á landið mest undir fólki, sem dvelur við störf á hálendinu eða á þar oft erindi. Stórframkvæmdir hafa dregið inn á öræfin, þar sem gróður á erfiðast uppdráttar, hópa af hörku dugnaðarforkum með stórvirk tæki. I upphafi rannsókna og framkvæmda á hálendinu þurfti mikið harðfylgi til að koma tækjum og mannskap á vinnu- staði. Og enn verður að gera það. Þeim mun nauðsynlegra er, að þeir sem þar um fara, skynji landið — fari ekki með tæki utan slóða nema að vel yfirveguðu ráði og eftir að hafa skoðað aðstæður og alla úrkosti. í fyrrnefndri ferð sáum við slæm dæmi um hið gagnstæða. í Norðurnámsveri (trúi ég það heiti) hafði stórvirkri ýtu verið beitt á gróinn bakka — sjálfsagt í þeim fróma tilgangi að finna hægari leið fram hjá slóð- inni um Frostastaðaháls — og hann tættur sundur. Þegar þetta reyndist svo ekki góður kostur, var ýtunni bara att á bakka annars staðar og að svo búnu snúið við. Nú er vatnið farið að fossa þarna og á greiða leið til að éta sundur torfuna. Heföi nú ekki verið skynsamlegra að athuga sinn gang og skoða hvar leiðin gæti legið alla leið með sem minnstum spjöllum, áður en stór- virku tæki var beitt? Raunar vaknar sú spurning hvort ekki verði einhver að vera ábyrgur fyrir þeim tækjum, sem notuð eru á hálendinu, svo að þeim sé ekki beitt nema þar sem nauðsyn krefur. Ætli ekki verði að koma upp nokkurs konar fjallkonu- verndara á hverjum vinnustað. Fleira virðist þó þurfa vernd en fjallakonan blessuð. Fjallabíl- stjórar og aðrir, sem tíðförult er um hálendið, segja magnaðar sögur af ferðakjánum, bæði inn- lendum og útlendum, sem anað hafa út í ófær fljót og stundum jafnvel slampast yfir fyrir guðs náð eina. Og hver bílstjóri virðist hafa lent í því að bjarga fólki úr ám, sem það hefur fyrirhyggju- laust ekið út' í, þar sem það kom að og án þess að hafa hugmynd um hvar eða hvernig vaðið er. Á leið okkar í fyrrnefndri ferð eru t.d. „bílfærar" ár, sem slóðir liggja að, en þær eru þeirrar náttúru að breyta sér stöðugt. Ekki má bíll stöðvast þar, svo ekki fari umsvifalaust að grafa undan honum öðrum megin, undan straumi, og hætt við að hann fari á hliðina í vatninu eða sökkvi á skömmum tíma. Þótt viðdvöl væri stutt í hvorum skála urðum við samt vitni, bæði í Landmanna- laugum og Þórsmörk, að snörum handtökum við að bjarga bílum við slíkar aðstæður úr ánum. En aldrei fór okkar bílstjóri t.d. í Krossá, nema hann hefði áður stigið út og menn hent steinum í vatnið eða vaðið út í, til að kanna hvort vaðið hefði breyst eða dýpkað í ánni síðan við fórum yfir síðast. Sjálfsögð varúðarráðstöfun er að sjálfsögðu að kanna vað á íslenzkri á, þar sem að er komið, áður en ekið er út í. Það gerir allt vant ferðafólk. Enda ætti öllum Islendingum a.m.k. að vera ljóst, að jökulár vaxa er líður á daginn og sól bræðir jökulinn, en minnka yfir svala nóttina, og vatnsveður á leið þeirra hafa áhrif á vatns- magnið. Þannig að á getur verið ágætlega fær í bíti að morgni, en orðin alls ófær er líður að kvöldi. Aðstæður í næturstað hafa einnig breyst með auknum ferða- mannastraumi. Ekki síst eftir að leiðin varð greið þeim, sem ekki hafa þekkingu á því hvernig skálar af ýmsu tagi eru til komnir og til hvers ætlaðir. Svo langt gengur misskilningurinn, að slysavarnaskýlin í óbyggðum vík- um á Hornströndum, sem eiga að vera sjóhröktum skipbro(tsmönn- um til bjargar, eru notuð sem hótel. Göngumenn skipuleggja sínar ferðir í þau eins og á gististaði, nota talstöðvar, elds- neyti, jafnvel neyðarmat, teppi og ullarfatnað. Skýlin eru svo rúin og geymar og eldsneyti uppurið, þegar til á að taka og líf er í veði. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir að þessi skýli eru í eigu Slysavarnafélagsins og er haldið við og útbúin af sjálfboðaliðum, sem ekki eru að þjónusta ferðafólk með erfiði sínu. Jósep Vernharðsson, sem eftir- iit hefur með skýlunum á Vest- fjörðum fyrir SVFI, tók í viðtali dæmi um viðhorf ferðafólks i gestabók eins skýlisins. Ákveðnir ferðafélagar þakka þar gistingu, en geta þess að þægilegra hefði verið að eiga frjálsan aðgang að matföngum skálanna, sem þeir gætu svo gert grein fyrir við heimkomuna. En þar sem þeir „skilja“ svo sem vandkvæði á þessu eru þeir ekkert að kvarta. Hverjum ætla þessir ágætu menn að færa sér mat vestur á Horn- strandir? Sama er um ýmsa aðra skála og gangnamannakofa á hálendinu. Jöklarannsóknafélagið á t.d. tvo skála í Jökulheimum og annar hafður opinn. „Fjögur hús og forðabúr, finna muntu þarna. Náðhús, svefnhús, skemmu og skúr, skemmtilegt að tarna," kveða jöklamenn. Bygging og viðhald allt er unnið af sjálfboða- liðum og mikil vinna lögð í snyrtimennsku. Þó sá ég í septem- ber í gestabók hússins athuga- semd frá nafngreindum mönnum, sem þarna höfðu stansað og litist vel á sig. Þeir vildu bara láta þrífa betur utanhúss eitthvert drasl. Þarna höfðu í júlímánuði verið félagar, sem í sumarleyfi sínu þrifu og snyrtu og í september kom lið til að ganga frá fyrir veturinn. Ekki virðist hvarfla að þessum ágætu mönnum, að þeim bæri líka að tína upp tilfallandi rusl og þvo gólf eftir sig, ef þeir vildu njóta skjóls í slíkum skála. Ferðafélag Islands verður orðið að hafa gæslumenn i húsum sínum yfir sumarið, og fer ég ekki lengra út í þá góðu þjónustu við ferðamenn, enda skálar ómetanleg öryggistæki á fjöllum. Gárur þessar eru eingöngu frónskar og innihalda því ekki viðbrögð við áróðri hans Jónasar míns Guðmundssonar í Tímanum fyrir erlendum „kömpurum", þar sem hann segir m.a.: „Þegar kvartað er undan dræmum ferða- mannastraumi til Islands, þá stafar það af því að við höfum um of einblínt á hótel og „ráðstefnu- hótel", og með því móti sneitt hjá megin ferðamannastraumi ná- grannaþjóðanna. Það sem vantar er hæfilega stórvirk bílferja, sem tekur land t.d. í Þorlákáhöfn eða á Austfjörðum, og það vantar var- anlega vegi.“ Ætli við verðum ekki að koma einhverjum . skikk á ferðamáta- okkar sjálfra, og þeirra sem nú þegar flæða í land á Austurlandi á sumrin, áður en beðið er um íleiri flóðbylgjur af því tagi. 11. sept. — E.Pá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.