Morgunblaðið - 12.10.1978, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978
27
Framkvæmda-
r
nefnd Islend-
ingadagsins
í Manitóba:
Friðrik
og Auður
voru góð-
ir gestir
FRIÐRIK Ólafsson stórmeist-
ari og Auður Júlíusdóttir eigin-
kona hans voru heiðursgestir á
IslendinKadejíinum í Manitóba.
Kanada fyrir skömmu. Mbl.
hefur borizt bréf frá Gordon
Peterson þar sem hann fyrir
hönd framkvæmdanefndar Is-
lendinjíadaKsins lýsir ánægju
með heimsókn Friðriks ok
Auðar. sem hann segir að hafi
unnið husi ok hjörtu V Íslend-
insa.
Friðrik tefldi m.a. skák við
ungan Kanadamann, Fletcher
Baragar, sem Peterson segir að
sé einn af efnilegustu yngri
skákmönnum í Kanada. Viður-
eign þeirra var sýnd á miklu.
skákborði með lifandi mönnum
og segir Peterson að hún hafi
vakið mikla athygli og dregið að
sér fjölda áhorfenda. Skákin fór
þannig að Baragar varð að
gefast upp eftir 35 leiki. Friðrik
tefldi einnig fjöltefli við 25
manns og segir Peterson að það
hafi ekki síður vakið mikla
athygli en fyrrnefnd skák.
Friðrik vann 22 skákir, tapaði
einni og tvær enduðu með
jafntefli. Annað aðalblaðið í
Winnipeg, The Winnipeg Tri-
bune, birti á forsíðu litmynd af
Friðrik við sýningarborðið og
einnig birtust í blöðum myndir
af Auði Júlíusdóttur að afhenda
íþróttaverðlaun en Peterson
segir að hún hafi afhent verð-
laun í ýmsum íþróttagreinum,
sem keppt var í á Islendingadeg-
inum.
Meðf.vlgjandi myndir sendi
Gordon Peterson með bréfi sínu
til Mbl/
Friðrik Ólafsson við sýningarborðið. þar sem viðureign hans og
Baragar var sýnd með lifandi mönnum.
Slátrun stendur
yfir í Skagafirði
Sumarið hér í Skagafirði hefir
verið mjög hagstætt, og þó tún
spryttu nokkuð seint í vor þá
náðust hey inn með óvenju góðri
nýtingu, heyforði mun þó víðast
vera minni en var 1977 en heygæði
mun betri.
Allssta'ðar er vélakostur orðinn
svo góður að bændur eru tiltölu-
lega fljótir að afla heyja ef
tíðarfar er hagstætt eins og það
var í sumar þegar engin tugga
hraktist. Fjöldi af búandi mönnum
var búinn að hirða upp fyrripart
ágústmánaðar. Háarspretta var
góð en margir notuðu seinni
sprettu til beitar nú síðla sumars.
Þeir sem slógu upp sem kallað er
áttu þó í nokkrum effiðleikum með
að þurrka vegna óþurrka í haust.
Slátrun sauðfjár er nú í fullum
gangi, að sögn kunnugra eru dilkar
nokkuð ntisjafnir en eru þó líklega
jafnvænni en síðastliðið ár.
Mat á kjöti nú kemur mörgum
nokkuð á óvart þar sem mjög feitir
kroppar eru nú felldir í mati, en
venja bænda hefir verið að ala
lömb á túnum og káli nokkurn
tíma áður en slátrað er einmitt til
að fá á það meiri fitu, vera má að
framvegis verði þessi búhnykkur
ekki að öllu í hag. Kartöfluupp-
skera mun víðast vera í góðu
meðallagi.
Vegir í Skagafirði eru taldir
góðir, hefir mikið verið unnið í
þeini úti í Fljótum og víðar, og nú
ér verið að ýta upp vegi sem byrjað
var á 1977 um Hegranes utanvert í
sambandi við Siglufjarðarveg. Því
miður kemst sá vegur ekki í
samband á þessu ári svo að ennþá
verðum við að notast einn vetur
ennþá við gamla veginn um
Hegranes sem á stundum verður
ófær í fyrstu snjóum. Sú sorglega
staðreynd skapast hér eins og
víðar að eftir því sem vegir batna
þá fjölgar slysum, þar er að allra
dómi slysavaldur síaukinn hraði
og óöryggi í umferðinni, talað er
nú um að re.vna að koma á
samtökum sem flestra aðila um
slysavarnir á vegum, samanber
það sem gerðist við tilkomu hægri
umferðar.
Sá gleðilegi árangur náðist að
við borun eftir heitu vatni á
Reykjum í Hjaltadal kom upp á
590 metra dýpi 30 til 40 sekúndu-
lítrar af 60 gráðu heitu vatni, er
þetta talið yfirdrifið fyrir Hóla-
stað og býlin í Hjaltadal.
Hitavatnsborinn Ymir sem bor-
aði á Reykjum er nú að bora
tilraunaholu nálægt Ilofsósi eða
rétt við brúna á Grafará.
Á þessu hausti urðu umtalsverð-
ar breytingar á kennaraliði Hofs-
ósskóla þar sem Garðar Jónsson
skólastjóri sem kennt hefir á þessu
svæði og haft skólastjórn í um 40
ár hættir störfum og flytur til
Akureyrar. Garðar hefir verið
merkur maður í sínu starfi og
óumdeilanlega notið allra / hylli.
Pála Pálsdóttir Hofsósi er einnig
nýlega haút kennslu og hefir
einnig kennt þar allt að 10 ár. Við
skólasetningu nú voru þessum
mætu kennurum báðum færð
málverk að gjöf. Sá kennari er
tekur nú við skólastjórn á Hofsósi
heitir Guðmundur Ingi Leifsson.
Hefir hann starfað síðastliðin
fjögur ár hjá menntamálaráðu-
neytinu sem námsstjóri í samfé-
lagsfræðum, kona hans sem einnig
hefir kennaramenntun verður
starfandi kennari við Hofsósskóla
heitir hún Elín Einarsdóttir.
Hofsósskóli er nú rekinn af
þrem hreppum, Hofsós, Hofs og
Fellshreppum og að efstu bekkjum
skólans standa einnig Hóla- og
Viðvíkurhreppar.
Á nokkrum stöðum er unnið að
húsb.vggingum og einnig undir-
búnar byggingar sem hanna á
næsta ár.
Mikill fiskur hefir borist á land
við Skagafjörð í sumar, mestu af
þessum afla hefir yerið landað úr
togurum Skagfirðinga sem gerðir
eru út frá Sauðárkróki en VSi hluti
afla fluttur á bilum til Hofsóss til
vinnslu. Fullyrða má að afkoma
fólks sem vinnur að fiskvinnslu sé
góð.
Atvinna á smærri bátuni sem
gerðir eru út á net og handfæri er
frekar rýr og þá helzt sæmileg ef
sótt er á fjarlægari mið.
Björn í Bæ.
Hafnarfjörður:
Sálarrannsóknarfélagíð
hefur vetrarstarfið
Sálarrannsóknafélagið í Ilafnar-
firði er nú að hefja vetrarstarfsemi
sína. Fyrsti fundur þcss verður
fimmtudaginn 12. okt. í Iðnaðar-
mannahúsinu í Hafnarfirði og hefst
kl. 20.30. Þar flytja erindi Örn
Guðmundsson með litskyggnum um
blik eða áru nfiinnsins og Úlfur
Ragnarsson yfirlæknir ræðir um
sálræn efni. Þá syngur og Hjálmtýr
Iljálmtýsson við undirleik Guðna Þ.
Guðmundssonar. Fundir í félaginu
verða í vetur annan fimmtudag
hvers mánaðar.
Félagið var stofnað 25. maí 1967 og
er því á 12. ári. Formaður félagsins
allt frá upphafi þess til síns
endadægurs var Hafsteinn Björns-
son miðill, að undanskildu einu ári
en þá var séra Sigurður Haukui
Guðjónsson formaður.
Á vegum félagsins hafa verié
haldnir fjölmargir fundir margir
fræðimenn, skáld, upplesarar og
söngvarar komið fram. Þá naut og
félagið hinna sérstæðu og frábæru
hæfileika Hafsteins því að hann hélt
og skyggnilýsinga- og miðilsfundi
fyrir félagið.
Við fráfall Hafeteins hefur orðið
mikið og óbætanlegt skarð fyrir
skildi á þessum vettvangi.
Formaður Sálarrannsóknafélags-
ins í Hafnarfirði er Eiríkur Valsson.
(Fréttatilk.).
Undirbúa stofnun JC
félags í Garðabæ
UM ÞESSAR mundir er undir-
búningsnefnd á vegum Junior
Chamber að undirbúa stofnun
Junior Chamber félags í Garðabæ
og verður kynningar- og stofn-
fundur haldinn í Barnaskóla
Garðabæjar kl. 14 næstkomandi
laugardag.
I frétt frá undirbúningsnefnd-
inni segir m.a. að það, sem hvetji
ungt fólk til að ganga í JC
hreyfinguna, sé löngun til sjálfs-
þroska, löngun til þjóðfélagsum-
bóta og að í JC félögum gefist
mönnum kostur á að kynnast fólki
á líkum aldri um land allt og á
alþjóðlegum vettvangi. JC hreyf-
ingin starfar nú í 85 löndum og
hefur innan sinna vébanda yfir
hálfa milljón félaga. Á íslandi eru
þeir um 900 í 23 JC-félögum.
IZUNS:
Vegna
gífurlegrar eftirspurnar í
f.
*
co
dansana
veröur aöeins innritaö
fimmtudag og föstudag í
síma 84750 frá kl. 1—7 fyrir
alla aldursflokka.