Morgunblaðið - 12.10.1978, Síða 31

Morgunblaðið - 12.10.1978, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978 31 Fjölbrautaskóli Suðurnesja: Á átján vikum var efri hæðin og rishæð byggð Kennarar og nemendur drifu verkið áfram Spjallað við Jón Böðvarsson skólameistara Á Fjiilbrautarskólann í Kefla- vík hefur á 18 vikum verið bætt heilli hæÖ ok rishæð jafnframt. sem vejjna sérstakrar byKRÍnKar- aðferðar náðist úr án þess að aukninjí yrði á bygginRarkostn- aðinum. Mikið öngþveiti hefði ríkt í málum skólans ef þessi aukning á húsnæði hefði ekki komið til í sumar. en aðstæður hans voru heldur báKbornar í fyrravetur. Blm. kom við hjá Jóni Böðvarssyni skólameistara og ra'ddi við hann um þessar fram- kva'mdir sem kennarar og nem- endur drifu áfram. „Fjölbrautaskólinn var stofnað- ur hér 12. júlí 1976 í húsnæði Iðnskóla Suðurnesja, sem þá var lagður niður sem sérstök stofnun. Við gerðum í byrjun áætlun um málefni skólans, — um brauta: skiptingu og fjölda nemenda. í byrjun voru nemendur 230 talsins og í fvrravetur voru þeir rúmlega 460. I upphafi þessa árs gerðum við aftur áætlun um fjölda nem- enda þetta námsárið en þeir eru 510, og er þá fjöldinn komin í þá stærð sem hann verður næstu árin, — árgangarnir verða svipað- ir. Aðstæður voru þær i fyrravetur að kennslustofur voru aðeins sjö í skólanum sjálfum og mátti skólinn því leigja sextán skólastofur á fjórum stöðum í Keflavík og Njarðvík. Það að halda uppi kennslu á fimm stöðum var að sjálfsögðu mikið óhagræði í allri starfsemi skólans. Skólanefndin hér vakti ítrekað athygli yfirvalda á því öngþveiti sem skapast myndi hér í haust ef aðstæður yrðu óbreyttar og þá á þeirri þörf á byggingarfrarnkvæmdurn við skól- ann strax s.l. vor. Ekki var gert ráð fyrir slíkum framkvæmdum á fjárlögum og málinu ekki sinnt áem skyldi.“ — I>að eru svcitaríélögin á Suðurnesjum sem reka skólann? „Já, sveitarfélögin sjö gerðu með sér samkomulag um stofnun hans og rekstrarfyrirkomulag, og eining hefur verið um þessi mál á allan hátt. I skólanefndinni á einn fulltrúi frá hverju sveitarfélagi sæti og aldrei hefur komið upp ágreiningur á fundum sem ekki hefur verið leystur áður en fundi er slitið. Ekki það að ágreiningur komi oft upp. Mjög vel hefur verið staðið aö uppbyggingu skóians. — En nýbyggingin. Það voru nemendur og kennarar sem unnu mikið í henni? „Það er óhætt að segja að kennarar og nemendur hafi verið í miklum meirihluta starfsmanna við bygginguna. Það voru fimm kennarar og tuttugu og tveir nemendur sem unnu við og drifu bygginguna áfram.“ — Byggingartíminn var stutt- ur. Voru þessar framkvæmdir þá ekki dýrar? „Framkvæmdirnar voru hafnar 2. maí s.l. og þeim var að fullu lokið núna 8. september. Að vísu er rishæðin þar sem kennarar koma til með að hafa aðstöðu ekki að fullu lokið, en hún er tilbúin undir tréverk, en gólfflöturinn í heild er 1043 fermetrar. Og 10 kennslustof- ur hafa bætzt við. Kostnaðar áætlunin var krónur 110 milljónir og við vorum undir þeirri áætlun, — að vísu ekki mikið, en samt. En . Og skólabyggingin 8. september s.l. Ljosm. Arný Ilerbertsdótti Kennslustund. kostnaðar áætlun menntamála- ráðuneytisins var kr. 139 milljónir. Áætlun um byggingarhraða má segja að við höfum staðist, — þó að kennsla hafi byrjað viku síðar en ætlunin var. Vinnutími var venjuleg dagvinna, það var aðeins síðustu tvær vikurnar sem um yfirvinnu var að ræða.“ — En kostnaðarhliðin. það var ekki gert ráð fyrir þessum framkvæmdum á fjárlögum? „Samkvæmt fjárlögum borgaði ríkið aðeins 30 milljónir. Þess var farið á leit við sveitarfélögin hér á Suðurnesjum að þau legðu fram tvöfalt hærri fjárhæð til fram- kvæmdanna en annars var gert ráð fyrir, þ.e. að þau greiddu fjörutíu milljónir í stað tuttugu til skólans. Sú beiðni var samhljóða samþykkt í öllum sveitarstjórnum og hreppsnefndum, — ekki ein einasta mótmælarödd heyrðist. Með lánum frá Sparisjóði Kefla- Skólabyggingin fyrir 2. maí s.l. víkur og Brunabótafélagi Islands erum við þegar ásamt framlagi ríkis og sveitarstjórna búnir að greiða mest af byggingarkostnað- inum, en skuldum nú röskar tíu milljónir. Þá hefur það líka hjálpað til við uppb.vggingu á tækjabúnaði skól- ans hve einstaklingar hafa gefið til hans, sérstaklega á verkbraut- unum. Hér ríkir mikill samhugur um að öll aðstaða skólans verði sem bezt. Hann væri ekki komin í þá mynd sem hann er í dag, ef hann hefði ekki notið þeirrar aðstoðar og fyrirgreiðslu sem hann hefur gert.“ — Mér skilst að nýtingin á öllu efni til byggingarinnar hafi verið einhver sú mesta sem um getur? „Það er óhætt að segja að þar hafi ekki átt sér stað neitt bruðl með fjármuni. Það má nefna dæmið um mótatimbrið. Þégar það var tekið niður var þess vandlega Jón Biiðvarsson skólameistari. gætt að engin spýta brotnaði og síðan var það selt með 10'Æ afslaðtti til byggingar íþróttahúss- ins hér á næstu lóð. Þá lánaði einn skipstjórinn hér í bænum sperrur í kringum húsið, í stað þess að stillasar væru settir upp. Það sparaði miklar fjárhæðir. Þannig mætti kannski lengi telja.“ — Þið hafið þegar brautskráð tvo stúdenta. Ilvaða brautir geta nemendur valið? „Þeir geta valið allar mennta- skólabrautirnar, viðskipta- eða verzíunarskólanám, heilsugæzlu- braut og uppeldisfræðibraut, flug- liðabraut til atvinnuflugmennsku og svo verklegu greinarnar vél- stjórn, málmsmíðar, trésmíðar, hárgreiðslu, þ.e. samningsbundið iðnnám í öllum aðalgreinununi. Þá er hér öldungadeild sem starfar eftir reglugerð Menntaskólans við Hamrahlíð. Þeir sem stunda þar nám stefna að stúdentsprófi, en fólki hefur verið heimilað að sækja tíma í einstökum greinum, t.d. þýzku ef það hefur haft áhuga á, þar setn kennslu er haldið uppi á annað borð.“ — Ilvað er starfsliðið fjiil- mennt? „Það eru 36 kennarar settir eða skipaðir en kennarar eru 43 í allt.“ — Eru nemendur takmarkaðir við Suðurnesin. þ.e. með búsctu? „Hér eru nemendur víða að af landinu, en hins vegar ef takmörk- unum þ.vrfti að beita gæti raunin orðið önnur.“ — Ilvað telurðu jákvæðara við fjölbrautaskóla en t.d. sérstaka menntaskóla eða iðnskóla? „í dreifbýli er það þrennt sem vinnst með fjölbrautaskólum frek- ar en sérskólum. I f.vrsta lagi er nýtingin á tækjum betri, á ljósrit- unarvélum ef dæmi er tekið. I öðru lagi verður nýtingin betri á húsnæði og í þriðja lagi á kennslu- kröftum. Auk þess sem nemendur eiga mikið val á milli brauta en um ákveðinn kjarna er að ræða og valgreina. Þá eru allir í sama skólanum svo rígur verður ekki um hvort ein brautin sé „fínni" en önnur. Hér við skólann eru yfir fimmtíu kennslugreinar kenndar, og þá allar mögulegar greinar, t.d. heimspeki, leiklist, mannfræöi og nemendur kynna sér af áhuga „Fjölvísi" sem er bæklingur með upplýsingum um námsgreinar. — Má segja að þetta fyrir- komulag sé fremur áhugavekj- andi hjá nemendum þegar þeir eiga valið um námsgreinarnar? „Já, alveg skýlaust er áhuginn meiri við þetta kerfi. Þeir geta ráðið námshraðanum og röð grein- anna, en mega mest taka 36 stundir á viku. Þetta val gefur þeim ákveðna ábyrgðartilfinn- ingu.“ — Starfa allir fjölbrautaskól- arnir á landinu eftir sama ..kerfinu"? „Fjölbrautaskólinn hér, á Akra- nesi og í Flensborg eru allir eins skipulagðir. Urn er að ræða þrjár sams konar stofnanir á þrern mismunandi stöðum, þar sem nemendur geta tekið allt það nám sem iðnfræðsluráð krefst. Hér var rniðað við Menntaskólann við Hamrahlíð að talsverðu leyti og námið fært út til samræmis við iðnlöggjöfina. Skólinn hér er fyrsti skólinn sem þannig er uppbyggður að um er að ræða samhæft bóknám, verknám og samnings- bundið iðnnárn." „Að lokum? Jú, ég vil konia að hve hér á Suðurnesjum rí-kir mikil eining um skólamál. Áhuginn hér er alveg sérstaklega mikill fyrir skólamálum. Og það er ekki úr vegi að nefna það dæmi, að eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar þegar hlutföllin breyttust á ntilli flokkanna í Njarðvík þá var lagt til að fyrrverandi forseti bæjar- stjórnarinnar og skólanefndarfull- trúi héldi starfi sínu i skólanefnd- inni áfrant sent var samþykkt með öllum greiddunt atkvæðum bæjar- stjórnarmanna. Þetta dæmi sýnir þennan einhug sem hér er um skóíamálin." - ÁJR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.