Morgunblaðið - 12.10.1978, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978
i FÆREYINGANA
ÍSLENDINGAR og Færeyingar
leika tvo landsleiki í handknatt-
leik næstkomandi föstudag og
lauRardag. Færeyingar endur-
gjalda nú heimsókn íslenzka
landsliðsins frá síðasta mánuði.
Færeyingar búa sig nú af kappi
fyrir c-keppnina, sem haldinn
verður í Sviss 10. —18. nóvember.
Þeir leika þar í riðli með Italíu og
Noregi. Færeyska landsliðið hefur
æft mjög vel allt síðasta sumar
og Start bítast
um bitann
ÞEGAR aðeins ein umferð er eftir í
norsku deildarkeppninni í knatt-
sp.vrnu, er ljóst, að geysileg spenna
verður i siðustu umfefðinni, því að
Lilleström og Start hafa sama
stigafjölda, 32 stig eftir 21 ieik.
Lilleström hefur mun betra marka-
hlutfali og mun hreppa titilinn í
skjóli þess verði liðin jöfn í lokin.
Lilleström er eins og mönnum er
kunnugt lið Joe Hooley, góðkunn-
ingja Keflvíkinga. Annar enn betri
kunningi íslendinga, Tony Knapp,
þjálfar Víking frá Stavangri. Knapp
hefur náð bærilegum árangri með
liðið, sem er nú í þriðja sæti með 29
stig. Ekkert lið á möguléika á að ná
þessum þremur liðum í síðustu
umferðinni, en Knapp á möguleika á
að komast með lið sitt í 2. sætið og
þar með í UEFA keppnina, ef Start
tapar ieik sínum og Víkingur vinnur,
því að markahlutfall Víkings er
betra en það hjá Start. Staða þriggja
efstu liðanna er nú þessi.
j Lilleström
í
I
I
I
ISLENZKU LIÐIN
FÖSTUDAGUR
MARKVERÐIR.
I>orlákur Kjartansson Haukum (nýliði).
Sverrir Kristjánsson FII (nýliði).
AÐRIR LEIKMENN.
Símon Unndórsson KR
Jóhannes Stefánsson KR (nýlidi)
Friðrik Jóhannsson Ármanni
Pétur Ingólfsson Ármanni (nýlidi)
SÍKurður Gunnarsson Víkingi
Erlendur Hermannsson Víkingi (nýliði)
Birjfir Jóhannsson Fram
Atli Hilmarsson Fram (nýliði)
Konráð Jónsson Þrótti (nýliði fyrirliði).
Hilmar SÍKurKislason IIK
LAUGARDAGUR
MARKVÖRÐUR
Jens Einarsson ÍR
AÐRIR LEIKMENN
Árni Indriðason Víkingi fyrirliði
Páll Bjorgvinsson Víkingi
Vigifó Sijfurðsson V íkinxi
Ólafur Jónsson Víkingi
Þórir Gíslason Haukum (nýliði)
Guömundur Magnússon FH (nýiiði)
Inximar Haraldsson Haukum.
Geir Hailsteinsson FH.
Lillostrom
Start 21
Vikim; 21
11-19
29-13
10-22
31
31
29
undir stjórn „Islandsbanans"
Jörgens Pedersens og greinilega
mátti sjá umtalsverðar framfarir
landsliðsins þeirra er íslenzka liðið
lék þar í síðasta mánuði. Um
síðustu helgi áttu Færeyingarnir
von á b-landsliði Dana til tveggja
landsleikja, þannig að landslið
þeirra hefur verið saman í æfing-
um frá leikjunum við Ísland.
Færeyingar koma með allt sitt
sterkasta lið hingað til lands í
þeim hópi eru auðvitað „út-
lendingarnir" frá Danmörku.
í síðustu leikjum þjóðanna í
Færeyjum gekk íslenzku vörninni
mjög erfiðlega að stöðva helztu
stórskyttu þeirra Hanus Joensen,
en hann gerði samtals 13 mörk í
tveimur leikjum. Leikreyndasti
leikmaður Færeyinga er Sverrir
Jakobsen, en hann hefur leikið alla
landsleiki Færeyinga nema einn.
Ákveðið hefur verið af Islands
hálfu að í fyrri leiknum tefli
ísland fram landsliði 23 ára og
yngri og mun sá leikur fara fram á
Akranesi á föstudagskvöld og
hefjast kl. 20.30.
Má segja að unglingaliðið sé nær
allt skipað „nýliðum" og hafa 3
bætst við hinn upphaflega 22-ja
manna hóp er valinn var í upphafi.
Aðeins vinnst tími til að hafa eina
æfingu hjá liðinu fyrir leikinn á
móti Færeyingum. Islenzka liðið
er þannig skipað:
I síðari landsleiknum sem fram
fer í Laugardalshöll á laugardag
teflir ísland fram A-landsliði sínu
að undanskildum leikmönnum
Vals, sem leika í Evrópukeppni um
þessar mundir.
Leikurinn á laugardag hefst kl.
15.30.
í leiknum á laugardag mun
íslenska landsliðið reyna varnar
afbrigði hluta leiksins, sem
íslenskt landslið hefur aldrei fyrr
beitt í keppni. í leiknum á
iaugardag mun mikið verða lagt
upp úr hröðum sóknarleik, með
aðaláherslu á hraðaupphlaup. Is-
lenska liðið mun hafa eina æfingu
fyrir leikinn á laugardagsmorgun.
Nú liggur ljóst fyrir að Aust-
ur-Þjóðverjar komast ekki hingað
til tveggja landsleikja eins og
fyrirhugað hafði verið. Leikirnir
við Færeyinga eru því einu lands-
leikirnir hér á landi þar til Danir
heimsækja okkur í desember.
Mjög mikilvægt er að áhorfend-
ur komi og hvetji okkar ungu
landsliðsmenn, sem margir hverjir
eru að stíga sín fyrstu spor í
landsliðinu. Reynslan hefur sýnt
að gott upphaf getur verið gott
veganesti þegar fram í sækir.
,Áttialls
ekkivon
áþessu"
ÉG ER auðvitað mjög undr-
andi, ég átti alls ekki von á
þessu sagði nýi Iandsliðsfyrir-
liðinn í handboltanum, Konráð
Jónsson Þrótti,- sem er ekki
einungis íyrirliði. heldur einn-
ig nýliði. Er þetta algert
einsdæmi hér á íslandi og
vafalaust þótt víðar væri leitað,
að leikmaður f landsliði í
handholta sé gerður að fyrir
liða í sínum fyrsta landsleik.
Konráð, sem oft hefur vakið
athygii í leikjum sínum með
Þrótti íyrir þann sag af
mörkum sem hann skorar
stundum mun þó aðeins leika
fyrri leikinn gegn Færeying-
um. en það að Jóhann Ingi
gerir hann að fyrirliða þykir
hlaðamanni óneitanlega benda
til þess að Jóhann hafi í hyggju
að nota hann í fleiri landsleikj-
um. Mbl. spurði Konráð hvort
hann myndi gefa kost á sér í
þann erfiða vetur sem íram-
• Landsliðsfyrir„ný“liðinn Konráð Jónsson reynir markskot í
leik gegn KR.
undan er og hvort hann bein-
línis gæti það vegna vinnu
sinnar. Konráð svaraði að ef
Jóhann Ingi myndi velja sig til
frekari landsleikja. myndi
hann haga málum sfnum sam-
kvæmt því og reyna að Jeika
eins mikið og frekast væri
kostur. Hvort ábyrgðin sem
fylgir fyrirliðastöðunni myndi
gera hann taugaóstyrkan og
þannig skemma fyrir honum
leikinn. svaraði Konráði — Það
má auðvitað ekki eiga sér stað
og ég hef enga trú á að svo
verði, þessi stöðuveiting er
vissulega mikill heiður, en
þetta er heldur enginn stórleik-
ur. Hér er fyrst og fremst verið
að gefa lítt reyndum leikmönn-
um möguleika.
-gg-
• Þetta eru fyrstu sigurvegarar íþróttafélags Reykjavíkur í
kanttspyrnu frá stofnun félagsins. Er þetta 5. fl. C sem sigraði f
Reykjavíkurmótinu í sumar. Piltarnir heita, fremri röð frá v.i
Guðjón Jónsson, Haraldur Sveinsson, Hreinn Baldursson, Kristinn
Grétarsson, Þórarinn Guðjónsson, Þórður Kolbeinsson, Hlynur
Jóhannsson, Kristján Snæbjörnsson, Jón Guðjónsson. Aftari röð frá
v.i Þorvaidur Þorvaldsson, liðstjóri, Sveinn Arnórsson, Sigurður
Þorvaldsson, Skúli Sigfússon, Finnur Páimason, óskar Sigurðsson,
Gunnar Rúnarsson, Guðmundur Jónasson og Gunnar Pétursson
þjálfari.
Eviamenn leika við
Slask 21. október
— EF AÐ líkum lætur, leikum við
gcgn Slask á íslandi laugardag-
inn 21. október og síðan í
Póllandi 2. nóvember, sagði
Jóhann ólafsson í Vestmannaeyj-
um í gær. er Mbl. hafði samband
við hann vegna samningavið-
ræðna ÍBV og Slask að undan-
förnu.
Framan af voru allar horfur á
að báðir leikirnir yrðu leiknir
ytra, en í ljós kom, að pólska liðið
var ekki svo ríkt, að það gæti
borgað undir Eyjaliðið eins og til
yrði ætlast. Jóhann sagði að ekki
lægi Ijóst fyrir hvar leikið yrði,
ÍBV hefði fyrir nokkru sótt um
að fá Laugardalsvöllinn, en til
þessa hefði ekkert svar borist.
Jóhann sagði ennfremur, að
innan skamms færi ÍBV að ræða
við forráðamenn knattspyrnu-
vallarins í Kópavogi, ef Laugar
dalsvöllurinn brygðist.
— Það er af og frá að Vest-
mannaeyingar fái Laugardals-
völlinn, það er orðið svo áliðið að
ekki verður meira leikið á honum
á þessu ári, sagði Baldur Jónsson
vallarstjóri í samtali við Mbl. í
gær. — Hins vegar stendur þeim
Melavöllurinn til boða ef þeir
vilja, bætti Baldur við. Hið fræga
lið Dynamo Kiev spilaði á Mela-
vellinum hér um árið og líkaði
það vel.
Loks sagði Balduri — Ég vil
benda á það, að í Kópavogi er
upphitaður völlur, scm einmitt á
aö vera góður fyrir leiki á
þessum árstíma. Nú ætti það að
koma f Ijós hvort þeim milljónum
var vel varið, sem fóru í hitunar-
búnað vallarins. — gg/SS.
ÍFR færir út kvíarnar
• íþróttafélag fatlaðra í Reykja-
vfk efnir í kvöld til dansleiks í
Sigtúni, þar sem fram koma
ýmsir skemmtikraftar. svo sem
Dúmbó og Steini, Baldur Brjáns-
son o.fl. Ágóðinn af dansleik
þessum rennur tii útiíþróttasvæð-
is, sem ÍFR er scnn að hefja
framkvæmdir við að Ilátúni 12.
Hugmyndin er að á bletti þessum
verði innleiddar nýjar íþrótts-
greinar hjá ÍFR, m.a. kappakstur
á hjólastólum. kastgreinar. stökk
o.fl. Áætlaður kostnaður er 30
milljónir króna og nú í haust
hefjast framkvæmdir fyrir um 7
milljónir króna.
f stuttu spjalli við Mbl. í gær,
sagði Arnór Pétursson. að auk
dansleiksins væri á döfinni að
gefa út auglýsingablað til fjár-
öflunar, venjan væri að ríki og
borg borguðu 40% hvort af
kostnaði við hönnun íþrótta-
mannvirkja, en sá styrkur kæmi
ári síðar og yrði því mikið af
útgjöldunum nú borgað úr eigin
vasa ÍFR auk þess að senda 4
menn á alþjóðlegt mót í Stokk-
hólmi fyrstu vikuna í nóvember
og er það dýrt fyrirtæki. Fjór
menningarnir hafa þegar verið
valdir og munu þeir allir keppa í
lyftingum. Jón Eiríksson, Sigmar
O. Maríusson, Jónatan Jónatans-
son og Gísli Bryngeirsson verða
fulltrúar íslands. Félagar í ÍFR
eru nú um 160, en 40—50 þeirra
eru ekki fatlaðir.
bær íþróttir sem ÍFR hefur æft
á sínum stutta ferli, eru lyftlng-
ar, borðtennis, körfuleikur og
boccia sem er æft í Hátúni 12
mánudaga, þriðjudaga og mið-
vikudaga kl. 20— 22.00 og laugar-
daga frá kl. 14—16.00, bogfimi
sem stunduð er í anddyri Laugar
dalshallar á miðvikudögum kl.
5.30— 7.30 og laugardögum kl.
10.30- 12.00. Sundið æfir ÍFR í
Árbæjariaug á miðvikudögum
frá kl. 8—10.00 og á laugardög-
um frá klukkan 3—5.00.
Leeds og Manch. City áfram!
NOKKRIR leikir fóru fram í
ensku deildarkeppninni í
knattspyrnu og var hér um
aukaleiki að ræða. Leeds,
Manchester City og Peter
brough tryggðu sér þá áfram-
haldandi þátttöku f keppninni,
en Aston Villa og Crystal
Palace verða að reyna með sér
að nýju.
Blackpool gaf MC ekkert
eftir í fyrri hálfleik, en í þeim
síðari var um einstefnu að ræða
og Owen (2) og Booth skoruðu
þá fyrir MC. Rothögg Sheffield
Utd. greiddu þeir Tony Currie
og Frank Grey, er þeir skoruðu
á sömu mínútunni í fyrri
hálfleik. Eftir það var aðeins
spurning hve stór sigurinn
yrði. Lítum á úrslitin.
Swindon — Peterbrough 0—2
Sheffield Utd. — Leeds 1—4
Man. City — Blackpool 3—0
Crystal Palace —.
Aston Villa 0—0
Leeds leikur í næstu umferð
á útivelli gegn QPR, MC gegn
Norwich og Peterbrough mætir
Brighton.