Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978 3 Vísitölugnmdvölliir- inn endurskoðaður Gód loðnuveiði þar til brældi Á ríkisstjórnarfundi í >?ær féllst ríkisstjórnin á tillögu nofndar launþoga. atvinnurekonda og ríkisvalds ^um ondurskoðun á grundvelli vísitölu framfærslu- kostnaðar. Ncfndin kom saman til fundar á miðvikudagsmorgun og var þar samþykkt að nefndin skrifaði forsætisráðherra bréf með fram- an greindri tillögu, en nefndin á að gera tillögur um endurskoðun viðmiðunar launa við vísitiilu. í bréfinu kemur fram, að nefndin telur þörf á endurskoðun á vísitölugrundvellinum, sem byggður er á neyslurannsókn frá árunum 1964 og 1965. Með tilliti til þeirra breytinga, sem orðið hafa á samsetningu neyslunnar á undan- förnum árum, sé tímabært að endurnýja grundvöll vísitölu framfærslukostnaðar til bess aö fá betri mælikvarða á verooreytingar útgjalda heimilanna. í framhaldi af samþykkt ríkis- stjórnarinnar skrifaði forsætis- ráðherra Hagstofu íslands bréf þar sem því er beint til hennar og Kauplagsnefndar, að þetta verk verði unnið og við það miðað, að því verði lokið fyrir árslok 1979. Jafnframt er mælst til þess í bréfi forsætisráðherra, að Hagstofa íslands og Kauplagsnefnd geri tillögur til ríkisstjórnarinnar um frumvarp til laga, er sameini lagaákvæði um vísitölu fram- færslukostnaðar og um Kauplags- nefnd og verkefni hennar, segir í frétt frá forsætisráðunevtinu. AFLI loðnuskipanna hefur verið sérlega góður að undanförnu og síðustu tvo sólarhringa tilkynntu alls 15 skip um afla, samtals rúmlega 15 þúsund tonn. í fyrrinótt gerði brælu á miðunum. en þá höfðu eftirtalin skÍD tilkvnnt um afla um kvöldið og fram yfir miðnættii Miðvikudagskvöld: ísleif- ur 450, Pétur Jónsson 680, Jón Finnsson 600, Sigurður 1420, Helga II 530. Aðfararnótt fimmtudags: Harpa 590, Hrafn 600, Há- kon 620, Helga 250, Kap II 550. Biarni Ólafsson 300. Popptón- list á Torg- inu í dag SÚ NÝJUNG verður tekin upp á útimarkaöinum á Lækjar- torgi í dag að Rúnar Júlíus- son, tónlistarmaður og hljóm- plötuútgefandi úr Keflavík, verður með dagskrá frá klukk- an 12 til 16. Ilann verður með aðstöðu í Útvegsbankanum. en hátalarar verða síðan út að Torginu og auk þess að flytja tónlist af plötuspilara útskýr- ir Rúnar tónlistina og skemmtiatriði^ verða flutt. Að sögn Gests Ólafssonar, eins helzta hvatamanns þessa úti- markaðar. er þetta einn liður- inn í því að auka lífið í Miðbænum. Mikill áhugi er fyrir þessum útimarkaði að sögn Gests og stöðugt fjölgar þeim félaga- Rúnar Júliusson samtökum, sem vilja fá aðstöðu á markaðinum. Þannig verður Kvenréttindafélagið með kleinusölu á Torginu til styrkt- ar starfsemi sinni. Ljósmæðra- félagið hefur farið fram á aðstöðu og fleiri félög og stofnanir mætti nefna. Til sölu á markaðinum í dag verður m.a. grænmeti, blóm, ávextir, keramik og bækur, en í dag verður sérstök útsaia á gömlum bókum. Aðspurður um það hvernig kaupmenn í Miðbænum hefðu tekið þessari starfsemi sagði Gestur að yfirleitt hefði þessu framtaki verið vel tekið. Markaðurinn hefði dregið fólk niður í Miðbæ- inn og kaupmenn hefðu notið góðs af því. Þess má geta að hugmyndir eru uppi um að á markaðnum verði á næstunni til sölu ódýr leikföng og hlutir til jólagjafa. Dæmdur í milljón króna sekt SKIPSTJÓRINN á Iláborgu NK 77 sem staðinn var að ólöglegum veiðum í mynni Seyðisfjarðar aðfaranótt laugardags var á mánudaginn dæmdur í einnar milljónar króna sekt og afli og veiðarfæri gerð upptæk en þau voru metin á röskar 200.000 krónur. Skipstjórinn viðurkenndi brot sitt fyrir dómi. Dómsforseti var Bogi Nílsson sýslumaður S-Múla- sýslu og bæjarfógeti Eskifirði og meðdómendur skipstjórarnir Steinn Jónsson og Vöggur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.