Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978 31 Dwyer fékk rautt spjald — þegar stúdentar unnu Val „VIÐ ERUM komnir á lyktina núna svo að þetta er að koma en þegar hragðið kemur mega liðin fara að vara sig,“ sagði hinn hressi þjálfari ÍS. Birgir Örn Birgis, eftir að lið hans hafði lagt Valsmenn sannfærandi að velli með 101 stigi gegn 86. Þjálfari Valsmanna Tim Dwyer lét hins vegar ekki segjast og gaf öðrum dómara leiksins, Erlendi Eystcinssyni. spark í afturendann og fékk rautt spjald þegar í stað. Kom þetta undirrituðum ekki á óvart þar sem Dwyer hefur hagað sér verst allra þeirra Bandaríkjamanna. sem hér leika. Hins vegar er þetta áfall fyrir Valsmenn, sem ætla sér að vera í toppbaráttunni í vetur. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og hraða og skiptust liðin á um að hafa forystuna. Var leikur- inn mjög prúðmannlega leikinn og aðeins 9 villur dæmdar í fyrri hálfleiknum, 3 á ÍS og 6 á Val. Stúdentar höfðu yfir þegar líða tók að lokum fyrri hálfleiks en munurinn var aldrei meiri en 4 stig. í hálfleik var staðan 49—43 ÍS í vil. í seinni hálfleik misstu Vals- menn alla ró sína og stúdentar sigu fram úr og sigruðu örugglega 101-86. Bestir stúdenta voru Dirk Dun- bar og Steinn Sveinsson, en einnig voru Jón Oddsson og Jón Héðins- son sterkir. Bestir Valsmanna voru Tim Dwyer og Torfi Magnússon, ásamt Kristjáni Ágústssyni. Tim Dwyer verður þó að breyta umgengni sinni við dómara okkar, því að eins og frá var skýrt á hann nú yfir höfði sér ieikbann. Stig ÍS: Dirk Dunbar 36, Steinn Sveinsson 22, Jón Héðisnsson 18. Jón Oddsson og Bjarni Gunnar Sveinsson 8 stig hvor, Ingi Stef- ánsson 7 stig og Þorleifur Guð- mundsson 2 stig. Stig Valsmanna: Tim Dwyer 26, Kristján Ágústsson 23, Þórir Magnússon 12, Torfi Magnússon 11, Ríkharður Hrafnkelsson 6, Sigurður Hjörleifsson 4 og Jó- hannes Magnússon og Lárus Hólm 2 stig hvor. Dómar voru þeir Jón Otti Ólafsson og Erlendur Eysteinsson. gíg. Einkunnagjöfln ISi Bjarni Gunnar Sveinsson 1, Ingi Stefánsson 1. Jón Oddsson 2, Jón Iléðinsson 2, Óli Thoroddsen 1, Steinn Sveinsson 3, Þorleifur Guðmundsson 1. VALUR. Kristján Ágústsson 3, Jóhannes Magnússon 1. Lárus Hólm 1, Ríkharður Ilrafnkelsson 1. Sigurður Iljörleifsson 1. Torfi Magnússon 3. Þórir Magnússon 2. Deilur um tekju- skiptingu af leik Þórs og Breiöabliks SVO virðist sem að deila sé risin um tekjuskiptinguna af leik Þórs og UBK sem leikinn var á Akureyri síðastliðinn laugardag. Þór mun hafa samþykkt það fyrir sitt leyti að HSÍ fengi tekjur af leiknum til að greiða ferðakostnað UBK norður en fengju síðan sjálfir það sem kæmi umfram þann kostnað. Eftir leikinn tók íþróttafulltrúi Akureyrar peningana sem inn komu í sína vörslu. Nú mun íþróttabandalag Akureyrar hafa peningana undir höndum og ætla þeir að fjalla um málið, að ósk handknattleiksdeildar Þórs, þar sem hún telur sig að einhverju leyti vera hlunnfarna í máli þessu. þr. Uð Slask kom í gær LEIKMENN og farar.stjórar pólska liðsins Slask frá Wroclaw komu til landsins í gær, en þeir eiga að leika gegn ÍBV í 2. umferð UEFA bikarkeppninnar á Mela- vellinum á laugardaginn. Ilefst leikurinn klukkan 14.00. Þetta er í þriðja skiptið sem íslenskt lið kemst í 2. umferð Evrópukeppn- innar. áður hafa Valsmenn og Skagamenn náð þvi' marki. ÍBV hélt blaðamannafund á Hótel Esju í gær og kom þar ýmislegt á daginn varðandi leikvellina sem til greina kom að leika á, lið Slask o.fl. o.fl. Vegna þrengsla í blaðinu, verður það að bíða morguns að segja betur frá því sem fram kom á fundinum. — gg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.