Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978 /1 ra); *» M0RödN-y<^ KAFP/NJ *\ B ^ ‘,Z-_____________________v Heyrir þú til mín jfamli! í hvaða holu ertu? •t -y Ekki í kvöld. pahhi. — I>að var svo mikið um að vera í leikskól- anum í dajj. Ég er dauðþreytt- npt Hroðvirknisleg- ar þýðingar „Kæri Velvakandi. Nú er sýnd í einu kvikmynda- húsanna kvikmyndin „NET- WORK“, sem m.a. hefur hlotið Oscars-verðlaun fyrir vel samið kvikmyndahandrit. Því miður er ekki unnt að hæla þeirri útgáfu af kvikmyndinni, sem hér er boðið upp á. Þessa fullyrðingu rökstyð ég með því að vísa til þess, hve eintakið af myndinni er slæmt, sem hér er sýnt, og hve þýðing kvikmyndahandritsins yfir á ís- lensku er slæm. Islenska handritið hlýtur engin verðlaun. Vonandi fær Oscars-verðlaunahafinn aldrei vitneskju um það, hvernig farið hefur verið með verk hans hér á landi. Eg læt hjá líða að þessu sinni að nefna dæmi um þann misskilning og hroðvirkni, sem einkennir íslensku þýðinguna. Hins vegar get ég ekki orða bundist um þann subbuskap sem einkennir þýðinguna á þessari ágætu mynd. Þetta er ekki eins- dæmi og verður að krefjast þess, að kvikmyndahúsin misþyrmi ekki svo því efni, sem þau fá í hendur. K". • Minna kindakjöt „I sambandi við viðtal við landbúnaðarráðherra 17.10 þar sem fram kemur að eyða þurfi 30 milljónum króna í að girða af Suðurnes og Reykjavíkursvæði vegna hættu á riðuveiki, langar mig til að spyrja hversu margir menn á fyrrnefndum svæðum hafa afkomu af sauðfjárbúskap ein- göngu? Er það ekki miklu betra að banna sauðfjárhald á þessum svæðum? Það drægi aðeins úr framleiðslu kindakjöts, sem nú er nauðsynlegt. Auk þess sparaði það sveitarfélögunum á þessum svæð- um það að hafa sérstaka menn til að gæta landanna. Nú ég tala nú ekki um hve slysahættan minnk- aði á Reykjanesbrautinni. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Venjulega cru það samningarn- ir á hærri sagnstigunum. sem athygli vekja. En hútarnir lcýna á sér og eru ekki síður skemmti- legir. Spilið í dag kom íyrir í Philip Morris Evrópukeppni í Biarritz og sagnhafi náði fram skemmtilegri stöðu í annars ómerkilegu spili. Norður S. D7 H. K106 T. K9874 L. Á84 Vestur S. ÁK103 H. DG82 T. 5 L. KG95 Austur S. 84 H. 74 T. ÁDG32 L. D1063 COSPER 7857 Ég er orðinn leiður á boltaleik. Förum í eitthvað annað! Suður S. G9652 H. Á953 T. 106 L. 72 Vestur var gjafari og opnaði á einu laufi. Norður sagði einn tígul, sem austur hefði eflaust viljað dobla. En aðferðir hans leyfðu það ekki og valdi hann því að segja eitt grand, sem varð lokasögnin. Suður spilaði út tígultíu og sagnhafi fékk slaginn á gosann. Hann rak út laufásinn, fékk síðan á tilguldrottningu þegar litnum var spilað fyrir hann. SpiJaði hjarta, gosi — kóngur og enn tígull. Austur tók með ásnum og eftir tvo slagi á lauf var staðan þessi. Vestur Norður Suður Austur S.ÁK10 S. D7 S. G96 S. 84 H. D82 H. 106 H. Á95 H. 7 T. - T. K9 T. - T. 32 L. - L. - L. - L. D En þegar sagnhafi tók síðasta laufslaginn komst suður að því, að sama var hvort hann léti lágan spaða eða hjarta. Sagnhafi léti hinn litinn frá borði og spilaði hjarta. Þrír yfirslagir öruggir í báðum tilfellum. En lesendur ættu að athuga hvað skeður láti suður hjartaásinn í laufdrottninguna. JOL MAIGRETS Framhaldssaga ettir Georges Simenon. Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði. 14 — Já, fyrir svona fimm eða sex dögum. Þá var það að kvöldi. þvi' að það var búið að slökkva hjá mér. En ég var ckki sofnuð. Ég heyrði bankað og svo var aftur talað í hálfum hljóðum eins og í fyrra skiptið. Ég skildi að þetta var ekki frifken Doncoeur sem kcmur stundum á kviildin til að mamma Loraine sé ekki ein. Skiimmu seinna fannst mér þau vera farin að rífast og ég varð hradd og kallaði fram og þá kom mamma. Loraine og sagði að þau væru að tala um þessa tryggingu og ég yrði að fara að sofa. — Stoppaði hann lengi? — Eg veit það ekki. Líklcga hef ég sofnað. — En þú sást hann í hvorugt skiptið? — Ég sá hann ekki. en ég myndi þekkja riiddina aftur. — Meira að segja þegar hann talar lágt? — Einmitt þegar hann talar lágt. Ilann hefur dálitið suð- andi riidd. Ég get ekki lýst henni betur. Má ég halda brúðunni? Mamma Loraine keypti handa mér saumadót og ég hlakka svo mikið til að útbúa á hana föt. Hún hafði líka keypt handa mér brúðu en hún var miklu minni en sú sem jólasveinninn gaf mér. því að mamma Loraine er ekki rík. Hún sýndi mér hana í morgun, áður en hún fór. en svo henti hún henni í ruslið. því að ég þarf ekki að eiga tvær. Ilitinn í íhúðinni var óbæri- legur og herbergin þriing og loftlaus. Þó fann.st Maigret fara um sig hrollur. Það skorti alla hlýju í þessar vistarverur — óheimilislegri stað hafði hann ekki komið á lcngi. Ilann beygði sig yfir gólfið þar sem augljóslega hafði verið fitlað við gólffjalirnar, en hann sá ekkert athugavert. Hann sá að rispur voru á fjiilunum svo að viðkomandi hlaut að hafa notað hníf eða eitthvert beitt verkfæri. Ilann horfði á dyrnar og skoðaði hvort einhver merki sæjust um að hún hefði verið dirkuð upp og sá þau strax. Á ferðinni hafði varla verið at- vinnumaður. — Varð jólasveinninn ekk- ert reiður þegar hann sá að þú varst vakandi? — Nei. alls ekki. Hann hefur ábyggilega verið að gera gat í góífið til að komast niður á næstu hæð og færa litla strákn- um þar jólagjöf. Ég hugsa það að minnsta kosti. — Sagði hann ekkert? — Ég held hann hafi brosað. Ég er ekki alveg viss því að hann hafði svo sítt skegg. Og það var skuggsýnt í herberg- inu. En ég heid hann hafi lagt fingur á varirnar svo að ég hrópaði ekki. því að auðvitað hefur hann ekki viljað að fullorðna fólkið sa-i hann. Hafið þér einhvern t/ma hítt jólasveininn? — Það er orðið langt si'ðan. — Þegar þér voruð lítill? Ilann heyrði fótatak i' stigan- um. Dyrnar voru opnaðar. Inn kom frú Martin í grárri dragt og hélt á innkaupatösku í hendinni. Ilún hafði ljósan hatt á höfði. Hann sá ekki bctur en henni væri kalt. Ilún var föl í andliti og eins og fest. upp á þráð og sjá mátti að hún hafði flýtt sér. því að hún andaði ótt og títt og var rjóð í andliti. Ilún brosti ekki þegar hún beindi máli sínu til Maigrets. . — Hefur hún verið þæg? Þegar hún kla'ddi sig úr jakkanum ba tti hún við, — Ég hið afsökunar á að þér urðuð að bíða. Ég varð að drífa mig út og kaupa inn. því að seinna í dag eru allar verzlanir lokaðar. — Þér hafið engan hitt? — Hvað eigið þér við? — Ekkert. Ég var bara að vclta íyrir mér hvort cinhver hefði gefið sig á tal við yður. Ilún hafði verið svo lengi í burtu að óhugsandi var annað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.