Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 12
\ 2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978 Skattskrár í öllum um- dæmum utan Reykjavíkur MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við allar skattstofur á landinu utan Reykjavíkur og fékk upplýsingar um niðurstöður viðbótarskattskráa, sem lagðar verða fram í öllum skattaumdæmum landsins í dag> Vesturlandsumdæmi Jón Eiríksson skattstjóri á Akranesi veitti blaöinu eftirfarandi upplýsingar: Heildarálagning í umdæminu er samkvæmt skatt- skrám kr. 178.150.157.- og skiptist þannig að 1110 einstaklingar greiða kr. 78.711.629.- og 184 félög greiða kr. 99.438.528.-. Ekki liggur fyrir hverjir bera hæstu gjöld nema hvað hæsti einstaklingurinn er Runólfur Hallfreðsson útgerðarmaður á Akranesi með kr. 3.900.000.- og hæsta félagið er Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi, með kr. 13.217.000.-. Vestfjarðaumdæmi Vegna bilana hjá Landssímanum náðist ekki samband við Hrein Sveinsson skattstjóra á ísafirði. Þessar upplýsingar liggja þó fyrir: Heildarálagning í umdæminu er samkvæmt skatt- skrám kr. 187.040.366.- og skiptist hún þannig að einstaklingar greiða kr. 69.545.054.- og félög kr. 117.496.312.-. Norðurlandsumdæmi-vestra Bogi Sigurbjörnsson fulltrúi skattstofunnar í Siglu- firði veitti blaðinu eftirfarandi upplýsingar: Heildarálagning í umdæminu er samkvæmt skatt- skrám kr. 112.899.580,- og skiptist hún þannig að 1339 einstaklingar greiða kr. 62.305.733.- og 107 félög greiða kr. 50.593.847.-. Hæstu gjöld einstaklinga bera: Steinþór Asgeirsson, Gottorp, Þverárhr... kr. 625.734.- Sigursteinn Guðmundsson, Blönduósi ...... kr. 404.895.- Konráð Vilhjálmsson, Ytri-Brekku, Akrahr. . kr. 368.411.- Ernst Berndsen, Skagaströnd.... kr. 324.402.- Hjálmar Pálsson, Blönduósi .............. kr. 319.284.- Hæstu gjöld félaga bera: Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki .... kr. 13.355.031.- Togskip hf Siglufirði.................. kr. 4.692.431- Sölufélag A-Húnvetninga Blönduósi..... kr. 4.657.645.- Fiskiðjan hf Sauðárkróki .............. kr. 3.514.600- Kaupfélag V-Húnvetninga Hvammst....... kr. 2.875.583.- Norðurlandsumdæmi-eystra Jón Dalmann Ármannsson skrifstofustjóri skattstof- unnar á Akureyri veitti Mbl. eftirfarandi upplýsingar: Heildarálagning í umdæminu er samkvæmt skatt- skrám kr. 320.536.017.- og skiptist hún þannig að 2638 einstaklingar greiða kr. 143.018.189.- og 330 félög greiða kr. 177.517.828.-. Hæstu gjöld einstaklinga bera: Leó F. Sigurðsson, Oddeyrarg. 5, Akureyri . kr. 3.147.587.- Stefán Pétursson, Skólast. 1, Húsavík . kr. 730.000,- Jónas Halldórsson, Sveinbjarnargerði Svalbarðsstr.hr......................... kr. 711.813- Hæstu gjöld félaga bera: Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri .......... kr. 36.097.354,- Útgerðarfélag Akureyringa hf............ kr. 7.607.080- Kaupfélag Þingeyinga Húsavík............ kr. 7.398.270- Austurlandsumdæmi Páll Halldórsson skattstjóri á Egilsstöðum veitti Mbl. eftirfarandi upplýsingar: Heildarálagning í umdæminu er samkvæmt skatt- skrám kr. 226.791.197,- og skiptist hún þannig að 1339 einstaklingar greiða kr. 67.329.728.- og 201 félag greiðir kr. 159.461.469. Hæstu gjöld einstaklinga bera: Björn Ólafsson Höfn Hornafirði........... kr. 2.539.600.- Víglundur Pálsson Vopnafirði ............ kr. 590.000- Brynjólfur Hauksson Fáskrúðsfirði........ kr. 542.000- Ásgeir Hjartarson Djúpavogi..............:. kr. 478.800- Þráinn Jónsson Fellahreppi ................ kr. 467.496.- Hæstu gjöld félaga bera: Skinney hf., Höfn, Hornafirði ........... kr. 18.920.000.- Kaupfélag A-Skaft., Höfn ................ kr. 12.622.675.- Kaupfélag Héraðsbúa Egilsst.............. kr. 7.990.000.- Fiskimjölsverksm. Hornafjarðar hf........ kr. 7.152.500,- Fiskvinnslan hf Seyðisfirði ............. kr. 6.770.000.- Suðurlandsumdæmi Hálfdán Guðmundsson skattstjóri á Hellu veitti blaðinu eftirfarandi upplýsingar: Heildarálagning í umdæminu er samkvæmt skatt- skrám kr. 162.159.837 og skiptist hún þannig að 1675 einstaklingar greiða kr. 95.991.703 og 151 félag greiðir kr. 66.168.134. Hæsta gjald einstaklinga greiðir Sigfús Kristinsson húsasmíðameistari á Selfossi, kr. 1.026.259 og er hann eini einstaklingurinn sem greiðir meira en eina milljón í viðbótargjöid. Hæstu gjöld félaga bera: Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi ..... kr. 13.955.696,- Kaupfélag Árnesinga, Selfossi ..... kr. 7.072.760- Vestmannaeyjar Ingi Tómas Björnsson skattstjóri í Vestmannaeyjum veitti Mbl. eftirfarandi upplýsingar: Heildarálagning í umdæminu er samkvæmt skatt- skrám kr. 110.174.178.- og skiptist hún þannig að 394 einstaklingar greiða kr. 34.327.638- og 110 félög greiða kr. 75.846.540.-. Hæstu gjöld einstaklinga bera: Emil Andersen útgerðarmaður ............ kr. 867.535- Sveinn Valdimarsson útgerðarmaður ...... kr. 719.460.- Sigmundur Andrésson bakari ............. kr. 672.888- Gunnar Jónsson útgerðarmaður ........... kr. 668.085.- Leifur Ársælsson útgerðarmaður ......... kr. 568.467 - Hæstu gjöld félaga bera: Fiskimjölsverksmiðjan hf ............ kr. 14.914.667.- Herjólfur hf ........................ kr. 11.438.493- Ufsaberg hf ......................... kr. 7.369.120- Fiskiðjan hf ........................ kr. 3.604.487.- ísfélag Vestm.eyja hf ............... kr. .2.975.543.- Reykjanesumdæmi Sveinn H. Þórðarson skattstjóri í Hafnarfirði veitti blaðinu eftirfarandi upplýsingar: Heildarálagning gjalda í umdæminu er samkvæmt skattskrám kr. 674.663.596.- og skiptist hún þannig að 4789 einstaklingar greiða kr. 345.600.340.- og 674 félög greiða kr. 329.063.256.-. Hæstu gjöld einstaklinga bera: Guðbergur Ingólfsson, Gerðavegi 1, Gerðahreppi Elliði N. Guðjónsson, kr. 2.012.607- Lindarflöt 37, Garðabæ Örn Erlingsson, kr. 1.851.520- Lyngholti 4, Keflavík Þorsteinn Erlingsson, 1.461.626- Nónvörðu 4, Keflavík Oliver Steinn Jóhannesson, 1.419.962- Arnarhrauni 44, Hafnarfirði Jóhan G. Ellerup, kr. 1.387.013- Suðurgötu 4, Keflavík Hörður A. Guðmundsson, kr. 1.376.946- Hringbraut 46, Hafnarfirði Guðmundur Einarsson, kr. 1.237.992- Gimli, Garðabæ Þormar Guðjónsson, 1.180.800- Tunguvegi 6, Njarðvíkum Sveinn A. Stefánsson, 1.167.600- Holtagerði 67, Kópavogi Hæstu gjöld félaga bera: kr. 1.121.598. Isl. Aðalverktakar s.f., Keflav.flugv. ... .... kr. 39.443.113- Fiskimjöl og Lýsi h.f., Grindav .... kr. 9.270.735- Samherji h.f., Grindavík .... kr. 7.458.000,- Fiskiðjan h.f., Keflavík .... kr. 7.301.837.- Álafoss h.f., Mosfellshr ... kr. 7.285.507- Börkur h.f., Hafnarfirði .... kr. 5.958.081- ísl. Markaður h.f., Keflav.flugv 5.154.588- Eldborg h.f., Hafnarfirði 4.930.014- Byggingav.versl. Kópavogs. Kóp .... kr. 4.778.208- Félag Vatnsvirkja h.f., Hafnahr ... kr. 4.610.664- Samkvæmt lögum hefur rikis- stiórnin enga heimild til að breyta ákvörðun EINS og skýrt er írá á baksíðu Morgunblaðsins í dag breytti ríkisstjórnin í gær ákvörðunum verðlagsnefndar frá í fyrradag um hækkun á verðj smjörlíkis, gosdrykkja og flugfargjalda innanlands. Ákvað ríkisstjórnin að heimila hækkun í samræmi við fyrri ákvarðanir verðlagsnefndar, sem ríkisstjórnin hafði saltað hjá sér og verðlagsnefnd ógilti í fyrradag. Hefur þetta það í för með sér að verðlagsstjóri getur ekki gefið út verðskrár yfir verð á gosdrykkjum og smjörlíki, þar sem lög mæla svo fyrir um að verðskrár skuli vera í samræmi við ákvarðanir nefndarinnar. verðlagsnefndar ’ ’ Á fundinum í fyrradag, þegar verðlagsnefnd tók verðlagsbeiðnir viðkomandi aðila til meðferðar, fjailaði hún sérstaklega um það atriði, hvort hún ein gæti ákvarð- að verð eða hvort einhver annar aðili væri þess umkominn. Nefnd- in var sammála um að hún ein hefði þetta vald lögum samkvæmt, en hins vegar veita lög ríkisstjórn heimild til þess að hafna ákvörðun nefndarinnar eða samþykkja. Með hliðsjón af þessum skilningi nefndarinnar, mun verðlagsstjóri hafa óskað eftir því að nefndin komi saman þegar í stað. í verðlagsnefnd eiga sæti fulltrúar Alþýðusambands íslands og vinnuveitenda. Fulltrúar ASÍ á fundinum í fyrradag voru Snorri Jónsson, Ásmundur Stefánsson, Haraldur Steinþórsons og Jón Sigurðsson. Fulltrúar vinnuveit- enda voru Þorvarður Elíasson, Einar Árnason, Stefán Jónsson og Haukur Björnsson. Allir þessir menn, 8 að tölu, samþykktu hækkunina, en formaður nefndar- innar, Björgvin Gúðmundsson, skrifstofustjóri í viðskiptaráðu- neytinu, sat hjá. Viðbrögð framleiðenda vörunn- ar, sem fjallað var um, voru hörð í gær. Síðdegis ákváðu allar smjör- líkisgerðir landsins að loká af- greiðslum sínum og í gærkveldi samþykktu forráðamenn verk- smiðjunnar Vífilfells, sem fram- leiðir Coca Cola, og forráðamenn Sanitas, sem framleiðir Pepsi Cola og 7-up að loka fyrir alla af- greiðslu. Forstjóri Ölgerarinnar Egill Skallagrímsson var hins vegar erlendis, en var væntanlegur til landsins árdegis í dag og var við því búizt að viðbrögð hans yrðu hin sömu. Flugleiðir hafa ákveðið að hækka í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar, en líta svo á að hækkunin sé samkvæmt fyrri beiðni þeirra, sem legið hefur í salti Í 3 mánuði hjá ríkisstjórn og síðari beiðni þeirra bíði afgreiðslu. Flugleiðir eru eini aðilinn þessara þriggja, sem ekki hefur fengið verðskrá frá verðlagsstjóra- embættinu, enda er ekki um heildsöluálagningu og smásölu- álagningu að ræða í þeim viðskipt- um. Davíð Scheving Thorsteinsson formaður Félags íslenzkra iðnrek- enda og forstjóri Smjörlíkis h.f. sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ríkisstjórnin hefði hunzað sameiginlega ákvörðun allra 8 fulltrúa aðila vinnumarkaðarins sem sæti eigi í verðlagsnefnd. Með ákvörðun sinni hefði ríkisstjórnin því brotið í bágá við yfirlýsta stefnu sína, að hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins og enn- fremur þá yfirlýstu stefnu að efla íslenzkan iðnað. Davíð sagði að verðlagsstjóri hefði neitað að gefa sér verðskrá á þeim forsendum að honum bæri að framkvæma skipanir verðlags- nefndar samkvæmt lögum. Nefnd- in hefði fyrirskipað að hækka ætti smjörlíki og gos um 25% og farseðla um 20,8% og með sam- þykkt þessari, sem gerð hefði verið samhljóða, hafi nefndin numið úr gildi fyrri samþykktir sínar. Því, sagði Davíð, gat ríkisstjórnin ekki lengur samþykkt þær ákvarðanir, þar sem þær voru ekki lengur til. Formaður Félags íslenzkra iðn- rekenda kvað hið kaldhæðna við þessi mál vera, að allur inn- flutningur til landsins hækkaði sjálfkrafa við gengisbreytingar. Islenzkur iðnaður fengi ekki hækkanir til jafns við innflutning- inn, þegar slíkar afgreiðslur ættu sér stað hjá verðlagsyfirvöldum og stjórnvöldum. „Ríkisstjórnin talar fagurlega um að byggja upp íslenzkan iðnað, en með hegðan sinni vinnur hún öllum árum að því að leggja hann í rúst,“ sagði Davíð. Þá sagði Davíð Scheving Tor- steinsson, að sér væri kunnugt um, að nokkur fyrirtæki hefðu nú til athugunar, annað hvort að leita til dómstóla eða auglýsa það verð, sem verðlagsnefnd hafi ákveðið, en ríkisstjórnin hunzað. Einar Helgason framkvæmda- stjóri innanlandsflugs Flugleiða kvaðst búast við því að Flugleiðir myndu hækka fargjöldin um 15,2% eins og ríkisstjórnin hefði heimilað. Hann sagðist líta svo á að með þessu hefði fengizt sam- þykkt hækkunarbeiðni, sem beðið hafi verið afgreiðslu á í 3 mánuði. Hins vegar hefði verið annað erindi frá Flugleiðum um hækkun vegna gengisbreytingarinnar, sem enn væri óafgreidd af ríkisstjórn- inni, þótt verðlagsnefnd hefði hækkað sem nemur gengisbreyt- ingunni. Einar kvað verðlagsstjóra aldrei hafa gefið út verðskrá yfir flutningsgjöld í innanlandsflugi. Einar Árnason, fulltrúi í verð- lagsnefnd, kvað við slíká ákvörðun vakna upp spurninguna til hvers verðlagsnefnd væri og hvort þeir aðilar, sem í henni sætu, væru nokkuð annað en statistar. Fyrir óprúttna ráðamenn væri nefndin of oft tæki til þess að skjóta sér á bak við. Einar kvað lögin vera þannig úr garði gerð, að ríkis- stjórnin hefði enga heimild til þess að breyta ákvörðun nefndarinnar. Hún gæti hafnað henni eða samþykkt. Athugasemd í tilefni af grein í Mbl. s.l. þriðjudag um Stúdentablaðið ósk- ar Kristinn Ágúst Friðfinnsson þess getið, að hann eigi ekki sæti í Stúdentaráði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.