Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 32
LY SINííASÍMINN ER: 22480 JWoreunblaíiiti í»arjswíl»ltol«ltn FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978 Ríkisstjórnin breytti ákvörðun verðlagsnefndar: Framleiðendur smjörlíkis og gosdrykkja loka verksmiðjum RÍKISSTJÓRNIN breytti í gær ákvörðun verðlagsneínd* ar, sem heimilað haíði hækkun á flugfargjöldum um 20.8%, smjörlíki um 25% og á gosdrykkjum um 25%. Ákvað ríkisstjórnin að flugfargjöld skyldu hækka um 15.2%, smjörlíki um 8.9% og 18% hækkun á gosdrykkj- um. í verðlagsnefnd hafði þessi hækkun verið ákveðin í fyrradag og voru allir 8 fulltrúar nefndarinnar, bæði fulltrúar launþega og vinnuveitenda, samþykkir hækkuninni. Formaður nefndarinnar, fulltrúi viðskipta- ráðherra, sat hjá. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér mun. verðlagsstjóri ekki geta gefið úr verðskrá yfir verð á gosdrykkjum og smjörlíki, þar sem hann er bundinn ákvörðunum verðlags- nefndar með lögum. Hefur hann því óskað eftir því að nefndin komi hið fyrsta saman til þess að fjalla um þetta vandamál. Hins vegar mun verðlagsnefnd vera sammála um það, að lögum samkvæmt geti enginn breytt ákvörðunum hennar — hins vegar hafi ríkisstjórn heimild til þess að samþykkja eða hafna ákvörðunum nefndarinnar. Smjörlíkisframleiðendur ákváðu í gær að loka öllum afgreiðslum smjörlíkisverksmiðjanna í landinu þar til nýtt verð hefði verið ákveðið. Gosdrykkjaframleiðend- ur, að ölgerðinni Egill Skalla- grímsson undanskilinni ákváðu í gærkvöldi að loka einnig. Forstjóri ölgerðarinnar var í gær á leið til landsins, en fastlega var gert ráð fyrir því að hann stæði með ákvörðun stjórnenda Coca Cola-verksmiðjunnar og Sanitas. Flugleiðir munu hafa ákveðið að hækka innanlandsfargjöld í sam- ræmi við ákvörðun ríkisstjórnar- innar, um 15.2% og líta svo á að þar með hafi fyrri beiðni þeirra um hækkun náð fram að ganga, en hin síðari bíði síns tíma. Sjá nánar um þcssi verðlags- mál á bls. 12. Gang- stéttarlíf Ljósm.i Rax Sjómannafélag Reykjavíkur: Hafnar tilmælum ASI um aft- urköllun samningsuppsagnar STJÓHN og trúnaðarmannaráð Sjómannafélags Reykjavíkur samþykkti með iillum atkvæðum í gærkviildi að hafna tilmælum ASI um afturköllun uppsagnar á kjarasamningum fiskimanna og farmanna. Segir í samþykktinni að staða sjómanna í launa- og tryggingamálum sé svo slæm „að fráleitt er af hálfu miðstjórnar ASÍ að ætlast til við umbjóðendur sjómanna að þeir heiti sér fyrir afturköllun þessara samnings- uppsagna". I samþykktinni segir m.a.: „Við síðustu ákvörðun fiskverðs var gengið stórlega á hlut fiski- manna. Lögbundinni ákvörðun um hækkun fiskverðs var ekki fram- fylgt, en það er meginþáttur tekna fiskimanna. Samningum fiskimanna var sagt upp á grundvelli gengisfell- ingar, en í uppsagnarákvæðum þeirra samninga er ekki einungis kaupliðir samningsins lausir held- ur samningurinn allur. Greiðsluskyldu útgerðarmanna í veikinda og slysatilfellum er nú svo áfátt að vart verður við unað lengur. Þá bendir fundurinn á að uppsögn kaupliða farmannasamn- inga átti sér stað 26. apríl s.l. vegna gengisfellinga, enda hafa slíkar ráðstafanir ásamt gengis- sigi veruleg áhrif á laun farmanna sem taka 30% launa sinna í erlendum gjaldeyri." Vidbótarskattskrár lagðar fram: 22.911 einstaklingar greiða 1.535 milljónir Félög greiða 2.196 milljónir í viðbótarskatt VIÐBÓTARSKATTSKRÁR yfir álögð gjöld vegna hráðabirgða- laga ríkisstjórnarinnar írá í september s.l. verða lagðar fram í dag. Álögð gjöld yfir allt landið nema 3.732 milljónum króna á einstaklinga og fyrirtæki. Kæru- frestur er 11 dagar. Samkvæmt upplýsingum Ævars Isbergs ríkisskattstjóra greiða 22.911 einstaklingar viðbótarskatt, samtals rúmar 1.535 milljónir króna og 4.048 félög greiða viðbótarskatt, samtals tæpar 2.196 milljónir króna. Geir Hallgrímsson: Engan tekjuskatt af almennum launatekjum ÞAÐ er stefna Sjálfstæðisflokks að opinbcr umsvif og þar með heildar- skattlagningu á landsmenn bcri að takmarka, enda hefði hlutfall ríkis- útgjalda lækkað á síðasta kjörtfma- bili, sagði Geir Hallgrímsson. form. Sjálfstæðisfi., í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gær- kveldi. Tekjuskatta eigi ekki að leggja á almennar launatekjur og hæsti skattur í heild ekki að fara fram úr 50% af síðustu tekjum, sem menn fá i sinn hlut. Skattlagning á fremur að vera á eyðslu með óbeinum sköttum en með beinum sköttum á tekjur eða verðmæta- sköpun. Hlutfall beinna skatta í tekjuöflun rikisins lækkaði um þriðjung á síðasta kjörtímabili. Geir Hallgrímsson hét stuðningi Sjálfstæðiflokksins við skynsamlega endurskoðun vísitölunnar og fagnaði yfirlýsingu í stjórnarsáttmála um óbreytta stefnu í öryggismálum. Hann undirstrikaði að enn væri í gildi vísitöluþak, eins og skv. maí- lögum, en auk þess vegið tvisvar í sama knérunn; þeim sem fyrir því yrðu, væri gert að greiða aukatekju- skatt til viðbótar. En að svo miklu leyti sem samningarnir væru látnir taka gildi væri það annars vegar gert með því að falsa vísitöluna, — hinsvegar með því að fjármagna fölsunina með aukinni skattheimtu. Kaupgjaldsvísitala er lækkuð með niðurgreiðslu vara, sem ódýrastar eru fyrir ríkissjóð en vega mun þyngra í útgjöldum fjölskyldunnar. Á móti er lagður aukaskattur á vörur sem vega þyngra í útgjöldum fjölskyldunnar en gætir lítið í vísitölunni eða koma þar alls ekki fram. Vanefndir á loforðinu um samningana í gildi eru mesta sjónhverfingarspil íslenzkra stjórn- mála og kjaramála, sem dæmi eru til um, sagði þingmaðurinn. Hann gagnrýndi hinn afturvirka tekjuskattsauka, sem legðist ekki einvörðungu á hátekjufólk, heldur þúsundir annarra samvizkusamra framteljenda, ekki sízt sjómenn og hjón, sem bæði vinna úti. Þessi skattur drægi úr vilja manna til vinnu og verðmætasköpunar Auk þess kæmi viðbótareignaskatturinn illa við ráðdeildarsamt fólk, sem byggi að skuldlausri eign. Nefndi hann dæmi um 85 ára Reykvíking, sem hefði aðeins ellilífeyristekjur, en fengi 30 þús. kr. skattreikning. Verðbólgubraskarar hefðu vit á að skulda jafnmikið og matsverð eða bókfært verð eigna þeirra næmi. — Gunnar Thoroddsen, form. þingfl. sjálfstæðismanna, minnti á, að allar ríkisstjórnir frá stríðslokum hefðu í upphafi ferils síns heitið því að vinna bug á verðbólgunni, en aðeins einni tekist það, viðreisnarstjórn- inni, sem mynduð var 1959. Á fyrstu fjórum árum hennar hefði verð- bólguvöxtur verið um 10% á ári. Olafur Jóhannesson forsætisráð- herra sagði m.a., að efnahagsráð- stafanir hefðu haft tvíþættan til- gang: að halda útflutningsatvinnu- vegunum gangandi og skapa svigrúm til að móta breytta efnahagsstefnu til frambúðar. Það yrði gert í samstarfi við fulltrúa aðila vinnu- markaðarins og með gerð þjóðhags- og framkvæmdaáætlunar, sem markaði m.a. stefnu í atvinnuþróun, fjárfestingu, tekjuskiptingu og kjaramálum. Jafnframt væri mörk- uð stefna um hjöðnun verðbólgu í áföngum, m.a. með endurskoðun vísitölukerfisins, aðgerðum í skatta- málum og nýrri stefnu í fjár- festingar- og lánamálum. Þá myndi ríkisstjórnin leita eftir samkomulagi við launafólk á þeim grundvelli að ekki kæmi til grunnkaupshækkana fram til 1. des. 1979. Samkvæmt upplýsingum Ævars Isbergs er skiptingin sú hjá einstaklingum að 13.647 ein- staklingar greiða eignarskatts- auka samtals 449 milljónir skv. 8. grein bráðabirgðalaganna 9.757 einstaklingar greiða sérstakan skatt af atvinnurekstri, skv. 10. grein bráðabirgðalaganna samtals tæpar 673 miíljónir króna og 6.471 einstaklingur greiðir sérstakan tekjuskatt, skv. 9. grein bráða- birgðalaganna samtals tæplega 414 milljónir króna. Skiptingin hjá félögum er sú að 3.517 félög greiða samtals tæpar 923 milljónir í eignarskattsauka og 3361 félag greiðir rúmar 1.273 milljónir í sérstakan skatt af atvinnurekstri. Hæstu gjöld einstaklinga í landinu bera Guðmundur Jörunds- son útgerðarmaður í Reykjavík, kr. 6.101.895.- og Þorvaldur Guðmundsson veitingamaður Reykjavík, kr. 5.294.380.- Hæstu gjöld félaga bera Samband íslenzura samvinnufélaga kr. 64.921.537.- og Eimskipafélag íslands hf kr. 50.894.423.-. Álagning viðbótarskattanna er miðuð við frumálagningu fyrir árið 1977, sem gerð var í sumar, og hafa kærur því ekki verið teknar til greina. Álagningin kann því að breytast síðar meir í mörgum tilvikum. Sjá skattskrá Reykjavíkur og viðbrögð á bls 14 og skattskrár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.