Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978 10 r Skilningur á eðli vá- trugginga hefur aukizt r, ætt við Sigurð Jónsson á 60 ára afmæli Sjóvá SJ4LFSTÆÐISBARÁTTA íslands var háð mörgum vígstöðvum. Verzlunarfrelsið var mikill áfangi á sinni tíð, og í kjölfar þess sigldu margvíslegar efnahagslegar framfarir og uppbygging. Smátt og smátt fluttust verzlun og viðskipti inn í landið, útgerð þilbáta, vélskipa og togara hófst og Eimskipafélag íslands h.f. var stofnað. Nokkru síðar, eða hinn 20. október 1918, var svo Sjóvátryggingarfélag Jslands h.f. stofnað og hóf rekstur 15. janúar 1919. Stiklað á stóru Sjóvátryggingarfélagið er elzta vátryggingarhlutafélag hér á landi. Að stofnun þess stóðu 24 mikilsmetnir ein- staklingar flestir úr Reykja- vík, og brautryðjendur hver á sínu sviði, auk fyrirtækja eins og togarahlutafélagsins Alliance, Kveldúlfs h.f. og Sambands ísl. samvinnufé laga. Fyrsti stjórnarformaður var Ludvig Kaaber banka- stjóri Landsbanka Islands, en aðrir í stjórn voru þeir Sveinn Björnsson yfirdómslögmaður og síðar forseti Islands, sem var annar formaður félags- stjórnar 1924—26, Jes Zimsen ræðismaður og útgerðarmaður, sem var þriðji formaður félagsstjórnar til 3. janúar 1938, Hallgrímur Kristinsson framkvæmdastjóri SÍS og Halldór Kr. Þorsteinsson skipstjóri og útgerðarmaður, sem var fjórði stjórnarfor- maðurinn frá 1938—1964. Eftir það tók Sveinn Bene- diktsson framkvæmdastjóri við stjórnarformennsku, en ásamt honum sitja nú eftir- taldir menn í stjórn félagsins: Ágúst Fjeldsted hrl., Björn Hallgrímsson frkvstj., Ingvar Vilhjálmsson forstj. og Teitur Finnbogason fulltrúi. Fyrsti framkvæmdastjóri Sjóvátryggingarfélagsins var Axel V. Tulinius yfirdómslög- maður, en hann hafði um nokkurt skeið rekið hér um- boðsskrifstofu fyrir sjó-, bruna- og líftryggingar. Eft- irmaður hans var Brynjólfur Stefánsson 1933—57, síðan Stefán G. Björnsson til 1971. Þá voru ráðnir framkvæmda- stjórar þeir Sigurður Jónsson, sem enn gegnir því starfi og Axel Kaaber til 1976. _ Rekur alhliða vátryggingarstarfsemi Eins og heiti félagsins ber með sér var fyrsta markmið þess að taka að sér sjóvá- tryggingar, bæði skipa- og farmtryggingar, og er það enn mjög ríkur þáttur í rekstri þess. En smátt og smátt færði það út kvíarnar, eftir því sem skilyrði og ástæður leyfðu, og rekur nú alhliða vátryggingarstarf- semi. í mjög veigamiklum þáttum vátryggingarmála hefur Sjóvátryggingarfélagið verið brautryðjandi gegnum tíðina og unnið sér traust viðskiptavina sinna. Um nokkurt skeið voru líftryggingar verulegur þátt- ur í starfsemi félagsins, en eftir setningu laga um vá- tryggingarstarfsemi var óheimilt að stunda líftrygg- ingar ásamt almennri vá- tryggingarstarfsemi og var þá stofnað dótturfélag, Líf- tryggingarfélag Sjóvá h.f., sem tók við þeim þætti í starfsemi félagsins frá árs- byrjun 1976. Iðgjöldin prír milljarðar Hjá Sjóvátryggingarfélag- inu starfa nú rúmlega 60 manns auk umboðsmanna um allt land. Á þessu ári fara iðgjöldin yfir 3 milljarða króna, en á s.l. ári voru þau rúmir 2 milljarðar króna og skiptust svo: Frumtryggingar: Brunatryggingar o.fl. kr. 230 millj. Sjó- og farmtryggingar kr. 485 millj. Ökutækjatryggingar kr. 429 millj. Frjálsar ábyrgðartr. kr. 75 millj. Slysatryggingar kr. 114 millj. Frumtr. alls kr. 1.333 millj. Sigurður Jónsson kvæmdastjóri fram- Innl. endurtryggingar kr. 214 millj. Erl. enduUryggingar kr. 603 millj. Iðgjaldatekjur alls kr. 2.150 millj. Verðbólgan skapar erfiðleika Sigurður Jónsson fram- kvæmdastjóri svaraði svo spurningu minni um það, hvernig rekstrargrundvöllur vátryggingarfélaga væri um þessar mundir: — Það er afskaplega erfitt að reka vátryggingarstarf- semi og annan atvinnurekstur undir þessum kringumstæð- um, þegar verðbólgan er um 50% á ári. Erlendir trygg- ingarmenn bera sig illa undan 6—8% verðbólgu og skilja ekki, hvernig unnt sé að reka vátryggingarstarfsemi við þessi skilyrði. Þetta má skýra með því að taka dæmi af bifreiðatrygg- ingum. Það hefur verið tap á þeim um langt árabil nema 1976. Það var tap í fyrra og er fyrirsjáanlegt nú, vegna þess að við höfum ekki fengið þá hækkun á iðgjöldum sem nauðsynleg var. Þar við bæt- ist, að verðbólgan hefur verið meiri en reiknað var með. I þessu sambandi er líka vert að benda á, að stundum koma tjón alls ekki til út- borgunar fyrren löngu eftir að þau verða og miðast þá uppgjörið við verðlag á þeim tíma en ekki tjóndegi. Þetta á einkum við um meiriháttar slys, þar sem læknisfræðilegt mat á örorku hefur beðið að verulegu leyti þar til séð verður, hvern bata hinn slas- aði fær. Á sama hátt verður verðbólgan að meini í skipa- og bílaviðgerðum, sem orðnar eru mun dýrari í árslok en þær voru meira en ári fyrr, þegar ákvörðun um iðgjald var tekin. Umferðarslysum fjölgar ískyggilega Sigurður Jónsson gat þess að til þess að geta raunveru- lega staðið undir tjónakostn- aði, þurfi að verðtryggja tjónasjóði og sagði: — Við höfum reynt að gera það í auknum mæli undanfar- in ár. Vegna verðbólgunnar hafa bifreiða- og fiskiskipa- tryggingar verið okkur erfið- astar undanfarin ár og á þessu ári hafa mörg stór tjón orðið í báðum þessum grein- um. Umferðarslysum hefur fjölgað ískyggilega og meðal- tjón af þeim sökum hækkað gífurlega. Það er því veruleg ástæða til þess að brýna fyrir mönnum að sýna fulla aðgát í umferðinni og fara ekki gáleysislega. Ég hef fyrir framan mig uppgjör vegna mjög alvarlegs slyss, sem var að vísu óhappatilvilj- un, en eigi að síður komið til SLYSATRY&GINOAR . 8RWNA- OG fARMTPYGOINGAR MUMíUSTSYOQNOA* ^A*»»SWYG<SINOAA WmBm Úr skrifstofum Sjóvá frá vinstrii Halldór Teitsson fulltrúi, Guðni Þ. Guómundsson fulltrúi, sem er elzti starfsmaður félagsins, hefur unnið þar í 47 ár og með öilum framkvæmdastjórum þess, Valur Jóhannsson sölumaður og Guðmundur Sæmundsson sölumaður. af leikaraskap. Menn verða að hafa það hugfast, að það getur verið skammt milli lífs og dauða, milli örorku og heilbrigði, þegar bifreiðar eða vinnutæki eru annars vegar. Það verður aldrei nógsam- lega brýnt fyrir fólki, að höfuðregla umferðalaganna er að hver vegfarandi skuli sýna öðrum vegfarendum til- litssemi. Fjárhagsgrundvöllur- inn er traustur Ég spurði Sigurð, hvað hann vildi segja um opinber afskipti af vátryggingarfélög- unum. — Það var til mikilla bóta, þegar lög um vátryggingar- starfsemi voru sett og Trygg- ingareftirlitið stofnað. Hins vegar hafa afskipti hins opinbera í sambandi við iðgjaldagreiðslur oftast verið mjög neikvæð og á ég þar sérstaklega við ökutækja- tryggingarnar. Það hefnir sín óhjákvæmilega síðar, þgar Iðgjöldin eru ákveðin of lág til lengdar. — En hver er afstaða al- mennings til vátryggingar- starfseminnar? — Skilningur almennings á eðli vátrygginga hefur aukizt, sérstaklega á þetta við um slysatryggingar og heim- ilistryggingar. Við hækkum vátryggingafjárhæðina að vísu í samræmi við breytta vísitölu, en sú hækkun dugir að sjálfsögðu ekki, ef um verðmætaaukningu er að ræða. Og í því efni fylgist fólk ekki nógu vel með og gætir þess ekki að hækka vátrygg- ingarupphæðina í samræmi við stærra innbú og aukin verðmæti. Það er ástæða til að hvetja fólk til að sýna meiri árvekni að þessu leyti. — Hvað viltu segja um framtíð Sjóvátryggingar- félagsins á þessum tímamót- um? — Sjóvátryggingarfélagið á mjög mikla framtíð fyrir sér, þótt verðbólgan og ríkj- andi öngþveiti í efnahagsmál- um geri allan heilbrigðan rekstur erfiðan. Viðskiptin hafa aukizt og fjárhagsgrund- völlurinn er traustur. Þannig hefur góð afkoma á bruna- tryggingum og ýmsum öðrum greinum hjálpað til og vegið á móti tapinu af bifreiða- og fiskiskipatryggingunum. Og þótt nokkur rekstrarhalli hafi orðið á hinni reglulegu vá- tryggingarstarfsemi, hefur það verið borið uppi af fjármagnstekjum þannig að rekstrarafkoman í heild var jákvæð á s.l. ári. Lán Sjóvátryggingarfélags- ins er og hefur verið það, að hafa góða og trausta við- skiptamenn, sem hafa verið því tryggir í gegnum tíðina og ég vil nota þetta tækifæri til þess að færa þeim sérstakar þakkir fyrir samskiptin á liðnum árum. Halldór Blöndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.