Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvasmdaatjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Paradísarheimt Mödruvellinga að vakti verðskuldaða athygli á sinni tíð er rótlaus minnihlutahópur í Framsóknarflokknum, svo- kölluð Möðruvallahreyfing, lagði land undir fót og hvarf inn í Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Ekki reynd- ist hann Samtökunum víta- míngjafi, heldur hið gagn- stæða. Eftir stuttan stanz á þeim skoðanavettvangi venti þessi flökkuhópur kvæði sínu enn í kross og smaug inn um hálflukta glugga Alþýðubandalagsins. Þar fann hann jarðveg við hæfi. Lífakkeri Alþýðu- bandalagsins er að vísu gamalgróið í stalínskri for- tíð, eins og fyrri heiti þess vitna um, en það hefur engu að síður reynzt málefnaleg- ur flökkuflokkur á förnum vegi íslenzkra þjóðmála um árabil — og haft tvö andlit hið minnsta í meiriháttar málum samtímans. Dæmigerð um tveggja andlita afstöðu Alþýðu- bandalagsins eru afskipti þess af járnblendiverk- smiðjunni í Hvalfirði. Þá- verandi iðnaðarráðherra þess knýtti Sigölduvirkjun og stóriðju í Hvalfirði órjúf- andi böndum. Hann hóf viðræður við Union Carbide um sameign járnblendiverk- smiðjunnar og flutti samn- inga þar um sem frumvarp á Alþingi íslendinga, þótt síðar kæmi norskur eignar- aðili í stað þess bandaríska. I annan stað kemur Alþýðu- bandalagið fram sem helzti andstæðingur járnblendi- verksmiðjunnar, þvert ofan í frumkvæði sitt og for- göngu í málinu. Stundum telja Alþýðu- bandalagsmenn sig höfunda svokallaðs Evrópukommún- isma, sem fest hefur rætur í Suður-Evrópu, og telur aðild V-Evrópuríkja að Atlants- hafsbandalaginu bæði eðli- lega og æskilega. Þetta gæti komið heim og saman við þá afstöðu sem í því felst að Alþýðubandalagið hefur nú setið í þremur ríkisstjórn- um, að núverandi ríkis- stjórn meðtalinni, innan Nató og varnarsamnings við Bandaríkin. Engu að síður telur Alþýðubandalagið sig hinn eina sanna andstöðu- flokk við Natóaðild, a.m.k. þegar atkvæða er von úr þeirri áttinni, þvert ofan í þá staðreynd, að hvorki er minnzt á Natóaðild né brottför hefs í stjórnarsátt- málanum. Alþýðubandalagið hefur aldrei setið í ríkisstjórn sem ekki hefur fellt gengi ís- lenzkrar krónu eða lagt bönd á verðbætur á laun. Það hamast í orði gegn þessum gjörðum, sem það kallar „íhaldsúrræði", en gengur fyrir þeim og þeim einum, hvert sinn sem það fær stjórnartækifæri til. Allt sl. kjörtímabil krafðist Alþýðubandalagið lækkunar og jafnvel afnáms tíma- bundins vörugjalds. Þegar það komst í ríkisstjórn lá hins vegar svo mikið á að tvöfalda vörugjald á tiltekn- um vöruflokkum, að ekki mátti bíða þings, heldur þurfti að setja bráðabirgða- lög þar um, enda ritstjóri Þjóðviljans orðinn við- skiptaráðherra. Engir hafa sungið hærra um vísitölufölsun né af meiri innlifun og tilfinningu en Alþýðubandalagskórinn, þegar hann er á þeim buxunum, bættum og brota- lausum. En þegar ritstjóri Þjóðviljans er orðinn við- skiptaráðherra þykir við hæfi að greiða niður með skattpeningum almennings vörur sem vega þungt í vísitölu, hvort sem þær eru til á almennum markaði eða ekki, til að þrýsta niður kaupgjaldi um vísitöluveg. Og Alþýðubandalagskórinn hefur samdægurs gleymt þeim gamla, góða vísitölu- fölsunartexta, sem við- skiptaráðherrann samdi fyrrum í ritstjórasessi. Þannig mætti lengur telja þótt látið verði nægja að nefna nýjasta dæmið á tví-böku bolsévismans á íslandi. Annars vegar stefnu Lúðvíks Jósepssonar um neikvæða vexti en hins vegar kröfu Magnúsar Kjartanssonar um raun- vexti. Hér stangast stefnur á eins og reiðir hrútar sem í fleiri þáttum viðkvæmra efnahagsmála okkar. Það er út af fyrir sig ekki óeðlilegt að skiptar skoðanir séu um einstök mál innan fjölmennra stjórnmála- flokka. Tvískinnungur Al- þýðubandalagsins í nær öll- um meginmálum líðandi stundar er hins vegar ekki af tegund undantekningar, heldur lögmál hentistefn- unnar, sem er burðarásinn í atkvæðaveiðum og óheilind- um þess. Að öllu þessu athuguðu þarf það ekki að valda undrun, þótt rótlaust þang Möðruvallahreyfingar reki á fjörur Alþýðubandalagsins. Skoðanalegur flökkuhópur, með vegtyllur að vegarvísi, heimtir sína paradís í stjórnmálaflokki, þar sem menn skipta um skoðanalit eftir umhverfi, t.d. stjórnar- aðildar eða stjórnarand- stöðu. „Margar þ jóðir Kta kolmunnann nú hýru auga” ÁRSFUNDUR Alþjóða hafrann- sóknaráðsins var fyrir nokkru haldinn f Kaupmannahöfn «n sóttu hann allmargir íslcnding- ar. Fastafulltrúar Islands í ráð- inu cru þeir Jón Jónsson og Már Elísson, cn starfsemi ráðsins er síðan skipt í tólf nefndir. í cinni þeirra, uppsjávarfiskanefnd, hef- ur Jakob Jakobsson verið formað- ur síðan 1976 og var hann endurkjörinn formaður nefndar- innar á ársfundinum í Kaup- mannahöfn. í nefnd hans var mikið fjallað um kolmunna á nýafstöðnum fundi og spjallaði Morgunblaðið við hann í vikunni um þessa fisktegund og niður- stöður fundarins. — Á fundinum voru lagðar fram 20 ritgerðir um kolmunna- rannsóknir og meðal annars rit- gerð eftir Jakob Magnússon um athuganir á kolmunna hér við land á liðnum árum, sagði Jakob Jakobsson. —Ýmislegt er óljóst í sambandi við kolmunnann, þó svo að ört bætist við þekkingu manna og- ritgerðir þær sem lagðar voru fram á fundinum og skoðanaskipti eiga sinn þátt í því. Aðal- uppvaxtarsvæði kolmunnans eru hér við land og við Noreg, en kolmunninn finnst á mjög stóru svæði eða allt frá Spánarströndum og norður að Svalbarða. Aðal- hrygningasvæðið er talið vestur af Bretlandseyjum, en ekki er vitað með vissu hve hrygningar- stöðvarnar eru víðfeðmar. Talið er að hrygningarstofninn sé á bilinu 7—10 milljón tonn árlega. — Margar þjóðir líta kolmunn- ann nú hýru auga og þá sérstak- lega eftir að veiðar á öðrum fisktegundum hafa verið bannað- ar. Aðalveiðisvæðin í ár voru við Færeyjar og Norðmenn veiddu þar einir um 110 þúsund lestir, en auk þess voru Bretar, Hollendingar, V-Þjóðverjar, Pólverjar, A-Þjóð- verjar, Islendingar og Færeyingar sjálfir við veiðar þar. Síðsumars veiddu Rússar og A-Þjóðverjar síðan talsvert af kolmunna við Jan Mayen. Gizkað hefur verið á, að veiðiþolið sé um ein milljón tonna á ári, en ýmislegt er óljóst í þessu sambandi og segja má að rann- sóknirnar séu í kapphlaupi við veiðina. — Langmest af kolmunnanum fer í bræðslu, en í A-Evrópu er þó töluvert um að kolmunninn sé frystur til manneldis. Stöðugt er unnið að því að finna nýjar aðferðir til að vinna kolmunnann til manneldis og í Bretlandi er farið að nota kolmunnann í „Fish and chips" og kemur hánn þá í staðinn fyrir lýsu og ýsu, sagði Jakob Jakobsson að lokum. Gérard Souzay og Dalton Bald- win flytja „Die Winterreise” í DAG koma til Reykjavíkur hinir heimsfrægu tónlistarmcnn Gérard Souzay baritonsöngvari og píanólcikarinn Dalton Bald- win. beir flytja ljóðabálk Schuberts, „I)ie Winterreise"*, við texta eftir Wilhelm Miiller á tónleikum Tónlistarfélags Reykjavíkur í Háskólabiói á morgun. Þeir Souzay og Baldvin hafa áður haldið tónleika hér á landi, síðast á árinu 1975. Souzay er fæddur í Frakklandi árið 1918. Hann stundaði upphaflega heim- spekinám, en sneri sér síðan að sönglistinni og lauk námi frá Tónlistarháskólanum í París árið 1944. Síðan hefur hann unnið sér frægð og frama hvarvetna og er talinn einhver bezti núlifandi ljóðasöngvari í heiminum. Baldwin er Bandaríkjamaður og er í fremstu röð undirleikara á píanó. Hann ætlaði sér upphaflega að verða söngvari, en féll frá því Gérard Souzay og sneri sér að því að túlka ljóðasöngva með því að beita píanóinu í staðinn. Hann hefur leikið á tónleikum fjölmargra þekktra söngvara, en undanfarna tvo áratugi hefur hann fylgt Dalton Baldwin. Souzay á öllum tónleikaferðum hans. Tónleikar þeirra Souzays og Baldwins verða sem fyrr segir í Háskólabíói á morgun og hefjast kl. 14.30. Sólveig Pálmadótt- ir kosin formaður — félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi SÓLVEIG Pálmadóttir var kjörin formaður félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi í fyrrakvöld. Við formannskjör greiddu 108 atkvæði og fékk Sól- veig 74 atkvæði og Jakob Hafstein fékk 31 atkvæði, tveir seðlar voru auðir og einn ógildur. Fráfarandi formaður, Vilhjálmur Heiðdal, gaf ekki kost á sér til stjórnarkjörs. Einnig voru kjörnir sex með- stjórnendur og voru 13 í framboði. Einn fráfarandi stjórnarmaður, Lúðvík Hjálmtýsson, gaf ekki kost á sér. Kosningu hlutu: Egill Snorrason með 68 atkvæðum, Arnar Ingólfsson og Björn Björg- vinsson fengu 61 atkvæði hvor, Hörður Jóhannesson fékk 57 atkvæði, Jens Ágúst Jónsson 52 og Kristjón Kristjónsson og Sigurlína Ásbergsdóttir fengu 49 atkvæði hvort. Var Kristjón síðan kosinn í stjórn með hlutkesti. Næstar að atkvæðum urðu Kristín Magnús- dóttir sem fékk 38 atkvæði og Daníelína Sveinbjörnsdóttir, sem fékk 37 atkvæði. Aðrir í framboði voru: Skúli Sigurðsson, Pétur Rafnsson, Ágúst Haraldsson og Pétur Einarsson. Birgir ísleifur Gunnarsson borgarfulltrúi flutti ræðu um stjórnmálaástandið. Fundarstjóri var Baldur Guðlaugsson lög- fræðingur. Frumvarp á Alþingi: Þingmenn taki aðeins laun fyrir þingmannsstörf FRAM er komíð á Alþingi frv. til stjórnskipunarlaga, þess efnis, að þingmenn megi ekki þiggja „önnur laun en fyrir störf scm unnin eru á Alþingi“. Skv. frv. skal 48. gr. stjórnarskrárinnar hljóða svoi „Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósend- um sínum. Embættismenn þeir, sem kosnir verða til Alþingis, þurfa ekki leyfi stjórnarvalda til þess að þiggja kosninguna, en skyldir eru þeir til, án kostnaðar fyrir ríkissjóð, að annast um að embættisstörfum þeirra verði gegnt á þann hátt sem stjórnin telur nægja. Alþingismaður, sem ekki er jafnframt ráðherra, má ekki hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana, einkaatvinnu- fyrirtækja eða fyrir einstaklinga á meðan Álþingi stendur yfir utan laun fyrir alþingisstörf úr ríkis- sjóði.“ Flm. er Gunnlaugur Stefánsson (A).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.