Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978 15 Tillögur sauðfjársjúkdómanefndar: Held að menn treysti sér ekki til að draga mikið úr þeim — segir Steingrímur Hermanns- son landbúnaðarráðherra „MÉR og fjármálaráðherra var falið að skoða tillöKur sauðfjár- sjúkdómanefndar og gera til- lÖKur um afgreiðslu málsins á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaK." sagði Steingrímur Ilermannsson, landhúnaðarráðherra. er Mbl. spurði hann í K&'r hvernis ríkis- stjórnin ætlaði að hregðast við tiilögum nefndarinnar vegna riðuveikinnar. en ríkisstjórnin fjallaði um málið í gærmorgun. „Eg geri nú ráð fyrir því að afgreiðslan verði í þeim dúr, sem fram kemur í tillögum nefndar- innar,“ sagði Steingrímur." Þetta er mjög alvarlegt mál og ég held að menn treysti sér ekki til að draga mikið úr þessu enda miðar sauðfjársjúkdómanefnd tillögur sínar við það sem hún telur aigjört lágmark, ef til aðgerða á að grípa.“ Sauðfjársjúkdómanefnd leggur til að í haust verði nær 1700 fjár skorið niður á fjórum bæjum á Austurlandi, þrem stöðum í Ölfusi Hveragerði og nokkrum stöðum í nágrenni Reykjavíkur. Einnig leggur nefndin til að varnar- girðingar verði efldar á þessum svæðum. Gert er ráð fyrir að kostnaður við þær aðgerðir, sem nefndin leggur til að gerðar verði nemi alls 70 milljónum króna í ár og næsta ár en þar af komi til greiðslu á þessu ári 6,7 milljónir króna. Sauðfjársjúkdómanefnd leggur tii að í haust verði alltfé á bænum Brú á Jökuldal skorið niður, allt fé verði skorið niður á sýktum bæjum í Fáskrúðsfjarðarhreppi og fé í fjárhjörðum í Ölfusi, Hvera- gerði, Reykjavík, Kópavogi, Sel- tjarnarnesi og Akranesi, sem riða hefur verið staðfest í, verði skörið niður. Þá segir í bréfi nefndarinnar til landbúnaðarráðuneytisins: „Þar sem Sauðfjársjúkdómanefnd telur að gott samstarf við fjáreigendur sé mjög brýnt til þess að árangur náist í baráttunni við riðuveikina, fellst nefndin á að fresta um sinn niðurskurði á grunsamlegum hjörðum, þar sem riðuveiki hefur ekki verið staðfest í Ölfusi, Hveragerði, Reykjavík og nágrenni og Akranesi en nefndin setur fram fjögur skilyrði fyrir þeirri afstöðu sinni og eru þau um að tekið verði upp sérstakt eftirlit með heilbrigði fjár á þessum svæðum og hömlur verði lagðar á flutning fjár út af svæðunum. Þá leggur nefndin áherzlu á að varnargirðingar um landnám Ing- ólfs verði gerðar fjárheldar. I tillögum sínum leggur nefndin til að Jökulsá á Brú verði viðurkennd sem varnarlína og brúm á ánni sé lokað með ristarhliðum og flutningur á fé yfir ána bannaður eins og yfir aðrar varnarlínur og aukið verði eftirlit með heilbrigði sauðfjár á Austurlandi með tilliti til riðuveikinnar. Sem fyrr sagði gerir Sauðfjár- sjúkdómanefnd ráð fyrir að kostn- aður við þessar aðgerðir í ár og á næsta ári verði 70 milljónir króna og þar af koma 6.740 þúsund kr. til greiðslu á þessu ári og á árinu 1979 63.260 þús. kr. Þessi kostnaður skiptist þannig að gert er ráð fyrir að afurðatjónsbætur fyrir þá aðila, sem byggja lífsafkomu sína á sauðfjárbúskap og verða að sæta niðurskurði á allri hjörð sinni 21,7 milljónir, bætur samkvæmt úr- skurði 1978 5,6 millj., bætur samkvæmt úrskurði 1979, ný ristarhlið 1979 10 millj., nýjar varnargirðingar 1979 27,5 millj. og ýmis aukakostnaður vegna riðu- veiki 1978 1,4 millj. kr. Lífeyrisgreiðslur hefj- ast oftast við 70 ára aldur — í AÐALATRIÐUM eru reglurn- ar þær, að greiðsla úr hinum almcnnu lífeyrissjóðum hefst ekki fyrr en við 70 ára aldur, en taki menn lífeyri frá 67 ára aldri skerðast greiðslur um 6% á ári og ef lífeyrisgreiðslur hefjast ekki fyrr en við 75 ára aldur ávinna menn sér fí% hækkun fyrir hvert ár, sagði Ilrafn Magnússon framkvæmda- stjóri Sambands almennra lífeyris- sjóða. Hrafn sagði að nokkurt bil gæti myndast frá því menn hættu störf- um við 67 ára aldur og þar til lífeyrisgreiðslur hæfust við 70 ára aldurinn, en á móti því kæmi að flestir fengju þá greiddan ellilífeyri og jafnvel tekjutryggingu ef ekki væri um aðrar tekjur að ræða, þannig að þeir sem hættu störfum vegna þess að þeim heföi verið sagt upp við 67 ára aldur, ættu rétt é þeim greiðslum, en ef menn hætti vegna heilsubrests kæmu til örorku bætur og sagði hann að flestir sen hættu störfum á aldrinum 60—7( ára gerðu það af heilsufarsátæðum. m$.iii| ríitfUi í ? í " * ítóíi-: mmmi mfim mwm: fMir COMBII -hiö gullna samræmi! Combi er mögnuð nýjung frá Adamsson. Jakkarnireru úr tweed en buxur og vesti úr alullarflanneli eða grófum tvillvefnaði (Bedford) sem er blanda úr terylene og ull. Þessi fatnaöur gefur ótal möguleika i vali og samsetningu. Fatnaður sniðinn fyrir frjálsræöi núdagsins. KÓRÓNA BÚÐIRNAR BANKASTRÆTI 7. SÍMI 29122. AÐALSTRÆTI 4. SÍM115005. Skáldverk Kristmanns Guðmundssonar Brúöarkyrtillinn Morgunn lífsins Arfur kynslóöanna Ármann og Vildís Ströndin blá Fjalliö helga Góugróöur Nátttrölliö giottir Gyöjan og nautiö Þokan rauöa Safn smásagna Kriatmann GuömundMon Einn af vlölesnustu höfundum landsins. Nokkrar af bókum hans hafa veriö þýddar aö minnsta kosti á 36 tungumál. Almenna Bókafélagið, Auaturstreeti 1», Skemmuvagur 36, sími 19707 atmi 73058

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.