Morgunblaðið - 22.10.1978, Qupperneq 2
34
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978
Þegar ég
hitti Knut
Hamsun
Ég sagðist vita að maðurinn
hennar vildi fá að vera í friði fyrir
ónæði af sínum mörgu aðdáendum.
Við gengum niður á brautarstöðina
og ég sagði frúnni að þegar skilti
kæmi á loft, sem boðaði að nú kæmi
lest sem færi til endastöðvarinnar
Onkel Toms Hútte, þá væri það lestin
Mér hafði oft fundist ég hálfpartinn
eiga skilið að fá einhverntíma að sjá
Knut Hamsun vegna þess hve mér
þótti vænt um hann — vænna en um
nokkurn annan mann á jörðinni sem
ég aldrei hefði séð.
Nú les ég í bók Torkild Hansens að
Hamsun og kona hans hafi flogið frá
Ósló til Berlínar 17. maí. En daginn
eftir að við höfðum hittst gekk hann
á fund Goebbels, sem tók honum af
mikilli ástúð, og vildi allt fyrir hann
gera.
Og röskum mánuði síðar flaug
Hamsun aftur til Þýskalands og 26.
júní tók Hitler á móti honum í
fjallabústað sínum, Berghof í
Bayern. Það frétti ég nokkrum
dögum síðar, og frá manni, sem hafði
verið viðstaddur fund þeirra, Ernst
Zúchner. Hann var embættismaður í
Propagandaministerium Goebbels,
í Þessu horni átti samtal Hamsuns og Hitlers sér staö.
sem þau ættu að taka. Svo ætlaði ég
að kveðja. En Hamsun, sem ekkert
hefur heyrt og haldið að ég hafi átt
að sækja þau hjónin, segir undrandi
við konu sína: „Men skal ikke han der
med?“ Hún gekk að honum og segir
hátt inn í eyra hans: „Þetta er
íslenzki lektorinn við háskólann í
Berlín og hann sagði að það gleddi
sig mikið að hafa fengið að sjá þig
einu sinni á ævinni." Hamsun horfði
á mig sínum ógleymanlega fallegu
stóru blábjörtu augum, hóf höndina á
loft, líkt og hann heilsaði gömlum
vin, og tók svo innilega í hönd mína.
Ég kom upp að eyra hans og sagði:
„Eitt verð ég að segja yður, sem ég
veit ekki hvort þér vitið — að
íslenskar þýðingar Jóns Sigurðssonar
frá Kaldaðarnesi á bókum yðar eru
gerðar af frábærri snilld."
Hamsun horfði á mig alvarlega og
sagði:
„Det glæder mig at höre — det
glæder mig virkelig meget at höre.“
Hann talaði eins hátt og drukknir
menn stundum gera á almannafæri,
og fólk leit upp og góndi á hann, og
kona hans tók eftir því. Ég vildi enga
tilraun gera til að lengja samtalið.
Við kvöddumst og gengum hvert
sína leið eftir stöðvarstéttinni. Ég
heyri Hamsun segja: „Det var
forresten en ting jeg gerne ville ha
sagt til ham.“ Hvað það var fæ ég
aldrei að vita. Líklega eitthvað um
ísland.
Ég gekk aftur upp í sólskinið,
heiður, bjartur himinn var yfir
borginni, og mér var undarlega
innanbrjósts. Ekkert hafði gerst
merkilegt, nema fyrir sjálfan mig.
En fyrir kemur að okkur finnst við
verða aðnjótandi óvæntrar fallegrar
hugulsemi af hálfu forlaganna, líkt
og þau vilji eitthvað láta eftir okkur,
sem við vorum hættir að búast við.
„Det er
som at
tale til en
mur“
Undir gullregni
(Nerholm, 12. júní 1945)
Hamsun,
vér lesum og prófum þín ósköp öll
og einkum þá síöustu daga
sem vetur skenkti þér myrkur í mjöll
og sársaukinn heldur til haga.
Því haustio kom, þetta hvíthæröa tröll,
meö hramm eins og nótt milli greina,
en skógurinn bæröist sem boðaföll
með ilm fyrir Maríu eina.
Hún kvaddi eins og björk en kyssti þig ei
og kyrröin fór vatn ykkar eldi
eins og staöfesting þess aö allt hold er hey
og kliöur, hann þagnar aö kveldi.
En Hamsun,
vér kvöddum þar dofra í dauðans höll
samt deyröu ei meðan vér skrifum.
Þín hugmynd er sindur af sól bak viö fjöll.
En ósköp þaö orö sem vér lifum.
15/16 okt. ‘78
Matthías Johannessen.
hafði verið lengi í Noregi, og fengist
við blaðamennsku og önnur ritstörf,
talaði norsku, var giftur norskri konu
og hafði þýtt nokkrar af bókum
Kristmanns Guðmundssonar á
Þýsku.
Ég bjóst um þessar mundir til að
flytja alfarið frá Berlín til Kaup-
mannahafnar og dvelja þar til
stríðsloka. Mér datt í hug að biðja
Zúchner, sem var góður kunningi
minn, að verða mér hjálplegur um
Hann sagðist þá hafa sest dálítið
álengdar frá hinum, við borð þar sem
hann hafi getað skrifað samtalið
niður jafnóðum og það fór fram.
„Hvað sagði Hamsun?“ spurði ég.
„Hann var mjög óánægður með
framferði Terbovens. Hann var
kominn til að ákæra hafin og heimta
annan og betri mann til Noregs."
„Og stóð sig vel?“
„Því megið þér trúa. Ég var mjög
hreykinn af honum.“
Terboven tekur á móti Hamsun á Fornebu
leyfi til að fara með það, sem ég átti
skrifað í fórum mínum, án þess að
það yrði að afhendast til ritskoðunar,
og þá óvíst hvenær því yrði skilað
aftur og kannski lítið skeytt um
hvort eitthvað af því týndist. Hann
var strax fús á að leysa úr þessum
vanda mínum og gerði það.
Hann sagði mér frá fundi
Hamsuns og Hitlers, þar sem hann
hafi átt að túlka samtal þeirra, en
Hamsun hafi haft með sér mann frá
Noregi, sem hann treysti betur.
„Nú ríður á að þessi minnisblöð um
samtalið ekki glatist."
Zúchner brosti. „Þau eru vel
geymd. En kannski hafið þér gaman
af að heyra það síðasta sem Hamsun
sagði við Hitler: „Det er som at tale
til en mur.“ Túlkurinn hikaði, við að
þýða, en Hamsun bætti við: „Sig det
til ham.“
Þennan síðasta vetur minn í Berlín
hafði ég hitt hinn nafnkunna nor-
rænuprófessor háskólans í Ósló,
Didrik Arup Seip. Hann hafði bakað