Morgunblaðið - 22.10.1978, Síða 3

Morgunblaðið - 22.10.1978, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTOBER 1978 35 sér reiði þýsku hernámsyfirvaldanna í Noregi, setið um skeið í fangabúð- um í Þýskalandi, en svo fyrir góðra manna milligöngu mátt setjast að í Berlín, fengið styrk og aðstöðu til að geta búið þar ásamt konu sinni og sinnt fræðum sínum. Við vorum kunnugir frá fornu fari og hann bauð mér að vera kvöld með þeim hjónum, og auðvitað töluðum við mest um ástandið í Noregi, og um Hamsun. Því var það að ég skrifaði Seip sumarið eftir stríðslok, þegar lög- reglan í Noregi fór að hafa afskipti af Hamsun og hann var sakaður um landráð. Ég sagði honum frá viðtali okkar Zuchners og taldi nauðsyn á að strax yrði reynt að hafa samband við hann — þeir hlytu að vera margir, sem vildu að fram kæmu öll þau heimildargögn, sem mýkt gætu hugi manna í harð Hamsuns og orðið heiðri hans til varnar. Mér er ókunnugt um hvað þá þegar kann að hafa verið gert til að hafa upp á Zuchner og fá hann til að láta í té skýrslu um fund Hamsuns og Hitlers, og því síður veit ég hvort bréf mitt til prófessors Seips hafi nokkru valdið í þeim efnum. En einhvern veginn hefur sú skýrsla orðið kunn, og áður en varð um seinan. Ég sé í bók Torkild Hansens að skýrsla Zúchners hafi „síðar meir komið fram eftir löngum krókaleið- um meðan stóð á málsókninni gegn Hamsun" og að hún sé nú „aðal- heimildin að vitneskju okkar um hvað sagt var“. Berghof, fjallabústaöur Hitlers, sem oft var kallaöur Arnarhreiör- iö, en Þar tók Hitler á móti Hamsun. Torkild Hansen segir ítarlega frá för Hamsuns á fund Hitlers, og frá viðureign þeirra. Og nú skil ég til fulls að Ernst Zúchner, vinur Noregs og vinur Hamsuns, hafi glaðst í hjarta sínu yfir því, sem honum einum manna auðnaðist að færa í letur handa eftirtímanum. Það má Hitler eiga, að hann vildi sýna Hamsun sem mestan sóma, áður en hann vissi hvað til stóð. Hann lét einkaflugvél sína sækja hinn aldna skáldhöfðingja til Vínar- borgar, og haga öllum viðtökum eins og við ætti þegar eitt af mikilmenn- um heims sækti hann heim. Enda urðu fyrstu kveðjur þeirra alúðlegar. En þeir höfðu ekki skipst á mörgum orðum þegar Hamsun hóf máls á erindi sínu, réðst á Terboven, sakaði hann um að stefna að því að Noregur yrði Þýskt „prótektorat". Hitler stillir sig, reynir að sveigja viðtalið að öðrum efnum. En Hamsun lætur ekki slá sig út af laginu með þessu móti og herðir sóknina, heimtar frávikningu Terbovens — uns þar kemur að Hitler stendur upp og gengur út, án þess að kveðja gest sinn. Hamsun órvæntir um árangur af tilraun sinni til að bjarg'a Noregi úr klóm Terbovens — og setur að honum grát. Fyrir utan beið glæsilegur vagn til að aka honum aftur á flugstöðina. — K.A. Marie og Knut Hamsun áriö 1910 Hamsun-hjónin áriö 1939. Áriö 1951, áriö áöur en Knut Hamsun andaöist. ENN NÝTT AJAX Þykkt Ajax, skilar þér skínandi gólfum og baðherbergjum. Notið það þynnt á gólf, flísar og hreinlætistæki og Nýtt Ajax er fljótvirkt, auðvelt í notkun, með óþynnt á föst óhreinindi. f þessu nýja Ajaxi eru ferskri hreinlætisangan. sérstök hreinsiefni, sem taka því fram, sem áður hefur þekkst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.