Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978
47
Biösumar nístandi óvissu
Úr bók Gylf a Gröndal um
Jón Jónsson frá Vogum
Setberg gefur út fyrirjólin bókina
„Vonarland“ eftir Gylfa Gröndal, en það
er ævisaga Jóns Jónssonarfrá Vogum í
Mývatnssveit. Jón var uppi á nítjándu öld
(1829—1866) og var um margt óvenjulegur
maður. Hann var með afbrigðum vel
gefinn og haldinn slikri menntaþrá, að
hann lærði tungumál upp á eigin spýtur.
Hann varð til dæmis svo vel að sér í
ensku, að hannfékk langa ritsmíð eftir sig
birta í virtu ensku fræðiriti. Jón bjó í
Vogum rúman áratug, en á þeim tíma
voru harðindi ótrúlega mikil. Hann seldi
jörðina og allar eigur sinar og ákvað að
flytjast til Brasilíu með konu sinni og
fimm ungum börnum. Efni bókarinnar
verður ekki rakið nánar, en hér á eftir
birtast þrír stuttir kaflar úr henni.
Gylfi Gröndal.
Afdrifaríkar ákvarðanir eru
sjaldan teknar í einni svipan.
Þær eiga sér langan aðdrag-
anda.
Allt frá áramótum fellivetur-
inn mikla, þegar Utflutnings-
félagið var stofnað, hafði sá
þanki flögrað um í huga mér,
hvort ekki væri rétt að hætta
vonlausu hokri hér á Fróni og
hefja nýtt líf í betra landi.
I fimm ár var þessi hugsun
fjarlægur draumur, sem gaman
var að gæla við.
En hinn 10. desember 1864 fór
fram á Skútustöðum fyrsti
fundur, sem haldinn var í
Þingeyjarsýslu til að ræða í
alvöru væntanlega Brasilíuför
sumarið 1865.
Þá hafði draumurinn færzt
nær veruleikanum.
Ég var ekki viðstaddur þenn-
an fund, en þar var vinur minn
Jakob á Grímsstöðum og fleiri
mætir menn.
Seint á jólaföstu sama ár kom
Jakob til mín í björtu veðri og
taldi mig á að lesa gaumgæfi-
lega skilmálabréfið fyrir þá,
sem ganga vildu í Utflutnings-
félagið og ætluðu að fara til
Brasilíu á næstkomanda sumri.
Ég hét að hugleiða málið, en
vildi engu slá föstu, fyrr en ég
hefði rætt við konu mína.
Akvörðun sem þessa var ekki
auðvelt að taka.
Lengi velktist ég í hafróti
hugans og ólög efasemda riðu
yfir bátskel mína.
Þessum tíma eirðarleysis og
umhugsunar verður ef til vill
bezt lýst með eftirfarandi at-
viki:
Eitt sinn var ég staddur úti
við, þegar skelfing greip mig
óvænt og með öllu að ástæðu-
lausu að því er virtist.
Ég var friðlaus og hljóp inn í
bæ. Ég mátti til með að fullvissa
mig um, að Guðrún væri þar og
allt með felldu.
Hún var að strokka smjör; leit
upp um leið og ég kom og sagði
hranalega:
„Hvað er nú að?“
„Ekkert."
„Vertu þá ekki eins og vingull.
Reyndu að hafa þig að einhverju
verki.“
Ég hélt aftur út — líkt og
hundur með lafandi skott.
Ég tók þátt í að þýða handbók
útflutningsmanna, og upphaf
hennar bergmálaði sýknt og
heilagt í huga mér:
Útflutningsmaður er mikil-
vægt orð. Það felur í sér
ævarandi skilnað við ættingja
og vini. Útflutningsmaðurinn
sveigir lífsstefnu sína inn á nýja
óþekkta braut. Annarlegar
tungur, hættir, siðir; ókunnar
þjóðir og framandi lönd bíða
hans fram undan. Margár
gamalkunnar og góðar reglur og
venjur föðurlandsins verða að
breytast með nýjum siðum, og
sumar liggja brotnar að baki.
Jafnvel matur og drykkir og föt
og fénaður verður annað, þegar
komiö er yfir hin miklu
veraldarhöf.
Maðurinn verður nýr — í nýju
landi.
Það þarf þrótt og hugrekki
fyrir aldna sem unga að slíta sig
upp með rótum og leggja á hafið
út í óvissuna til fjarlægustu
staða heimsins.
Þó hafa milljónir Norðurálfu-
manna gert þetta, og eru nú að
byggja upp hina miklu og
gæðaríku Vesturálfu ...
Tíminn leið. Ákvörðun varð
ekki endalaust skotið á frest.
Loks áræddi ég að reifa málið
vi Guðrúnu.
„Jæja,“ sagði ég. „Jakob vinur
minn heldur áfram að nauða og
vill, að við fyllum flokk hans og
fleiri sómamanna og förum alla
leið til Brasilíu — að hefja þar
nýtt líf. '
Við erum bæði á bezta aldri
og eigum ung börn. Hver veit
nema okkur sé búin blæst
framtíð þar syðra?"
„Já, hver veit,“ svaraði Guð-
rún og brosti dauflega. „Við
verðum að vera sammála um
þetta,“ hélt hún áfram. „Og ætli
okkur sé vandara um en Einari í
Nesi og Jakobi á Grímsstöðum?"
Hinn 12. janúar var annar
fundur haldinn á Ljósavatni, og
var Einar í Nesi fyrir honum.
Ég fékk ekki nánar fregnir af
þessum fundi, því að ég gat ekki
sótt hann og enginn hér úr sveit.
Jakob ætlaði að vísu að vera
viðstaddur hann, en vegna
sjúkdóms, sem hann var þá
orðinn vesæll af, komst hann
ekki nema í Belg, sneri þaðan
aftur heim og lagðist rúmfastur.
Síöar frétti ég á skotspónum,
að eitthundrað og þrjátíu
áskrifendanöfn hefðu verio úr
sýslunni; allt meðtalið, börn,
karlar og konur. Nafn mitt,
konu minnar og fimm barna
voru þeirra á meðal.
Þar með var það fastráðið.
Mér kom á óvart, hve kona
mín tók málinu vel, þegar ég
færði það í tal við hana.
En Guðrún flíkar ekki til-
finningum sínum.
Eina nóttina vaknaði ég
nálægt óttu — og heyrði hana
kjökra.
Þegar við höfðum tekið
ákvörðun, leið okkur mun betur.
Nokkru síðar var sumar-
dagurinn fyrsti, mesti hátíðis-
dagur á Islandi. Mér er minnis-
stætt, hve heillaríkur hann var
fyrir mig og fjölskyldu mína.
Móðir mín reis úr rekkju
klukkan fimm að morgni og
hitaði kaffi. Hún er enn hjá
okkur; orðin 72 ára, en vel ern og
heilsuhraust. Hún verður eftir á
íslandi og fer senn til Sigríðar
systur minnar á Möðruvöllum.
Er við höfðum drukkið kaffi
og börn okkar fengið bolla af
heitri mjólk og einn sykurmola
hvert, sungum við sálm. Að því
loknu las ég ritningarstaði um
sumarkomuna og þakkaði
himnaföðurnum fyrir liðinn
vetur.
I rauninni bar mér að vera
honum þakklátur fyrir margt
fleira í tilefni af því, að við
munum ekki fagna sumri aftur
á fósturjörð vorri. Börn okkar
fimm eru öll rétt sköpuð,
heilbrigð og efnileg. Og ekkert
stórslys hefur orðið þann rúma
áratug, sem við hokruðum í
Vogum.
Við sungum annan sálm eftir
mína fátæklegu predikun, geng-
um síðan út á hlað — og
signdum okkur.
Ég tók óðara eftir, að veðrið
hafði breytzt, en því er ekki
alltaf að heilsa fyrsta dag
sumars á landi hér.
Nú var logn og þeyviðri, en
Vængjaþytur í víðum geimi.
Dagarnir líða löturhægt á
þessu biðsumri nístandi óvissu.
Stangarbakkahúsið er orðið
að miðstöð útflutningsmanna.
Hingað koma þeir daglega til að
leita frétta; segja frá því, sem
þeir hafa orðið vísari; stappa
stálinu . hver í annan; halda
voninni við sem lengst.
Og alltaf öðru hverju hefur
einhverjum tekizt að verða sér
úti um tár til a draga úr
Jón Jónsson frá Vogum (1829—1866). — Myndin er eftir Arngrím
Gíslason málara, og er hún nú varðveitt í Þjóðminjasafni íslands.
hafði gengið á méð hriðjum
undanfarna daga.
Snjór var þiðnaður næst
vatninu, en ofar var enn svell-
bunga.
Þar sem við stóðum þarna á
hlaðinu, gerðist það undur, að
sólin brauzt fram á milli dökkra
skýja og sindraði á hjarninu.
Ég fór út í fjárhús og gaf
kindunum ríflega, svo að þær
mættu líka fagna á þessum degi.
Móðir min tók að sýsla í búrinu,
en Guðrún mjólkaði kýrnar.
Að loknum þessum morgun-
verkum, tók ég bát minn og reri
út á vatnið að vitja um netin.
Guðrún var í góðu skapi og fór
með mér. Átta silungar voru í
netunum, en allir fremur smáir.
Klukkan níu reiddi Guðrún
fram m'orgunverö vel útilátinn:
Hertan silung, saltað sauðakjöt,
brauð og smjör og nóga mjólk.
Enda þótt matur þessi væri
borinn fram á einfaldan hátt,
nutum við hans jafn-vel og
kóngafólk, sem situr að
kræsingum.
Við vorum öll orðin mett.
Ég tók fram fiðluna mína.
Börnin söfnuðust í kringum mig,
og við sungum gamalkunnug
lög.
Guðrún hlustaði á með vel-
þóknun og gaf yngsta barninu
brjóst.
Hvílíkur dýrðardagur!
Það er nón og sólargeislar
falla á kyrrt yfirborð Mývatns.
Nokkrir farfuglar eru þegar
komnir, en fleiri eru á leiðinni:
sviðanum, sem virðist setztur að
í brjóstinu að fullu og öllu.
Næturnar eru verstar. Þá er
ekkert til að dreifa huganum; þá
safnast allt í einn stað, sem sagt
hefur verið um okkur Brasilíu-
bjálfa:
„Þið anið á undan foringjum
félagsins, sem eru svo hyggnir
að sitja heima og sjá, hvernig
gengur."
„Leiðin er löng og skuggaleg.“
„Þið eruð allt of fátækir og
óupplýstir og þekkið ekkert til
tungumála."
(Hið siðasttalda var nú ekki
með öllu rétt hvaö sjálfan mig
áhrærði.)
„Þið farið læknislausir og
deyið svo af smákvillum."
(Skyldi ekki skaparinn vera
jafn náðugur og líknsamur
jarðarbörnum sínum, hvort sem
þau njóta leiðsagnar klerks eða
ekki?)
„Þið ganið foringjalausir og
verðið sem villtir. sauðir meðal
úlfa.“
„Þið eruð óþekktir og hafið
ekkert álit í augum stjórnarinn-
ar.“
„Þið þekkið ekki lög landsins
né lífsvenjur."
„Þið hafið engan landspart
eða stað til að hverfa til.“
„Þið sundrizt og glatið
íslenzku þjóðerni.“
„Þið flækizt til baka, ef þið
getið, félausir og fatlaðir á önd
og líkama.“
„Þið lendið á gömlu hreppun-
um ykkar heima á íslandi!"
Hve erfitt var ekki að liggja
undir slíkum áburði, án þess að
geta hrakið hann lið fyrir lið?
Ég bylti mér af einni hlið á
aðra og kom ekki dúr á auga.
Erfiðast þótti mér að kyngja
því, að við vorum foringjalausir.
Hvað um Jakob á Grímsstöð-
um?
* Er ég reis ósofinn úr rekkju í
dagrenningu, hafði ég tekið þá
ákvörðun að söðla hest og sækja
Jakob heim til að fá úr því
skorið í eitt skipti fyrir öll,
hvort hann kæmi með eða ekki.
Okkur er vel til vina, og í
rauninni hafði hann talið mig á
að gerast útflutningsmaður.
Þetta var um Jónsmessu og
nóttlaus voröld á Norðurlandi.
En ég gat ekki notið fegurðar-
innar að þessu sinni.
Jakob tók mér hið bezta. Ekki
var þó laust við, að mér þætti
hann ögn flóttalegur til augn-
anna.
Hann er tröllslega vaxinn og
traustvekjandi í bezta máta.
Hjarta mitt barðist ótt og títt,
er ég vék beint að efninu og
spurði:
„Kemurðu með okkur,
Jakob?"
„Nei, Jón minn,“ svaraði hann
með hægð, eins og hann gerði
sér ekki grein fyrir, hvílíkur
stóridómur svar hans var.
Ég reiðist sjaldan.
En nú varð mér heitt í hamsi.
Ég titraði og skalf:
„Hvers vegna í ósköpunum
ekki? Þú ert upphafsmaður að
þessu ævintýri með Einari í
Nesi. Hver á að vera leiðtogi
hópsins. Þið hafið leitt hundrað
og fimmtíu saklaus fórnarlömb
út í algjöra óvissu og hlaupizt
svo sjálfir á brott frá öllu
saman."
Jakob var yfirmáta sorg-
mæddur á svip:
„Ég er ekki tilbúinn enn,“
sagði hann. „En eflaust kem ég
síðar. Ég hélt satt að segja, að
þér og öðrum útflutningsmönn-
um væri ljóst, að ég yrði ekki
með í þessurh hópi. Strax á
fyrsta fundinum kom þetta til
tals. Þá lýsti ég því yfir, að mig
fýsti fararinnar, en taldi ýmis
tormerki á því og bjóst heldur
við, að líklega væri, að ekkert
gæti orðið af för minni að
sinni.“
Hann hélt áfram að tala, en
ég hlustaði naumast á hann.
Þegar hann þagnaði, spurði ég:
„Veiztu, hvað um okkur er
sagt?“
„Veit ég það vel, Jón minn,“
svaraði hann. „Ég hef líka heyrt
þetta skraf ýmissa merkis-
manna um Brasilíuflutning.
Þeir eru sem fyrr fullir með
spádóma, smíðar og getsakir.
Einkum munu flestir geistlegrar
stéttár menn mjög á móti þessu
uppátæki.
Eitt hygg ég þó, að enginn
þori að draga í efa. Og hafðu það
í huga, Jón:
Ef för þessi lánast, verður það
mikið happ. Þá munu allir vilja
flytja af landinu."
Hann bauð mér að gista um
nóttina, en ég hafði ekki skap i
mér til að þiggja það.
Þegar við kvöddumst, sagði
hann við mig:
„Ég fæ ekki séð, hvers vegna
við Einar þurfum að fara með,
þótt það hafi komið í okkar hlut
að annast undirbúning farar-
innar. Vertu hughraustur, Jón.
Skipið hlýtur að koma.“
Ég reið undir heiðum sumar-
himni og fann í fyrsta skipti til
raunverulegs ótta.
Þó var ekki útséð um, að
skipið kæmi og förin mundi
heppnast.
Én Guðrún hafði sagt:
„Ætli okkur sé vandara um en
Einari í Nesi og Jakobi á
Grímsstöðum?"
Forsenda þátttöku okkar í
Brasilíuævintvrinu var brostin.