Morgunblaðið - 07.11.1978, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978
3
Ljósm : RAX.
Stefnt að opnari umræð-
um um innanflokksmál
— sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á blaðamannafundi í gær
GEIR HALLGRÍMSSON, formaöur Sjálfstæðisflokksins, boöaði í
gær til blaðamannafundar í framhaldi af flokksráðs- og
formannaráðstefnu flokksins, sem haldin var um helgina. Auk Geirs
voru á fundinum Sigurður Hafstein, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins, og Birgir ísleifur Gunnarsson.
Geir sagði, að líklega væri
þetta fyrsti blaðamannafundur-
inn sem Sjálfstæðisflokkurinn
boðaði til. Fundurinn væri þáttur
í þeirri viðleitni flokksins að
aðlaga sig nýjum aðstæðum í
þjóðfélaginu, og hluti þess væri
að opna umræður um innan-
flokksmál. Kvaðst Geir vænta
þess að flokkurinn þyldi slíka
hreinskilni og hreinskiptni, og að
kjósendur kynnu að meta slík
vinnubrögð.
A fundinum var blaðamönnum
afhent álit nefndar er miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins setti á lagg-
irnar í sumar til að kanna orsakir
byggða- og alþingiskosninganna í
vor, og einnig fjallaði um mál-
efnalega stefnumótun flokksins,
skipulagsmál og fleira. Nefndina
skipuðu sjö menn, og var Birgir
ísleifur Gunnarsson formaður
nefndarinnar.
Geir Hallgrímsson sagði, að
fulltrúar á flokksráðsfundinum
hefðu verið sammála um að birta
álit nefndarinnar opinberlega. Þá
verður það einnig sent út til
flokksfélaganna, þar sem það
verður tekið til athugunar og
umfjöllunar. Síðar verður svo
óskað eftir ábendingum og tillög-
um að skipulagi flokksins. Sagði
Geir að þeim hugmyndum yrði
safnað saman og þær teknar til
nánari athugunar. Verða þær
síðan felldar að skipuiagsreglum
flokksins, og lagðar fyrir lands-
fund sem haldinn verður í vor.
Álit nefndarinnar er birt í heild
(fyrri hluti) á öðrum stað í
Morgunblaðinu í dag.
Á blaðamannafundinum gerði
Birgir Isleifur Gunnarsson einnig
grein fyrir helstu atriðum í
greinargerð nefndarinnar.
í áliti nefndarinnar eru gerðar
tillögur um fjölmörg atriði, sem
snerta skipulag og starfsemi
flokksins. Má þar nefna meðal
annars tillögur um aukið
fræðslu- og útbreiðslustarf á
vegum flokksins, eflingu verka-
lýðsráðs flokksins og nýjar hug-
myndir um prófkjör. I því sam-
bandi er bent á nauðsyn þess að
allir stjórnmálaflokkar haldi
prófkjör sín á sama degi og á
sama stað. Flokkarnir hafi sam-
eiginlegan kjörseðil, þannig að
hver kjósandi geti aðeins tekið
þátt í prófkjöri hjá einum flokki.
Þá má nefna tillögur um
hvernig staðið skuli að málefna-
legri stefnumótun flokksins, þar
sem áhersla er lögð á virka
samvinnu við flokksmenn um
land allt um undirbúning stefnu-
mótunar.
Enn má nefna að gerðar eru
tillögur um að breikka grundvöll
að styrktarmannakerfi flokksins,
um breytta skipan á starfsliði
flokksins og auka nýtingu Sjálf-
stæðishússins.
Geir Ilallgrímsson á blaða-
mannafundinum síðdegis í
gær. Sigurður Hafstein.
framkvæmdastjóri Sjálf-
stæðisflokksins til yinstri.
til hægri Birgir ísleifur
Gunnarsson borgarfull-
trúi.
Meðal þess sem nefndin leggur
til, er að forystumynstri flokks-
ins verði breytt. Stofnað verði
embætti ritara, er kosinn verði
sérstaklega á landsfundi. Verk-
efni hans verði fyrst og fremst að
starfa að innri málefnum flokks-
ins. Hann verði jafnframt for-
maður fimm manna fram-
kvæmdastjórnar, er miðstjórn
kýs.
Verkefni framkvæmdastjórnar
verði í meginatriðum: Að vinna
almennt að eflingu flokksstarfs-
ins í einstökum kjördæmum og
byggðarlögum í samvinnu við
viðkomandi flokksstofnanir og
samtök. Hafa á hendi umsjón
með útbreiðslu- og áróðursmálum
flokksins í samvinnu við út-
breiðslunefnd. Fylgjast með
störfum málefnanefnda, sam-
ræma störf þeirra og koma á
framfæri tillögum og hugmynd-
um nefndanna. Fylgjast með
störfum fjármálaráðs og annarra
þeirra nefnda, sem kosnar eru á
vegum miðstjórnar. Fylgjast með
starfsmannahaldi flokksins og
skrifstofuhaldi.
Birgir Isleifur skýrði frá því, að
tveir nefndarmanna hafi gert
fyrirvara á um þennan þátt álits
nefndarinnar. Hafi þeir skýrt
fyrirvarann á þann hátt, að
stofna ætti sérstakt embætti
formanns miðstjórnar, er kosinn
skyldi á landsfundi, í stað em-
bættis ritara.
Geir Hallgrímsson sagði, að
mikilsverðar upplýsingar væri að
finna í skýrslu nefndarinnar, en
þó væri það svo að menn kynni að
greina á um ýmis atriði, einkum
hvað varðaði skýringar manna á
úrslitum kosninganna. Því ætti
fremur að líta á skýrsluna sem
grundvöll frekari umræðna held-
ur en einhvern stórasannleik í
málinu.
Sjá fyrri hluta skýrslu um kosn-
ingaúrslit bls. 16—17 og stjórn-
málaályktun bls. 20—21.
MEÐ
FLDRIDH
Flórida í allan vetur.
Seljum farseöla um
allan heim.
FERDA
MIDSTÖÐINNI
NÖR
HSHING
Nor fishing
Oslo 20—26 nóv.
KANARÍ
EYJAR
Kanaríeyjar í allan vetur.
Ferðamiðstöðin hf.
« Aðalstræti 9 - Símar 11255 - 12940