Morgunblaðið - 07.11.1978, Síða 10

Morgunblaðið - 07.11.1978, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978 Eins og grcint var frá í frétt Mbl. síðastliðinn þriðjudag hcfur norsk húsgagnaverksmiðja. Hjellegjerdc stolfabrikk, lagt fram kæru á hcndur Trésmiðj- unni Mciði í Reykjavík. Norska fyrirtækið telur Meið framleiða eftirlikingu af stól sem þeir framleiða og ber nafnið Luna. Upphaf þessa máls er það að Meiður hóf á síðasta ári fram- leiðslu á eftirlíkingu þessara stóla en sú framleiðsla var stöðvuð að ósk norska fyrirtækisins. í sumar hefur meiður síðan framleiðslu á stólum sem fljótt á litið eru mjög líkir þeim norsku. Hjellegjerde stolfabrikk krafðist þess þá að nýju, á sömu röksemdum og áður, að framleiðslan yrði stöðvuð en Meiður neitaði að verða við þeirri kröfu. Nú hefur farið fram mat á þessum tveimur stólum og mátu dómskvaddir menn stól Meiðs og gáfu þann úrskurð að ekki væri um eftirlíkingu að ræða. Nú hefur lögmaður norska fyrirtækisins óskað eftir þriggja manna dóms- mati og er málið enn á því stigi að sögn lögmanns Meiðs. Umboðs- maður Hjellegjerde á íslandi er Sigmundur Kristjánsson og hefur hann gætt hagsmuna fyrirtækis- ins hér á landi. Forstjóri Trésmiðjunnar Meiðs er Emil Hjartarson og sagði hann m.a. í viðtali við Mbl. að fyrir nokkrum vikum hefði hann verið kallaður á fund lögfræðinga Hjellegjerde þar sem forstjóri þess fyrirtækis var þá staddur hér á landi. Emil kvaðst hafa mætt á Emil Hjartarson. „Deilurnar eru ólíkar kynnum mínum af norskum húsgagnaframleiðendum” — segir Emil Hjartarson forstjóri Trésmidjunnar Meids Á þessum myndum er hægt að sjá mis- muninn á upp- byggingu norska stólsins og þess ís- lenzka. Á mynd t.h. má sjá grind Luna—stólsins tekna í sundur. Grindin er sett saman úr 48 hlut- um og er hver þeirra með á myndinni. T.v. er grind íslenzka stóls- ins og er hún gerð úr 30 hlutum. Er mynd- irnar eru skoðaðar má sjá að engir tveir hlutir af þessum 78 eru eins. Þessar myndir sýna útlit og festingu höfuðpúða Luna-stólsins og íslenzka stóisins, sem er t.v.. Betri skákmaðurinn varð að lúta í lægra haldi... ÞAÐ er sorgleg staðreynd að Karpov vann ekki verðskuldað- an sigur í heimsmeistaraein- víginu í skák, sem lyktaði á þann veg að heimsmeistarinn hlaut sex vinninga á móti fimm vinningum áskorandans, en 21 skák endaði með jafntefli. Við upphaf einvígisins áleit ég að Karpov mundi gangá með næsta auðveldan sigur af hólmi, þar sem hann hafði staðið sig með miklum ágætum í skák- mótum næstu þrjú ár á undan eða frá því að honum var dæmdur heimsmeistaratitillinn þegar Bobby Fischer neitaði að verja titil sinn. Ég man meira að segja ekki eftir heimsmeist- ara sem ’spilað hefur í jafn mörgum stórmótum með jafn góðum árangri og Karpov. En í einvíginu breytti Karpov um stíl. Hann sóttist sjaldam eftir frumkvæðinu í skákunum og um leið og honum fannst minnsta hætta vera á ferðum lagðist hann í vörn. Sennilega hefur hann með þessari spilaað- ferð viljað bíða og sjá hver þróunin yrði og talið að með þessu tækist honum að rugla andstæðing sinn í ríminu. Endirinn varð sá sem Karpov hafði óskað sér, en það var þó ekki fyrir að hernaðaráætlun hans við taflborðið hafi gengið upp öllu fremur 'fyrir tilstuðlan ýmissa mála all óskyldum skák- listinni. Þar sem sovéska fylkingin hafði orðið þess áskynja eftir viðureign Spasskys og Korchnois í Belgrad í undanúr- slitunum að Korchnoi virtist trúa á mátt dularsálfræðinnar hafði fylkingin dularsálfræðing- inn Zoukhar meðferðis til Filipseyja. Látið var uppi að hann hefði komið til að líta eftir andlegri heilsu Karpovs, en hann hafði þó augljóslega það eitt hlutverk að setjast á áberandi stað á áhorfendabekkj- unum og stara á Korchnoi meðan á hverri skák stóð. Ég á bágt með að trúa því að Zoukhar hafi dáleitt Korchnoi eða haft áhrif á þankagang áskorandans. En það var þó augljóst að Sovétmenn ætluðust til þess að Korchnoi teldi að Zoukhar gæti haft dáleiðsluáhrif með því að setjast svo nærri skákmönnun- um og stara. Og þeim varð að ósk sinni. Eftir 17 umferðir var staðan 4—1 fyrir Karpov og Korchnoi virtist ekki ætla að fá rönd við reist. í örvæntingu sinni fékk Korchnoi tveimur skákum frest- að og leitaði aðstoðar í höfuð- borginni Manila. Hann dvaldi í um viku tlma í Manila og hitti hann þar tvo meðlimi úr Ananda Marga hreyfingunni sem kenndu honum innhverfa íhugun og ýmsar jóga-æfingar. „Lækning" þeirra hafði áhrif á Korchnoi. Hann gerði jafntefli í næstu þremur skákum og vann síðan 21. skákina, en tapaði að Karpov vísu svo 27. skákinni eftir nokkrar jafnteflisskákir. Þegar áskorandinn tapaði 27. skákinni var hann dauðans matur og ekkert annað en stórtap blasti við, því staðan var 5—2 Karpov í vil. En Korchnoi átti lieldur betur eftir að snúa dæminu við, því á stórkostlegan hátt vann hann næstu þrjár skákir og áður en menn höfðu almennilega áttað sig á hlutunum voru skák- meistararnir jafnir að vinning- um þar sem hvor um sig var með fimm vinninga. Alls höfðu meistararnir gert 21 jafntefli og í næstu skák, 32. í röðinni, Korchnoi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.