Morgunblaðið - 07.11.1978, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978
Flokksráðs- og formannaráðstefna Sjálfstæðisflokksins:
Nefndarálit um kosninga-
úrslitin, stefnumótun og
skipulagsreglur flokksins
Á flokksráðs- og formannaráðstcfnu Sjálfstæðisflokksins, sem lauk síðdegis á sunnudag, fóru fram
miklar umræður um úrslit kosninganna síðast liðið vor, stefnumótun flokksins í framtiðinni og um
skipulagsmál. Grundvöllur umræðnanna voru tillögur nefndar er miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skipaði í
sumar til að fjalla um framangreind atriði. Var upphaflega gert ráð fyrir að nefndarmenn yrðu fimm, en
síðast bættust tveir við.
Á flokksráðs- og formannaráðstcfnunni var samþykkt, að birta opinberlega álit nefndarinnar, og verður
hún nú send hinum ýmsu félögum og samtökum sjálfstæðismanna til umfjöllunar.
Álit nefndarinnar fer hér á eftir, eins og það var lagt fyrir flokksráðs- og formannaráðstefnuna. Síðari
hluti nefndarálitsins verður birtur í blaðinu síðar.
I. Inngangur
„Þann 13. júlí 1978 var svohljóð-
andi tillaga samþykkt á fundi
miðstjórnar og þingflokks:
„Sameiginlegur fundur miðstjórn-
ar og þingflokks Sjálfstaeðisflokks-
ins haldinn í Valhöll 13. júlí 1978
samþykkir að kjósa fimm manna
nefnd til að:
1. Kanna orsakir kosningaúrslita í
byggða- og Alþingiskosningunum
1978.
2. Fjalla um málefnalega stefnu-
mótun, skipulagslega uppbyggingu,
útbreiðslustarf, fjármögnun, starfs-
mannahald og rekstur Sjálfstæðis-
flokksins.
Nefndinni er falið að kanna
viðhorf forráðamanna
flokkssamtak kanna og skila áliti og
tillögum til miðstjórnar og þing-
flokks fyrir 15. ágúst 1978.
Með nefndinni starfa fram-
kvæmdastjóri flokksins og fram-
kvæmdastjóri þingflokksins".
í nefndina voru kjörin: Birgir ísl.
Gunnarsson, sem jafnframt var
fjalla um og loks greinargerð með
-tillögunum.
Einn nefndarmanna, Ingólfur
'Jónsson hafði ekki aðstöðu til að
•mæta á síðustu fundum nefndarinn-
ar og tók því ekki þátt í lokaaf-
greiðslu málsins.
II. Úrslit
kosninganna
Eitt verkefni nefndarinnar er að
reyna að meta ástæður þær er lágu
til kosningaósigurs Sjálfstæðis-
flokksins í sveitastjórnarkosningun-
um í maí og alþingiskosningunum í
júní s.l. Það álit sem hér fer á eftir
byggir annars vegar á umræðum er
fram hafa farið innan nefndarinnar
en hins vegar á viðtölum við
einstaklinga, svo og álitsgerðum
þeirra aðila er nefndin leitaði til,
sem voru fulltrúa- og kjördæmisráð
Sjálfstæðisflokksins.
1. Efnahagsmál
Það er skoðun nefndarinnar að
engin ein ástæða verði talin hafa
og að Sjálfstæðisflokksins væri þörf
við úrlausn mála, ef takast ætti að
koma á festu í efnahagsmálum
þjóðarinnar að nýju. Skilningur
virtist fyrir því meðal þjóðarinnar
fyrri hluta kjörtímabilsins, að rót-
tækra aðgerða væri þörf. Sjálf-
stæðisflokknum tókst þó ekki að
nýta til fulls þennan jarðveg, og
fylgja kosningasigri sínum þannig
eftir. Enginn vafi er á því, aö
samstarfið við Framsóknarflokkur-
inn var hemill á nauðsynlegar
aðgerðir. Framsóknarflokkurinn var
forystuflokkur í vinstri stjórninni og
því tregur til að viðurkenna mistökin
þar og að nauðsyn bæri til að breyta
um stefnu.
Efnahagsaðgerðirnar haustið 1974
voru verulegar viðnámsaðgerðir er
haft hefðu frambúðarþýðingu ef ekki
hefði komið til ófyrirsjáanlegt
verðfall á meginútflutningsvörum
þjóðarinnar, sem leiddi til þess,
ásamt hækkandi innflutningsverði,
að viðskiptakjör hríðversnuðu og þar
með minnkaði það sem þjóðin hafði
•
liluti ráóstefnufulltrúa á fundi á Ilótel Esju á laugardag. Fremst á myndinni eru flokksráðsmenn úr
Norðurlandskjördæmi eystra.
formaður, Ellert B. Schram, Inga
Jóna Þórðardóttir, Ingólfur Jónsson,
Jón Magnússon, Pétur Sigurðsson og
Sigurlaug Bjarnadóttir. Jafnframt
störfuðu með nefndinni Sigurður
Hafstein, framkvæmdastjóri flokks-
ins og Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, framkvæmdastjóri þingflokks-
ins.
Nefndin hóf störf strax eftir að
hún var skipuð og lét það verða sitt
fyrsta verk að senda spurningalista
til formanna- allra fulltrúaráða og
kjördæmisráða flokksins. Voru
þannig send út 44 bréf. Svör bárust
frá 18 aðilum, þar af frá öllum
kjördæmisráðum nema einu. Að auki
sendi Fulltrúaráð flokksins í Reykja-
' vík svör, sem þeim bárust frá 14
flokksfélögum í Reykjavík.
Fljótlega kom í ljós, að nefndinni
var skammtaður of naumur tími til
^ð skila áliti og var miðstjórn skýrt
frá því. Gerður var útdráttur úr
svörum þeim, sem bárust og er sú
greinargerð II. kafli þessa álits. Þá
koma tillögur um þau mál, sem
nefndinni var sérstaklega falið að
valdið þeim hnekki er Sjálfstæðis-
flokkurinn beið í kosningunum 1978
einkum þó alþingiskosningunum.
Þrátt fyrir þessa staðreynd fer ekki
á milli mála að efnahagsmál voru
meginmál kosninganna og að verð-
bólgan reyndist flokknum þung í
skauti, og þótt önnur mál hafi haft
þýðingu dró úr henni að þessu sinni
vegna efnahagsmálanna. Hér er ekki
fyrst og fremst átt við það, að
umræðan í kosningabaráttunni hafi
snúizt nær einvörðungu um þennan
málaflokk heldur fremur hitt, að í
þessum mikilvægasta málaflokki
kosninganna töldu kjósendur að
Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki
uppfyllt vonir sínar.
Arið 1974, er ný stjórn var mynduð
undir forystu Sjálfstæðisflokksins,
áttu kjósendur von á róttækum
efnahagsaðgerðum í kjölfar fjár-
málaóreiðu þeirrar, er vinstri stjórn-
in (1971—1974) hafði leitt yfir
þjóðina með eyðslustefnu sinni og
aðgerðum í efnahagsmálum. Sjálf-
stæðisflokkurinn hafði líka fyrir
kosningarnar 1974 gefið ótvírætt í
skyn, að róttækra aögerða væri þörf
til ráðstöfunar. Efnahagsaðgerðir
voru því framkvæmdar á ný fyrri
hluta árs 1975. En aðgerðir þessar
ollu ekki straumhvörfum í íslenzkum
efnahagsmálum, heldur voru fyrst
og fremst viðnámsaðgerðir vegna
nýrra áfalla.
Þá varð framkvæmda- og lög-
gjafarvaldinu það samtímis á, að
vera ekki sjálfu sér samkvæmt. Af
opinberri hálfu var haldið uppi of
miklum framkvæmdum og fjárfest-
ingu miðað við ríkjandi aðstæður,
sem annars vegar höfðu í för með sér
þensluáhrif en hins vegar sýndu, að
ríkisvaldið gekk ekki fram fyrir
skjöldu með niðurskurð af sinni
hálfu jafnhliða því sem það dró
verulega úr einkaneyslu. Einkum
hafa Kröfluvirkjun og Borgar-
fjarðarbrú verið nefndar í þessu
sambandi. Samdráttur einkaneyslu
án tilsvarandi samdráttar opinberr-
ar neyslu átti þannig þátt í að ýta
undir kröfugerð í þjóðfélaginu. Hin
aukna kröfugerð leiddi síðan til
hinnar óraunhæfu kjarasamninga í
júní og október 1977.
Það er skoðun nefndarinnar að við
lok júnísamninganna 1977 hafi
Sjálfstæðisflokknum láðst að skýra
sem skyldi. hvaða afleiðingar þessir
samningar aðila vinnumarkaðarins
hefðu fyrir þjóðarheildina og barátt-
una við verðbólguna. Þá hefði
fyllilega komið til greina að ríkis-
stjórnin neitaði fulltingi við samn-
ingana og firrti sig þannig á
skýlausan hátt ábyrgð af þeim.
Októbersamningarnir við opinbera
starfsmenn voru í raun afleiðing
fyrri samninga og tóku af öll tvímæli
um það, hvað væri að ske í
efnahagsþróun þjóðarinnar. Hin
síðbúnu viðbrögð, sem síðan fólust í
febrúarlögunum í vetur gengu í rétta
átt, en náðu ekki hljómgrunni hjá
kjósendum m.a. vegna þess, að þeir
töldu að ríkisvaldið hefði í raun
staðfest fyrir sitt leyti júnísamning-
ana með undirskrift undir október-
samningana og þannig gefið mönn-
um ástæðu til að ætla að þessir
samningar gætu verið raunhæfir.
Misnotkun stjórnapandstöðu á valdi
launþegasamtaka kom og í veg fyrir
að efnahagsaðgerðir næðu tilgangi
sínum. Ástæður þær, er hér hafa
verið raktar, höfðu alvarlegar
afleiðingar fyrir Sjálfstæðisflokkinn
þar eð hann er það þjóðfélagsafl sem
þjóðin hefur treyst til að ráða
fjármálum sínum á erfiðleikatímum.
í tengslum við febrúaraðgerðirnar
liggur síðan önnur ástæða fyrir
kosningaósigri Sjálfstæðisflokksins,
sem hefur haft veigamikla þýðingu,
en það er skortur á skýringum á
þeim efnahagsaðgerðum svo og
öðrum ráðstöfunum, sem gripið var
til á hinum ýmsu tímum valdaskeiðs
ríkisstjórnarinnar. Sjálfstæðisfólki
og þá ekki síður öðrum kjósendum
skorti tilfinnanlega á kjörtímabilinu
rök fyrir aðgerðum stjórnvalda á
hverjum tíma, — réttlætingu á þeim
og þá um leið sannfæringu fyrir
réttmæti þeirra. Hér er um að ræða
geysilega mikilvægan þátt í upplýs-
ingamiðlun og dreifingu aðgengi-
legra og auðskilinna staðreynda, sem
eru forsenda þess að afla skilnings
og fylgis þeim ráðstöfunum, sem
gripið er til. Hér er um að ræða einn
mikilvægasta þátt stjórnmálabar-
áttunnar, sem leggja verður áherzlu
á, ef Sjálfstæðisflokknum á í framtíð
að takast að fá þjóðfélagsþegnana til
liðs við sig eða a.m.k. sýna skilning
þeim aðgerðum, er hann síðar kann
að þurfa að eiga þátt í að fram-
kvæma.
Framangreindu til áréttingar má
nefna sem dæmi, að á 3ja mánaða
fresti breytist verð landbúnaðarvara
og þó svo hafi'verið um margra ára
skeið þá er fjöldi fólks, sem ekki
skilur enn eða gleymir samhengi
verðhækkunaráhrifa hins sjálfvirka
vísitölukerfis og stjórnvöld hafa ekki
nema stundum séð ástæðu til að
skýra út fyrir fólki þetta samhengi
og þá um leið hverjar eru ástæður
hækkananna.
Til úrbóta varðandi framangreind
atriði vísast til tillagna hér síðar í
álitsgerð þessari.
2. Forysta flokksins.
Mjög hefur verið haft á orði hin
síðari ár að ágreiningur hafi verið og
sé meðal forystumanna Sjálfstæðis-
flokksins. Þessi orðrómur hefur að
mati nefndarinnar veikt traust
margra á flokknum og valdið því að
flokksmenn hafa ekki gengið eins
samhentir til kosninga og kosninga-
undirbúnings og nauðsynlegt var.
Það er ljóst, a.m.k. að afioknum
síðustu kosningum að flokksmenn
telja sig geta gert þá kröfu til
forystumanna sinna, að þeir standi
saman og starfi saman af heilindum
og með heill flokksins í huga. Þetta á
ekki aðeins við um forystumenn
flokksins í þrengsta skilningi heldur
gildir hið sama að sjálfsögðu um
þingmenn flokksins og aðra þá er til
forystu hafa valizt. Þá er það og
umkvörtunarefni flokksmanna að
þessi forystusveit Sjálfstæðisflokks-
ins hafi ekki verið í nægilegum
tengslum við hinn almenna flokks-
mann og flokksstarfið í heild.
3. Prófkjör.
Sjálfstæðisflokkurinn efndi víða
til prófkjöra bæði fyrir sveitar-
stjórnar- og alþingiskosningarnar.
Hér var um að ræða opin prófkjör,
og þar sem reynt var að vekja sem
mesta athygli á frambjóðendum og
tryggja mikla þátttöku. Víðtæk
kosningabarátta átti sér stað fyrir
þessi prófkjör af hálfu margra
þeirra er þátt tóku í þeim og
stuðningsmanna þeirra. Að prófkjör-
unum loknum og þegar kom að
hinum eiginlegu kosningum varð
hinsvegar ljóst, að prófkjörin höfðu
skapað vissan kosningaleiða í röðum
sjálfstæðismanna auk þess sem
prófkjörsbaráttan hafði víða valdið
sárindum, sem ekki höfðu gróið um
heilt er kosningar fóru fram. Þá má
til sanns vegar færa, að baráttan í
sumum þessum prófkjörum bar of
sterkan keim af hreppapólitík og
þurfti því ekki að gefa rétta mynd af
vilja kjósenda í kjördæmunum sem
heild. Þá voru baráttu aðferðir
stuðningsmanna einstakra fram-
bjóðenda umdeildar. Á grundvelli
fenginnar reynslu af prófkjörum eru
settar fram nokkrar tillögur síðar í
álitsgerð þessari auk þess sem
skipuð hefur verið nefnd á vegum
Skipulagsnefndar Sj álfstæðisflokks-
ins, er hefur þáð verkefni að gera
heildarúttekt á prófkjörsfyrirkomu-
lagi flokksins og er nefndinni gert að
skila tillögum fyrir áramót.
4. Slaknandi siðferði.
Sú umræða sem varð á kjörtíma-
bilinu um fjársvikamál, glæpi og
spillingu í þjóðfélaginu kom tví-
mælalaust niður á stjórnarflokkun-
um, Framsóknarflokki og Sjálfstæð-
isflokki, þar eð þau bentu til vaxandi
uppiausnar í því þjóðfélagi, sem
þessir flokkar stjórnuðu. Umræða
sú, er Alþýðuflokkurinn hafði frum-
kvæði i að halda uppi og sá áróður
hans, að hreinsa þyrfti ærlega til,
féll óumdeilanlega í góðan jarðveg,
sem sýnir glöggt að fólk lítur þessi
mál alvarlegum augum.
5. Sveitarstjórnarkosningar.
Þau atriði, sem rakin hafa verið
hér á undan, snúa að meginefni til að
úrslitum bæði sveitarstjórna- og
alþingiskosninga, enda eiga úrslit
þeirra, að áliti nefndarinnar, sér
rætur í sömu orsökum. Víðast hvar
um landið var í sveitarstjórnarkosn-
ingunum fyrst og fremst kosið um
landsmál. Því má fullyrða að sú
áætlun Sjálfstæðisflokksins að
reyna að einskorða umræðuna fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar við
sveitarstjórnarmál, í þeim mæli sem
stefnt var að, tókst ekki. Þó er það
líklegt, að þessi áætlun hafi verið
réttmæt miðað við aðstæður og
hugsanlega forðað flokknum frá enn
tilfinnanlegra tapi í þeim kosning-
um.
6. Ýmislegt.
Þegar litið er til baka, er Ijóst að
Sjálfstæðisflokkurinn gekk ekki
nægjanlega samhentur til kosninga.
Þá gerði Sjálfstæðisflokkurinn ekki
nægilegan greinarmun á því, sem
hann vildi stefna að í þjóðmálum og
þvi sem samstaöa náðist um i
ríkisstjórn, með þeim afleiðingum,
að í vitund fólks var ekki mögulegt
að greina þarna á milli og er þetta
ekki í fyrsta skipti, sem slíkt hendir
Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarað-
stöðu honum tiP tjóns. Ennfremur
skorti á, að flokkurinn kynnti stefnu
sína með einföldum og hnitmiðuðum
hætti, sem auðveldaði stuðnings-
mönnum hans að tala máli hans á
þann hátt að allir skildu, hver væru