Morgunblaðið - 07.11.1978, Side 19

Morgunblaðið - 07.11.1978, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978 19 Fyrsta skóflustungan að kirkjubyggingu í Breiðholti var tekin á sunnudag, og var það sr. Lárus Hallddórsson, sóknarprestur í Breiðholtsprestakalli sem það gerði. Kirkjan rís í Mjóddinni en hana teiknuðu þeir Guðmundur Kr. Kristinsson og Ferdínand Alfreðsson, arkitektar. Hér sést þegar sr. Lárus tók fyrstu skóflustunguna. Sjálfstæðisflokkurinn: Ár barnsins megi leiða til umbóta Á flokksráðs- og formannaráð- stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem haldin var um helgina, var meðal annars samþykkt ályktun, þar sem sjálfstæðismenn eru hvattir til að gera sitt til að „Ár barnsins“ verði sem árangursrík- ast. Ályktunin er svohljóðandi: Saltað fyrír 40 þúsund á einum degi Hvoli, Ölfusi, 6. nóvember. — Söltunarstöðin Borgir hf. og Meitillinn hf. hafa verið rekin sem samrekstrarfélög síðan 1969. Jón Þ. Árnason frá Raufarhöfn flutti starfsemi sina suður og myndaði sam- rekstrarfélag við Meitilinn, þannig að Meitillinn útvegar húsin en Borgir áhöld. Allt síðan hefur verið söltuð Suðurlandssíld og í fyrra fóru bátarnir að fá veiðileyfi, og var þá alls saltað í 7 þúsund tunnur. í haust byrjaði söltun 12. október, fyrst var það mest reknetasíld, því snurpubátarnir fóru seint af stað. Nú er búið að salta í 4 þúsund tunnur, þar af tvö þúsund síðan á föstudags- kvöld. Jón sagði í samtali, að það vekti undrun hans hversu lítið fengist af fólki af staðnum og úr nágrenninu til vinnu rniðað við reynslu hans að norðan. Vinnuaflið hefur verið fengið frá Eyrarbakka, Selfossi og Hveragerði, og meira að segja hefur orðið að fá starfskrafta frá Siglufirði. Meðalárangur söltunar- kvenna eru milli 25—30 þúsund krónur yfir daginn, en sú bezta hefur komizt í 40 þúsund kr. Veiðileyfi bátanna er til 20. nóvember og mátti hver bátur veiða 210 tonn en nýlega er búið að auka veiðiheimildina um 30 tonn á bát. Jón kvaðst hafa unnið að síldarsöltun í 29 ár, og telur ánægjuna vera þegn- skyldu við þjóðfélagið og að geta skapað vinnu fyrir fólkið. — bes. „Sameinuðu þjóðirnar hafa haft frumkvæði að „Ári barnsins". Flokksráðs- og formannaráðstefna Sjálfstæðisflokksins undirstrikar mikilvægi þess, að málefni barna séu skoðuð í ljósi breyttra þjóð- félagshátta. Fundurinn hvetur sjálfstæðis- menn og Sjálfstæðisfélög um allt land, til þess að hafa frumkvæði um og taka þátt í aðgerðum varðandi þetta veigamikla verk- efni, til þess að „Ár barnsins“ megi leiða til umbóta, almennrar um- ræðu og þekkingar á málefnum barna." Krafa um gjaldþrotaskipti Breiðholts hf.: Skuld við Póst- gíróstofuna rúm- ar 20 milljónir kr. PÓSTGÍRÓSTOFAN hefur gert þá kröfu að byggingarfyrirtækið Breiðholt hf. verði tekið til gjaldþrotaskipta. Að sögn Unn- steins Beck skiptaráðanda í Reykjavík verður afstaða tekin til þessarar beiðni Póstgíróstof- unnar seinna í vikunni. Að sögn Unnsteins mun skuld Breiðholts við Póstgíróstofuna nema rúmum 20 milljónum króna, en hér er um að ræða vangreitt orlof starfsmanna fyrirtækisins allt frá miðju ári 1976. Ekki hafa fleiri aðilar gert kröfu um að Breiðholt hf. yrði tekið til gjald- þrotaskipta að sögn Unnsteins, en nokkrir aðilar hafa gert árangurs- lausar fjárnámsgerðir. í þeim hópi er Gjaldheimtan í Reykjavík stærsti aðilinn. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins: Kýs fimm manna framkvæmdastjóm Á flokksráðs- og formannaráð- stefnu Sjálfstæðisflokksins á sunnudaginn. var einróma sam- þykkt, að beina því til miðstjórn- ar flokksins, að hún kjósi hið fyrsta þrjár nefndir, er starfi til bráðabirgða fram að landsfundi. Er þar um að ræða fimm manna framkvæmdastjórn. nefnd um útbreiðslumál og nefnd um fræðslumál. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á blaðamannafundi í gær, að hann byggist við að miðstjórn flokksins kæmi saman til fundar innan hálfs mánaðar. Þar yrði væntanlega kosið í umræddar nefndir, þannig að þær gætu hafið störf sem fyrst. Áð sögn Geirs ríkti einhugur á fundinum, og voru menn sammála um að koma þessum nefndum á laggirnar nú þegar, þó endanlegar skipulagsbreytingar, ef af verður, bíði landsfundar flokksins, sem haldinn verður á vori komanda. ,JMesta landhœð, sem við höfum mælt síðan þessi lœti byrjuðu ” LANDRIS er fyrir nokkru orðið meira en áður á Kröflu- svæðinu frá því að nákvæmar madingar hófust á svæðinu 1975. Jarðvísindamenn voru þess viðbúnir að kvikuhlaup ha'fist á svæðinu fyrir um hálfum mánuði. en enn hefur ckkert gerzt. Skjálftavirkni er lítil og litlar breytingar hafa orðið á hveravirkni á síðustu vikum. en hún hefur þó aukizt nokkuð cf litið er til lengra tímabils. Morgunblaðið ræddi í gær við dr. Axel Björnsson jarðeðlisfræðing og fer viðtalið hér á eftir. Hann sagði m.a. að nokkur ástæða væri til að óttast að kvikan hlypi nú í suður. en það þýðir að hún færi Rætt við Axel Björnsson jarðeðlisfræðing Orkustofnun eða jarðvísinda- menn fylgjast reglulega með breytingum á svæðinu með nær byggðinni í Mývatnssveit en í undanförnum kvikuhlaup- um og hefði aukna hættu í för með sér. — Landið heldur áfram að rísa jafnt og þétt og er nú nýlega komið í hæstu stöðu, sem það hefur verið í frá því að þessi órói hófst, sagði Axel. — Við höfum mælingar frá því 1975 á landinu og í janúar á þessu ári fór það upp fyrir það, sem það mældist hæst 1975. Nú er það komið einhverja sentimetra upp fyrir þessa janúarstöðu og þetta er því hæsta landhæð, sem við höfum mælt síðan þessi læti byrjuðu. Landrisið heldur áfram og í raun er ekkert hægt að segja um hve lengi það heldur áfram, það gæti enn haldið áfram að rísa í nokkrar vikur. — Fyrir hálfum mánuði var landið komið í svipaða hæð og hallamælingum og hæðarbreyt- ingum og nú er unnið að landmælingum miðað við Mývatn eða fasta punkta lengra í burtu. Almannavarnir fóru þess á leit við jarðvísindamenn að alltaf væri einn vísindamað- ur á svæðinu þegar umbrota mætti vænta og að undanförnu hafa jarðvisindamenn skipzt á um að sinna þessu verkefni og þá m.a. til að vera Almanna- varnanefndinni í Mývatnssveit til trausts og halds. Fylgzt er reglulega með skjálftamælum í Reykjahlíð, án þess þó að um sólarhringsvakt sé að ræða. Þá er oft á dag fylgzt með halla- mælum í stöðvarhúsinu við Kröflu. Undanfarið hefur skjálftavirkni verið mjög lítil. liiifr Frá gosinu við Leirhnjúk í september á síðasta ári. fyrir síðustu hrinu, sem var í júlí. Við vorum því viðbúnir að eitthvað gerðist þarna er júlí- hæðin næðist, en ekkert hefur gerzt enn á svæðinu. Við vitum reyndar sáralítið hvað gerist, en þó er rishraðinn reyndar orðinn minni en áður og hefur farið minnkandi með hverri viku, en hann er alltaf mestur fyrst eftir landsig. Ef áfram heldur að draga úr rishraðanum svipað og undanfarið, þá verður hann orðinn mjög lítill á næstu vikum, en það hjálpar okkur lítið til að spá. — Að undanförnu hafa t.d. litlar eða engar breytingar orðið á hveravirkni í Bjarnarflagi. Sprungurnar ganga að vísu sundur á Leirhnúkssvæðinu, sem eðlilegt er þar sem landið rís mest. Einhverjar smávægi- legar breytingar eru alltaf á hverunum og þær hafa á síðustu mánuðum frekar verið í þá átt að hveravirkni hefur aukizt, en ekki sérstaklega síðustu vikurn- ar, sagði Axel. Axel Björnsson var að lokum spurður að því við hverju helzt mætti búast á næstu vikum nyrðra: — Það er greinilegt að þess- um óróa er enn ekki lokið. Kvikan leitar enn upp á við og streymir inn í kvikuhólfið undir Kröflusvæðinu. Landið getur ekki haldið áfram að rísa endalaust og eitthvað hlýtur að láta undan. Spurningin er hvort það verður neðanjarðar í norður eða suður eftir sprungusveimn- um eða hvort kvikan kemur upp og þá hvar. Um þetta er eiginlega ekkert hægt að segja. — Reyndar er suðurhluti sprungubeltisins, þ.e. sá hluti sem liggur sunnan við Hverfjall í suðurhluta Mývatnssveitar, sá eini hluti sprungubeltisins, sem ekki hefur gliðnað. Þannig að e.t.v. er nokkur ástæða til að óttast að kvikan eigi eftir að hlaupa til suðurs. Það þýðir að þá myndi kvikan hlaupa gegnum Bjarnarflagið og nær byggð en í Gjástykki, sagði Axel að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.