Morgunblaðið - 07.11.1978, Side 41

Morgunblaðið - 07.11.1978, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978 21 Frábær árangur í lyftingum • Islenska unglingalandsliðið í lyftingum kom verulega á óvart á Norðurlandamótinu í Danmörku, sem fram fór um síðustu helgi. Alls hlaut íslenska liðið 6 verð- laun, 2 gull í 100 kg flokknum og yfirþungavigt, 3 silfur, í 60, 75 og 82.5 kg flokknum og loks eitt brons. Þorvaldur B. Rögnvaldsson KR vann bronsverðlaun í 60 kg flokknum, hann lyfti samtals 170 kg, snaraði 75 og jafnhattaði 95 kg- Þorsteinn Leifsson KR nældi sér í silfrið í 75 kg flokknum. Hann lyfti samtals 225 kg, snaraði 115 kg og jafnhattaði 110 kg- Guðgeir Jónsson Ármanni lyfti samtals 280 kg í 82,5 kg flokkin- um. Hann snaraði 120 kg og jafnhattaði 160 kg. Þessi árangur nægði til silfurs. Gullverðlaun vann Birgir Þór Borgþórsson í 90 kg flokkinum, snaraði hann 130 kg, jafnhattáði 167.5 kg og hafði hann nokkra yfirburði í þessum flokki. Óskar Kárason vann silfur- verðlaun í 100 kg flokkinum, lyfti samtals 275 kg. Hann jafnhattaði 155 og snaraði 120 kg. Loks vann Ágúst Kárason gull í yfirþungavigt. Ágúst snaraði 130 kg og jafnhattaði 170 kg, saman- lagt 300 kg. Islendingar urðu í 3. sæti í stigakeppninni og er það í fyrsta skipti sem landinn nær slíkum árangri. Islendingar hlutu 75 stig, en Svíar voru í fyrsta sæti með 94 stig. Finnar komu næstir með 86 stig. Norðmenn voru í fjórða sæti með 68 stig, en Danir voru linastir með 65 stig. SVO virðist sem eitthvað sé í veginum með að félagaskipti Einars Magnússonar gangi snurðulaust fyrir sig. Samkvæmt heimildum frá HSÍ hefur borist bréf frá vestur-þýska handknatt- leikssambandinu þar sem þeir segjast ekki geta samþykkt félagaskipti Einars yfir í Víking. Engin skýring er gefin á þessu í bréfinu og hefur HSÍ nú sent út bréf og spurst fyrir um ástæðurn- ar. Málin munu því væntanleg skýrast á næstunni. En á meðan getur Einar ekki leikið með félagi sínu. Víkingi. — þr. Óskar til Texas Frjálsíþróttakappinn góð- kunni. Óskar Jakobsson, mun halda út til Bandarikjanna í lok nóvembermánaðar og kanna tvö af bestu tilboðum sem hann hefur fengið frá bandarískum háskólum. Eins og Mbl. hefur skýrt frá höfðu Óskari borist nokkur mjög góð tilboð um skóiavist og um leið alla þá aðstoð sem skólarnir veita íþróttamönnum í sam- bandi við þjálfun og keppni. Óskar sagði í viðtali viö Mbl. að hann myndi halda utan 30. nóv. og fara þá til Austin í Texas en háskólinn þar hefur gert honum mjög gott tilboð. — Eg fer utan á vegum skólans, þeir greiða allan kostnað, uppi- hald og ferðir. — Reyndar hefur háskólinn í E1 Paso líka gert mér freistandi tilboð sem ég mun kanna í leiðinni. Mér sýnist að athuguðu máli að þessir tveir skólar séu með hagstæðustu tilboðin. Ef mér líst nægilega vel á mig mun ég fara utan til náms og æfinga í byrjun janúar og dvelja fram á sumar, en koma síðan heim og taka hér heima þátt í frjálsíþróttamótum sumarsins og keppa með landsliðinu. — Björn Pálsson lögfræðingur hefur verið mér mjög innan handar við að komast í gott samband við háskóla í Banda- rikjunum og er ég honum þakklátur, hann mun væntan- lega einnig aðstoða mig við að ganga frá samningum við þann skóla sem ég kem til með að velja, lítist mér nægilega vel á allar aðstæður, sagði Óskar. — ÞR. Feyenoord gegn KA Feyenoord mun næsta sumar leika vináttuleik við KA norður á Akureyri. Svo segir í blaðinu Degi á Akureyri sl. fimmtudag. I blaðinu segir frá því, að Gunnar Sigurðsson, formaður knattspyrnusambands Akraness hafi verið á ferð á Akureyri fyrir skömmu og hafi þá ákvörðun um leikinn verið tekin, en í samningi Péturs Péturssonar við Feyenoord er kveðið svo á, að Feyenoord skuli leika með 3 leiki næsta sumar íslenskum aðilum að kostnaðar- lausu. Hinir leikirnir verða, sam- kvæmt Degi, við lið ÍA og við landsliðið. Segir Dagur, að líklega muni hollensku leikmennirnir koma til Akureyrar á föstudags- morgni, fara þá í skoðunarferð til Mývatns og leika síðan gegn KA um kvöldið. — gg. Varaformanni KKÍ hótað málsókn UNDANFARNAR vikur hefur bandarískur umboðsmaður, Robert Starr að nafni, dvalist her á landi. Hann hefur haft milli- göngu um komu nokkurra er- lendra leikmanna hingað. Þó ýmsir forsvarsmenn félaga og aðrir sem vinna að málefnum körfuknattleiks hafi haft sam- band við stjórnarmenn sam- bandsins og talið „sölustarfsemi" hans óheppilega hefur stjórnin látið hana óátalda. Nú hafa hins vegar gerst þeir atburðir að stjórn KKÍ telur rétt að vekja opinberlega athygli á atferli þessa manns. Um miðja viku 21.—28. október s.i. komst varaformaður sam- bandsins, Páll Júlíusson, að því að samningar stóðu milli Starr og UMF. Skallagríms um ráðningu bandarísks þjálfara og leik- manns. Þar sem ákvæði í reglu- gerð um körfuknattleiksmót segja að veita skuli erlendum leikmanni keppnisleyfi ef til- kynning hafi borist fyrir 15. október, sá Páll ástæðu til að hringja til forsvarsmanna UMFS og vekja athygli þeirra á þessu ákvæði. M.a. vegna afskipta Páls af þessu máli hefur Starr leitað til lögmanns og fengið hann til að hóta Páli málsókn svo sem fram kemur í meðfylgjandi ljósriti af bréfi lögmannsins. Stjórn KKÍ lítur svo á að með áðurnefndri hótun sé Robert Starr í raun að veitast að forystu sambandsins. Á fundi 1. nóvember s.l. sam- þykkti stjórnin að KKÍ tæki fulia ábyrgð á gerðum varaformanns í nefndu máli. Ennfremur hefur stjórnin ákveðið að gangast fyrir að settar verði ákveðnar reglur um starf- semi umboðsmanna hérlendis. Frétt frá K.K.Í. Skúli hlaut silfrið á HMíkraftalyftingum Var nálægt Því að setja heimsmet í réttstöðulyftu • Kraftakarlinn og lyftingakapp- inn Skúli Óskarsson gerði það ekki endasleppt á heimsmeistaramót- inu í kraftlyftingum sem fram fór í Turku í Finnlandi um síðustu helgi. Skúli keppti í 75 kg flokki og tókst honum að næla sér í silfurverðlaunin í keppninni eftir harða baráttu við Peter Fiore frá Bretlandi. Ekki munaði nema 10 kg að Skúla tækist að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í sínum flokki. Þá var Skúli nálægt því að setja nýtt heimsmet í réttstöðu- lyftu. Lyfti hann 297,5 kg í sjálfri keppninni en reyndi næst við 300,5 kg en heimsmetið er 300 kg. Skúli lyfti þyngdinni, tveir dómarar dæmdu lyftuna ógilda en sá þriðji gilda. Minnstu munaði því að Skúla tækist að setja heimsmet. Skúli tók forystu í keppninni í fyrstu greininni sem var hné- beygja, þar lyfti hann 295 kg, næsta grein var bekkpressa og þar tókst Skúla ekki vel upp því að hann lyfti minna en flestir í hans flokki eða 130 kg. Hins vegar tók hann vel á í réttstöðulyftunni og það kom honum á verðlaunapall- inn. Óskar Sigurpálsson keppti einn- ig á mótinu og var hann í flokki 110 kg á þyngd. Óskar lenti í fimmta til sjötta sæti ásamt Alan Marshall frá Ástralíu en báðir lyftu 800 kg. Sigurvegari í yfirþungavigt varð Bandaríkjamaðurinn Latty Pacifico, lyfti hvorki meira né minna en 912,5 kg (342,5 — 215 — 340). Urslit í 75 kg flokknum urðu þessi: (Fyrst samanlagður árang- ur, þá hnébeygja, síðan bakk- pressa og loks réttstöðulyfta). Potor Fioro. Brotlandi 732.5 (287.5 - TCO - 255) Skúli óskarsson íslandi 722.5 (295 - 130 - 297.5) 3. J. Nyssooonon. Finnlandi 720 (275 - 175 - 270) - br. • Skúli óskarsson lyftingakappi leggur sig allan fram. Það gerði hann svo sannarlega í Turku í Finnlandi um síðustu helgi er hann hlaut silfurverðiaunin í 75 kg flokki á HM í kraftlyftingum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.