Morgunblaðið - 07.11.1978, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 07.11.1978, Qupperneq 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978 Oliuprinsarnir farnir að kaupa knattspyrnumenn í MIKIL fagnaðarlæti brutust út hjá mannfjöldanum sem 3 safnast hafði saman á flugvellinum í Riyadh í Saudi-Arabíu þegar ungur og íþróttalega vaxinn maður birtist í dyrum Concorde-þotunnar sem nýlent var á flugvellinum. Þessum unga manni var rakleiðis fylgt að dýrustu gerð af Rolls-Royce bifreið því að hans beið mikil veisla þar sem hann var boðinn velkominn til landsins. Meðal gesta í veislunni voru meðlimir konungsf jölskyldu Saudi-Arabíu. Svona móttaka hefði vel sæmt þjóðhöfð- ingja en hver var hann þessi ungi maður sem fékk þessar frábæru móttökur? Hann var fræg knattspyrnustjarna og heitir Roberto Rivelino frá Brasilíu. íþróttastjarna þar í landi og einn af frægustu og hugsanlega einn af bestu knattspyrnumönnum veraldar. ! dollara fyrir samninginn. En það er ekki það eina, hann fær nýjan $ I Rivelino hefur nú gert tveggja ára samning við Al Hilal-knatt- spyrnufélagið í Saudi Arabíu, og fær hann á milli 5 og 9 milljóna Mercedes Benz og lúksusvillu fyrir fjölskyldu sína. Olíudollararnir eru farnir að kaupa knattspyrnu- menn. Eigandi A1 Hilal-knatt- spyrnuliðsins er forríkur prins, Khalid bin Yazid al Saud að nafni, og hefur hann fullan hug á að gera lið sitt mjög frambærilegt og þar sem hann hefur nóg af peningum ætti hann ekki að verða í vandræð- um með að kaupa til sín leikmenn. Rivelino er sá fyrsti. Samkeppnin um leikmenn gæti farið að harðna þar sem olíufurstarnir eru farnir að bjóða í erlenda leikmenn. Sjö af fjórtán liðum Saudi- Arabíu eru i eign olíuprinsa sem eru í tengslum við konungsfjöl- skylduna og hverju liði er heimilt að hafa þrjá erlenda leikmenn í hverjum leik. Fleiri leikmenn frá Brasilíu eru undir smásjá prinsanna. Paulo Césat\ Lima, hinn marksækni framherji, og framherjinn Zico, báðir frá Brasilíu, gera hugsanlega samning við A1 Hilal. Og það eru ekki aðeins leikmenn sem fá tækifæri á að spreyta sig, góðir þjálfarar eru líka eftirsóttir. Mario Zagalo, sá sem stjórnaði landsliði Brasilíu í HM-keppninni 1974, hefur verið ráðinn þjálfari liðsins. Hörð samkeppni milli félaga Knattspyrnustjörnur eru orðnar gífurlega eftirsóttar og má fullvíst telja að með samkeppni frá Arabalöndum á verð þeirra eftir að hækka verulega. Á árinu sem er að líða hafa argentískir leikmenn verið mikið í sviðsljósinu, sem er ekki nema von þar sem þeim tókst að sigra í HM-keppninni í heima- landi sínu. Markakoðngur keppn- innar, Mario Kempes, hafði gert fimm ára samning við Valencia frá Spáni áður en keppnin hófst og fékk um 1 milljón dollara í sinn hlut. Félagi hans í framlínu argentíska landsliðsins, Daniel Bertoni, leikurmeð Sevilla frá Spáni, varnarmaðurinn Alberto Tarantini leikur með Birmingham City og Ardiles og Villa leika ipeð Tottenham eins og allir vita. Háværar raddir heima fyrir í Argentínu vilja setja stopp á knattspyrnumenn sem vilja leika með erlendum liðum en stjórn landsins spyr hvernig hægt sé að banna knattspyrnumönnum að fara úr landi þegar alls kyns tæknimenn, verkfræðingar' og læknar o.fl. geta farið þegar þá lystir. Á sínum tíma setti ríkisstjórn Brasilíu bann við því að Péle yrði seldur úr landi til knattspyrnu- félags. Knattspyrnufélög í Bandaríkj- unum greiða svimandi háar upp- hæðir fyrir leikmenn og hafa náð til sín mörgum frægum nöfnum. I júlí 1975 skrifaði Péle undir samning hjá Cosmos og fékk í sinn hlut 4,5 milljónir dollara. Svarta perlan, eins og Péle var kallaður, var þá orðinn 34 ára gamall. Við vaxandi vinsældir knattspyrnunn- ar í Bandaríkjunum hafa tekjur leikmanna aukist. Trevor Francis frá Englandi fékk 95.000 dollara fyrir 22 leiki, Chinaglia Italíu fékk 840.000 dollara fyrir þriggja ára samning, og loks keisarinn Beckenbauer sem fékk 2.8 milljón- ir dollara fyrir að skrifa undir fjögurra ára samning. Knattspyrnan er án efa vinsæl- asta íþróttin í veröldinni í dag. Og meðan svo er munu hin ríkari • Ardiles og Villa frá Argentínu,' sem leika nú með Tottenham. „Við leikum hvar sem er ef nægilegar greiðslur eru í boði“. • Tarantini (t.v.) hefur átt góða leiki með félagi sínu, Birming- ham City. félög leita eftir ungum hæfileika- ríkum mönnum til að leika knatt- spyrnu. Og það skiptir engu máli hvaðan þeir koma. Framkvæmdastjóri Fluminse-félagsins í Brasilíu sem seldi Rivelino, segir að þeir sakni vissulega Rivelino, en knatt- spyrnuferill hans sé_Brátt á enda og hann hafi ekki verið ómissandi. — Það eina, sem ég hef áhyggj- ur af, þegar Arabarnir og ríku félögin í Evrópu fara að tryggja sér unga, efnilega menn áður en knattspyrnuferill þeirra hefst. Þá er tími til kominn að fara að hafa áhyggjur, segir framkvæmdastjór- inn. - þr. • Rivelino (nr. 28) stórkostlcg móttaka, Mercedes Benz og oiíudollarar. Gerd Muller: Fleiri mörk en leikir! í IIINU vandaða knattspyrnu- riti Kicker frá Vestur-Þýzka- landi. er að finna mcrkilcga tiiflu. þar sem taldir eru upp þeir leikmenn sem leikið hafa flesta leiki fyrir vestur-þýzka landsliðið. Þar er líka tafla yíir þá sem skorað hafa flest miirk íyrir landsliðið. Er ekki úr vegi að kikja á lista þessa. enda eru þeir athyglisverðir. LANDSLEIKIR, Franz liekenhaiier (Baycrn 103 Berti V«Kts (MönchenKÍ-bach) % Sepp Maier (Bayern) 89 WolÍKanK Overath (FC Köln) 83 Uwe Seeler (HamburKcr SV) 72 Poul Janes (F. Dusseldorf) 71 Willy Schulz (Schalke/HSV) 68 Ilorts Diter Hðttnes (Werder) 66 Ernst Lehner (Sch. AuK-sburK) 65 (íerd Miiller (Bayern) 62 Frits Walter (Kaiserslautern) 61 MÖRKi (íerd Miiller (Bayern) 68 Uwe Seeler (IISV) 43 Frits Walter (Kaisersl.) 33 Ernst Lehner (ÁuKshurK) 30 Ed Konen (Saarbrucken/ StuttKart) 27 Richard Hoffman (Dresdner sc) 24 Max Morlock (NUrnberg) 21 Helmut Rahn (RW Essen/FC Köln) 21 Karl Ilohman (VFL Benrath) 20 Athyglisvert er. að Gerd Miill- er. sú gífurlega markavél. hefur skorað fleiri mörk heldur en landsleikirnir eru sem hann hefur leikið! 'Sejren er vor.« Gerd Mulfer defer tin glædc over det erobrede ver- densmeeterskab med Melmut Schön. • Sigurinn er okkar. Helmut Shön fagnar Gerd MiiIIer eftir úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 1974, en þar skoraði MUller sigurmark Vestur-Þjóðverja. Ætlaði að sýna dómar- anum gula spjaldið RIK Coppens, framkvæmdastjóri belgíska liðsins Bcerschot, cr meðal þeirra sem eru sannfærðir um að dómarar þar í landi séu vægir úr hófi fram við Andcr- iecht. Máli sínu til styrktar. spáði hann því fyrir leik sinna manna og Anderlecht, að varnarmenn Anderlecht myndu brjóta gróf- lega á sóknarmönnum Beerschot og gera allt til að reita þá til rciði. Og það sem meira væri, þeir. myndu komast upp með það. Og sjá! cftir aðeins 7 mínútna leik hafði verið brotið 6 sinnum gróflcga á framhcrjum Beerschot, án þess að dómarinn gerði athugasemd. Coppens lyfti þá sex fingrum til knattspyrnu- samhandsmanna og gekk þvínæst til línuvarðar og heimtaði að hann sýndi dómaranum gula spjaldið! Coppens var dæmdur í háa sekt af knattspyrnusambandi Belgíu fyrir tiltækið auk þess í árs bann frá störfum sínum og þótti mönnum óréttlátt, einkum þegar athugað var, að sömu helgi réðst stjórnarmaður Standard Liege á dómara, en hlaut aðeins væga áminningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.