Morgunblaðið - 07.11.1978, Síða 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978
Unglingar loka götu fyrir skriðdrekum með setumótmælum í borginni Mashad í Iran,
Mótmælin stóðu heilan dag.
Norðmenn og Sovétmenn
semja um aflatakmarkanir
Frá Jan Erik Lauré.
fréttaritara MurKunblaAsins í Ósló.
NORÐMENN o>; Sovétmenn
hafa koniið sér saman um að
minnka þorsk- og loðnuveiði-
kvóta á næsta ári, þannig að
veiða má 660 þúsund tonn af
þorski og 1,8 milljón lestir af
loðnu. Norðmenn mega veiða
60% af loðnunni og Sovétmenn
40%, en upphaflega kröfðust
Norðmenn þess að mega veiða
75%. Þorskkvótinn skiptist til
helminga milli Norðmanna og
Sovétmanna eftir að skip frá
öðrum ríkjum hafa fengið 90
þúsund lestir. Þorskkvótinn
hefur verið minnkaður um 150
þúsund tonn.
Samkomulag tókst um ^afla-
takmarkanir þessar eftir viku
viðræður í Ósló. Rætt var um
það deilumál ríkjanna hver fara
skuli með eftirlit á gráu
svæðunum í Barentshafi, en
samkomulag tókst ekki um það
atriði.
Hvað viðkemur veiðum skipa
frá öðrum ríkjum en Noregi og
Sovétríkjunum má veiða 15
þúsund tonn af þorski við
Svalbarða, 45 þúsund innan
efnahagslögsögunnar við Noreg
og 30 þúsund innan lögsögu
Sovétríkjanna, en auk þess
getur hvort ríkið um sig veitt
heimildir til veiða á 7500
tonnum á gráu svæðunum.
Kína bætir samband
sitt við Thailendinga
Bangkok. 6. nóvember. AP.
KÍNVERSKI varaforsætisráð-
herrann Teng Hsiao-ping ræddi
í dag sambúð Kínverja við
stórveldin og hann og
Thailendingar urðu sammála
um að auka viðskipti og efna-
hagssamvinnu þjóðanna sam-
kvæmt áreiðanlegum heimild-
um í Bangkok.
Samkvæmt hcimildunum
ræddu Teng og forsætisráð-
herra Thailands. Kriangsak
Chomanan samskipti Kína við
Handaríkin. Japan. Sovétríkin,
Víetnam. Norður-Kóreu og
Burma á lokuðum fundi.
Teng kom í heimsókn sína í
gær og þessi heimsókn og
væntanlegar heimsóknir hans
til Malaysíu og Singapore eru
almennt taldar sýna að Kínverj-
ar vilji reyna að treysta stöðu
sína í Suðaustur-Asíu í ljósi kínverska kommúnistaflokks-
samninga þeirra sem Rússar og
Víetnamar hafa gert með sér.
Um helgina fylgdu Rússar
eftir vináttusamningnum sem
þeir hafa gert við Víetnama með
yfirlýsingum um fullan stuðning
gegn „útþensluáformum" og
„yfirgangi" Kínverja.
Alexei Kosygin forsætisráð-
herra sagði á fundi í Kreml í
tilefni 61 árs afmælis byltingar
bolsévíka að Rússar vildu
treysta vináttuna við Víetnama
og styðja sjálfstæðisbaráttu
þeirra gegn Kínverjum. Foringi
norður-víetnamska
kommúnistaflokksins, Le Duan,
sat milli Leonid Brezhnevs
forseta og hugsjónafræðingsins
Mikhail Suslovs þegar Kosygin
flutti ræðu sína.
I gær fóru varaformaður
ins, Wang Tung-hsing, og Yu
Chiu-li í óvænta heimsókn til
Phnom Penh þar sem þeir hafa
rætt við Pol Pot forsætisráð-
herra. Heimsóknin er skoðuð
sem mótleikur gegn vináttu-
samningi Rússa og Víetnama.
Samkvæmt bandarískum
leyniþjónustuskýrslum vinna
Kínverjar að því að hjálpa
Kambódíumönnum að byggja
nýjan flugvöll þar sem orrustu-
þotur og sprengjuflugvélar geta
lent, herma fréttir frá
Washington.
Flugvöllurinn er norðvestan
við Phnom Penh og gerð hans á
að vera lokið eftir nokkra
mánuði. Talið er að Kínverjar
muni útvega Kambódíumönnum
þær þotutegundir sem þá vant-
H æ gr iuppr eisn
í Afghanistan
Islamabaxi. 6. nóv. Reuter
IIÆGRISINNAÐIR upp-
reisnarmenn í Afghanistan
segjast haía tekið sovézkan
liðsforingja til fanga.
Talsmaður hreyfingarinnar
Islömsk bvlting sagði í Islama-
had að liðsforinginn hefði verið
í hópi stjórnarhermanna sem
hefðu gefizt upp fyrir skæru-
liðum í norðausturhéraðinu
Kunar. milli höfuðborgarinnar
Kabul og landamæranna að
Pakistan.
í síðustu viku sagði hreyfing-
in að liðsmenn hennar hefðu
skotið sovézkan liðsforingja til
bana og að hann hefði haft það
starf að skipuleggja stjórnar-
herinn í Kunar.
Hreyfingin sagði í yfirlýsingu
að skæruliðar hefðu tekið 146
stjórnarhermenn til fanga, náð
vopnum á sitt vald og eyðilagt
að minnsta kosti þrjá skrið-
dreka. En í yfirlýsingunni sagði
að hreyfingin hefði einnig orðið
fyrir miklu manntjóni í sveit-
inni Kandesh í Kunar þegar
liðsmenn hennar urðu fyrir
loftárásum stjórnarflugvéla.
Uppreisnarmenn hafa haldið
því fram að þeim hafi nokkurn
sinnum orðið vel ágengt gegn
stjórn Mohammad Tarakki for-
seta sem tók völdin í byltingu
sem stuðningsmenn
Moskvu-stjórnarinnar gerðu án
átaka í apríl í vor. En engin
staðfesting hefur fengizt sam-
kvæmt öðrum heimildum.
Gialdskrár hafna
hækki um 35%
NÍUNDI ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga var
haldinn í Reykjavík 3. nóvember síðastliðinn. í
setningarávarpi bauð formaður Hafnasambandsins,
Gunnar B. Guðmundsson, fulltrúa og gesti velkomna, en
meðal þeirra voru samgönguráðherra, Ragnar Arnalds,
Aðalsteinn Júlíusson hafnamálastjóri og Hjálmar R.
Bárðarson siglingamálastjóri.
í ávarpi samgönguráðherra kom
fram að áætlað fjármagn til
hafnarframkvæmda á yfirstand-
andi ári væri 2.7 milljarðar.
Ennfremur skýrði ráðherra frá
því, að á yfirstandandi Alþingi
yrði lagt fram frumvarp til
vitalaga, en 1. desember næstkom-
andi verða liðin 100 ár frá því, að
fyrsti vitinn var reistur hér á
landi.
Eftirfarandi tillögur voru sam-
þykktar á fundinum:
1. Grundvallarrannsóknir á
sviði hafnamála, þannig að fram-
kvæmdaáætlanir byggist á traust-
ari grunni en almennt hefir verið
og athugun á framtíðarhafnar-
svæðum.
2. 35% hækkun á gjaldskrám, er
taki gildi frá 1. janúar næstkom-
andi.
3. 4ra ára áætlun um hafnar-
gerðir hljóti þá meðferð, sem
hafnalög gera ráð fyrir.
4. Skipulag hafnasvæða og að
Hafnamálastofnun og Skipulags-
stjórn ríkisins taki upp fastmótuð
og samræmd vinnubrögð við gerð
tillagna um skipulag hafnasvæða
og tengsl þeirra við bæjarfélög.
5. Að stjórn Hafnasambands
sveitarfélaga beiti sér fyrir því að
þáttur um hafnamál í tillögum
verkaskiptingarnefndar verði tek-
inn til sérstakrar athugunar og
hraðað svo sem verða má.
6. Varnir gegn grútarmengun.
Beinir fundurinn því til hafnar-
stjórna, að eftirlit með löndun á
bræðslufiski verði aukið með það
fyrir augum að koma í veg fyrir
mengun sjávar og fjara á hafna-
svæðum, ennfremur er tilmælum
beint til Heilbrigðiseftirlits ríkis-
ins og Siglingamálastofnunar um
að hafa frumkvæði í mengunar-
vörnum vegna löndunar og vinnslu
á bræðslufiski.
Fundinn sóttu 86 fulltrúar og
gestir. I stjórn voru kosnir eftir-
taldir menn: Gunnar B.
Guðmundsson, Reykjavík, for-
maður, Guðmundur Ingólfsson,
ísafirði, Stefán Reykjalín, Akur-
eyri, Sigurður Hjaltason, Horna-
firði, Alexander Stefánsson al-
þingismaður, en hann er tilnefnd-
ur af stjórn Sambands íslenzkra
sveitarfélaga.
Sjálfstæðisflokkurinn:
Stjómmálaskólinn
hefet á mánudaginn
STJÓRNMÁLASKÓLI Sjálfstæð-
isflokksins hefst mánudaginn 13.
nóvember næstkomandi, klukkan 9
árdegis, en skólahald fer fram í
Sjálfstæðishúsinu, Valhöll, Háa-
leitisbraut 1.
Geir Hallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, setur skól-
ann, og flytur stutt ávarp.
Skólinn er heilsdagsskóli, og
stendur frá klukkan 9 til 18,
daglega frá 13. til 18. nóvember.
Meginþættir námskrár verða
sem hér segir:
1. Þjálfun í ræðumennsku. fund-
arsköp o.fl.
2. Almenn félagsstörf og notkun
hjálpartækja.
3. Þáttur fjölmiðla í stjórnmála-
haráttunni.
4. Form og upphygging greinar-
skrifa o.fl.
5. Um blaðaútgáfu.
6. Helztu atriði íslenzkrar
stjórnskipunar.
7. íslenzk stjórnmálasaga.
8. Skipulag og starfshættir
Sjálfstæðisflokksins.
9. Um sjálfstæðisstefnuna.
10. Stefnumörkun og stefnufram-
kvæmd Sjálfstæðisflokksins.
11. Stórisannleikur og frjáls-
hyggja.
12. Utanríkismál.
13. Sveitarstjórnarmál.
14. Vísitölur.
15. Staða og áhrif launaþcga- og
atvinnurekendasamtaka.
16. Efnahagsmál.
Ennfremur verður farið í kynn-
isferðir í nokkrar stofnanir.
Skólinn er opinn öllu sjálfstæð-
isfólki, hvort sem það er flokks-
bundið eða ekki.
Þeir, sem áhuga hafa á þátttöku
í skólanum, eru beðnir um að skrá
sig sem allra fyrst í síma 82900 eða
82963.
ísland með
Tansaníu á
móti Amin
Utanríkisráðherra Noregs
hefur fyrir hönd íslands og hinna
Norðurlandanna lýst yfir
stuðningi ríkisstjórna þessara
landa við Tansaníu og fordæmt
árás Ugandahcrja á landið. að því
er kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá utanríkisráðuneytinu
sem hljóðar svoi
Knut Frydenlund, utanríkisráð-
herra Noregs, sem er í opinberri
heimsókn í Tansaníu, afhenti í
gærdag forseta landsins svohljóð-
andi yfirlýsingu fyrir hönd
Norðurlandanna:
Ríkisstjórnir Danmerkur, Finn-
lands, íslands, Noregs og Svíþjóð-
ar fordæma hina hættulegu vopn-
uðu innrás, sem nýlega hefur verið
gerð inn á landsvæði Tansaníu.
Ríkisstjórnirnar líta á þessi
friðrof sem mjög alvarlega aðgerð.
Þær lýsa stuðningi við Tansaníu
og forseta landsins, Julius
Nyerere, í hinni erfiðu stöðu sem
upp hefur komið.
Sveit Þórarins
bikarmeistari
í bridge 1978
Sveit Þórarins Sigþórssonar
sigraði í bikarkeppni sveita í
bridge sem lauk á Hótel Loftleið-
um um helgina. Spilaði sveitin 64
spila úrslitaleik við sveit Guð-
mundar P. Arnarssonar og lauk
viðureigninni með því að sveit
Þórarins hafði hlotið 179 punkta á
móti 93. Eftir 32 spil var staðan
98-34.
I sveit Þórarins eru ásamt
honum: Óli Már Guðmundsson
Hörður Arnþórsson og Stefán
Guðjohnsen.