Morgunblaðið - 07.11.1978, Síða 28

Morgunblaðið - 07.11.1978, Síða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978 Y rðu r aunvextir til að auka verðbólguna eða tíl að hún hjaðnaði niður? Miklar umrœður á Alþingi um frumvarp Vilmundar Gylfasonar og fleiri um raunvexti Miklar umræður hafa orðið á Alþingi síðustu daga um frumvarp Vilmundar Gylfasonar og „allra almennra þingmanna1* Alþýðuflokks- ins um raunvexti. Frumvarpið var lagt fram í neðri deild á miðvikudaginn. og þá um kvöldið var umræðum haldið áfram á sérstökum kvöldfundi. Vilmundur Gylfason (A) gerði verðhólguna að umtalsefni í upp- hafi ræðu sinnar, en til hennar mætti rekja stjórnarfarslega og efnahagslega upplausn, stjórn- lausan tilflutning fjármagns, virð- ingarleysi fyrir verðmætum og þar af leiðandi pólitíska spillingu og óeðiilega fjárfestingu af ýmsu tagi. Nánast allir eru á móti henni í orði, sagði hann. En hinn pólitíski vandi er í því fólginn, að aðstöðubraskarar hafa getað tengt hagsmuni sína hagsmunum ann- arra, þ.á m. húsbyggjenda. Meðan þeir telja sig byggja yfir sig með verðbólgu, segir sig sjálft að erfitt er að kveða hana niður. Eitt megineinkenni verðbólgu og verðbólgugróða undanfarin ár er sú staðreynd, að við höfum búið við neikvæða raunvexti. Skv. upplýsingum Seðlabankans voru meðalraunvextir nýrra bankaút- lána neikvæðastir 1974 eða um 25,7%. Árið 1977 voru þeir nei- kvæðir um 12,3%. Þingmaðurinn taldi, að hið neikvæða vaxtakerfi væri einhver ósanngjarnasta og óréttlátasta skekkjan, sem leiddi af verðbólg- unni. — Láta mun nærri að um síðustu áramót hafi sparifjáreig- endúr átt í bönkum, sparisjóðum og innlánsdeildum um 100 millj- arða króna. Láta mun nærri að verðrýrnun þessa fjármagns hafi numið fast að 20 milljörðum á árinu 1977. Þingmaðurinn sagði, að spari- fjáreigendur væri viðkvæmir fyrir vaxtakjörum, þannig að pening- arnir kæmu ekki inn í innláns- stofnanirnar nema tilraun væri gerð til að tryggja þá gagnvart verðbólgunni og nefndi hann tilkomu vaxtaaukalánanna sem dæmi. Ef þessa væri ekki gætt, skryppu útlánsstofnanirnar saman og þar með fjármagn til ráðstöfunar fyrir atvinnuvegina. Á hinn bóginn væri það einföld staðreynd, að þeir, sem hefðu á undanförnum árum haft aðgang að lánsfjármagni hefðu ekki greitt það aftur nema að hluta, sem hefði skapað gegndarlausa eftirspurn eftir lánsfjármagni, enda þyrfti ekki að gera kröfur til arðsemi í fjárfestingu undir slíkum kring- umstæðum. Atvinnureksturinn Alþingismaðurinn sagði, að því hefði verið haldið fram, að at- vinnureksturinn þyldi ekki raun- vaxtastefnu. — Þessi rök fá ekki staðizt, sagði hann. Auðvitaö er það svo, að fyrirtæki, sem árum saman hafa verið alin við gjafa- fjármagn, taka því með lítilli hrifningu að þurfa að greiða fjármagnið til baka á kostnaðar- verði. Gagnvart þeim er þetta kjaraskerðing. Því hefur jafn- framt verið haldið fram, að hluti vaxtahækkunar hækki fram- leiðsluverð, fari útí verðlagið, auki þannig verðbólgu og geri innlendri framleiðslu illa fært að standast samkeppni við erlenda fram- leiðslu. Þetta eru gamalkunn rök og þau eru að hluta rétt. En nákvæmlega sömu rökum beita fyrirtækjaeigendur allra tíma gegn launþegum, sem vilja meiri laun fyrir vinnu sína. Og sömu aðilar og nú vilja lægri vexti af einskærri samúð með fyrirtækj- um, hafa ekki alltaf kallað þetta haldbær rök. En þau eru samt rétt að hluta. Og þetta er gjald, sem við verðum að greiða fyrir það að koma á jafnvægi og réttlæti á peningamarkaði, sem aftur á eftir að leiða til skynsamlegri fjárfest- ingar, minni eftirspurnar eftir lánsfé, minni verðbólgugróða og þess vegna verðbólguhjöðnunar. Enn meiri verðbólga Lúðvík Jósepsson (Abl) Sagði, að hann kæmist ekki hjá því að gera athugasemdir við þennan málflutning sem nú væri hafður í frammi, að nú væri búið að finna leiðina út úr verðbólguvandanum. Allt í einu væri það talið nægilegt að hreyfa þar til gerðan takka, aðeins að hækka vextina, þá kæmi Vilmundur Gylfason Lúðvík Jósepsson Einar \gústsson Páll Pétursson allt af sjálfu sér, verðbólgan eyddist og allt lagaðist. Taldi Lúðvík að alli spekingar landsins á undanförnum árum hefðu verið illa gerðir að þeir hefðu ekki komið auga á þessa lausn, að ekki væri nú talað um alla erlendu hagspekingana sem um málið hefðu fjallað. Sagðist þingmaðurinn álíta að vaxtahækkun gæti leitt til enn meiri verðbólgu en nú væri, sakir þess að atvinnufyrirtæki myndu innan tíðar koma vaxtabyrðum sínum út í verðlagið, auk þess sem augljóst væri að vaxtahækkun kallaði á gengislækkun hjá út- flutningsatvinnuvegunum. Taldi þingmaðurinn að þrátt fyrir vafalausan góðan vilja flutn- ingsmanna, þá væri augljóst að hávaxtaleiðin í baráttunni gegn verðbólgunni væri dæmd til að mistakast. Einnig væri augljóst að ekki yrði komið í veg fyrir verðbólgugróða skuldakónga með þessari aðferð. í lok ræðu sinnar sagði þing- maðurinn, að hann þekkti vel til bæði atvinnurekstrar og banka- starfsemi í landinu, hann kvaðst vel vita hvar lánin væru geymd, og hann gerði sér vel grein fyrir því hvar verðbólgugróðinn kæmi fram og hvar hann kæmi ekki fram í sambandi við lán. Þess vegna kvaðst hann vilja vara við tillögu eins og þeirri sem um ræddi, því að hún væri í rauninni skammsýnis- tillaga sem stóryki vandann í stað þess að minnka hann. Hæpið snjallræði í ef nahagsstöðunni Einar Ágústsson (F) sagði, að þrátt fyrir það, að hann hygðist ekki halda hástemmda eða fræði- lega ræðu um verðbólguvandamál- ið, þá vildi hann þó gjarnan segja nokkur orð. Kvaðst þingmaðurinn vilja leggja fyrir sig og aðra háttvirta þingmenn tvær spurningar. I fyrsta lagi hvort þörf væri á lagaákvæðum í þessum dúr, og í öðru lagi hvort lög í þessa átt mundu leysa vandann. Varðandi fyrri spurninguna kvaðst þingmaðurinn vilja minna á að lög sem heimila Seðlabankan- um að verðtryggja fjárskuldbind- ingar sem eigi eru til skemmri tíma en þriggja ára, en bönnuðu alla aðra verðtryggingu, hafa nú verið í gildi í 12 ár. Þrátt fyrir það sagði þingmaðurinn, hefur sáralít- ið af fjárskuldbindingum verið verðtryggðar. Sagði hann að sú staðreynd að þessi aðferð væri ekki meira notuð en raun ber vitni, stafa ekki af því að yfirvöld væru á móti því, heldur af því áð lántak- endur hefðu ekki talið sig ráða við slíkar skuldbindingar. Varðandi síðari spurninguna sagði þingmaðurinn, að hann væri þeirrar skoðunar, að svo háir vextir sem hér ræddi um yrðu hvorki landi né lýð til hagsældar. Staðreynd væri að verulegur hluti fjármagnskostnaðar færi beint út í verðlagið hér á landi, fyrst og fremst vegna þess að lántakendur hefðu enga möguleika á að greiða vextina úr eigin vasa. Því yrði að byrja á því að auka möguleika atvinnurekenda á að hagnast meira á sínum atvinnurekstri. Þar til ráð til þess væri fundið kvaðst þingmaðurinn ekki telja að hér væri á ferðinni neitt snjall- ræði í baráttunni við verðbólguna. Raunvextir og verðlagið Páll Pétursson (F) hóf mál sitt á því að segja að þrátt fyrir að hann væri ekki hávaxtamaður, þá lofaði hann því að segja ekki allt sem hann vissi um efnahagsmál, og að hann ætlaði ekki að endur- taka allt það sem þeir Lúðvík og Einar hefðu sagt. Það sem þeir sögðu hefði þó verið Vilmundi Gylfasyni og meðflutningsmönn- um hans, sem allir væru óbreyttir þingmenn Alþýðuflokksins í deild- inni, holl og nauðsynleg lexía. Sennilega hefði þó verið betra hjá Lúðvík að láta Vilmund hafa þessa lexíu í minni skömmtum en þeirri löngu ræðu er hann hefði haldið! Reynsla Dana og Svía bend- ir til að æskilegt sé að þing- ið starfi í einni málstofu — sagði Friðrik Sopusson í um- ræðum í neðri deild Alþingis FRUMVARP til stjórnskipunar- laga. flutt af Finni Torfa Stefáns- syni og fleiri af yngri þingmönn- um Alþýðuflokksins var áfram til umræðu á fundi neðri deildar Alþingis fyrra mánudag. Friðrik Sophusson (S) sagði, að það væri sér nókkurt undrunarefni að frumvarpið skyldi lagt fram nú, þar sem stjórnarskrárnefndin ætti að skila áliti innan tveggja ára. Skýringin kynni þó að vera sú, að ætlunin væri að koma efninu til skila, ef svo kynni að fara að því Alþingi, sem nú sæti, entist ekki aldur til að fjalla um tillögur stjórnarskrárnefndarinnar.' Síðan fjallaði Friðrik um það ákvæði frumvarpsins, sem fjallar um að Alþingi skuli starfa í einni málstofu. Sagði þingmaðurinn, að það væri ótvíræð reynsla Dana og Svía, sem nýlega afnámi deilda- skiptingu þinga sinna, að þar hefði verið st-igið framfaraspor. Lýsti Friðrik að lokum yfir stuðningi við framkomið frumvarp. Svava Jakobsdóttir (Abl) sagði að ekki kæmi skýrt fram hjá flutningsmönnum frumvarpsins, hver væri tilgangurinn með þvi að leggja það fram. Ætti að taka það til afgreiðslu á þessu þingi og þá að rjúfa þing yrði það samþykkt, eða væri aðeins verið að sýna frumvarpið, spurði þingmaðurinn. Svava taldi það ekki vera neitt sérstakt keppikefli að gera Alþingi að einni málstofu, alla vega væru þau rök ógeðfelld, sem miðuðu í þá átt að hraða allri afgreiðslu mála á Alþingi, eins ogyirtist að hluta til vera tilgangur frumvarpsins. Finnur Torfi Stefánsson (A) kvaðst vilja þakka undirtektir þingmanna við frumvarpið. Ræddi hann síðan um það aö mikilvægt væri að þingmenn hefðu nægileg- an tíma til umræðna, hvort heldur þingið starfaði 'í einni málstofu eða tveimur. Ef þingmönnum kæmi til með að þykja tíminn of skammur, þá væri auðvelt að lengja fundartíma þingsins, þann- ig að ekki ætti til þess að koma að ræðutími yrði takmarkaður. Það væri að vísu oft gert erlendis, en hafa yrði í huga að þar skipti Friðrik Sophusson fjöldi þingmanna oft hundruðum, og væri ólíklegt að sama staða kæmi upp hér á 60 manna þingi. Að lokum sagði Finnur, að hann hefði síður en svo á móti því að stjórnarskrárnefndin fjallaði um málið, en það breytti því ekki að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.