Morgunblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978 37 Þá gerði þingmaðurinn landbún- aðinn að umræðuefni, og kvaðst vilja spyrja samþingsmenn sína hvort þeir væru þeirrar skoðunar að velta ætti raunvöxtum af landbúnaðarframleiðslu út í verð- lagið. Kvaðst hann vera hræddur um að það litist mönnum ekki meira en svo á, en það væri hins vegar óhjákvæmilegt að velta vöxtunum ú í verðlagið, eða að láta atvinnuvegina stöðvast að öðrum kosti. Ráðast þarf að rótum vandans Friðrik Sophusson (S) sagðist styðja meginstefnu frumvarpsins. — Raunvextir eru liður í því að ná jafnvægi á fjármagnsmarkaðinum og því hjálpartæki til að ná niður verðbólgu. Þeir skáka og fjár- magni í arðsamari farvegi heldur en núverandi kerfi. Almennur frjáls sparnaður landsmanna myndi og aukast. Verðbólgugróði er tíðræddur. En minna er fjallað um það, sem brennur á báli verðbólgunnar: skattfé almennings, sparifé al- mennings, fjármagnssjóðir ýmiss konar o.s.frv. Það er kominn tími til, sagði Friðrik Sophusson, að leiðrétta þá skekkju, sem er í efnahagskerfi okkar. Til þess þarf fleira en raunvexti. Nefna má rétt notaða verðjöfnunarsjóði; að nýta ríkis- fjármál, eða stjórn þeirra, sem hagstjórnartæki, sem m.a. krefst þess að gengið sé ávallt rétt skráð; að eðlileg tekjumyndun atvinnu- vega sé tryggð; að kaupmáttarstig- ið fylgi þjóðartekjum. Friðrik Sophusson vitnaði til októbersheftis Hagtalna mánaðar- ins, þar sem m.a. kemur fram, að fé fjárfestingarlánasjóða sé I8V2 milljarði lægra að verðgildi í árslok 1976 en framreiknað eigið fé þeirra í árslok 1973. Þetta svari til 20,6% meðaltalslækkunar eigin fjár og framlaga í 3 ár — sem sé verðbólgurýrnun. Varðandi raunvexti og málefni húsbyggjenda sagði Friðrik það sina tillögu, að lagt yrði fram úr sameiginlegum sjóði landsmanna til að styðja fólk, sem er að byggja eða koma sér upp íbúð í fyrsta skipti. Tryggja þarf að allir, sem vilja, geti komið sér upp eigin íbúð. Þá vék þingmaðurinn að ákvörð- unarvaldi Seðlabanka um vexti. Spurning væri, hvort aðrir bankar og lánastofnanir ættu ekki að fá tækifæri til vaxtaákvörðunar (eigin vaxtastefnu), þar sem hið pólitíska vald hefði ekki reynst vandanum vaxið. Markaðsvextir myndu þýða að vextir fylgdu verðbólgu. Friðrik sagði að ráðast þyrfti að rótum efnahagsvandans, með sam- virkum aðgerðum en ekki sífellt að krukka í afleiðingar hans. Það þyrfti að komast fyrir orsakirnar. æskilegt væri að fjallað væri um það á fundum sjálfs Alþingis. Lúðvík .lósepsson (Abl) sagði að mikið skorti á að flutningsmenn frumvarpsins skýrðu á hvern hátt þingið ætti að starfa ef það yrði gert að einni málstofu. Hvað sem erlend þing segðu, þá væri aug- ljóst, að gjörbreyta yrði vinnu- brögðum þingsins. Til dæmis væri augljóst að færa yrði hluta um- ræðnanna í nefndir, sem þá yrðu fjölmennari, til dæmis skipaðar 15 til 17 þingmönnum. Þessar nefndir yrðu þá að starfa fyrir opnum tjöldum, útvega þyrfti þeim hús- næði og koma þar fyrir áhorfenda- aðstöðu. Þingmaðurinn sagðist alveg vera til viðtals um þessar breyt- ingar, en ekki mætti flana að neinu, og barnalegur málflutning- ur ýmissa í þessu máli, jafnvel háskólaprófessora, væri ekki til þess íallinn að afla málinu stuðn- ings. Að lokum sagði Lúðvík, að vissulega mætti um margt breyta starfsháttum Alþingis, en menn skyldu þó hafa það hugfast að margt væri við það að athuga sem ekki ættu rætur að rekja til deildaskiptingarinnar. Jafnrétti ekkert minna ekkert meira og IIÉR FÉR á eftir í heild ra-ða sú. sem Magnús Kjartansson. fyrrv. ráðherra. flutti hjá Sameinuðu þjóðunum sl. þriðjudag um mál- efni fatlaðrai Hæstvirtur forseti. Ég sit hér sem fulltrúi Islands, einnar smæstu aðildarþjóða SÞ, með íbúatölu innan við fjórðung milljónar. En ég sit hér einnig sem einstaklingur, og þær vikur sem ég hef fylgst með störfum hef ég í vaxandi mæli litið á mig sem hluta af hinu stríðandi mannkyni á allri heimskringlunni; ég hef heyrt fulltrúa þjóða hvaðanæva af hnettinum túlka viðhorf áþekk mínum til fjölmargra félagslegra vandamála. Þetta á í sérstaklega ríkum mæli við nú, þegar við ræðum m.a. félagslega framþróun; nú lít ég alls ekki á mig sem fulltrúa Islands, heldur sem full- trúa þeirra fjölmörgu hundruða milljóna manna sem eiga við fötlun að stríða hvarvetna um heim. Árið 1981 og baráttan gegn fötlun Mér er ljóst að fötlun er ekki sérstakur dagskrárliður í störfum þriðju nefndar á þessu allsherjar- þingi. Ég veit að SÞ hafa ákveðið að helga árið 1981 gegn fötlun, og að annar aðili en við í þriðju nefndinni fjallar um fyrirkomulag þeirrar baráttu. En ég fæ ekki skilið að unnt sé að ræða almenn- um orðum um félagslega fram- vindu án þess að minnast á fötlun, því að fötlun er eitt af brýnustu vandamálunum sem mannkynið á við að stríða og langalvarlegasta félagslega viðfangsefnið í svoköll- uðum velferðarríkjum. Því vil ég leyfa mér að fara nokkrum al- mennum orðum um þetta vanda- mál; m.a. með hliðsjón af reynslunni af þessari fyrstu þátt- töku minni í störfum allsherjar- þingsins. Eins og ég sagði áðan hef ég orðið margs áskynja um skoðanir og viðhorf fulltrúa frá öllum heimshlutum. Ég hef einnig notið þess í ríkum mæli að virða fyrir mér það þjóðanna kynlega bland sem hér er saman komið. En eitt hefur vakið mér mikla undrun. Meðal þeirra þúsunda fulltrúa sem hér eru hef ég aðeins orðið var við einn sem ekki kemst leiðar sinnar að neinu marki nema í hjólastól. Þessi eini fulltrúi er ég sjálfur. Þessi óbrotna staðreynd segir mikla sögu og þyrfti að verða öllum þingfulltrúum ærið um- hugsunarefni. Rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið á Norð- urlöndum sýna að 15% íbúanna eiga við fötlun að stríða, sjötti til sjöundi hver maður hverju sinni; meirihlutinn sem betur tíma- bundna fötlun en ískyggilega stór hluti varanlega. Þetta er vanda- mál sem fylgt hefur mannkyninu frá upphafi vega. Ef við lítum á hina kunnu mannkynssögu sem vef með öllum tilbrigðum litrófs- ins er saga fatlaðra svartasti þátturinn í þeim vef, samfelldur allt til okkar daga. Ég ætla mér ekki þá dul að rekj^ þessa sögu, vil aðeins minna á að einnig á tuttugustu öld hafa verið uppi stjórnmálaöfl sem töldu að fatlað fólk af völdum erfðagalla ætti hvergi heima nema í tortímingar- búðum. Hið almenna viðhorf til fatlaðra hefur til skamms tíma verið það að fela þá, einangra þá — og mér finnst val fulltrúa á Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna sanna, að það viðhorf er enn ríkjandi hvarvetna um heim. Endurhæfingar- lækningar hófust I síðustu heimsstyrjöld fatlaðist fleira fólk en í nokkurri annarri styrjöld mannkynssögunnar, vegna þess að með tilkomu flug- véla og sívaxandi sprengitækni rigndi eldi og eimyrju yfir óbreytta þegna í borgum í Evrópu, Asíu og Norður-Afríku. Aldrei hafa jafn margir orðið fatlaðir af völdum styrjaldarofstækis og nú. En í kjölfarið fylgdi jákvæð þróun, ein hin undraverðasta í sögu læknavísindanna að mínu mati endurhæfingarlækningar hófust. Þróun endurhæfingarlækninga hefur gerbreytt högum fatlaðra í þeim löndum þar sem heilbrigðis- þjónusta er á háu stigi. Tekist hefur að uppræta fötlun ákaflega margra, og langflesta fatlaða er hægt að styrkja svo mjög andlega og líkamlega, að þeir gætu gegnt störfum í þjóðfélögum sínum. En þá hefur önnur torfæra komið í ljós. Þjóðfélög okkar tíma eru einvörðungu skipulögð í samræmi við þarfir og getu ófatlaðs fólks. Maður sem bundinn er við hjóla- stól getur ekki með nokkru móti komist leiðar sinnar af eigin rammleik, eins og nútímaþjóðfélög eru skipulögð. Þótt heilbrigðisvís- indunum hafi á undraverðan hátt tekist að brjóta niður forna einangrunarmúra umhverfis fatl- aða, standa aðrir múrar óhaggaðir enn. ^ Torfærur í húsakynnum SÞ Af þessari ástæðu hef ég kannað húsakynni Sameinuðu þjóðanna Rœða Magnúsar Kjartanssonar hjá Sameinuðu þjóðunum hér frá sjónarhóli fatlaðs manns. Um þau húsakynni er margt gott að segja, einnig frá því sjónar- horni. Auðvelt er að komast inn í húsið í hjólastól, gangar eru breiðir og án þröskulda, lyftur rúmgóðar og starfsfólk allt einkar hjálpfúst. En ég hef einnig orðið var við torfærur. I stærstu sam- komusölum hússins er halli á gólfum, sumstaðar óþægilega mik- ill. Gangbrautir milli sæta á þessum hallandi gólfum eru sums- staðar rofnar af þrepum sem gera manni í hjólastól gersamlega ókleift að komast leiðar sinnar af eigin rammleik þrátV fyrir ákvörð- un um hið gagnstæða frá 1971. Ég hef virt þessar torfærur fyrir mér mjög forviða. Einn af höfuðsmið- um Sameinuðu þjóðanna var hinn mikli forseti Bandaríkjanna, Franklin Delano Roosewelt. Hann var sjálfur svo alvarlega fatlaður að hann gat ekki fært sig um set nema með aðstoð annarra eða í hjólastól. Finnst mönnum það ekki sársaukafull hugsun að í þessu glæsilega húsi hefði sjálfur Franklin Delano Roosewelt átt erfitt með að starfa af eigin rammleik? Er það ekki blygðunar- efni fyrir okkur öll og sérstaklega fyrir þá miklu þjóð sem Roosewelt var í forustu fyrir á afdrifaríkum örlagatímum. Ævi Franklins Del- ano Roosewelt er glæsileg sönnun þess að yfirburðarmenn geta risið úr röðum fatlaðra, ekki síður en annarra þjóðfélagshópa. Færi ekki vel á því að Sameinuðu þjóðirnar undirbyggju ár fatlára með því að framkvæma ákvörðunina frá 1971 og breyta aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna þannig, að fatlaður maður m.a. í hjólastól geti farið um öll húsakynnin af eigin ramm- leik án þess að rekast á ytri torfærur, samkvæmt því forna og rétta viðhorfi, að hver skyldi gera hreint fyrir sínum dyrum? Verkefni fyrir borgarstjórn New York En á þessu sviði skipta ekki aðeins aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna máli; við fulltrúarnir þurfum einnig að búa og athafna okkur utan hússins. Ég bý í gistihúsi við Lexington Avenue, og þaðan er svosem stundarfjórðung- ur til aðalstöðva Sameinuðu þjóð- anna. Eins og samgöngumálum er háttað í New York á ég þess engan kost að komast þessa stuttu vegalengd af eigin rammleik í hjólastól mínum. Eiginkona mín er með mér og aðstoðar mig, en einnig hún lendir í verulegum erfiðleikum að aka stólnum. Gang- stéttir eru hvergi sneiddar við gangbrautir yfir umferðaræðar; til þess að komast yfir götu þarf að láta stólinn falla 20—30 senti- metra, en það er engan veginn þægilegt fyrir þann sem í stólnum situr, og hinuin megin götunnar verður að vega stólinn upp svipaða hæð. Ég spyr enn: Væri það ekki verðugt verkefni fyrir borgar- stjórn New York borgar að breyta samgöngumálum svo, að fatlað fólk m.a. í hjólastólum geti komist leiðar sinnar til jafns við aðra? Ég nefni New York borg aðeins sem nærtækt dæmi — menn mega ekki skilja orð mín svo að ég sé sérstaklega að hlutast til um innri málefni þessarar borgar, eða reyna að hafa áhrif á þá kosninga- baráttu sem nú stendur yfir í landinu! Einangrunarmúr Þessar sundurlausu hugrenning- ar hafa vaknað hið innra mað mér þann tíma sem ég hef dvalist hér. Þær varpa hins vegar ljósi á þann einangrunarmúr sem nú lykur um fatlaða öðrum fremur, skipulag þjóðfélaganna sjálfra. Fatlað fólk þarf á því að halda að samgöngu- mál séu þannig skipulögð og samgöngutæki þannig hönnuð, að allir þjóðfélagsþegnar geti komist leiðar sinnar á sem greiðastan hátt. Fatlað fólk þarf á því að halda að þannig sé hagað hönnun á öllum húsakynnum, íbúöarhús- næði, vinnustöðum, verslunum, menningarstofnunum og hvers kyns samkomustöðum öðrum, að allir geti athafnað sig á sem greiðastan hátt. Fatlað fólk á ekki að einangra nema í neyðartilvik- um; það á að geta lifað sem eðlilegustu lífi í samvinnu við annað fólk. Þegar ég hef gert grein fyrir þessum sjónarmiðum mínum, hef ég oft verið spurður, hvort slíkar breytingar á þjóðfélögum séu ekki svo kostnaðarsamar að þær séu ofviða nútimasamfélögum. Slíkar spurningar spretta af rangri hugsun. Það er ekki hugsanleg arðsamari framkvæmd en að gera öllum þjóðfélagsþegnum kleift að nýta hæfileika sína, andlega og líkamlega, í þágu samfélagsins alls. Það er ekki hugsanleg fráleit- ari sóun en að einangra verulegan hluta samfélagsins, bæla og frysta getu þeirra þegna. Þetta væri auðvelt að reikna í köldum tölum með hliðsjón af þeim markmiðum sem nú eru mest í tísku, þjóðar- tekjum, þjóðarframleiðslu og þjóð- arauði. Sjálfur tel ég þau markmið aðeins hluta af veruleikanum; ég tel eðlilegra að meta þessi vanda- mál og önnur í ljósi mennskra viðhorfa (þýðist: humanism.) Eins og ég gat um í upphafi veit ég að fjallað er um undirbúning árs fatlaðra í annarri stofnun en þriðju nefnd. Mér hefur einnig verið tjáð að uppi sé ágreiningur urn það, hvernig Saineinuðu þjóð- irnar skuli skipa í undirbúnings- nefnd þessa. Ég veit ekki það góð deili á þeini ágreiningi að ég geti tekið afstöðu til hans. Á hitt vil ég leggja þunga áherslu að árið verði notað til að efla samtök fatlaðra, sem orðið hafa æ þróttmeiri hvarvetna um heint undanfarna áratugi, brjóta niður gamla for- dóma og úrelt viðhorf. Við sem fatlaðir erum, förum einvörðungu fram á stuðning til sjálfsbjargar; kjörorð okkar ætti einnig að vera einn af hyrningarsteinum allra samfélaga: jafnrétti, ekkert minna og ekkert meira. Hæstvirtur forseti; ég hef lokið máli mínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.