Morgunblaðið - 07.11.1978, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978
45
höfundur virðist hafa kynnt sér
kenningar hans og þorir að bera
þær fram í þessari skáldsögu
sinni.
Almennt hugsar fólk ekki langt
út fyrir „hinn þrönga markaða
baug“. Og flestir halda að við séum
ein í heiminum, þ.e. í alheiminum.
Flest hugsum við ekki langt út
fyrir jörðina, og þó er nú búiö að
uppgötva alheiminn með óendan-
legum fjölda hnatta og óendan-
legri víðáttu.
Og þekkingarástand sumra ann-
arra mannkynja mun vera svipað
og hér: Einnig munu þau sum
halda, að þau séu ein í alheiminum
(eins og. skáldsagan gerir ráð
fyrir), og þau vita lítt eða ekki um
lífsamböndin, sem tengja menn og
mannkyn allra byggðra hnatta
misjafnlega sterkum böndum. Slík
mannkyn eru á útjaðri vitheims,
eins og er um okkar mannkyn,
ennþá.
En vonandi er, að bráðum fari
áð rofa til, og að skuggar fávisk-
unnar víki fyrir magnandi geislum
lífs og vits, sem háþroskaverur
lengra kominna mannkynja beina
til okkar jarðarbúa. Okkar er að
taka hér undir og vera.með en ekki
móti, svo farsæl breyting geti sem
fyrst orðið á öllum högum mann-
kyns okkar. Ekkert er okkur eins
nauðsynlegt og að bætt verði úr
sambandsleysinu við lengra komn-
ar lífstöðvar.
Ingvar Agnarsson."
Þessir hringdu . . .
eða meira en nóg og spurningin er
líka hvað eigi að gera við það allt.
Heyrt hefi ég einhvern tala um
það hvort ekki væri hægt að láta
þessar umframbirgðir okkar renna
sem þróunarhjálp til einhverra er
þarfnast gætu þeirra og mætti
þannig slá þær tvær flugur í einu
höggi að nýta þessar birgðir og
jafnvel auka okkar framlag til
þróunarlanda, því við höfum
áreiðanlega efni á því. Yrði það
kannski alltof dýrt í framkvæmd?
Væri ekki hægt að fá flugfélögin
okkar til að flytja þetta út í
fáeinum ferðum og þar með yrði
málið leyst? Eða er kannski
enginn á þeim svæðum sem gæti
lagt sér til munns afurðirnar í
þeim búningi sem við borðum þær,
sem smjör og ost eða hentar það
ekki þessum þjóðum? Vel má vera
að svo sé og því þurfi að finna aðra
lausn.
• Hvað á að gera
við matinn?
Ofangreindrar spurningar
spurði maður nokkur sem hringdi
og velti því fyrir sér hvort hér á
landi yrði ekki bráðum „fullt hús
matar“ eins og hann sagði og í
framhaldi af því hvað hægt væri
að gera við allan þennan mat, sem
við getum ekki torgað:
„Nýlega hafa komið fram fréttir
af miklum birgðum landbúnaðar-
vara, einkum mjólkurvara, og er
nú svo komið að í landinu eru til
ársbirgðir eða meira af t.d. osti og
smjöri. Hvað á að gera við allan
þennan mat? Geymist hann svo
lengi að hann megi bíða eftir að
við þörfnumst hans eftir 12—15
mánuði? Verði hann fluttur út
þýðir það þá ekki allmikið tap, eða
er hægt að losna við landbúnaðar-
vörur til útlanda á framleiðslu-
verði eða meira jafnvæl? Eg hef
ekki heyrt um það.
Verður þá reynt að minnka
framleiðslu á landbúnaðarvörum
og hvernig samræmist það stefn-
unni um sífellt stærri bú og
hagkvæmari rekstrarlega séð?
Með öðrum orðum er hér ekki á
ferðinni nokkuð stórfellt vanda-
mál, sem erfitt verður að leysa?
Nóg mun líka vera til af kjötinu
Umsjón:
Margeír Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í
Reggio Emilia á Ítalíu um síðustu
áramót kom þessi staða upp í skák
þeirra M. Kovacs, Ungverjalandi,
sem hafði hvítt og átti leik, og
Wagmans, Bandaríkjunum.
32. Hxg6! - Hxd3 (En ekki 32....
fxg6? 33. Bc4+) 33. Hxg7+ - Kxg7
34. Dg4+ — Kh7 35. cxd3 og
svartur gafst upp. Eftir 35.... Hg8
getur hvítur t.d. þvingað fram
auðunnið hróksendatafl með 36.
Dh4+. M. Kovacs sigraði á mótinu,
hann hlaut 8(4 v. af 11 möguleg-
um. Næstur kom sovézki stór-
meistarinn Averbakh með 7(4 v.
HÖQISTI HREKKVÍSI
" þETTA E£\J óry<?jUHto67M, Opp-
T Ofc r/\M\?EHEe>V\Jöo>klNN\!,‘
Allt á sama stað Laugavegi 118-Simi 22240
| EGILL VILHJÁLMSSQN HE
ESABESAB ESAB ESAB
Missið ekki
nióur þráðinn
Það er dýrt að fylgjast ekki með
og missa þannig niður þráðinn!
Hafið samband við okkar sér-
þjálfaða starfslið um: Rafsuður,
Rafsuðutransara, þræði á rúllu,
eða annan fylgibúnað.
Allar upDlýsingar og ráð-
leggingar eru fúslega veittar án
skuldbindinga
Nýjasta línan frá ESAB er
BANTAM
C02-Bantam
iLeltbyggð koisyru raf
suðuvel
Mini Bantam
Hobby ratsuðuit.uis.tfi
80 amper
Bantam Maxi Bantam
Lettbyggður ratsuðu- Lettbyggður r.itsuðu
transan UOamper transari til iðnaðar 180
amper
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRFANTANIR-LUÓNUSTA