Morgunblaðið - 07.11.1978, Side 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978
Tel Aviv, 6. nóv. AP. Reuter.
ÍSRAELSKA ríkisstjórnin fól í
dag Ezer Weizman landvarnaráð-
herra að fara aftur til Washing-
ton með nýjum fyrirmælum um
afstöðu til þeirra atriða sem enn
standa í vegi fyrir gerð friðar
samninKs við egypzku stjórnina.
í Kaíró sagði einn helzti
samninsamaður Egypta, Osama
El-Baz. að Egyptar mundu leggja
fram nýjar huxmyndir og tillÖK'
ur til þess að brúa bilið. Hvort
það tækist færi eftir þeim hu«-
myndum sem samningamenn
Israelsmanna hefðu meðferðis til
Washinston.
„I nokkrum málum er ekkert
samkomulan," sagði Yigael Yadin
Weizman með
ný fyrirmæli
aðstoðarforsætisráðherra í
Jerúsalem en útskýrði það ekki
nánar.
Weizman mun hafa meðferðis
að minnsta kosti takmarkað sam-
þykki stjórnarinnar við þann kafla
samningsdraganna sem fjallar um
brottflutning ísraelsmanna frá
Sinai-skaga.
Yadin vék sér undan að svara
því hvort stjórnin hefði beðið
Weizman að fá fram endurskoðun
á vissum atriðum í samningsdrög-
unum sem sendinefndirnar hefðu
þegar náð samkomulagi um í
Washington. Hann vék sér líka
undan að spá því hvenær undirrit-
un færi fram.
Einangra Egypta
Jafnframt stigu Arabar enn eitt
skref í dag í þá átt að einangra
Egypta með þeirri tilkynningu
Arababandalagsins að það héldi
aldrei framar fundi í Kaíró nema
Egyptar hættu viðræðum við
Israelsmenn.
Framkvæmdastjóri bandalags-
ins, Mahmoud Riad, sagði frétta-
mönnum að fundir bandalagsins
yrðu framvegis haldnir í öðrum
höfuðborgum þar til Egyptar
„sneru aftur til herbúða Araba".
Aðalstöðvar bandalagsins eru í
Kaíró.
Um helgina neitaði Anwar
Sadat forseti að taka á móti
sendinefnd frá leiðtogafundi Ar-
aba í Bagdad. Nefndin átti að
reyna að fá Sadat til að hætta
viðræðunum við ísraelsmenn og
mun hafa haft meðferðis tilboð um
stórlán til Egypta ef þeir hættu að
semja við ísraelsmenn.
Sadat sagði að Egyptar væru
ekki til sölu þótt allir peningar
heimsins væru í boði. Hann
hæddist líka að þeirri hugmynd að
hægt væri að einangra Egypta og
sagði að Egyptar væru sjálfs síns
herrar.
íbúar Egyptalands eru 40 millj-
ónir eða sem svarar rúmum
þriðjungi íbúa Arabaheimsins og
þjóðin hefur yfir að ráða stærsta
fastahernum í Arabaheiminum.
Kunnur leikari í
vondum málum
Jóhannesarborg. 6. nóv. AP.
Lcikarinn Richard Ilarris
kcmur við sögu fjármála-
hncysklis þcss scm hcfur vakið
mikið uppnám í Suður-Afríku
og hefur vcrið borinn þeim
sökum að hann drckki eina
flösku af vodka á dag.
Ilarris cr í SuðurAfríku þar
scm hann tekur þátt í gerð
kvikmyndar um Rhódesíustríð-
ið og cfndi til hlaðamannafund-
ar vegna málsins.
Sérstök þriggja manna nefnd
átti í dag að hefja rannsókn á
málinu og fær frest til 6.
desember til að skila skýrslu.
Við rannsókn dómarans Anton
Mostert á gjaldeyrisbrotum kom
í ljós að milljónum dollara úr
leynisjóðum stjórnvalda hefði
verið eytt í öðrum tilgangi en
þeim sem til var ætlazt og
háttsettir embættismenn hafi
vitað hvað var á seyði.
Meðal annars komst dómar-
inn að því að einni miiljón
dollara sem átti að verja til
gerðar kvikmynda fyrir blökku-
menn hefði verið eytt í kvik-
myndina „Golden Rendezvous“
eftir sögu Alistair Maclean.
Kvikmyndin var gerð í Suður-
Afríku og Richard Harris fór
með aðalhlutverkið og þess
vegna kom nafn Harris fyrir í
rannsókn Mosterts dómara.
Dómarinn kvaddi fyrir sig
suður-afriska kvikmyndajöfur-
inn Andre Pieterse og bað hann
um skýringu. Hann átti að gera
kvikmyndir fyrir blökkumenn
en framleiddi einnig „Golden
Rendezvous".
Pieterse sagði að aldrei hefði
verið byrjað á heimildamyndun-
um og Golden Rendezvous hefði
valdið honum fjárhagsvandræð-
um. Hann kvartaði yfir því að
komast aldrei frá kvikmynda-
verinu af því að Harris drykki
eina vodkaflösku á dag.
Þessú^neitaði Harris á blaða-
mannafundí og kvað alrangt og
rætið. Hann sagðist eiga inni
50.000 dollara hjá Pieterse sem
hefði beðið sig að taka við stjórn
kvikmyndarinnar og breyta
handritinu. Hann drakk gos-
drykk og kvaðst ekki hafa
bragðað áfengi síðan kl. 11 e.h.
4. janúar 1978.
Silkin er
bjartsýnn
London, 3. nóv. Reuter
BREZKI sjávarútvegsráðherrann
John Silkin, sem hefur vakið
gremju í löndum Efnahagsbanda-
lagsins vegna harðrar afstöðu í
fiskveiðideilu Breta við bandalag-
ið, lét í ljós hóflega bjartsýni í
dag á horfum á því að takast
megi að leysa deiluna.
Hann sagði á blaðamannafundi
í London að nú hillti loksins
undir gagnkvæman skilning í
viðræðum um stefnu bandalags-
ins í fiskveiðimálum.
Silkin sagði, að sérstök nefnd
kæmi fljótlega saman til fundar til
þess að gera út um söguleg réttindi
innan 12 mílna frá ströndum
Bretlands og annarra strandríkja.
Þetta kvað hann góðs viti þar sem
Þjóðverjar hefðu hingað til ríg-
haldið sig við kröfu sína um
algerlega frjálsan aðgang allra
aðildarlanda að fiskimiðum
bandalagsins.
En Silkin bætti því við að
afstaða Breta væri óbreytt.
Kjarnorkumálið í Austurríki:
Persónulegur ósigur
— segir Kreisky
Vínarborg. 6. nóvember — AP
IIÁRSBREIDD munaði í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni í Austurríki
um hclgina, cn þar var kosið um
það hvort hafin skyldi kjarnorku-
vinnsla í orkuveri, scm lokið var
við að byggja fyrir misseri. Ilöfðu
andstæðingar kjarnorku bctur í
atkva'ðagreiðslunni og fcngu þeir
50.47%, en 49.53% lýstu sig
fylgjandi því að kjarnorku
vinnsla hæfist.
Kjörsókn varð allmiklu minni
cn 1 almcnnum kosningum, um
fimm milljónir manna eru á
kjörskrá í Austurríki. Kjörsókn-
in varð 63,10%.
Bruno Kreizky, jafnaðarmanna-
leiðtoginn, sem hefur verið kansl-
ari Austurríkis í átta ár, sagði
þegar úrslit voru kunn í gær, að
þau væru persónulegur ósigur
hans, en hann sagði um leið að
enda þótt svo mjótt hefði orðið á
mununum væri niðurstaðan óum-
deilanleg og því tæki kjarnorku-
verið ekki til starfa í upphafi
næsta árs, eins og ráðgert hefði
verið.
Þjóðaratkvæðagreiðsla þessi er
sú fyrsta, sem efnt er til í
Austurríki eftir að síðari heims-
styrjöldinni lauk, og hin fyrsta í
sögunni þar sem gengið er til
atkvæða um nýtingu kjarnorku.
Kreizky.
Kanslarinn hefur áréttað þá
skoðun sína að rétt hafi verið að
efna til atkvæðagreiðslunnar, en
ýmsir pólitískir samherjar hans
voru því mótfallnir að jafnaðar-
mannaflokkurinn gerði viðkvæmt
deiluefni um kjarnorkumálið að
bitbeini í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Kreizky segir að hefði málið ekki
verið útkljáð með þessum hætti
hefði það aðeins beðið þar til í
næstu þingkosningum, en hér sé
um svo mikilvægt mál að ræða að
hyggilegast hafi verið að ganga til
atkvæða um það sérstaklega.
Þingkosningar fara fram í Austur-
ríki í október 1979, og hefur
Kreizky látið að því liggja eð ekki
komi til mála að flýta þeim.
Sjö ár tók að byggja kjarnorku-
verið, sem stjórn Kreizkys situr nú
uppi með ónothæft, en stjórnar-
andstaðan hefur krafizt þess að
því verði breytt þannig að hægt
verði að nýta það með öðru
eldsneyti. Mikið fé hefur verið fest
í kjarnorkuverinu, en enn er ekki
vitað hvort hægt er að breyta því
og hver kostnaðurinn við slíka
breytingu yrði.
Þetta geröisl 7. nóvember
1973 — Bandaríkjamenn og
Egyptar taka aftur upp stjórn-
málasamband.
1972 — Vestur- og Austur-Þjóð-
verjar taka upp formlegt sam-
band.
1968 — Sovézkir fánar brenndir
á byltingarafmælinu í Prag.
1966 — Kínverjar yfirgefa
afmæli bolsévíka í Moskvu
vegna gagnrýni Rússa.
1956 — Bretar og Frakkar
hætta hernaðaraðgerðum í
Egyptalandi.
1944 — Roosevelt kosinn forseti
í fjórða sinn.
1941 — Landganga Banda-
manna í Norður-Afríku.
1917 — Bylting bolsévíka.
1876 — Rússar undirbúa stríð
gegn Tyrkjum.
1807 — Rússar slíta sambandi
við Breta.
1789 — Franska þingið bannar
þingmönnum að gegna embætti
fyrir Loðvík XVI.
1781 — Síðasta opinbera brenna
spænska Rannsóknarréttarins, í
Sevilla.
1742 — Varnarbandalag Breta
og Prússa gegn Frökkum.
1733 — Frakkar og Spánverjar
undirrita Escurial-sáttmálann
og m.vnda bandalag.
1659 — Pýrenea-friðurinn bind-
ur enda á stríð Spánverja og
Frakka.
1515 — Svisslendingar semja
frið við Frakka með Gen-
far-sáttmálanum.
Afmæli dagsinsi Geoffrey
Dawson, brezkur blaðamaður
(1874—1944) — Marie Curie,
franskur vísindamaður
(1867-1934) - Billy Graham,
bandarískur predikari, (1918 —
—). — Joan Sutherland,
áströlsk sópransöngkona (1926
----).
Innlenti Jón biskup Arason og
synir harts hálfhöggnir 1550 —
D. Sæmundur Jónsson í Odda
1222 — Danska herskipið
„Giötheborg" strandar á
Hraunsskeiði 1718 — Togarinn
„Jón Ólafsson“ talinn af 1943 —
F. Þorleifur H. Bjarnason 1863
— D. Árni Pálsson 1952.
Orð dagsinsi Ekkert kemur í
staðinn fyrir heilann, en þögnin
er næstbezt — Erlent.
Tólf byltingarmenn í
N-Jemen teknir af lífi
Nikósíu, 6. nóvember. AP.
TÓLF mcnn, þar á mcðal ráð-
hcrra. voru teknir af lífi í Sanaa í
gær fyrir þátttöku í mishcppn-
aðri tilraun í síðasta mánuði til
að steypa forseta Norður-Jcmens,
Ali Áhdullah Saleh. að sögn
íröksku fréttastofunnar.
Hinir ákærðu voru fundnir
sckir og dæmdir til dauða fyrr
um daginn að sögn fréttastofunn-
ar. Oryggisdómstóll ríkisins
dæmdi mennina. en ckki var
minnzt á hvaða aðferð var notuð
við aftökurnar.
Meðal hinna líflátnu voru Abdul
Salam Moqbel verkamálaráðherra
sem fór jafnframt með félagsmál
og íþróttamál, Salem Al-Saqqaf,
skrifstofustjóri í skrifstofu forset-
ans, og Mohammed Ahmed
Ibrahim, háttsettur starfsmaður í
menntamálaráðuneytinu.
Yfirmenn í hernum gerðu árás á
bústað Salehs í Sanaa í dögun 15.
október þegar Salah var í heim-
sókn í hafnarborginni Hodeida við
Rauðahaf. Árásarmennirnir vissu
ekki að forsetinn var fjarverandi.
Sveitir uppreisnarmanna úr
hernum réðust einnig á útvarps-
stöðina, aðalstöðvar landhersins
og veginn til flugvallarins til þess
að reyna að kollvarpa Saleh.
En annar æðsti maður landhers
Norður-Jemens, Abdul Aziz A1
Barkhi, og Mushsin A1 Yussefy
innanríkisráðherra brutu tilraun-
ina fljótt á bak aftur. Saleh tók við
völdunum aðeins tveimur mánuð-
um áður, eftir tilræðið við Ahmed
A1 Ghashni fyrrverandi forseta.
Hann var myrtur með sprengju
sem var falin í skjalatösku er
sendimaður frá Suður-Jemen
hafði meðferðis.
Níu aðrir samsærismenn voru
leiddir fyrir rétt og líflátnir. Að
síðustu aftökunum meðtöldum
hafa alls 24 verið teknir af lífi.
Seldi Rússum leyni-
skjöl um gervihnetti
Hammond, Indiana,
6. nóvember Reuter
MÁLAFERLI eru nú um þaö bil
að hefjast í máli fyrrverandi
starfsmanns bandarísku leyni-
þjónustunnar CIA, en hann er
sakaður um að hafa selt Rússum
upplýsingar um bandaríska
gervihnetti, sem notaðir eru til
njósna. Tildrög málsins eru þau
að William Kampiles, sem er 23
ára að aldri, stal skjölum um
mjög fullkominn tæknibúnað og
seldi hann Rússa einum í Aþenu
í sumar fyrir 3 þúsund banda-
ríkjadali. Það sem bandarísk
yfirvöld virðast þó vansælust
með vegna þessa máls er ekki
tjónið, sem óhjákvæmilega hlýzt
af því að Rússar komist yfir
upplýsingar af þessu tagi,
heldur það að lágtsettur starfs-
maður skuli hafa getað stolið
slíkum skjölum.
Menn eru ekki á einu máli um
hversu dýrmætar þessar
upplýsingar eru Rússum. Sumir
halda því fram að Rússar hafi
veriö búnir að afla sér
upplýsinga um það, sem máli
skiptir í sambandi við gervi-
hnöttinn, sem er af gerðinni
KH-11. Aðrir segja að hér hafi
Rússar gert reyfarakaup og sé
þeim ekki sízt akkur í uppdrátt-
um af ljósmyndavélum, sem
gangi fyrir sólarorku, en þær
eru sagðar svo nákvæmar að
þær festi á filmu hluti á jörðu
niðri, sem séu á stærð við
sígarettupakka.